Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 36
24 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR Við fögnum því ... ... að strákarnir í íslenska landsliðinu mættu fullir einbeitingar í lokaleikinn gegn Alsír á HM í Túnis og kláruðu mótið með sæmd. Margir framtíðarmenn liðsins fengu eldskírnina í þessu norðurríki Afríku og með þessum níu marka sigri sýndu þeir að það býr margt í liðinu. Við hrósum ... ... Jóhönnu Eyvindsdóttur Christiansen sem var í sviðsljósinu á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu í Valsheimilinu í gær. Jóhanna gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í sínum flokki í bekk- pressu um 37,5 kíló þegar hún lyfti 120 kílóum með glæsibrag. sport@frettabladid.is HM Í HANDBOLTA Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörk- um í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði ein- kenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri mark- vörslu og vel útfærðum hraða- upphlaupum sem Alsír átti ekk- ert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar varði vel Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alex- ander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörð- um eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyr- ir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og ein- hverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera við- unandi og liðið nær engum ár- angri á næsta móti ef hann batn- ar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Frábærar fréttir Sóknarleikurinn er ágætur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti. henry@frettabladid.is Strákarnir kláruðu mótið með sæmd Íslenska landsliðið í handknattleik lauk keppni á HM í Túnis í gær með mikl- um sóma þegar þeir mættu Alsír og pökkuðu þeim saman. STÖÐUR ÚR LEIKNUM Fyrri: 0–1, 3–1 (5 mín), 3–2, 4–3, 8–3 (12 mín), 8–5, 13–5 (18 mín), 13–7, 17–7 (24 mín), 17–10, 18–11, 19–11. Seinni: 19-12, 20–12, 21–13, 21–14, 23–14, 24–16 (38 mín), 27–16, 27–17, 29–17 (42 mín), 29–18, 31–18, 31–21 (52 mín), 33–22, 34–23, 34–25. TÖLFRÆÐIN Skotnýting 54%–47% Tapaðir boltar 8–15 Hraðaupphlaupsmörk 12–3 Brottvísanir (mínútur) 12–16 Varin skot/víti 20/0–22/1 Varin skot í vörn 6–2 Víti fengin (nýting) 4 (75%)–6 (100%) MÖRK–SKOT ÍSLANDS Guðjón Valur Sigurðsson 9–12 (75%) Róbert Gunnarsson 7/1–9/1 (78%) Ólafur Stefánsson 5/2–10/3 (50%) Alexander Petersson 3–9 (33%) Arnór Atlason 2–4 (50%) Vilhjálmur Halldórsson 2–5 (40%) Einar Hólmgeirsson 2–7 (29%) Vignir Svavarsson 1–1 (100%) Markús Máni Michaelsson 1–1 (100%) Dagur Sigurðsson 1–1 (100%) Logi Geirsson 1–3 (33%) Birkir Ívar Guðmundsson 0–1 (0%) VARIN SKOT ÍSLANDS Birkir Í. Guðmundsson 20 af 44/5 (45%) Roland Valur Eradze 0 af 1/1 (0%) STOÐSENDINGAR ÍSLANDS Ólafur Stefánsson 7 (2 inn á línu) Vilhjálmur Halldórsson 4 (2) Alexander Petersson 4 (2) Guðjón Valur Sigurðsson 3 (2) Dagur Sigurðsson 3 (2) Markús Máni Michaelsson 2 (0) Róbert Gunnarsson 2 (0) Einar Hólmgeirsson 1 (0) FISKUÐ VÍTI ÍSLANDS Róbert Gunnarsson 2 Einar Hólmgeirsson 1 Alexander Petersson 1 HRAÐAUPPHLAUPSMÖRKIN Guðjón Valur Sigurðsson 4 Arnór Atlason 2 Ólafur Stefánsson 2 Einar Hólmgeirsson 2 Róbert Gunnarsson 2 34-25 ÍSLAND ALSÍR LEIKIR GÆRDAGSINS HM í handbolta í Túnis A-RIÐILL ANGÓLA–KANADA 27–26 TÚNIS–GRIKKLAND 27–27 DANMÖRK–FRAKKLAND 26–32 LOKASTAÐAN Í A-RIÐLINUM TÚNIS 5 3 2 0 159–118 8 FRAKKLAND 5 3 1 1 161–106 7 GRIKKLAND 5 3 1 1 132–117 7 DANMÖRK 5 3 0 2 174–117 6 ANGÓLA 5 1 0 4 108–178 2 KANADA 5 0 0 5 103–201 0 B-RIÐILL ÍSLAND–ALSÍR 34–25 TÉKKLAND–KÚVEIT 33–22 SLÓVENÍA–RÚSSLAND 27–31 LOKASTAÐAN Í B-RIÐLINUM RÚSSLAND 5 5 0 0 151–103 10 SLÓVENÍA 5 3 0 2 154–137 6 TÉKKLAND 5 2 2 1 145–136 6 ÍSLAND 5 2 1 2 154–144 5 ALSÍR 5 1 1 3 138–153 3 KÚVEIT 5 0 0 5 101–170 0 C-RIÐILL JAPAN–ÁSTRALÍA 29–19 SPÁNN–ARGENTÍNA 35–28 KRÓATÍA–SVÍÞJÓÐ 28–27 LOKASTAÐAN Í C-RIÐLINUM KRÓATÍA 5 5 0 0 169–124 10 SPÁNN 5 4 0 1 191–128 8 SVÍÞJÓÐ 5 3 0 2 164–118 6 JAPAN 5 2 0 3 121–151 4 ARGENTÍNA 5 1 0 4 133–141 2 ÁSTRALÍA 5 0 0 5 85–201 0 D-RIÐILL ÞÝSKALAND–SERBÍA/SVARTFJ. 24–25 BRASÍLA–KATAR 30–25 NOREGUR–EGYPTALAND 24–19 LOKASTAÐAN Í D-RIÐLINUM SERBÍA-SVART. 5 4 0 1 139–117 8 NOREGUR 5 3 1 1 142–105 7 ÞÝSKALAND 5 3 1 1 149–115 7 EGYPTALAND 5 3 0 2 123–123 6 BRASILÍA 5 1 0 4 104–146 2 KATAR 5 0 0 5 117–168 0 STAÐAN Í MILLIRIÐLI 1 RÚSSLAND 2 2 0 0 56–48 4 GRIKKLAND 2 1 1 0 47–46 3 TÚNIS 2 0 2 0 53–53 2 TÉKKLAND 2 1 0 1 49–51 2 FRAKKLAND 2 0 1 1 45–46 1 SLÓVENÍA 2 0 0 2 53–59 0 STAÐAN Í MILLIRIÐLI 2 KRÓATÍA 2 2 0 0 61–58 4 SERBÍA/SVART.2 2 0 0 50–48 4 SPÁNN 2 1 0 1 64–59 2 NOREGUR 2 0 1 1 51–52 1 ÞÝSKALAND 2 0 1 1 51–52 1 SVÍÞJÓÐ 2 0 0 2 53–61 0 Þessi leikur var fínn endir á ann- ars misjöfnu móti. Hann bar þess ei- lítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leikn- um og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varn- arleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúr- lega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðs- ins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvena- leikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressu- laus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seigl- unni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipu- lagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstak- lega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel. GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS SPÁÐ Í SPILIN ÍSLAND MÆTTI ALSÍR Á HM Í HANDKNATTLEIK Í TÚNIS Í GÆR Góður endir hjá strákunum STRÁKARNIR RIFU SIG UPP Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í íslenska landsliðinu rifu sig upp eftir vonbrigði föstudagsins og unnu glæsilegan sigur á Alsíringum í síðasta leik íslenska liðsins á HM í Túnis. Fréttablaðið/Uros Hocevar 7 MÖRK Í TÚNIS Dagur Sigurðsson skoraði samtals 7 mörk í leikjunum fimm. FRAKKAR SENDU DANI HEIM Frakkar unnu Dani 32–26 og sendu þá þar með heim þar sem Grikkir náðu jafntefli við Túnisbúa og komust í milliriðil. Framtíð fyrirliðans: Dagur hugs- ar sinn gang HM Í HANDBOLTA Svo getur farið að landsliðsfyrirliðinn Dagur Sig- urðsson leggi landsliðsskóna á hilluna eftir þetta mót. „Dagur sagði að þetta væri þriðja mótið í röð sem hann yrði fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Hann bað um umhugsunartíma núna og framtíð hans með lands- liðinu er óljós eins og staðan er í dag,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Viggó sagðist ætla að rífa Dag upp á þessu móti eftir tvö slök mót á undan. Var hann ánægður með frammistöðu Dags á mótinu? „Ef menn horfa á sóknina þá stjórnar Dagur honum og við spil- um á köflum glimrandi sóknar- leik. Menn sjá oft ekki hans verk því hann skorar oft ekki mikið sjálfur. Hann stjórnar aftur á móti sókninni mjög vel og skilaði því sem ég ætlaðist til af honum. Ég er mjög sáttur við hans frammistöðu á þessu móti,“ sagði Viggó Sigurðsson. -HBG HENRY BIRGIR GUNNARSSON H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S SKRIFAR UM HM Í HANDBOLTA FRÁ TÚNIS Riðlakeppni HM í Túnis: Danir úr leik HM Í HANDBOLTA Danska hand- boltalandsliðið er eins og það íslenska úr leik á HM í Túnis eftir 26–32 tap fyrir Frökkum í lokaleik liðsins á HM í Túnis. Danir unnu þrjá fyrstu leikina á mótinu og virtust vera í góðum málum en tap fyrir Túnis á föstudaginn breytti öllu þar um og Danir urðu því að ná í stig gegn Frökkum í lokaleiknum eftir að Grikkir náðu stigi gegn Túnis. Það tókst ekki og danska liðið er því á heimleið en Grikkir fara með flest stig í milliriðil eða 3. Túnis tekur með sér tvö stig og Frakkar hafa eitt. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.