Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 28
Jónína Einarsdóttir hefur verið
ráðin í nýja lektorsstöðu í mann-
fræði þróunar við mannfræði- og
þróunarskor félagsvísindadeild-
ar Háskóla Íslands. Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands kostar
námið til þriggja ára. Hlutverk
Jónínu verður meðal annars að
byggja upp nýtt meistara- og
diplómanám við Háskólann, en
það verður í fyrsta sinn sem boð-
ið verður upp á slíkt nám hér.
Jónína segir ekki að því hlaup-
ið að skýra í fljótu bragði um
hvað mannfræði þróunar snúist.
„Annars vegar er beitt aðferða-
fræði og kenningum mannfræð-
innar til að öðlast skilning á því
hvað gerist, til dæmis í þróunar-
verkefnum og í þróunarferli. Svo
getur hún líka þýtt að fólk nýti
sér kenningar og aðferðafræði
mannfræðinnar til að vinna að
þróunarverkefnum. Bæði er
hægt að beita kenningunum til að
skilja hvað er að gerast og til að
vinna í ferlinu sjálfu,“ segir hún,
en mannfræðin snýst að stórum
hluta um að lýsa og skilja sjónar-
horn þeirra sem eru rannsakaðir
og vinna hlutina út frá forsend-
um rannsóknarefnisins.
„Ég er nú reyndar búin að
sitja í þessari stöðu
síðan síðasta vor,“
segir Jónína og
bætir við að
staðan hafi í
raun verið
búin til með
það fyrir
augum að
koma á
l e g g
f r a m -
h a l d s -
námi í
þ r ó -
u n -
ar-
fræðum. „Síðan í haust höfum við
boðið upp á masterspróf í mann-
fræði, en svo er að fara af stað
þetta masters- og diplómanám í
þróunarfræðinni.“ Mastersnámið
er tveggja ára nám til 60 eininga,
en diplómanámið samsvarar
einni önn og er til 15 eininga.
„Svo er líka reiknað með að fólk
geti tekið diplómanámið á lengri
tíma, því mjög líklegt er að fólk
sem áhuga hefur á náminu sé í
vinnu.“ Námið er þverfaglegt og
getur hver sem lokið hefur há-
skólaprófi, hvort sem það er í bú-
fræði, hjúkrunarfræði, félags-
fræði, efnafræði, eða einhverju
öðru, stundað það. „Það einkenn-
ir þróunarvinnu að hún er þver-
fagleg og við hana vinnur fólk úr
öllum áttum,“ segir Jónína og
bætir við að einnig verði litið til
starfsreynslu fólks þegar sótt er
um námið og því ekki útilokað að
fólk sem vantar eitthvað upp á
háskólapróf komist að.
Í diplómanáminu segir Jónína
að farið verði í kenningar um
þróun, farið í aðferðarfræði með
úttektum á verkefnum og undir-
búningi fyrir þróunarverkefni.
„Þar verður mikið stuðst við
hvernig hagnýta megi mann-
fræðina. Svo verður þriðja nám-
skeiðið valnámskeið sem fólk
getur jafnvel tekið úr eigin fagi,“
segir hún, en mastersnámið er
hefðbundnara í uppbyggingu þar
sem reiknað er með að fólk geri
rannsóknarverkefni og skili rit-
gerð því tengdu. ■
20 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
EDGAR ALLAN POE (1809-1849)
fæddist þennan dag.
Undirbýr nýtt
meistaranám
JÓNÍNA EINARSDÓTTIR: NÝ LEKTORSSTAÐA
„Ljóðlist er taktbundin sköpun
fegurðar í orðum.“
- Poe er þekktastur fyrir hryllingssögur sínar, ljóðlist og
sjúklegan ótta við kviksetningu.
timamot@frettabladid.is
19. janúar árið 1983 var nasist-
inn Klaus Barbie handtekinn í
Bólivíu fyrir glæpi gegn mann-
kyni. Glæpina framdi hann fjór-
um áratugum fyrr þegar hann var
yfirmaður Gestapó í Lyon í Frakk-
landi í Seinni heimsstyrjöldinni.
Fyrir grimmd sína fékk Barbie
viðurnefnið „Slátrarinn frá Lyon.“
Barbie bar ábyrgð á því að senda
þúsundir franskra gyðinga og
meðlima andspyrnuhreyfingar-
innar í fangabúðir, auk þess að
standa fyrir pyntingum, misþyrm-
ingum og aftökum fjölda ann-
arra. Eftir frelsun Frakklands flúði
hann til Þýskalands og gekk í lið
með fleiri fyrrum foringjum nas-
ista í neðanjarðarhreyfingu til
höfuðs kommúnisma.
Árið 1947 leysti bandarísk njósn-
astofnun (Counter-Intelligence
Corps eða CIC) upp samtökin.
Barbie gekk hins vegar laus þar
til stofnunin réði hann sem njó-
snara í baráttunni við meintar
njósnir Sovétríkjanna. Barbie
starfaði sem bandarískur njósn-
ari í Þýskalandi í tvö ár og var
svo smyglað til Bólivíu árið 1949.
Þar tók hann sér nafnið „Klaus
Altmann“ og hélt áfram njósna-
störfum fyrir Bandaríkin auk
starfa við yfirheyrslur og pynting-
ar fyrir harðstjórann Hugo „El
Petiso“ Banzer sem komst þar til
valda árið 1971. Á áttunda ára-
tugnum uppgötvuðu nasistaveið-
ararnir Serge Klarsfeld og Beatte
Kunzel hvar Barbie hélt sig, en
Banzer neitaði að framselja
hann. Eftir stjórnarskipti í Bólivíu
upphafi níunda áratugarins var
Barbie svo lokst framseldur til
Frakklands. Í júlí 1987 var hann
svo dæmdur til ævilangrar fang-
elsisvistar. ■
KLAUS BARBIE
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1793 Lúðvík XVI fundinn sekur
um landráð og dæmdur til
að hálshöggvast.
1915Í París í Frakklandi fær Geor-
ge Claude einkaleyfi á ne-
onljósum til að nota í
ljósaskiltum.
1903 Þýski togarinn Friederich
Albert strandaði á Skeiðar-
ársandi. Áhöfnin komst í
land en hraktist um sand-
inn í hálfan mánuð og þrír
fórust.
1915 Yfir 20 manns létust þegar
loftför Þjóðverja vörpuðu
sprengjum á England í
fyrsta sinn.
1957 Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður varði doktorsritgerð
sína um kuml og haugfé í
heiðnum sið á Íslandi. At-
höfnin fór fram í hátíðarsal
Háskóla Íslands.
Slátrarinn frá Lyon handtekinn í Bólivíu
Árni B. Tryggvason leikari
er 81 árs í dag.
Högni Óskarsson geð-
læknir er sextugur í dag.
Björn Vignir Sigurpálsson aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins er 59 ára í dag.
Óttar Felix Hauksson at-
hafnaskáld er 55 ára í
dag.
Gísli Sverrir Halldórsson
dýralæknir er 49 ára í
dag.
Hilmar Oddsson kvik-
myndaleikstjóri er 48 ára í
dag.
Adolf Hjörvar Berndsen
þingmaður er 46 ára í
dag.
Einar Þór Daníelsson knattspyrnumað-
ur er 35 ára í dag.
Sigurður Bogi Sævars-
son blaðamaður er 34
ára í dag.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
570 Múhammeð spámaður
1736 James Watt sem fann upp gufu-
vélina.
1798 Auguste Comte heimspek-
ingur
1839 Paul Cezanne listmálari
1858 Eugene Brieux leikritaskáld
1883 Hermann Abendroth hljómsveit-
arstjóri
1887 Alexander Woollcott smásagna-
höfundur.
1892 Ólafur Thors fyrrum forsætisráð-
herra Íslands
1923 Jean Stapleton leikkona
1926 Fritz Weaver leikari
1936 Ursula Andress leikkona
1943 Janis Joplin tónlistarkona
1946 Dolly Rebecca Parton leik-
og söngkona
1949 Robert Palmer söngvari úr
Emerson, Lake & Palmer
1967 Christine Tucci leikkona
1971 Shawn Wayans leikari
Þrír félagar í OA-samtökunum, fé-
lagsskap fólks sem þjáist af átfíkn,
segja sögu sína á opnum fundi sem
haldinn verður í dag í tilefni af 45
ára afmæli samtakanna.
Í tilkynningu kemur fram að á
fundinn séu allir þeir velkomnir
sem áhuga hafi á að kynna sér
starf samtakanna, en hann byrjar
klukkan 20:15 og stendur í um
klukkustund. Fundarstaður er
„Gula húsið“ Tjarnargötu 20 í
Reykjavík.
Átfíkn er sögð eiga sér ýmsar
birtingarmyndir, en tekist er á við
vandann „einn dag í einu“ á sama
hátt og félagar í AA samtökunum
takast á við áfengis- og vímu-
efnafíkn, að því er fram kemur í
tilkynningu samtakanna, en unnið
er eftir sama 12 spora kerfinu. „Á
Íslandi eru nú starfandi 16 OA-
deildir, þar af 10 á stór-Reykjavík-
ursvæðinu.“
Á vef samtakanna, oa.is, er
hægt að taka próf sem leiða á í ljós
hvort fólk er haldið átfíkn, auk
þess sem þar er að finna nafnlaus-
ar reynslusögur þeirra sem barist
hafa við átfíkn. ■
OA-samtökin 45 ára:
Opinn afmælisfundur
AFMÆLI
Norðurbakkinn:
Fróðleiksmolar
í Hafnarfirði
Framundan eru miklar framkvæmdir á
Norðurbakkanum í Hafnarfirði og fjöl-
breytt athafnalíf sem tengt var haf-
sækinni starfsemi víkur fyrir nýrri
íbúiðabyggð. Í fyrirlestri á Byggðasafni
Hafnarfjarðar í kvöld fjalla Már Svein-
björns framkvæmdarstjóri Hafnarfjarð-
arhafnar og Pétur G. Kristbergsson
fyrrverandi verkstjóri í BÚH um at-
hafnalíf á Norðurbakkanum. Fyrirlest-
urinn er hluti mánaðarlegra „Fróð-
leiksmola“ sem Byggðasafn Hafnar-
fjarðar býður til í sýningarhúsinu Pakk-
húsinu við Vesturgötu 8. Aðgangur að
fyrirlestrinum, sem hefst klukkan átta í
kvöld, er ókeypis. ■
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Ingimundardóttir,
Hvassaleiti 58,
Ragnheiður Ingunn Magnúsdóttir, Brynja Ríkey Birgisdóttir,
Garðar Berg Guðjónsson, Birgir Aðalsteinsson,
Steinunn Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
lést á Hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn 5. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Valgarður Einarsson
frá Ási, Hegranesi,
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, 16. janúar
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 22. janúar kl. 10.30.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir og afi,
Kristján Pétursson
Laxagötu 3a, Akureyri,
Þórkatla Sigurbjörnsdóttir
Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, Þorsteinn Krüger
Pétur Guðjón Kristjánsson, Júlía Garðarsdóttir
Helga Sóley Kristjánsdóttir, Halla Björk Kristjánsdóttir
Kristín Mjöll Kristjánsdóttir, Atli Steinn Friðbjörnsson
Pétur Ágúst Pétursson og afabörn.
lést á heimili sínu laugardaginn 15. janúar.
ANDLÁT
Gísli Hjartarson frá Geithálsi í Vest-
mannaeyjum, lést miðvikudaginn 5. jan-
úar.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir frá Seyðisfirði,
Ásbúðartröð 17, Hafnarfirði, lést föstu-
daginn 7. janúar.
Sigríður Johnsen Marklandi, Löngufit
40, Garðabæ, er látin.
Hjörleifur Tryggvason Ytra-Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit, lést fimmtudaginn 13.
janúar.
Anna Magnúsdóttir frá Flögu, Sunnu-
flöt 25, Garðabæ, lést föstudaginn 14.
janúar.
Ágúst Gíslason Suður-Nýjabæ, Þykkva-
bæ, lést föstudaginn 14. janúar.
Jóna Svanhvít Hannesdóttir Norður-
brún 1, Reykjavík, lést föstudaginn 14.
janúar.
Sören M. Aðalsteinsson Valbraut 7,
Garði, áður Eiðsvallagötu 3, Akureyri,
lést föstudaginn 14. janúar.
Einar Hansen frá Hólmavík lést laugar-
daginn 15. janúar.
Gísli Brynjólfsson frá Króki, Norðurár-
dal, Hraunbæ 164, Reykjavík, lést laug-
ardaginn 15. janúar.
Guðrún Guðmundsdóttir Lyngholti 22,
Keflavík, lést laugardaginn 15. janúar.
Ríkharður Jónsson Ólafsbraut 38,
Ólafsvík, lést laugardaginn 15. janúar.
Anna Ólafsdóttir Efstasundi 41, lést
sunnudaginn 16. janúar.
Guðrún Brynjólfsdóttir dvalarheimilinu
Höfða, áður Skálabraut 31, Akranesi, lést
sunnudaginn 16. janúar.
Þuríður Guðmundsdóttir, frá Ásgarði,
Völlum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, lést
sunnudaginn 16. janúar.
JARÐARFARIR
13.00 Elínborg Sigurðardóttir frá Ísa-
firði, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
13.00 Jórunn Karlsdóttir Brúarási 7,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju.
JÓNÍNA EINARSDÓTTIR
Lektor í mannfræði þróunar.