Fréttablaðið - 30.01.2005, Page 32
30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Su
mar
sól
19
.950 kr.
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
Alicante
Beint leigu-
flug me›
Icelandair
í allt sumar!
Sumarhúsa-
eigendur
og a›rir
farflegar
til Spánar!
Flugáætlun
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Verð miðast við að bókað sé
á Netinu, ef bókað er í síma eða
á skrifstofu bætast 2.000 kr.
við hverja bókun.
Netverð frá
19. og 31. mars
11. apríl
18. maí
og síðan alla
miðvikudaga
í sumar til
5. október.
Bessastaðir stóðu undir regnboga
skömmu áður en athöfnin hófst og
forsetinn hafði orð á því í ávarpi
sínu að veðrið væri gott og fallegt,
líkt og svo oft áður þegar bók-
menntaverðlaunin eru afhent.
Áður en athöfnin hófst tók
Ólafur Ragnar Grímsson í höndina
á öllum viðstöddum, það er að
segja þeim sem voru stundvísir.
Rjóminn af íslensku bókmennta-
kökunni var á staðnum, höfundar
jafnt sem útgefendur, og meðal
gesta voru í það minnsta fimm
sem áður hafa hlotið Íslensku bók-
menntaverðlaunin.
Létt stemning var í hópnum og
fólk skiptist á kurteisislegum orð-
um áður en boðið var til stofu. All-
ir þekktust. Spáð var og spekúlerað
í hverjir færu heim með verðlaun-
in að þessu sinni og reyndust sum-
ir sannspáir. Einn sagðist hafa
þetta alveg á hreinu og byggði sín-
ar niðurstöður á að telja hve mörg
skyldmenni fylgdu hverjum og ein-
um tilnefndum. Þau vísindi virk-
uðu, hann hafði rétt fyrir sér.
Ekki hlustað á hann
Ólafur Ragnar sló á létta strengi í
ávarpi sínu. Hann ræddi um fyrir-
komulag bókmenntaverðlaunanna
og sagðist löngum hafa lagt til við
útgefendur að þeir hefðu reglurn-
ar um verðlaunin sveigjanlegri en
nú er. Hins vegar væri ekki hlust-
að á aðfinnslur hans, eins og raun-
ar á fleiri bæjum. Að þessu var
hlegið.
Íslensku bókmenntaverðlaun-
in máttu þola harða gagnrýni
fyrir jólin. Ólafur Ragnar vék að
þeim efnum og beindi sjónum að
gagnrýninni á valið á dómnefnd-
armönnum. Gaf hann lítið fyrir
hana og sagði lög- og hagfræð-
inga geta haft gott vit á bók-
menntum. Og í tilefni af heima-
stjórnarafmælinu á síðasta ári
minnti hann viðstadda á að
Hannes Hafstein hefði jú verið
lögfræðingur.
Eivör Pálsdóttir hefur fyrir
löngu heillað landsmenn með
undurfögrum söng sínum og ein-
lægri framkomu. Berfætt söng
hún tvö lög með þeim hætti að
gestir hlýddu agndofa á. Tár sáust
falla á hvarma, svo falleg var tón-
listin.
Auður og Halldór
Spennan í salnum magnaðist þegar
ljóst varð að sjálf verðlaunaaf-
hendingin var í vændum. Menn
fylgdust með hvort einhverjir úr
röðum tilnefndra fikruðu sig fram-
ar í salinn en allir stóðu þeir sem
fastast. Reynt var að lesa í lát-
bragð, sjá hvort einhver seildist í
innanávasa eða tösku eftir ræðu,
en engir slíkir tilburðir voru uppi.
Ólafur Ragnar byrjaði á fræði-
ritunum og frá fyrstu orðum hans
var ljóst að verðlaunin væru Hall-
dórs Guðmundssonar fyrir ævi-
sögu hans um Halldór Laxness. Í
kjölfarið mátti svo lesa það af svip
forsetans hver hlyti hin verðlaun-
in. Brosandi tengdi hann viðfangs-
efni Halldórs við verðlaunahafann
í flokki fagurbókmennta og allra
augu voru á Auði Jónsdóttur.
Bæði þökkuðu fyrir sig með
stuttum og skemmtilegum ræðum
og talaði Auður í eina mínútu og 39
sekúndur en Halldór tvær mínútur
og 48 sekúndur.
Ólafur Ragnar sleit svo form-
legu samkomuhaldi og bauð upp á
léttar veitingar; smárétti, vín og
vatn.
23 Laxnessverk í bókhlöðunni
Í stuttu spjalli við blaðamann í
bókhlöðu Bessastaða sagði Auður
gaman að fá verðlaun og ekki væri
síður ánægjulegt að bókin hennar,
Fólkið í kjallaranum, hefði ratað til
fólks.
Halldór Guðmundsson sagði
það efla þrótt og sjálfstraust að fá
viðurkenningar, hvort sem þær
kæmu frá lesendum eða dóm-
nefndum.
Í hillum bókhlöðunnar mátti í
fljótheitum finna 23 bækur eftir
Halldór Laxness.
Sigríði Halldórsdóttur, dóttur
Laxness og móður Auðar, leið vita-
skuld vel þennan dag. Hana grun-
aði að Halldór fengi verðlaunin en
það hvarflaði ekki að henni að
Auður yrði líka verðlaunuð.
„Þetta er svolítill Halldórsdag-
ur,“ varð Halldóri Guðmundssyni
að orði. ■
Laxnesshátíð á Bessastöðum
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum síðdegis á fimmtudag. Björn Þór Sigbjörns-
son blaðamaður blandaði sér í hóp rithöfunda, útgefenda, forystumanna í listalífinu og annarra menn-
ingarvita til að sjá og heyra hvernig svona lagað fer fram. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum, athöfnin
var hin besta skemmtun.
„Mér fannst þetta val vera ágætt, báðar þess-
ar bækur sóma sér vel. Ég tel að verk Hall-
dórs Guðmundssonar sé tímamótaverk í ís-
lenskri ævisagnagerð og held að það sé í stíl
við það sem að við sjáum hvað best gert er-
lendis. Og mér fannst verk Auðar bæði
skemmtilegt og athyglisvert og gaman að því
hvernig hún varpar ljósi á þann tíma sem ég
þekki nú vel og kannski mína kynslóð og
tvinnar það saman með hennar eigin samtíð.
Hún gerir það á mjög skemmtilegan og ný-
stárlegan hátt.
Mér finnst valið á henni ekki aðeins vera
heiður fyrir hana heldur líka ákveðin skilaboð
til þessara mörgu ungu höfunda sem hafa
komið fram á síðustu árum. Þeir eru teknir al-
varlega og orðnir gjaldgengir í sveit íslenskra
meiginskálda og rithöfunda. Mér fannst mjög
gaman að því hve margar skemmtilegar bæk-
ur eftir nýrri höfunda, höfunda sem ekki voru
á vettvangi fyrir fimm til tíu árum síðan,
komu út fyrir síðustu jól og hve margar þeirra
vörpuðu nýstárlegu ljósi á íslenskt þjóðfélag
og menningu. Það er mikið lífsmark.“
Ólafur Ragnar Grímsson um bókmenntaverðlaunin:
Báðar bækurnar sóma sér vel
Halldór Guðmundsson tekur við verðlaunum sínum, einbeittur á svip. Auður Jónsdóttir tekur við verðlaunum sínum, með bros á vör.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR Eivör syngur af gleði og innileika og Halldór og Auður hlýða á. STUNGIÐ SAMAN NEFJUM Skáldjöfrarnir Thor Vilhjálmsson og Guðrún Helgadóttir.
Guðrún var tilnefnd til verðlaunanna að þessu sinni en Thor hlaut þau 1998.
FORVERI OG EFTIRMAÐUR Ólafur Ragnar og Ragnar Arnalds á skrafi. Báðir voru þeir
formenn Alþýðubandalagsins á sínum pólitíska ferli og báðir fjármálaráðherrar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.