Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 10

Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 10
Eftir helgina kemur út ný bók eft- ir Pál Skúlason, háskólarektor og prófessor í heimspeki, sem gefin er út á fjórum tungumálum í senn, íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Bókin heitir Hugleiðingar við Öskju en í henni leggur Páll út af stórbrotnu náttúrufari við Öskju og veltir upp hugleiðingum um eðli trúarbragða og stöðu mannsins í heiminum. Grundvöllur trúarinnar Þó svo að Páll noti Öskju sem út- gangspunkt í bók sinni segir hann fólk vissulega geta orðið fyrir þeirri reynslu af náttúrunni sem í henni er lýst við allt aðrar að- stæður. „Eins gæti eitthvað ör- smátt í náttúrunni vakið þessa reynslu af sjálfstæðum veruleika óháðum vitund okkar, fullum af leyndardómum,“ segir hann, en slíkri upplifun fylgir gjarnan einnig vitundin um eigin smæð, vanmátt og takmarkanir. „Við fæðumst þarna inn í heim sem er óendanlega stórkostlegur ef svo má orða það,“ segir hann og telur að þarna sé komin tilfinningin sem liggi trúarbrögðum til grundvallar. „Andspænis þessum sjálfstæða náttúrulega veruleika uppgötvum við okkur sem vitandi verur og líf okkar verður fólgið í því að mynda tengsl, eða sam- band, við þennan veruleika og okkar á milli. Þetta samband er andlegt og þar með eiginlega af trúarlegum toga, en svo getur það auðvitað þróast á marga ólíka vegu.“ Páll segist ekki óttast að fólki finnist vegið að trú sinni með því að skilgreina trúarþörf- ina á þennan hátt. „Ég er heldur ekki að fjalla um hin breytilegu trúarbrögð, heldur um ákveðna sammannlega reynslu. Ef eitt- hvað er, þá er í þessu fólgin ákveðin viðurkenning á mikil- vægi trúarbragða almennt, hver sem þau eru.“ Hugleiðingar við Öskju eru hins vegar ekki bara heimspeki- rit heldur einnig nokkurs konar handbók ferðafólks, ríkulega skreytt ljósmyndum Guðmundar Ingólfssonar. „Ég vona að hún gagnist fólki þegar það ferðast um landið,“ segir Páll og vísar til þess hvern- ig fólk leit- ast við að hverfa úr sínu hvers- d a g s l e g a umhverfi í fríum í leit að endurnýj- un, hvíld og hress ingu. „Þá virðist g j a r n a n vera freist- andi að reyna að e n d u r u p p - götva eða endurupplifa náttúr- una. Í því sambandi getur auðvit- að verið gagnlegt fyrir fólk að hafa einhvern texta til að íhuga.“ Meira fé í skólana Líta má á útkomu nýrra bóka sem ákveðin tímamót, en Páls Skúla- sonar bíða önnur tímamót í vor þegar hann lætur af starfi rekt- ors Háskóla Íslands. „Ég fer aft- ur í prófessorsstarfið og mín fræði,“ segir hann og kveður það munu verða spennandi að koma aftur að fræðunum. „Það er nátt- úrlega sá heimur sem ég hef ver- ið að vinna í,“ segir hann og játar því að vera þegar farinn að leggja í huganum grunn að næstu bók- um. „Maður er auðvitað alltaf að því, en það er kannski full- snemmt að segja til um þá hluti.“ Páll segist mjög sáttur við tíð sína sem rektor, en hann hefur gegnt starfinu í um átta ára skeið. „Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegur tími og tilbreyt- ingaríkur. Starfið er fjölbreytt og viðfangsefnin mörg og ólík. Þarna fékk ég tækifæri til að kynnast háskólafólki og háskól- anum á alveg nýja vegu og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera í þessu hlutverki.“ Skólinn hefur í rektorstíð Páls gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið, bæði hvað varðar fjölda nemenda og námsframboð. Páll segir mestu nýmælin fólgin í auknu framboði meistara- og doktorsnáms. „Þegar ég er að byrja voru um 100 nemendur í meistaranámi en núna eru um 1.500 í meistara- og doktorsnámi. Þetta er gjörbylting í starfi Há- skólans og hefur verið stórkost- legt ævintýri,“ segir Páll og telur óvíst að þjóðfélagið hafi enn upp- götvað hversu mikla þýðingu það hafi að hafa að bjóða svo öflugt nám. „Þessi vöxtur allur kallar vitanlega á meira fé, aukið hús- næði og bættar aðstæður, um leið og nýta þarf peninga og húsnæð- ið sem fyrir er betur en nokkru sinni. Það höfum við reynt að gera um leið og við höfum kallað eftir meiri fjármunum. Hins veg- ar er alveg ljóst að þjóðfélagið þarf að leggja mun meira í há- skólana. Þessi aukna menntun í meistara- og doktorsnámi er ein- faldlega framtíðin og krafa þjóð- félagsins er að stofnanir eins og Háskólinn sinni þessum verkefn- um sem síðan skila sér með óend- anlega breytilegum og margvís- legum hætti út í þjóðfélagið.“ ■ 10 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR SIR WINSTON CHURCHILL (1874-1965) var borinn til grafar þennan dag. Ný bók að koma og starfslok í vor TÍMAMÓT: PÁLL SKÚLASON REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS „Sjálfur er ég alltaf til í að læra, þó svo að mér hugnist ekki alltaf að láta kenna mér.“ Útför stjórnmálajöfursins sem var forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöldinni fór fram að viðstöddu fjölmenni, fyrirfólki víða að úr heiminum sem og bresku hefðarfólki. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Þorbjörn Broddason fjöl- miðlafræðingur er 62 ára í dag. Kolbrún Jarlsdóttir kvik- myndagerðarmaður er fimmtug í dag. ANDLÁT Roy Ó. Breiðfjörð lést miðvikudaginn 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Gylfi Árnason, Snægili 30, Akureyri, lést laugardaginn 22. janúar. Henný Dagný Sigurjónsdóttir, áður Laugarnesvegi 42, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, miðvikudag- inn 26. janúar. Jóhannes Oddsson, glerskurðarmeistari, Vesturgötu 57A, lést miðvikudaginn 26. janúar. Halldóra Jóhannsdóttir, Hjallabraut 88, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 27. janúar. Sigrún Magnúsdóttir Lucchesi, áður Vesturgötu 7, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 27. janúar. Þennan dag árið 1933 sór Adolf Hitler embættiseið sem ríkis- kanslari og náði völdum í Þýska- landi. Þar með náði nasistaflokk- urinn undirtökunum í þýsku þjóðlífi í gegnum margvíslega lagasetningu sem ýtti undir völd flokksins og gerði öðrum erfiðara fyrir. Næstu sex ár umbreytti Hitler Þýskalandi þannig að úr varð lög- regluríki. Við tók uppbygging hersins, sem þó var brot á Ver- salassáttmálanum frá árinu 1919. Á alþjóðasviðinu þóttist Hitler maður samninga og átti í vin- samlegum viðræðum við aðrar Evrópuþjóðir um leið og hann lýsti yfir einlægum friðarvilja. Árið 1938 hóf Hitler svo yfir- gangsama landvinningastefnu og leit að „lífsrými“ eða „lebens- raum.“ Hvorki Bretland, Frakk- land né Rússland vildu hætta á stríð og létu því undan yfirgangs- semi Þjóðverja. Þannig tókst Þýskalandi að innlima nágranna- ríkið Austurríki og sneiða til sín hluta af Tékkóslóvakíu. Þá hót- uðu Bretar og Frakkar um síðir að stríð myndi brjótast út ef Þýskaland leggði í Pólland eða Rúmeníu. Það var svo í september árið 1939 að Þýskaland réðst inn í Pól- land. Bretlandi og Frakklandi var þá nauðugur einn kostur að lýsa yfir stríði á hendur landinu og seinni heimsstyrjöldin braust út. ADOLF HITLER ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1649 Karl I Bretakonungur er hálshöggvinn. 1935 Húsmæðrafélag Reykjavík- ur stofnað. 1948 Mahatma Gandhi lætur líf- ið í banatilræði á Indlandi. 1957 Sameinuðu þjóðirnar fara fram á að Suður-Afríka endurskoði aðskilnaðar- stefnu sína. 1972 „Blóðugi sunnudagurinn“ þegar breskir hermenn drápu þrettán manns í mannréttindagöngu kaþ- ólikka á Norður-Írlandi. 1982 Snjóflóð fellur í Ingólfsfjalli í Ölfusi með þeim afleiðing- um að piltur og stúlka farast. 2002 Rómversk-kaþólska kirkjan á Írlandi samþykkir bóta- greiðslur upp á 6 til 7 hundruð milljónir króna til barna sem prestar kirkj- unnar hafa misnotað síð- ustu áratugi. Hitler varð ríkiskanslari í Þýskalandi Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður, lést föstudaginn 28. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Bernhöft, Baldur Sigurðsson og Gísli Sigurðsson. 1882 Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna. 1927 Olof Palme, for- sætisráðherra Sví- þjóðar. 1930 Gene Hackman, leikari. 1937 Boris Spasskí, heimsmeistari í skák. 1937 Vanessa Red- grave, leik- kona. 1947 Steve Marriott, tónlistarmaður. 1951 Phil Collins, tónlistarmaður. 1958 Brett Butler, leik- kona. 1959 Jody Watley, söng- kona. 1974 Christian Bale, leikari. 1979 Diva Zappa, dóttir Franks Zappa. FÆDDUST ÞENNAN DAG HUGLEIÐINGAR VIÐ ÖSKJU Bókin kemur út á fjórum tungumálum, hér að ofan er enska út- gáfan sem ber heitið „Meditations at the edge of Askja“. PÁLL SKÚLASON HÁSKÓLAREKTOR Í byrjun vikunnar kemur út ný bók eftir Pál sem farinn er að horfa til frekari skrifa þegar hann lætur af störfum sem rektor í vor.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.