Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 1
ÓÁNÆGJA Í FRAMSÓKN Framsóknar-
konur eru óánægðar með hallarbyltingu í fé-
lagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Óviðun-
andi að karlmenn séu að skipta sér af kven-
félögum flokksins. Sjá síðu 2
INGIBJÖRG VEÐURTEPPT Ekkert varð
af sameiginlegum fundi Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á
Akureyri í gær eins og auglýst hafði verið.
Sjá síðu 2
STÝRISBLAÐ BROTNAÐI Flutninga-
skip Eimskipafélagsins varð stjórnlaust fyrir
austan land í fyrrakvöld. Týr hefur reynt að
draga skipið að landi en dráttartaug hefur
slitnað þrisvar. Sjá síðu 4
ABBAS OG SHARON FUNDA Búist
er við því að Mahmoud Abbas, forseti
Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, fundi innan tveggja vikna. Sjá síðu 2
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 24
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
30. janúar 2005 – 28. tölublað – 5. árgangur
STREKKINGUR NORÐAUSTAN-
LANDS Hægari annars staðar. Kalt fyrir
norðan í dag en hlýnar á morgun.
Lítilsháttar úrkoma vestanlands. Sjá síðu 4
HEIL UMFERÐ Sex leikir verða í Inter-
sport-deildinni í körfubolta klukkan 19.15.
Liðin sem mætast eru: Grindavík – Fjölnir,
Hamar/Selfoss – Njarðvík, KFÍ – Haukar, KR
– Tindastóll, ÍR – Keflavík og Snæfell –
Skallagrímur.
Allt landið
18-49 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
62%
38%
Össur Skarphéðinsson:
SÍÐA 18
▲
Fiskar enn og vill
standa áfram
í brúnni
SÍÐUR 16 & 17
▲
Riðlakeppni HM í handbolta lauk í Túnis í gær:
Strákarnir kvöddu
með góðum sigri
SÍÐUR 24 & 25
▲
ÍRAK Flugskeyti var skotið á
bandaríska sendiráðið í Bagdad í
gær. Tveir Bandaríkjamenn létu
lífið og fjórir særðust. Skömmu
áður en flugskeytaárásin var gerð
létust þrír íraskir lögreglumenn
og fimm óbreyttir borgarar í
sjálfsmorðsárás annars staðar í
borginni.
Gríðarleg ólga ríkir í landinu
og er búist við því að óöldin haldi
áfram í dag þegar þing- og sveit-
arstjórnarkosningar fara fram.
Uppreisnarmenn súnní-múslima
hafa hótað hertum árásum og
segja að spjótunum verði beint að
kjörstöðum. Öryggisgæsla er
gríðarlega mikil í landinu vegna
þessa. Algjör óvissa ríkir um það
hversu margir munu taka þátt í
kosningunum en óttast er að stór
hópur fólks mæti ekki á kjörstaði
af ótta við árásir ofbeldismanna.
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, áréttaði í gær að kosn-
ingarnar myndu ekki binda enda á
hryðjuverkaárásir öfgamanna.
Hann sagði hins vegar að þær
mörkuðu upphafið að lýðræði í
Írak og að friður væri í augsýn.
Bush sagði að hryðjuverka-
menn myndu gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að trufla kosning-
arnar í dag. Það væri kannski
skiljanlegt því hryðjuverkamenn-
irnir hefðu hagnast á þeirri ógnar-
stjórn sem ríkt hefði í landinu um
áratugaskeið en með kosningunum
væru breyttir tímar framundan.
Alls eru um 5.300 kjörstaðir í
landinu og opnuðu þeir klukkan
fjögur í nótt. Kjörstaðir loka síðan
klukkan tvö í dag. Búist er við því
að það taki fjóra til fimm daga að
telja atkvæðin. Alls er kosið um
275 þingsæti og verður fyrsta
verk þingsins að skrifa nýja
stjórnarskrá. Stefnt er því að nýr
forsætisráðherra taki við stjórn
landsins í byrjun mars og ríkis-
stjórn verði mynduð í lok þess
mánaðar. ■
Hlýtt á Íslandi en frost í Flórída
Mikil hlýindi hafa verið hér á landi undanfarna daga. Á sama tíma hafa kuldaköst gengið yfir
Bandaríkin og víða um Evrópu.
Kosningar í Írak í
skugga ofbeldis
Kjörstaðir opnuðu í Írak klukkan fjögur í nótt. Óöld ríkir í landinu og var flugskeyti skotið á
bandaríska sendiráðið í Bagdad í gær. Forseti Bandaríkjanna segir að kosningarnar muni ekki
binda enda á hryðjuverkaárásir. Þær séu hins vegar upphafið að nýjum tímum í landinu.
SULLAÐ VIÐ SUNNUHLÍÐ Á AKUREYRI Um 10 stiga hiti hefur verið á Akureyri undanfarna daga og er snjór óðum að hverfa. Á
laugardaginn var stíflað niðurfall í götu við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð og myndaði snjóbráðin um 40 cm djúpt götulón. Gangandi
vegfarendur komust ekki hjá því að blotna en sumir ökumenn höfðu gaman af.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
Hvassviðri á Norðurlandi:
Flutningabíll
fauk út af
VEÐURTJÓN Gámaflutningabíll með
tengivagn fauk út af veginum
skammt norðan Akureyrar í gær.
Ökumaðurinn var fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild Fjórð-
ungssjúkra-
hússins á
A k u r e y r i
en meiðsli
hans reynd-
ust ekki al-
v a r l e g .
Hvasst var
á Norður-
landi að-
f a r a n ó t t
laugardags
og í gær en
samkvæmt
sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar
á Akureyri fór vindhraðinn hátt í
30 m/s í hviðum.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri var nokkuð um að hlutir
væru að fjúka í bænum aðfaranótt
laugardags og fram eftir degi í
gær. Þakplötur sem geymdar voru
á skúrþaki, skammt frá þar sem
flutningabíllinn valt, fuku yfir
þjóðveginn og að sögn lögreglunn-
ar var lán að enginn varð fyrir
þeim. Töluvert var um að kerrur
og aðrir lauslegir munir fykju í
hvassviðrinu en lögreglu var ekki
tilkynnt um alvarlegt eignatjón
eða slys á fólki. - kk
Á SLYSSTAÐ
Svo hvasst var á
Norðurlandi í gær að
gámaflutningabíll fauk út
af vegi norðan Akureyrar.