Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 19
Samskipti leitar eftir reyndum prentara sem hefur góða tölvuþekkingu,
til að vinna við Heidelberg Quickmaster DI Pro prentvél.
Síðumúli 4
sími 580 7800
Hverfisgata 33
sími 580 7860
Hæðasmári 4
sími 580 7880
Samskipti ehf. hefur verið starfandi í prentþjónustu í 26 ár og starfar í dag á
flestum sviðum prentunar. Fyrirtækið er í örum vexti enda starfa hjá
fyrirtækinu á fjórða tug starfsfólks. Fyrirtækið rekur starfsemi á þremur
stöðum á höfuðborgarsvæðinu; á Hverfisgötu, í Síðumúla og í Hæðasmára í
Kópavogi.
Samskipti er þjónustufyrirtæki sem veitir einstaklingum, ásamt fyrirtækjum
og stofnunum í öllum greinum íslensks atvinnulífs alhliða prentþjónustu
og þjónustu henni tengdri. Auk prentþjónustu rekur Samskipti öfluga
merkingadeild, þjónustu við vörusýningar hverskonar og hraðsendingar-
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd
hvað varðar þjónustu og liðsanda og leggjum áherslu á frumkvæði og
nýsköpun til að öðlast og viðhalda samkeppnisforskoti á öllum sviðum
prentþjónustu.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnar á tölvupóstfangið
ragnar@samskipti.is
Frekari upplýsingar um Heidelberg Quickmaster DI Pro:
www.heidelberg.com/www/pages/content.jsp?contentID=2673
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í mars eða apríl.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Samskipta, Síðumúla 4 eða
á tölvupóstfangið starf@samskipti.is eigi síðar en 11. febrúar.
Vilt þú slást í hópinn? - Okkur vantar góðan liðsauka!
Þórunn Þórarinsdóttir er forstöðumað-
ur fasteignaþjónustu KB banka. Hún
tók við starfinu fyrir tæpu ári.
„Ég hef menntun sem löggiltur fasteigna-
sali og þar að auki viðskipta- og rekstrar-
menntun,“ segir Þórunn. „Þá hef ég líka
langa starfsreynslu í bankageiranum og
fasteignageiranum.“
Þórunn lauk stúdentsprófi af félags-
fræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið
1996, en segist ekki hafa haft nokkurn
áhuga á viðskiptum á þeim tímapunkti. „Ég
bjóst frekar við að fara í framhaldsnám
tengt listum, en byrjaði samt á að fara suð-
ur að vinna og í framhaldi af því ákvað ég
að skoða heiminn. Svo vann ég í átta ár á
fasteignasölum áður en ég tók nám til lög-
gildingar fasteignasala. Þaðan lá leiðin í Ís-
landsbanka, í þjónustumiðstöð fasteigna-
viðskipta, og nú er ég hér,“ segir Þórunn og
brosir geislandi brosi.
Starf Þórunnar snýst um fasteignaþjón-
ustu fyrir KB banka, sem stendur reyndar
öllum opin. „Við sjáum um útlán, lánaráð-
gjöf, uppgreiðslumál og fjármálaþjónustu
tengda fasteignaviðskiptum almennt og
sinnum því daglega. Við erum með sér-
fræðinga sem vita allt um þessi mál. Sam-
skipti mín eru mikil við yfirmenn mína, úti-
búin og fasteignasalana. Í þessum málum
er ör þróun og við þurfum að fylgjast vel
með því sem er að gerast á markaðnum.
Það sem mér finnst skemmtilegast við
þetta starf er hvað það er fjölbreytt. Ég
þarf að vera í miklu sambandi við fólk,
bæði við viðskiptavini og fólk innan bank-
ans. Svo gefur það mér mikið að geta veitt
öðrum innsýn í það sem ég hef þekkingu á.“
Þórunni finnst ekki erfitt að vera kona í
stjórnunarstöðu og hún segist njóta virð-
ingar karlanna. „Þetta byggist auðvitað á
því að hafa gott sjálfstraust og trúa á það
sem maður er að gera. Þá er maður jafnoki
karlanna og vel það,“ segir hún hlæjandi.
Áhugamál Þórunnar eru fjölmörg og frí-
tímann notar hún meðal annars til að
stunda útivist og líkamsrækt. „Svo hef ég
gaman af að lesa og vera með góðu fólki og
bæði teikna og mála. Eiginlega hef ég of
mörg áhugamál til að geta sinnt þeim öll-
um. En mér hefur tekist ágætlega að koma
saman vinnu, heimili og áhugamálum. Mað-
ur verður bara að skipuleggja sig vel og
njóta hvers dags.“ ■
Jafnoki karlanna og vel það
atvinna@frettabladid.is
Unglingum og háskólanemum
gefst kostur á að sækja um starf
hjá Landsvirkjun sumarið 2005.
Einkum er um útivinnu að ræða,
svo sem við garðyrkju og fegrun
svæða kringum virkjanir og
vinnusvæði en einnig við gesta-
móttöku í stöðvarhúsum. Há-
skólanemar geta fengið ýmis af-
leysingarstörf og verkfræðinem-
um, til dæmis, bjóðast störf sem
tengjast þeirra námi. Nánari upp-
lýsingar og umsóknareyðublöð er
að finna á heimasíðu Landsvirkj-
unar www.lv.is og frestur til að
skila umsóknum er til og með 28.
febrúar.
Kaupmáttur launa jókst að
jafnaði um 1,5% á síð-
asta ári, samkvæmt
nýútkomnum töl-
um frá Hagstofu
Íslands
og er
það
heldur minni aukning en árið
2003. Laun hækkuðu um 4,7%
að meðaltali á síðasta ári. Þar af
hækkuðu laun á almennum
markaði um 4,5% en um 5% á
opinbera markaðnum. Á sama
tíma hækkaði almennt verðlag
um 3,2%. Kaupmáttur fólks á al-
mennum vinnumarkaðinum jókst
samkvæmt því um 1,2% en um
1,8% á opinbera markaðnum.
Útboðsþing 2005 var haldið á
Grand Hótel síðastliðinn föstu-
dag. Það voru Samtök iðnaðarins
og Félag vinnuveitenda sem
stóðu að því og kynntu þar opin-
berar framkvæmdir ársins enda
mættu þar fulltrúar frá ríki og
stærstu sveitarfélögum landsins,
og einnig byggingarverktakar og
vinnuvélaeigendur og aðrir sem
áhuga höfðu. Þarna voru línurnar
lagðar í því helsta sem framund-
an er af verklegum framkvæmd-
um á landinu.
Þórunn bjóst ekki við að enda í fjármálaráðgjöf, áhugamálin tengdust meira listum þegar hún lauk stúd-
entsprófi. Nú nýtur hún hverrar mínútu í starfi.
LIGGUR Í LOFTINU
í atvinnu
MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR?
Góðan dag!
Í dag er sunnudagurinn 30. jan,
30. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 10.13 13.41 17.10
AKUREYRI 10.11 13.26 16.41
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
STÖRF Í BOÐI
Sálfræðingur
Framleiðslustjóri
Vefstjóri
Aðstoðardeildarstjóri
Sérfræðingar
Sölumenn
Deildarstjóri
Eftirlitsmaður
Umsjónarmaður
Hjúkrunarfræðingar
Kranamaður
Stuðningsfulltrúi
Kennarar
Stuðningsfulltrúi
Rafvirki
Prentari
Þroskaþjálfar
Sjóntækjafræðingur
Sjúkraliðar
Bílar & farartæki 58 stk.
Keypt & selt 18 stk.
Þjónusta 15 stk.
Heilsa 5 stk.
Skólar & námskeið 5 stk.
Heimilið 3 stk.
Tómstundir & ferðir 5 stk.
Húsnæði 23 stk.
Atvinna 21 stk.
Tilkynningar 2 stk.
SMÁAUGLÝSINGAR
byrja í dag á bls. 24
Flokkar & fjöldi
Kynferðisleg áreitni á
vinnustað
Vaxandi fjöldi unglinga
kærir.
Árið 2001 komu fram sjö
kærur frá unglingum um
kynferðislega áreitni á
vinnustað. Á síðustu tveim-
ur árum hafa þrjátíu kærur
verið meðhöndlaðar hvort
árið og enn bíða 37 kærur
meðhöndlunar.
Tæplega fimm milljónir
unglinga í Bandaríkjunum
eru á vinnumarkaðnum og
sérfræðingar segja að því
fleiri unglingar á vinnu-
markaðnum því fleiri til-
felli séu um áreitni á vinnu-
stað. Enn fremur segja þeir
að kynferðisleg áreitni sé
ekki ný af nálinni heldur
hafi unglingar ekki þorað
að tala um þessi mál hingað
til. Áfall við slíka áreitni er
gífurlegt og þurfa margir
langan tíma til að jafna sig
áður en þeir snúa aftur á
vinnumarkaðinn. ■
Fórnarlömb kynferðislegrar áreit-
ni á vinnustað verða oft fyrir
miklu áfalli sem erfitt er að jafna
sig á.