Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 38
KÖRFUBOLTI Það urðu mjög óvænt úrslit í undanúrslitaleik bikar- keppni kvenna í körfubolta á föstudagskvöldið þegar nýliðar Hauka slógu út Íslands- og bikar- meistara Keflavíkur með 100-72 sigri á Ásvöllum. Það voru þó ekki bara úrslitin sem voru óvænt (Keflavík hafði unnið þrjár fyrri viðureignir lið- anna í vetur með samtals 75 stig- um) heldur hversu illa Haukaliðið fór með handhafa allra bikara sem keppt er um í kvennakörf- unni hér á landi. Haukaliðið náði mest 36 stiga forustu, vann leikinn með 28 stig- um og varð fyrsta liðið í sögunni sem skorar 100 stig gegn kvenna- liði Keflavíkur í deild, bikar, úr- slitakeppni eða fyrirtækjabikar. Breiðablik hafði komist næst hundraðinu með því að skora 98 stig í úrslitakeppninni 1995 en það var fyrrverandi leikmaður Kefla- víkur, hin 16 ára gamla Ragnheið- ur Theódórsdóttir, sem skoraði stigið sögulega af vítalínunni 28 sekúndum fyrir leikslok. Haukaliðið hefur tekið stöðug- um framförum í allan vetur undir dyggri stjórn þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og erlendi leik- maðurinn Ebony Shaw hefur vax- ið með hverjum leik. Fyrr í vikunni hafði Haukaliðið náð aðalmarkmiði vetrarins sem því að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári og haldi liðið áfram þessum stíganda kemur liðið til með að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Ebony var með 36 stig og 10 fráköst í sigrinum á Keflavík, Helena Sverrisdóttir náði þre- faldri tvennu (17 stig, 21 frákast, 11 stoðsendingar) og þá má ekki gleyma þeim Hönnu Hálfdanar- dóttur (16 stig) og Pálínu Gunn- laugsdóttur (8 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar) sem lögðu sitt af mörkunum í vörn sem sókn. ooj@frettabladid.is 26 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 31 1 2 Sunnudagur SEPTEMBER FÓTBOLTI Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar hófst í gær með fjórtán leikjum. Það bar einna hæst að Wayne Rooney skoraði tvö stórfengleg mörk þegar Manchester United, núverandi bikarhafi, lagði Middlesbrough af velli, 3-0. Í viðtali eftir leikinn virtist Rooney vera í skýjunum með eigin frammistöðu. „Þetta eru tvö af flottustu mörkum sem ég hef skorað á ferlinum,“ sagði Rooney. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, tók í sama streng og var stoltið uppmálað með pilt- inn. „Frábær mörk, sérstaklega hið seinna. Það fyrsta var hár- nákvæmt, ótrúlegt mark,“ sagði Ferguson. „Þetta var erfið viður- eign þar sem Middlesbrough hef- ur oft náð að krækja sér í stig á okkar heimavelli. Leikmennirnir voru tilbúnir í slaginn í dag og héldu hraðanum vel uppi.“ Stórkostlegur leikmaður John O’Shea skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu en stórsýning Rooney hófst um miðjan síðari hálfleik. Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sparaði ekki stóru orðin þegar hann lýsti að- dáun sinni á frammistöðu Roon- ey. „Hann er stórkostlegur leik- maður og það sást vel í þessum leik,“ sagði McClaren. „Við vissum að við ættum erf- iðan leik fyrir höndum og við lentum á mjög vel stemmdu Manchester-liði sem er afar erfitt. Við hefðum þurft að vera fyrri til að skora því þá hefur okkur yfirleitt vegnað vel hér. Svo náðum við ekki að jafna leik- inn, þrátt fyrir gott tækifæri, og okkur var refsað fyrir það.“ Arsenal er komið áfram í fimmtu umferð bikarkeppninnar eftir sigur á Wolves, 2-0. Patrik Vieira skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálf- leiks eftir að Thierry Henry var felldur af markverði Wolves, Michael Oakes. Freddie Ljung- berg innsiglaði sigur Arsenal 8 mínútum fyrir leikslok. „Miðverðir Wolves áttu frá- bæran leik í dag,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Þetta var mjög góð æf- ing fyrir komandi átök á þriðju- daginn þegar við mætum Manchester United. Áræðni liðs- ins sem og skipulag komu mér skemmtilega á óvart.“ Hoddle sótillur Glenn Hoddle, knattspyrnu- stjóri Wolves, var sótillur út í dómarann. „Ég veit ekki hvernig menn velja dómara en það þarf að endurskoða það, það er alveg ljóst,“ sagði Hoddle. „Við fengum dæmt á okkur vafasamt víti en þeir sluppu með skrekkinn þegar dómarinn hefði getað gefið okkur víti sem var borðleggjandi.“ Harry Redknapp stjórnaði síðan Southampton til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í Portsmouth en sigurmarkið kom úr víti á lokamínútum leiksins. Engin óvænt úrslit urðu í gær en úrvalsdeildarlið Charlton vann þó nauman 3–2 sigur á 3. deildarliði Yeovil, Fulham gerði 1–1 jafntefli við Derby og Tottenham náði aðeins jafntefli gegn botnliði West Brom. smari@frettabladid.is GULL AF MÖRKUM Wayne Rooney skoraði tvö glæsimörk í 3–0 sigri Manchester United á Middlesbrough í ensku bikarkeppninni í gær. Hér fagnar Rooney. Tvö flottustu mörkin mín Enska bikarkeppnin hélt áfram í gær. Wayne Rooney gerði allt brjálað á Old Trafford með tveimur af flottustu mörkum sínum á ferlinum. Arsenal fór létt með Wolves þar sem Glenn Hoddle kvartaði sáran undan dómgæslu leiksins. ■ ■ LEIKIR  12.00 Fylkir og HK/Víkingur mætast í Egilshöll í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  12.00 Stjarnan og ÍBV mætast á Stjörnuvelli í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  13.15 Fjarðabyggð og Þór mætast í Boganum í Powerade-móti karla í fótbolta.  13.15 KS og Tindastóll mætast í Boganum í Powerade-móti karla í fótbolta.  14.00 Valur og Fjölnir mætast í Egilshöll í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  16.00 Valur og Höttur mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla í körfuknattleik.  12.00 ÍR og KR mætast í Egilshöll í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta.  19.00 Valur og Fjölnir mætast í Egilshöll í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta.  19.15 KR og Tindastóll mætast í DHL-Höllinni í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 ÍR og Keflavík mætast í Seljaskóla í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 Grindavík og Fjölnir mætast í Grindavík í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 Hamar/Selfoss og Njarðvík mætast í Hveragerði í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 Snæfell og Skallagrímur mætast í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 KFÍ og Haukar mætast á Ísafirði í Intersportdeild karla í körfu.  19.15 Haukar og Njarðvík mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í körfu.  21.00 ÍR og Fylkir mætast í Egilshöll í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  09.15 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Arturo Gatti og Jesse James Leija.  11.15 NFL-Tilþrif á Sýn.  11.45 Bandaríska mótaröðin í golf á Sýn. Buick Invitational-mótið.  12.40 Bestu bikarmörkin á Sýn. Fallegustu mörk í sögu enska bikarsins.  13.35 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá Oldham og Bolton.  15.35 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá Chelsea og Birmingham.  16.00 Alþjóðlegt sundmót Ægis á RÚV. Bein útsending frá mótinu sem fram fer í nýju keppnislauginni í Laugardal.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Numancia og Real Madrid.  19.50 NBA-körfuboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Miami og Houston.  22.05 Helgarsportið á RÚV.  20.25 Ítalski boltinn á Sýn. Útsending frá leik Palermo og Inter. Enska bikarkeppnin SOUTHAMPTON–PORTSMOUTH 2–1 1–0 Oakley (54.), 1–1 Yakubu, víti (57.), 2–1 Crouch, víti (90.). ARSENAL–WOLVES 2–0 1-0 Vieira, víti (53.), 2-0 Ljungberg (82.). BLACKBURN–COLCHESTER 3–0 1-0 Watson, sjálfsm. (21.), 2-0 Johnson (27.), 3-0 Matteo (51.). BRENTFORD–HARTLEPOL 0–0 BURNLEY–BOURNEMOUTH 2–0 Moore 1-0 (17.), 2-0 Moore (90.). CHARLTON–YEOVIL 3–2 1-0 Hughes (37.), 1-1 Terry (44.), 2-1 Jeffers (51.), 3-1 Bartlett (57.), 3-2 Davies (66.). DERBY–FULHAM 1–1 1-0 Tudgay (56.), 1-1 John (71.). EVERTON–SUNDERLAND 3–0 1-0 McFadden (9.), 2-0 Beattie (27.), 3-0 Cahill (80.). NEWCASTLE–COVENTRY 3–1 1-0 Shearer (37.), 2-0 Ameobi (42.), 2-1 Adebola (45.), 3-1 Babayaro (52.). NOTT. FOR.–PETERBOROUGH 1–0 1-0 King (10.). READING–LEICESTER 1–2 1-0 Forster (10.), 1-1 Williams (32.), 1-2 Scowcroct (90.). WEST BROM–TOTTENHAM 1–1 1-0 Earnshaw (17.), 1-1 Defoe, víti (31.). WEST HAM–SHEFF UTD. 1–1 1-0 Harewood (39.), 1-1 Jagielka (57.). MAN UTD–MIDDLESBROUGH 3–0 1-0 O´Shea (10.), 2-0 Rooney (67.), 3-0 Rooney (82.). Þýska Bundesligan BIELEFELD–HANNOVER 0–1 0-1 Stendel (30.) LEVERKUSEN–BOCHUM 4–0 1-0 Krzynowek (28.), 2-0 Voronin (31.), 3-0 Ponte (70.), 4-0 Freier (78.). DORTMUND–GLADBACH 1–1 1-0 Koller (29.), 1-1 Kluge (49.). KAISERSLAUTERN–SCHALKE 2–0 1-0 Amanatidis (57.), 2-0 Blank, víti. (75.). HAMBURG–MAINZ 2–1 1-0 Barbarez (32.), 1-1 Auer (40.), 2-1 Lauth (80.). FREIBURG–WOLFSBURG 1–0 1-0 Bajramovic (57.). STUTTGART–NURNBERG 2–4 0-1 Muller (7.), 0-2 Schroth (11.), 1-2 Meira (51.), 2-2 Szabics (70.), 2-3 Mintal (85.), 2-4 Schroth (90.). STAÐAN BAYERN 18 11 4 3 36–20 37 SCHALKE 19 12 1 6 28–24 37 STUTTGART 19 10 4 5 37–25 34 B. LEVERK. 19 9 5 5 35–25 32 HANNOVER 19 9 4 6 25–19 31 WOLFSB. 19 10 0 9 33–29 30 HERTHA 18 7 8 3 30–17 29 W.BREMEN 18 8 4 6 37–21 28 Ítalska A-deildin CHIEVO–LIVORNO 1–0 1–0 Tiribocchi (31.). PARMA–UDINESE 1–0 1–0 Gilardino (34.) Hið unga lið Hauka sló Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur út úr bikarnum: Sögulegur og sannfærandi stórsigur ÞREFÖLD TVENNA Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var með þrefalda tvennu í sögulegum stórsigri á Íslands- og bikar- meisturum Keflavíkur. Helena skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 11 stoðsending- ar á félaga sína en hún var búin að ná þrennunni fyrir lok þriðja leikhluta. FLEST STIG SKORUÐ GEGN KVENNALIÐI KEFLAVÍKUR: 100 Haukar, bikarkeppni 2005 98 Breiðablik, úrslitakeppni 1995 90 KR, úrslitakeppni 1999 87 KR, deildin 2001 84 ÍS, deildin 2002 83 KR, deildin 2002** 82 Grindavík, fyrirtækjabikar 2001 82 Grindavík, deildin 2001* *= fjöldi framlenginga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.