Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 30.01.2005, Qupperneq 35
SUNNUDAGUR 30. janúar 2005 23 Kynningarfundur vegna breytinga á gatnamótum Kringlumýrarbrautar /Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar/Listabrautar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin boða til kynningarfundar vegna breytinga á gatnamótum Kringlumýrarbrautar / Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar / Listabrautar. Kynningin fer fram fimmtudaginn 3. febrúar kl. 17:00 í Álftamýrarskóla Kynntar verða úrbætur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar sem fyrirhugaðar eru á þessu ári og matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar / Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar / Listabrautar. Fundurinn er boðaður í samvinnu við Hverfisráð Háaleitis en er öllum opinn. „Við höfum í nokkur ár verið með opnunartónleika Myrkra músík- daga, og það er mjög skemmtilegt,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og leiðtogi Kammersveitar Reykja- víkur. Kammersveitin verður með tón- leika í Listasafni Íslands í kvöld og með þessum tónleikum hefjast Myrkir músíkdagar, hin árlega tón- listarhátíð Tónskáldafélags Ís- lands. Tónverk íslenskra tónskálda eru jafnan í hávegum höfð á þessari há- tíð. Á opnunartónleikunum flytur Kammersveitin verk eftir Pál P. Pálsson, Karólínu Eiríksdóttur, Gunnar Andreas Kristinsson, Jón Nordal og Tryggva M. Baldvinsson. „Núna erum við að flytja verk sem hafa verið samin fyrir okkur sérstaklega, bæði fyrir þó nokkru síðan og eins verk sem eru alveg ný.“ Elsta verkið er Brot eftir Karó- línu Eiríksdóttur. Það er samið árið 1979 og frumflutt á Myrkum mús- íkdögum árið 1980. „Breiddin í aldri tónskáldanna finnst mér líka skemmtileg. Jón er elstur, hann er fæddur árið 1926, en Gunnar Andreas er yngstur, fædd- ur 1976. Það eru því 50 ár á milli þeirra og ég vona að þeir verði báð- ir viðstaddir á tónleikunum.“ Tónleikar Kammersveitarinnar hefjast klukkan 20, en þeir verða reyndar ekki fyrsti viðburðurinn á dagskrá Myrkra músíkdaga í ár, því barnaóperan Undir drekavæng verður frumflutt í menningarmið- stöðinni Gerðubergi klukkan 14. Óperan er eftir þær Mist Þorkels- dóttur og Messíönu Tómasdóttur og fjallar á skemmtilegan hátt um rétt náttúrunnar og þeirra sem minna mega sín. Aðrir fastir liðir verða á sínum stað á Myrkum músíkdögum þetta árið, svo sem stórir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudaginn, og hátíðinni lýkur á tónleikum Caput hópsins 6. febrúar. Einnig verða raftónleikar, blás- aratónleikar, kórtónleikar og flaututónleikar, svo nokkuð sé nefnt af fjölskrúðugri dagskrá þessarar árvissu tónlistarveislu. ■ Ógeðsleg og falleg „Hún er svolítið ógeðsleg, og líka al- veg ógeðslega falleg,“ segir Bjargey Ólafsdóttir um stuttmynd sína Ég missti næstum vitið, sem er meginuppistaðan í sýningu Bjargeyjar í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsinu, sem opnuð var um síðustu helgi. „Mér finnst líka fyndið að fólk skynjar sögu- þráðinn á mjög ólíkan hátt. Ég hef fengið að heyra svo margar útgáfur á því hvernig fólk skynjar þetta, og það finnst mér æðislegt.“ Í dag verður Bjargey með lista- mannsspjall í tengslum við sýning- una þar sem hún sýnir þrjár stutt- myndir sínar og ræðir við áheyr- endur um gerð þeirra. Auk myndar- innar Ég missti næstum vitið verða sýndar myndirnar Falskar tennur og Jean. Sýning Bjargeyjar í Hafnarhús- inu er innsetning með ljósmyndum, sem hún tók meðan á gerð myndar- innar stóð. Myndin er sýnd í sama herberginu og hún var tekin upp í. Leikarar í Ég missti næstum vit- ið eru Kristján Franklín Magnús og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Bjargey heldur brátt utan til Berlínar þar sem henni var boðið að taka þátt í samstarfi ungra kvik- myndagerðarmanna í tengslum við kvikmyndahátíðina þar í borg. ■ FJÖLLEIKAHÚS Í LEIKHÚSINU Tveggja manna sirkusinn Oki Haiku Dan sýnir í Borgarleikhúsinu. Tveggja manna sirkus Sébastien Dault og Keisuke Kanai eru tveggja manna sirkusinn Oki Haiku Dan. Uppselt var á sýningu þeirra í Borgarleikhúsinu í gær og því var ákveðið að þeir héldu eina aukasýningu í dag. Sýningu sína nefna þeir „Bougez pas bouger“, eða „Hreyfa ekki hreyfa“. Þetta er einlæg sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem fimleikjum, leikjum með hluti, látbragðsleik, leiklist og dansi er blandað saman á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Annar kastar hlutum í loft upp og dansar, hinn dansar og flýgur. Á miðju sviðinu sveiflast svifróla. ■ ■ FJÖLLEIKAR BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR BERNHARÐUR WILKINSSON, RÚNAR ÓSKARSSON OG GUNNAR ANDREAS KRISTINSSON Bernharður er stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur á tónleikunum í kvöld, Rúnar er einleikari á bassaklarinett og Gunnar eitt tónskáldanna sem flutt verða verk eftir. ■ TÓNLEIKAR Veisla tónskáldanna hefst í dag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.