Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: 585 8330, dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Aðal-vinningur erMEDION XXL tölva með 17”flatskjá! 99 kr/skeytið * Vátryggjandi er Sjóvá-Almennar. Láttu ekki fjármálin flækjast fyrir flér í náminu. fiú getur skrá› flig í Námsmannafljónustuna í öllum útibúum Íslandsbanka e›a á isb.is. SKRÁÐU ÞIG STRAX! Frá framleiðendum Vekjarans, Flettarans og Skemmtarans kemur NÝJUNG Í NÁMI: ÓKEYPIS FARTÖLVUTRYGGING* HAGSTÆTT TÖLVUKAUPALÁN • Viðbótarfjármögnun • Yfirdráttarlán • Ókeypis Silfurkort með ferðaávísun • 50% afsláttur af greiðsluþjónustu • Lán vegna LÍN á hagstæðum kjörum ... og margt, margt fleira. Flókið mál eða einfalt? Hvenær drepur maður mann oghvenær drepur maður ekki mann?“ eins og frægur prófessor kemst svo fallega að orði. Og út frá þessari pælingu er hægt að halda áfram að spyrja: Hvenær lýgur maður og hvenær segir maður satt? Getur maður logið með því að segja ekki beinlínis satt og sagt satt með því að ljúga ekki beinlínis? Er þetta rosalega flókið mál? Eða tiltölulega einfalt? GAMALL VINUR minn lenti í því að skrifa upp á skuldabréf fyrir gamlan félaga sinn. Víxillinn lenti í vanskilum og á endanum þurfti vin- ur minn að selja ofan af sér húsið til að gjalda fyrir sinn staðfasta stuð- ing við æskuvin sinn. Skítamál! En verst var þó að eiginkona og börn vinar míns, fjölskylda hans, stóð ekki með honum í þessu. Fjölskyld- an sagði að hann hefði ekki haft neitt umboð til að skrifa upp á þetta skuldabréf án þess að hafa samráð við eiginkonu sína og jafnvel börn þeirra. VINUR minn segir að þetta sé tóm- ur misskilningur. Hann hafi aldrei gert ráð fyrir að þurfa að borga þennan víxil. Hann hafi margoft rætt við konu sína bæði um fjármál yfirleitt, útgjöld heimilisins og löng- un hans til að sýna vini sínum stað- fasta vináttu og stuðning í lífinu; þau hjónin hafi verið sammála um að vinurinn hafi verið alls góðs mak- legur. Konan segir að þetta sé lygi og útúrsnúningur, manninum hafi vel mátt vera það ljóst að hann hefði enga heimild til að skuldbinda þau bæði gagnvart þriðja aðila án henn- ar vitundar og samþykkis. HJÓNIN eru nú skilin að borði og sæng og Gróa á Leiti segir að konan sé búin að ráða Ragnar Aðalsteins- son til að sjá til þess að hinn yfir- gangssami eiginmaður fái makleg málagjöld fyrir lygi og óheiðarleika. Hún þverneitar líka að gefa mannin- um eftir forræðið yfir börnum þeir- ra og þar að auki ganga um það sög- ur í bænum að hún sé farin að stíga í vænginn við Össur Skarphéðinsson, en aðrir segjast hafa séð hana vanga við Steingrím Sigfússon í Glæsibæ. Þetta er nefnilega staðföst kona sem telur að það sé tiltölulega einfalt mál að segja sannleikann og er búin að missa alla trú á eiginmanninum – en samt vonandi ekki karlmönnum yfirleitt. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.