Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 38
30 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR – hefur þú séð DV í dag? Unnusta Barkar axarmanns í sjokki Mamma fórnar- lambsins sátt við dóminn Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, er í fullum gangi þessa dagana í útvarpinu. Í dag fer fram blóðug barátta í keppninni þegar lið Borgarholts- skóla og Menntaskólans við Reykjavík mætast í annarri um- ferð. Mörgum þykir eftirsjá með þessum liðum þar sem þau hafa staðið sig vel undanfarin ár og ansi hart að þau detti út áður en keppnin fer í sjónvarpið. „Þetta er mjög klaufalegt þar sem þetta eru langstigahæstu skólarnir úr fyrstu umferð. Þeir voru báðir með um þrjátíu stig á meðan næsti skóli á eftir var með tuttugu og eitt stig,“ segir Stefán Pálsson, dómari keppninnar. Það kaldhæðnislega við allt saman er svo að meðal annars fulltrúar þessarra beggja skóla komu í veg fyrir reglu sem hefði tryggt að þessi lið hefðu ekki dregist saman fyrr en í sjónvarp- ið væri komið. Sjónvarpið lagði til tvær reglur, önnur var sú að liðin sem komust í sjónvarp í fyrra myndu ekki drag- ast saman í fyrri umferð. Hin regl- an hljómaði þannig að liðin sem komust í undanúrslit í fyrra myndu ekki dragast saman fyrr en í sjón- varpi. Fjögurra manna nefnd fram- haldsskólanna samþykkti fyrri til- löguna en ekki þá síðari. Í nefndinni voru einn MR-ingur og einn Borg- hyltingur. „Þeir hljóta að ergja sig aðeins á þessu núna. Það er auðvitað leiðin- legt þegar skólarnir sem leggja mest á sig lenda í þessu,“ segir Stefán. ■ MR eða Borgarholtsskóli detta út LIÐ BORGARHOLTSSKÓLA Það mætir liði Menntaskólans við Reykjavík í dag í annarri umferð í Gettu betur. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 555 Hakakrossinn Opna ástralska mótið Leikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason, byggt á samnefndri bók hans, verður frumsýnt í Toronto í Kanada þriðja febrúar næstkomandi. Verkið verður sýnt í einu stærsta barnaleikhúsi Norður- Ameríku, Lorranie Kimsa Theat- er for Young People, fram til 20. mars. „Þetta kom þannig til að Maja Árdal, sem er mjög virt í hinum kanadíska leikhúsheimi, sá verkið þegar það var sýnt í Þjóð- leikhúsinu og kom því á framfæri við leikhúsið,“ segir Andri Snær. „Þetta er risastórt verkefni og verður sýnt nánast á hverjum degi í næstum tvo mánuði. Leik- húsið er við eina aðalgötuna í Toronto og er mjög virt.“ Andri fer á næstu dögum til Toronto til að fylgja eftir síðustu vikunni í æfingaferlinu. Hann verður síðan viðstaddur frumsýn- inguna og mun jafnframt taka þátt í að kynna leikritið þar í borg. „Þetta er frábært tækifæri og leikhúsið er mjög metnaðarfullt. Það er í góðum tengslum við skól- ana og ætlar að vera með ráð- stefnu í maí í tengslum við leikrit- ið. Þá eiga krakkar að búa til verk- efni um hvernig á að bæta heim- inn. Síðan verður ráðstefna í lokin þar sem börnin sýna afraksturinn og ræða málefnin við stjórnmála- menn, líffræðinga og fleiri aðila,“ segir hann. Að sögn Andra er ekki mikið framboð á nýjum, stórum barna- leikritum í heiminum. Hann er sannfærður um að Blái hnötturinn geti farið á hvaða svið sem er, enda skrifaði hann bókina með því markmiði að hún yrði klassísk og stæðist frægustu barnabókum heims snúning. „Markmiðið var að skrifa bók sem kæmist í hillu á milli Bróður míns ljónshjarta, Múmínálfanna og Lísu í Undra- landi. Það var gott markmið því þá gaf ég mér aukaár í að skrifa söguna eftir að hún var orðin út- gáfuhæf, sem var mjög gott.“ Eins og gefur að skilja eru stjórnendur leikhússins hæstá- nægðir með leikritið og boðskap- inn á bak við það. „Þegar Maja Ár- dal sýndi mér þetta leikrit frá Ís- landi var ég strax hugfanginn af „fljúgandi“ krökkum í leikhúsinu okkar,“ segir Allen MacInnis, leik- stjóri verksins og listrænn stjórn- andi leikhússins. „Þegar ég var búinn að lesa leikritið heillaðist ég af fegurðinni í skrifum Andra og hvernig börnin á Bláa hnettinum bregðast við neikvæðum áhrifum gerða sinna. Þetta er mjög skemmtilegt og pólitískt verk fyrir börn.“ freyr@frettabladid.is BLÁI HNÖTTURINN Leikritið Blái hnötturinn verður sýnt í Toronto í Kanada á næstunni. Ósanngjarnt Mér fannst ekki sanngjarnt að Nanna Kristín skyldi detta út og það kom mér mjög á óvart. Ég sá hana að vísu ekki syngja allt lagið en þegar lög- in voru sýnd aftur skildi ég ekki alveg af hverju hún datt út. Hún hefði allavega ekki átt að detta út í þetta skipti og það verður spennandi að sjá hver dettur út næst. Annars er Davíð Smári minn maður, ég þekki hann og veit hvað hann getur. Hann er mjög hæfileik- aríkur söngvari. Hann á eftir að ná langt – það er ekki spurning. Kom verulega á óvart Ég er ekki frá því að þjóðin hafi haft rangt fyrir sér í Idol- inu. Mér fannst hún Vala eiga mun meira skilið að detta þarna út miðað við frammi- stöðu þessa kvölds. Það kom mér eiginlega verulega á óvart að Nanna Kristín skyldi detta út. Ég sá hana ekki einu sinni fyrir mér í þremur neðstu sætunum. Hingað til hefur hún Heiða staðið sig best. Hún er mögnuð söng- kona og það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi taka þetta. Þjóðin hafði rangt fyrir sér Þjóðin hafði rangt fyrir sér að fella Nönnu Kristínu úr leik. Ef maður byggir á frammistöðu keppenda þetta kvöld og byggir ekki á neinu öðru, átti hún ekki að detta út. Ég vil nú ekki segja hver hefði átt að detta út en þetta er allt sjálf- sagt ágætis fólk og hæfileika- ríkt. Ég held að ég haldi með henni Heiðu en annars hélt ég með Gísla Hvanndal og þurfti að finna mér nýjan þeg- ar hann datt út. Nanna Kristín Jóhannsdóttir fékk fæst atkvæði í síðustu Idol-keppni og féll úr leik. Skiptar skoðanir eru á því hvort áhorfendur hafi haft rangt fyrir sér eður ei þegar hún kaus. HAFÐI ÞJÓÐIN RANGT FYRIR SÉR Í IDOLINU? ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR Söngkona í Nylon. BALDUR BALDURSSON, Tónleikahaldari og út- gefandi. HUGI HALLDÓRSSON, Dagskrárgerðarmaður á Popp tívi. ...fær Kristján Magnússon sund- laugarvörður sem finnur allt sem týnist í Vesturbæjarlauginni, jafnvel augnlinsu. HRÓSIÐ Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 hryggð, 6 skammst., 8 liðin tíð, 9 blaut, 11 leit, 12 prýðilegt, 14 handarkriki, 16 tvíhljóði, 17 sterk, 18 dvelja, 20 skammst., 21 dyrastaf. Lóðrétt: 1 listi, 3 samtenging, 4 þrif, 5 illgjörn, 7 laganna vörð, 10 þykir vænt um, 13 nem, 15 krota, 16 til viðbótar, 19 rykkorn. Lausn: Lárétt: 2 sorg,6kl,8gær, 9rök,11sá, 12ágætt,14greip, 16au,17kná,18 una,20gr, 21karm. Lóðrétt: 1skrá,3og,4ræsting,5grá, 7 lögguna,10kær, 13tek,15pára,16auk, 19ar. ANDRI SNÆR MAGNASON Andri Snær Magnason bindur miklar vonir við leikrit sitt, Bláa hnöttinn, í framtíðinni. ANDRI SNÆR MAGNASON: BARNALEIKRIT FRUMSÝNT Í FEBRÚAR Blái hnötturinn í Kanada

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.