Fréttablaðið - 19.01.2005, Page 30

Fréttablaðið - 19.01.2005, Page 30
22 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Grátkór Stykkishólms má alveg fara að þagna Það er kominn tími til að körfuboltagrátkórinn í Stykkishólmi fari að þagna. Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, Bárður Eyþórsson, þjálfari liðsins og lærisveinar hans hafa grenjað meira en góðu hófi gegnir út í forystu KKÍ, dómara og andstæðingana í allan vetur og fundið upp samsæriskenningar nær vikulega. Nú er mál að linni. Snæfellingar: Farið að einbeita ykkur að því að spila körfubolta og hættið þessu endalausa væli. Það nennir enginn að hlusta á það lengur og réttast væri að nota kraftana í að búa til fleiri frábær stuðningsmannalög fyrir undurþýðan barka Þórunnar Antoníu.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Enska bikarkeppnin HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur JANÚAR FÓTBOLTI Eftir ævintýraför í heimalandi knattspyrnunnar, Englandi, er einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari Íslandssög- unnar kominn heim. Guðjón Þórð- arson skrifaði undir þriggja ára samning við bikarmeistara Kefla- víkur skömmu fyrir jól og er óhætt að segja að hann sé strax búinn að hrista vel upp í íslensku knattspyrnulífi. Það gekk á með skini og skúr- um hjá Guðjón í Englandi. Hann kom Stoke City upp um deild og var rekinn skömmu síðar. Hann tók við liði Barnsley í bágri stöðu, reif félagið upp á eftirminnilegan hátt en fékk samt reisupassann. Erfiðlega gekk að fá nýtt starf eftir það enda margir færir þjálf- arar um hvert starf og erlendir þjálfarar sjaldan fyrsti kostur í stöðunni. Eftir að hafa lifað og hrærst í atvinnumennsku í Englandi um nokkurra ára skeið hljóta það að vera talsverð við- brigði að koma aftur heim til Ís- lands. „Þetta voru gífurleg viðbrigði. Ég neita því ekki. Það er samt í þessu eins og öðru að það þýðir ekki að tala um það sem maður hefur ekki heldur verða menn að vinna með það sem þeir hafa í höndunum,“ sagði Guðjón sem er mjög ánægður með Keflavíkur- strákana og segir þá flesta harð- duglega og mjög metnaðarfulla. Hann lætur þá æfa fimm sinnum í viku og á laugardögum er löng æf- ing, eða langur laugardagur eins og Guðjón kallar það. Eins og áður segir er talsverð- ur tími síðan Guðjón þjálfaði síð- ast á Íslandi en hvað telur hann helst hafa breyst hér á landi á þessum árum? „Stóri munurinn liggur í að- stöðunni en tilkoma knattspyrnu- húsanna er mikil bylting. Nú þarf aldrei að hafa áhyggjur af veðri lengur. Ég man eftir því þegar ég var með ÍA 1993 þá fórum við á æfingu í Kópavogi í febrúar. Þá hafði ekki verið hægt að æfa allan veturinn á gervigrasinu vegna ótíðar. Við þurftum að hætta æf- ingunni eftir tæpar 20 mínútur því þá fauk annað markið og mátti minnstu muna að það hefði orðið Kristjáni Finnbogasyni mark- verði að fjörtjóni. Þetta vandamál er ekki lengur til staðar sem er mjög jákvætt,“ sagði Guðjón en telur samt að alltaf megi gera bet- ur á öllum sviðum. „Það er ekkert svo gott að ekki megi gera betur. Það er fullt af hlutum sem við vorum góðir í áður sem mér finnst vera á undan- haldi núna. Það þarf að spyrna við fótum og stöðva þá þróun. Í dag gefast of margir upp þegar á móti blæs en hér á árum áður voru menn tilbúnir að berjast meira fyrir hlutunum. Kannski hafa menn það of gott í dag.“ Guðjón kemur heim reynslunni ríkari enda var Englandsdvölin honum mjög lærdómsrík. Honum finnst gott að geta miðlað reynslu sinni til annarra. „Þetta er allt öðruvísi verkefni en ég var í og nálgunin er önnur. Fyrst og fremst er maður samt að vinna með fólki og það finnst mér skemmtilegt. Það er gaman að sjá hvernig margir af strákunum taka við sér og hvað þeir eru vilj- ugir að læra. Ég held að það sé fyrst og fremst það sem gefur manni umbun í lok dagsins því ég er að reyna að láta gott af mér leiða,“ sagði Guðjón Þórðarson. henry@frettabladid.is HARÐUR HÚSBÓNDI Það er enginn skortur á aga þar sem Guðjón Þórðarson er annars vegar. Guðjón gefur hér lærisveinum sínum góð ráð á æfingu í Reykjaneshöllinni á mánudaginn. Fréttablaðið/Valli Vil láta gott af mér leiða Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson hefur hafið störf í Keflavík. Hann segir það vera mikil viðbrigði að koma aftur til Íslands eftir að hafa starfað í enska boltanum síðustu ár. ■ ■ LEIKIR  19.15 KR og Njarðvík eigast við í DHL-höllinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik.  19.15 Fram og Stjarnan mætast í Framhúsinu í DHL-deild kvenna í handknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.00 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu manna á heimsbikarmótum.  19.35 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Exeter og Manchester United í 3. umferð bikarkeppninnar.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.20 Handboltakvöld á Rúv.  23.15 History of football á Sýn. Myndaflokkur um vinsælustu íþrótt heims. Lið Phoenix Suns í NBA-körfubolt-anum virðist heillum horfið án leikstjórnanda síns, Steve Nash sem meiddist á dögun- um, en Suns tapaði fjórða leik sínum í röð í fyrrinótt þegar það sótti núverandi meistara Detroit Pi- stons heim. Leikn- um lyktaði með sigri Pistons, 94-80, en Suns hefur ekki skorað jafn lítið á leiktíðinni til þessa. Tayshaun Prince var stigahæsti maður vallarins, skor- aði 26 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Joe Johnson skoraði mest fyrir Suns, alls 17 stig. „Við get- um alveg unnið leiki án mín en til þess að það gangi eftir verðum við að ná fleiri fráköstum en við gerðum í kvöld,“ sagði Nash en heimamenn náðu alls 25 sóknarfráköstum. David Beckham sagðist munusnúa aftur til Manchester United ef hann myndi einhvern tímann segja skilið við Real Madrid. Beck- ham, sem sagði skilið við United í júlí árið 2003, hefur enn sterkar taugar til síns gamla liðs. „Ég ólst upp hjá United og hafði í hyggju að vera þar allan minn feril,“ sagði Beckham sem segist enn eiga fullt inni hjá Madrídarliðinu. „Ég er búinn að vera hérna í eitt og hálft ár og á enn eftir að ná mínu besta formi.“ Kappinn sagði enn fremur að hann yrði með enska landsliðinu á HM 2006 í Þýskalandi. „Ég hef fulla trú á því að ég verði fyrirliði Englend- inga á HM.“ Giovanni Trapattoni, knattspyrnu-stjóri portúgalska liðsins Benfica, hefur staðfest áhuga sinn á að fá miðvörðinn Jose Kleberson frá Manchester United í sínar raðir. Kleberson, sem er 25 ára að aldri, hefur átt við ökkla- meiðsli að stríða og hefur aðeins leikið 18 leiki með United á 18 mánuðum. „Hann vill koma en félagið vill ekki láta hann fara. Svona samningamál eru ekki auðveld viðureignar en við munum reyna hvað við getum til að fá hann til okkar,“ sagði Trapattoni. Aðalmarkvörður unglingalandliðsBenin var barinn til dauða eftir að liðið tapaði gegn Nígeríu, 3-0, á Afr- íkukeppni unglingalandsliða. Samiou Yessoufou, sem gekk undir nafninu Campos, var 18 ára gamall. Hópur manna réðst að Campos á næturklúbbi eftir leikinn og lést hann af áverkum sínum í gærmorgun. Fregnir herma að mennirnir hafi ver- ið æfir yfir tapinu og létu höggin og spörkin dynja á Campos sem átti sér ekki viðreisnarvon. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Fjölni í Höllina! Grafarvogsbúar – Fjölnismenn Laugardaginn 22. janúar kl. 16.15 leika Hamar/Selfoss og Fjölnir í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Hveragerði. Sætaferðir verða frá Íþróttamiðstöð Grafarvogs við Dalhús kl. 14.30. Skráning í sætaferðir er á skrifstofu Fjölnis í síma 567-2085. Verð: leikur + rúta fullorðnir 700 + 500 kr. 15 ára og yngri 300 + 500 kr. Fjölnisbolir verða til sölu á 500 kr. BLACKPOOL–LEICESTER 0–1 0–1 Jóhannes Karl Guðjónsson (16.). BURNLEY–LIVERPOOL 1–0 1–0 Sjálfsmark (51.). Enska bikarkeppnin: Burnley sló út Liverpool FÓTBOLTI Enska 1. deildarliðið Burnley sló í gær Liverpool út úr ensku bikarkeppninni en það voru þó leikmenn Liverpool sem sáu um markaskorunina því sigur- markið var stórfurðulegt sjálfs- mark varnarmannsins Djimi Traore. Burnley vann því óvænt 1–0. Traore virtist leika á sinn eigin markvörð áður en hann setti boltann í eigið mark á 51. mínútu leiksins og félagar hans í liðinu gátu ekki bætt fyrir mistök hans það sem eftir lifði leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson tryggði liði sínu Leicester sæti í næstu umferð þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Blackpool strax á 16. mínútu leiksins. Markið skoraði Jóhannes Karl með þrumuskoti af 35 metra færi. Guðjón Þórðarson, nýráðinn stjóri, um leikmannamál bikarmeistaranna: Menn fá tækifæri til að sanna sig FÓTBOLTI Bikarmeistarar Keflavík- ur hafa orðið fyrir miklum áföll- um frá því tímabilinu hér heima lauk. Þórarinn Kristjánsson og Haraldur Freyr Guðmundsson eru farnir í atvinnumennsku. Zor- an Daníel Ljubicic tók við þjálfun 1. deildarliðs Völsungs og svo er óvissuástand með Scott Ramsey. Þegar Guðjón Þórðarson tók við liðinu sagðist hann ætla að taka sér góðan tíma í að meta hóp- inn áður en hann tæki ákvörðun um styrkingar. „Ég mun taka mér tíma vel fram í febrúar til að sjá hvernig þessi hópur er. Það er samt ljóst að við þurfum að styrkja hópinn. Ég vil fyrst sjá hvort það séu ein- hverjir í hópnum sem geta tekið við af þeim sem eru farnir áður en ég fer að fá nýja menn. Menn fá tækifæri til að sanna sig,“ sagði Guðjón en hann sagði engu að síð- ur blasa við að það væri vöntun á miðvörðum og þar yrði að fá nýja menn. „Það er ekki um auðugan garð að gresja á innlendum markaði. Það eru samt aðrir kostir í stöð- unni og ég hef fín sambönd er- lendis. Þá bæði á Englandi og í Skandinavíu,“ sagði Guðjón sem er þegar byrjaður að þreifa fyrir sér. „Við erum búnir að skoða ákveðna möguleika. Það er aldrei að vita nema um mánaðamótin komi einn eða tveir leikmenn sem við viljum skoða betur,“ sagði Guðjón Þórðarson. - hbg TVEIR SEM ERU FARNIR Haraldur Guðmundsson og Zoran Daníel Ljubicic eru báðir farnir frá Keflavík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.