Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 2
2 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Fundur Samfylkingarinnar á Akureyri:
Össur lét klappa fyrir
Ingibjörgu Sólrúnu
SAMFYLKINGIN Ekkert varð af sam-
eiginlegum fundi Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur og Össurar
Skarphéðinssonar á Akureyri í
gær eins og auglýst hafði verið.
Í tilkynningu frá Ingibjörgu,
sem lesin var upp á fundinum,
sagðist hún vera veðurteppt í
Reykjavík en ekki var flogið á
milli Akureyrar og Reykjavíkur í
gær. Össur og Kristján Möller,
fyrsti þingmaður Samfylkingar-
innar í Norðausturkjördæmi,
komust hins vegar á fundinn með
því að fljúga frá Reykjavík til
Sauðárkróks í gær og aka þaðan til
Akureyrar. Ekki var gefin skýring
á því á fundinum afhverju Ingi-
björg Sólrún notaði ekki sömu að-
ferð til að komast norður.
Össur kom lítið inn á væntan-
legan formannsslag í Samfylking-
unni en bað fundargesti að klappa
fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. „Við
höfum verið vinir í bráðum 30 ár.
Við eigum sömu tengdaforeldra
og hefur vinátta okkar verið góð
og einlæg. Við verðum áfram vin-
ir ef ég fæ einhverju um það ráð-
ið,“ sagði Össur. - kk
Ariel Sharon og Mahmoud Abbas:
Fundur innan tveggja vikna
ÍSRAEL, AP Búist er við því að Mah-
moud Abbas, forseti Palestínu, og
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, fundi innan tveggja
vikna.
Shaul Mofaz, varnarmálaráð-
herra Ísraels, og Mohammed
Dahlan, yfirmaður öryggismála
í Palestínu, hittust síðdegis í
gær til að undirbúa fund Abbas
og Sharons. Þó að samskipti
ísraelskra og palestínskra
stjórnvalda séu að batna eru
áherslur æðstu yfirmanna um
hvaða mál eigi að vera á dag-
skrá fundarins ólíkar. Ísraelar
vilja fyrst og fremst ræða ör-
yggismál. Palestínumenn vilja
hins vegar ræða fleiri mál eins
og sameiginlega yfirlýsingu um
vopnahlé, möguleikann á því að
sleppa stórum hluta palest-
ínskra fanga í Ísrael og endur-
vakningu friðarviðræðna.
Nabil Saath, utanríkisráðherra
Palestínu, sagði í gær að stjórn-
völd væru langt komin með að ná
samkomulagi við Hamas og Jihad
um vopnahlé. Hann sagði að full-
trúar samtakanna myndu funda
með egypskum stjórnvöldum í
næstu viku og vonast væri eftir
því að samkomulagið yrði innsigl-
að þar. ■
Hörð viðbrögð á
hjúkrunarheimili:
75 ára skotin
með rafbyssu
BANDARÍKIN, AP Lögreglukona hef-
ur fengið viðvörun eftir að hafa
notað fimmtíu þúsund volta raf-
byssu gegn 75 ára gamalli konu á
hjúkrunarheimili.
Gamla konan varð æst þegar
hún gat ekki fundið veikan vin
sinn á heimilinu. Lögreglukonan
reyndi að hafa hemil á henni en
gamla konan reif sig í burtu frá
henni og sló til hennar. Þá greip
lögreglukonan til þess ráðs að
nota rafbyssuna og það þótti yfir-
mönnum hennar full hart. Lög-
reglukonan fékk því viðvörun og
var send á endurmenntunarnám-
skeið. ■
SISSEL KIRKJEBÖ
Hún kemur til Íslands í september og
heldur tónleika. Hún er þekkt söngkona og
söng meðal annars lag í kvikmyndinni
Titanic.
Sissel Kirkjebö
Á leiðinni til
Íslands
TÓNLEIKAR Norska söngkonan
Sissel Kirkjebö er á leið til lands-
ins og mun halda tónleika í Há-
skólabíói 30. september. Þetta er í
fyrsta sinn sem Sissel kemur
hingað þrátt fyrir að eiga stóran
hóp aðdáenda hérlendis. Sissel
hefur verið líkt við söngkonuna
Enyu og söng Sissel meðal annars
lag í hinni gífurlega vinsælu kvik-
mynd, Titanic. Hún hefur einnig
látið að sér kveða í hiphop heimin-
um því árið 1997 gaf hún út lagið
„Prince Igor“ ásamt rapparanum
Warren G. Sissel mun koma fram
ásamt strengjasveit og barnakór á
tónleikunum. Miðasala hefst um
miðjan mars en aðeins 900 sæti
eru í boði. ■
Við leggjum heiminn
að fótum þér...
Einn stærsti og virtasti ferðaskipuleggjandi heims fagnar árs afmæli sínu
á Íslandi en á næsta ári mun Kuoni halda upp á 100 ára afmæli sitt.
Frá upphafi hefur Kuoni lagt höfuðáherslu á fjölbreytni, öryggi og
hagstætt verð.
Kynntu þér frábæra ferðamöguleika á ótrúlega
hagstæðu verði!
• Pantaðu glæsilegan bækling
• Hringdu eða komdu í heimsókn á skrifstofu okkar
Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
www.kuoni.is
SPURNING DAGSINS
Guðjón, vantaði ekki grimmd
í liðið?
Það vantaði spýtu og það vantaði sög.
Guðjón Þórðarson náði góðum árangri sem
landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Það var hins vegar
lágt risið á íslenska landsliðinu í handknattleik á
heimsmeistaramótinu í Túnis og liðið komst ekki
upp úr riðlakeppni.
FUNDU AMFETAMÍN Lögreglan í
Borgarnesi hafði í nótt afskipti af
ökumanni við hefðbundið umferð-
areftirlit. Tveir menn sem áður
hafa komið við sögu lögreglunnar
voru í bifreiðinni og ákveðið var að
leita í henni. Við leitina fundust
fjögur grömm af amfetamíni og
voru mennirnir handteknir.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
STJÓRNMÁL Heitar umræður urðu um
átök í Freyju, félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi, á fundi Lands-
sambands framsóknarkvenna í gær.
Á aðalfundi Freyju í liðinni viku
gengu 43 konur í félagið og felldu
Unu Maríu Óskarsdóttur, varafor-
mann félagsins, úr stjórninni. Una
er einnig formaður Landssambands
framsóknarkvenna og fyrrverandi
aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdótt-
ur í umhverfisráðuneytinu.
Talað hefur verið um hallarbylt-
ingu í félaginu og látið liggja að því
að tilgangur með henni sé að koma
Páli Magnússyni, aðstoðarmanni
Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar-
ráðherra og bróður Árna Magnús-
sonar félagsmálaráðherra, að sem
oddvita framsóknarmanna í bæjar-
stjórn Kópavogs.
Á fundinn á Hótel Borg mættu
allar þingkonur flokksins og um
þrjátíu konur í allt en engin þeirra
kvenna sem gengu í Freyju í vik-
unni. Þungt hljóð var í mörgum og
þótti sumum sem Freyja
hefði verið hertekin af
bandamönnum Páls
og Árna. Með innkomu kvennanna
fjölgaði stuðningsmönnum bræðr-
anna verulega. Konurnar skráðu sig
í félagið sama dag og fundurinn fór
fram með aðstoð Aðalheiðar Sigur-
sveinsdóttur, konu Páls, og á meðal
þeirra var Edda Björg Hákonar-
dóttir, eiginkona Árna Magnússon-
ar.
Viðmælandi blaðsins úr röðum
framsóknarkvenna, sem vildi ekki
láta nafn síns getið, sagði að fram-
koma kvennanna á fundinum gæti
hafa verið lögleg en sé örugglega
siðlaus. Fundurinn hefur verið
kærður til laganefndar Framsókn-
arflokksins sem fjallar um málið í
næstu viku. Á fundinum í gær var
rætt um að óheppilegt hafi verið að
Páll og Árni Magnússynir stæðu svo
nærri byltingu innan kvenfélags í
flokknum, það væri eins og að
hleypa refum inn í hænsnabú. „Það
er óviðunandi að karlmenn séu
komnir með hendurnar inn í kven-
félögin,“ sagði viðmælandi blaðsins.
Siv Friðleifsdóttur sagði á heima-
síðu sinni í gær að flokksmönnum
misbjóði að ítrekað skuli stofnað til
ófriðar í flokknum.
Bryndís Bjarnason, jafnréttis-
fulltrúi Framsóknarflokksins, segir
að Landssambandið ætli að berjast
fyrir því á komandi flokksþingi
Framsóknarflokksins að í lög
flokksins verði sett ákvæði um að í
forystu flokksins verði konur aldrei
færri en fjörutíu prósent fulltrúa.
ghg@frettabladid.is
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
Frummælendur á fundinum, auk Össurar, voru þingmennirnir Kristján Möller og Einar Már
Sigurðarson og varaþingmaðurinn Lára Stefánsdóttir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
KVENNAFUNDUR
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að loknum fundi Landssambands
framsóknarkvenna í gær. Þær ætla á komandi flokksþingi að berjast fyrir auknum hlut
kvenna í áhrifastöðum á vegum flokksins.
Eins og minkar
í hænsnabúi
Framsóknarkonur eru óánægðar með hallarbyltingu í félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi. Viðmælandi blaðsins segir óviðunandi að karlmenn skipti
sér af kvenfélögum flokksins. Spjótin standa á félagsmálaráðherra.
UMDEILDIR BRÆÐUR
Margar framsóknarkonur telja að
bandamenn Páls og Árna Magn-
ússonar hafi hertekið kvenfélag
framsóknarkvenna í Kópavogi.
Íslensk flugfélög:
Skærur á
milli félaga
SAMKEPPNI Starfsmaður Icelandair
klippti auglýsingar Iceland Ex-
press úr bæk-
lingum Ferða-
málaráðs á ferða-
kaupstefnu á
Spáni á miðviku-
dag.
Ólafur Hauks-
son, talsmaður
Iceland Express,
segir að það sé
dýrt að kaupa
auglýsingar í bæklingnum. „Það er
sérkennilegt að starfsmenn
Icelandair skemmi auglýsingar
sem birtast í opinberum bæklingi.“
Hann segir þetta annað tilfellið á
stuttum tíma sem félagið standi í
skærum við Iceland Express. „Það
er ekki langt síðan þeir tengdu net-
slóðina icelandexpress.org við
heimasíðu Icelandair.“
Ekki náðist í Guðjón Arn-
grímsson upplýsingafulltrúa
Icelandair. ■
ÓLAFUR
HAUKSSON
ARIEL SHARON
Forsætisráðherra Ísraels vill aðeins ræða öryggismálin við Abbas.