Fréttablaðið - 30.01.2005, Page 20
Ýmis störf fyrir 18-28 ára eru
í boði hjá Norddjobb nú í
sumar og vert að skoða
heimasíðuna www.nor-
djobb.net.
Fólki á aldrinum 18 til 28 ára
býðst eins og undanfarin ár að
sækja um sumarstarf á Norður-
löndunum á vegum Nordjobb
verkefnisins. Núna er meðal ann-
ars leitað að nemum í tannlækn-
ingum til starfa í sænskumælandi
hluta Finnlands, fólki með reynslu
af ummönnun og hjúkrunarstörf-
um til Svíþjóðar og Danmerkur og
fólki til byggingarvinnu í Suður-
Svíþjóð. Að sögn Virpi Jokinen,
verkefnisstjóra Norddjobb á Ís-
landi, er áberandi vöntun á fólki í
umönnunarstörf og hjúkrun og
hún telur meiri möguleika á að
komast að í Svíþjóð en Danmörku.
Einnig segir hún það nýmæli að
beðið sé um fólk í byggingarvinnu
hjá Norddjobb. Læknanemar á
síðari stigum námsins eru gjarn-
an teknir sem afleysingalæknar í
Finnlandi og Svíþjóð. Hún segir
einn hafa farið héðan til
Álandseyja í fyrra og verið afar
ánægðan.
Annars eru margbreytileg
störf í boði og fyrir þau er greitt
samkvæmt gildandi launatöxtum.
„Nordjobbarar njóta sömu kjara
og innlendir vinnufélagar þeirra,“
tekur Virpi fram og segir kaup og
kjör liggja fyrir áður en umsækj-
andi ákveði að þiggja eða hafna
starfinu.
Á hverju ári sækja fleiri þús-
und ungmenni frá öllum Norður-
löndunum um Nordjobb, en í boði
eru tæplega þúsund störf. Virpi
segir því mikilvægt að vanda vel
til verks þegar umsóknareyðu-
blaðið er fyllt út og gæta þess að
fullnægjandi upplýsingar komi
þar fram. Frekari upplýsingar og
leiðbeiningar er að finna á heima-
síðunni www.nordjobb.net og á
skrifstofu Norræna félagsins, Óð-
insgötu 7 í Reykjavík, sími: 551
0165. Á heimasíðunni er hægt er
að fylgjast með hvaða störf eru í
boði hverju sinni. Umsóknarfrest-
ur er frá 1. janúar til 31. maí. ■
Skilaboð Láttu fólkið sem sér um símsvörun vita ef þú verður ekki við í vinnunni
og hvort hægt verði að ná í þig annars staðar. Þannig getur sá sem svarar í símann
fyrir þig tekið niður í skilaboð í stað þess að láta símann þinn hringja og hringja. Auk
þess er góð regla að láta fólkið sem sér um símsvörun vita af ferðum þínum.[ ]
Meginhlutverk skólastjóra er að:
stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
skólans
veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og
þróunar í skólastarfi
Leitað er að umsækjanda sem:
hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun
hefur kennaramenntun, en framhaldsmenntun á
sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði æskileg
hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og
unglingum
er lipur í mannlegum samskiptum
Staða skólastjóra Breiðholtsskóla
Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda,
sterka sjálfsmynd þeirra og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við
grenndarsamfélagið og sjálfstæði skóla.
Grunnskólar
Reykjavíkur
Laus er staða skólastjóra við Breiðholtsskóla í Reykja-
vík sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk.
Nemendur skólans eru um 570 að tölu.
Í Breiðholtsskóla er lögð áhersla á að allir nemendur
nái sem bestum árangri miðað við eigin áhuga, hæfi-
leika og getu. Markvisst er unnið í skólanum í átt til
einstaklingsmiðaðs náms og samvinnu nemenda.
Einkunnarorð skólans eru „árangur fyrir alla“.
Skólinn hefur verið móðurskóli í foreldrasamstarfi og
er í góðu samstarfi við foreldra, hverfisbúa og aðrar
stofnanir og félagasamtök í hverfinu.
Í skólanum er móttökudeild fyrir nýbúa. Kannanir hafa
sýnt að nemendur og foreldrar eru ánægðir með skól-
ann og meðal starfsmanna ríkir mjög góður starfsandi.
Staðan er laus frá 1. mars nk. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf og gögn er varða frumkvæði á sviði
skólamála, greinargerð um hugmyndir umsækjenda um framkvæmd skólastarfsins, auk annarra gagna er
málið varðar. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2005. Umsóknir sendist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, netfang: ingunn.gisladottir@reykjavik.is sími 535 5000.
Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ.
Árskóli á Sauðárkróki
Kennara vantar á Krókinn!
Vegna barnsburðarleyfa getum við bætt við okkur
áhugasömum kennurum sem eru tilbúnir að taka
þátt í því metnaðarfulla skólastarfi sem fram fer hjá
okkur. Um er að ræða handmennt, ensku og
umsjónarkennslu á yngsta stigi frá 15. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í símum:
4551100/8221141/8221142
Sjá einnig heimasíðu skólans: http://www.arskoli.is
Framleiðslustjóri
Fiskiðnaðarfyrirtæki á Akranesi óskar eftir
að ráða framleiðslustjóra.
Leitað er að samviskusömum starfsmanni með grunnþekk-
ingu á tölvur, geti talað og skrifað ensku auk þekkingar á
HACCP. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar í síma 431-4501 og 893-5763.
Breskir karlar fastir
í fortíðinni
Konur snúa á þá með því að stofna eigin fyrirtæki.
Stúdentar hættir að
mótmæla
Eru of uppteknir við að afla fjár.
Sumarstörf á Norðurlöndunum
Stúdentar í Bandaríkjunum hafa
ekki tíma til að taka þátt í stúd-
entapólitík og mótmælaaðgerðum
vegna annríkis við að afla fjár.
Þetta kom fram í könnun sem
UNITE-stofnunin gerði á högum
stúdenta. Fjórir af hverjum tíu
stúdentum vinna að minnsta kosti
fjórtán og hálfan tíma á viku og
70% þeirra eru að vinna sér inn
fyrir daglegum nauðsynjum.
Skuldir nemenda jukust að meðal-
tali um 525 dollara á síðasta ári,
en þeir skulda að meðaltali 5.285
dollara. Peningaáhyggjur voru
efstar á lista yfir áhyggjuefni
stúdentanna.
Helene Symons hjá Þjóðar-
samtökum háskólastúdenta segir
þetta áhyggjuefni. „Félagslíf og
pólitík eiga að vera mikilvægir
þættir í lífi háskólanema og fjár-
hagsáhyggjur ættu ekki að koma
í veg fyrir að þeir njóti skólaár-
anna.“ ■
Íslenskir stúdentar kunna ennþá að
mótmæla ef gert er á þeirra rétt.
Samkvæmt skýrslu sem borgar-
stjórinn í London kynnti fyrir
skemmstu eru konur að
meðaltali með 25% lægri
laun en karlar í borginni.
Í Bretlandi öllu eru þær
með 18% lægri laun. Þá
kom fram í könnun sem
London Business School
birti í vikunni að 177.000
konur stofnuðu fyrir-
tæki á síðasta ári, sem er
mikil fjölgun og skref í
þá átt að brúa bilið sem
hefur verið milli karla og
kvenna í atvinnurekstri.
Dianah Worman, ráðgjafi hjá
Chartered Institute of Personnel
and Development, segir það standa
atvinnulífi í Bretlandi fyrir þrifum
að stjórnarmenn fyrirtækja séu enn
ekki komnir inn í 21. öldina og ríg-
haldi í gömlu „karlaklúbbaímynd-
ina“. Konur í Bretlandi
hafi tekið til sinna ráða
og séu þess vegna að
stofna sín eigin fyrir-
tæki þar sem þær eru
sjálfar við stjórnvölinn.
Þar að auki gefi þær
körlunum langt nef með
því að stofna sína eigin
kvennaklúbba.
„Það að launamunur
karla og kvenna sé enn
svona mikill er ekkert
minna en hneyksli,“
segir Worman. „Konur í fyrir-
tækjarekstri eru góð þróun, en því
miður held ég að enn sé langt í land
að konur fái þau laun sem þær eiga
skilið.“ ■
Konur í London eru með
25% lægri laun en karlar.
Mikil þörf er á fólki með reynslu af umönnunarstörfum bæði í Svíþjóð og Danmörku.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »