Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 39
SUNNUDAGUR 30. janúar 2005 27 300 kílóa múrinn hélt á Hlíðarenda Góður árangur náðist á Íslandsmótinu í bekk- pressu 2005 sem fram fór í Valsheimilinu í gær. LYFTINGAR Íslandsmótið í bekk- pressu var haldið í Valsheimilinu að Hlíðarenda í gær og var fjöldi áhorfenda mættur til að verða vitni að hrikalegum átökum kepp- enda. Mótið heppnaðist prýðilega og mörg met féllu, eins og Hjalti „Úrsus“ Árnason, kynnir keppn- innar, var búinn að lofa. Frábær stemning var á keppninni eins og endranær, þar sem tröllin hnykluðu vöðvana og létu vel í sér heyra undir harðri rokktónlist og fagnaðarópum áhorfenda. Konurnar voru fyrstar á svið og þar var árangurinn frábær. María Guðsteinsdóttir bætti Ís- landsmetið í 67,5 kg flokki, lyfti 100 kílóum og hlaut þar að auki stigaverðlaunin í kvennaflokki. Jóhanna Eyvindsdóttir Christian- sen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í +90 kg flokki um nærri 40 kíló þegar hún lyfti 120 kílóum, sannkölluð tímamótalyfta hjá henni. Héraðsmaðurinn sterki, Ísleif- ur Árnason, sigraði örugglega í 90 kg flokki og bætti Íslandsmet Jóns Gunnarssonar um hálft kíló þegar hann lyfti 210,5 kílóum í annarri tilraun. Hermann Hermannsson sigr- aði í hundrað kílóa flokki og setti Íslandsmet með því að lyfta 221 kílói við mikinn fögnuð áhorf- enda. Jakob Baldursson varð hlut- skarpastur í 110 kg flokknum þegar hann tvíbætti Íslandsmetið og stendur það nú í 250 kílóum sem er frábær árangur. Keppni í þyngstu flokkunum hafði verið beðið með mikilli eft- irvæntingu og var stefnan fyrir mótið sett á að 300 kílóa múrinn yrði brotinn hérlendis í fyrsta sinn. Sú varð ekki raunin í þetta sinn, en þó náðist mjög góður ár- angur og keppendur náðu að bæta sig talsvert. Magnús Magnússon bætti sig talsvert þegar hann lyfti 270 kílóum en var óheppinn að gera ógilt þegar hann reyndi við 285 kíló. Magnús hefur lofað að hann muni taka 300 kílóin á árinu og miðað við skriðinn sem er á stráknum er hann til alls líklegur, enda ungur maður þar á ferð. Gamla brýnið Ingvar J. Ingvarsson olli engum vonbrigð- um frekar en venjulega, enda mikill keppnismaður og setur jafnan skemmtilegan svip á keppnir hvar sem hann tekur þátt. Ingvar varð stigahæsti mað- ur mótsins í karlaflokki og setti nýtt Norðurlandamet öldunga þegar hann lyfti 280 kílóum sem nægði honum til sigurs í 125 kg flokki. Auðunn Jónsson sigraði í +125 kg flokki með því að lyfta 280 kílóum, en hann átti tvær Ís- landsmetstilraunir við 300 kílóin frægu sem ekki vildu upp að þessu sinni. Búast má við að hörð atlaga verði gerð að því á næst- unni, því mikill hugur er í mönn- um og framfarirnar örar. baldur@frettabladid.is Landskeppni í karate: Unnu Noreg KARATE Ísland og Noregur áttust við í landskeppni í karate fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í gær. Keppnin var glæsileg í alla staði og mátti sjá fremsta karatefólk landsins sýna hæfni sína í baráttu sinni við frændur sína og frænkur frá Noregi. Íslendingar báru sigur úr být- um með sjö vinningum gegn fjór- um í þessari vináttuviðureign landanna. Edda Blöndal, margfaldur Ís- landsmeistari, sigraði báðar sínar viðureignir í keppninni. Þá er einnig vert að minnast á þegar nokkrir íslenskir keppendur sýndu snilli sína í kata sem var sérlega tilkomumikið. ■ Breytingar á kvennaliði Keflvíkinga í körfuboltanum: Rose látin fara eftir 2 leiki KÖRFUBOLTI Stjórn körfuknattleiks- deildar Keflavíkur hefur ákveðið að segja upp samningnum við Latoya Rose hjá kvennaliði Kefl- víkinga sem kom í stað Reshea Bristol í síðustu viku. „Hún stóð ekki undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar, alveg langt í frá,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Hún hjálpaði okkur ekki neitt og það gæti í rauninni hver sem er af bekknum gert það sama og hún var að gera. Við væntum náttúr- lega meira af atvinnumönnunum og ætlumst til að þeir leggi sig manna mest fram á vellinum.“ Að sögn Sverris eru frekari út- lendingamál í athugun hjá Kefl- víkingum. „Það er auðvitað mjög slæmt að þurfa að skipta aftur um er- lendan leikmann og við urðum af einum titli út af þessu. Við erum þó með fína stöðu í deildinni og þurfum bara að koma okkur á sporið aftur,“ sagði Sverrir Þór. Rose lék tvo leiki með Keflavík og töpuðust báðir. Rose skoraði 17 stig í fyrri leiknum en 4 í þeim seinni og hitti aðeins úr 9 skotum af 34 í leikjun- um tveimur auk þess sem hún gaf aðeins þrjár stoðsendingar á sama tíma og hún tapaði 10 boltum til mótherjanna. smari@frettabladid.is Kommarnir sigra Berlusconi – Einar Logi skrifar um boltann í Suður-Evrópu Í landi þar sem forsætisráðherrann á eitt besta fótboltaliðið og stjórnar nær öllum helstu fjölmiðlunum er óhjá- kvæmilegt að stjórnmál þvælist inn í orðræðu knattspyrnuáhugamanna. Þessi sam- tvinning póli- tíkur og fót- bolta er svo- sem eldri en signor Berlusconi enda verið tíska meðal umdeildra auðmanna að eiga eitt stykki fótboltalið allar götur síðan Agnelli fjöl- skyldan keypti Juventus fyrir 80 árum. En hún hefur sjaldan lifað jafn góðu lífi og eftir að Berlusconi settist í stól for- sætisráðherra í annað sinn. Dómararnir á spena Mestri leikni hafa knattspyrnuáhuga- menn náð í að tengja dómara við vald- hafanna og hefur t.a.m. Juventus þótt njóta óeðlilegrar fyrirgreiðslu þennan veturinn. Þetta er rætt af þrótti í knatt- spyrnublöðunum á Ítalíu og slæðist líka inn í heimspressuna eins og sjá má á skrifum James Richardson í The Guardi- an en hann er helsti útbreiðandi ítalska boltans á Englandi. Richardson fjallar ævinlega um þetta á gamansaman hátt en Ítölum sem láta málið sig varða er full alvara. Hvað sem er til í þessum ásökunum eru þær hinsvegar svo yfir- drifnar og samsæriskenningarnar flókn- ar að það er býsna erfitt að ræða þær af viti við Ítali, þeir verða hálfpartinn eins og gangandi grínfígurúr af sjálfum sér þegar þeir taka mesta flugið. AC Milan og Juventus eru slík yfirburðalið á Ítalíu þessa leiktíðina að þau þurfa litla hjálp frá dómurunum. En það eru auð- vitað nægar aðrar ástæður fyrir aðdá- endur allra annarra liða að hata þau eins og pestina. Ekki síst eignarhald Berlusconi á Milan enda hefur ítalska þjóðin ekki verið eins klofin í stjórnmál- um síðan á dögum Mussolini. Ekki til- viljun að þeim fyrrnefnda gjarnan líkt við hinn síðarnefnda af andstæðingum. Kauptu múrarann! Hörðustu aðdáendur liðanna á Ítalíu nefnast „ultras“ og er algengt að þær halli sér að öfgastefnum í stjórnmálum, svona til að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar ekki er lengur hægt að segja neitt meira um síðasta leik! Það hvort bullurnar hneigjast til hægri eða vinstri hefur svsosum ekki mikið með liðin að gera, ræðst meira af pólitískri sögu borganna. Frægustu hægribullurn- ar eru stuðningsmenn Lazio en af vinstribullunum eru stuðningsmenn Livorno fremstar í flokki. Livorno er þriðja stærsta hafnarborg Ítalíu og þar hafa vinstri menn ráðið málum áratug- um saman. Aðdáendurnir mæta með kommúnistafána á völlinn og klæðast bolum af Che Guevara. Leikmenn marg- ir ósparir á pólitískar yfirlýsingar, sér- staklega um samsæri hægri sinnaðra dómara um að koma þessu liði litla mannsins beinustu leið niður í Serie B. Um síðustu helgi mætti Livorno liði Berlusconi og var að sjálfsögðu uppselt á völlinn og mikill hiti í mönnum. Alla vikuna höfðu aðdáendurnir undirbúið sig og útbúið risastóran fána með áletrunninni „Spinelli kauptu Dal Bosco“ en kappi sá er ekki knattspyrnu- maður heldur múrari og hafði unnið sér það til frægðar að slasa Berlusconi með því að henda í hann þrífæti undan ljós- myndavél fyrir skömmu. Leikurinn vakti gríðarlega athygli fyrir þessi pólitísku átök og einnig að gamla Milan-hetjan Roberto Donadoni mætti þarna sínu gamla liði í fyrsta sinn en hann tók við Livorno fyrir mánuði. Hatursmönnum Milan og Berlusconi til óblandinnar gleði sigraði smáliðið ríkisbubbana með einu marki gegn engu. „Stærsti sigurinn í 63 ára sögu félagsins,“ sagði eigand- inn Aldo Spinelli. „Verst að Fíat- klíkan [Juvent- us] græðir á þessu“ bætti hann hnugg- inn við. EINAR LOGI VIGNISSON SÁRT SAKNAÐ Keflavík vann alla 17 leikina með Reasheu Bristol innanborðs en hefur tapað báðum leikjunum án hennar. GÓÐUR ÁRANGUR Það var mikil stemning í Valsheimilinu í gær þegar Íslandsmeistara- mótið í bekkpressu fór þar fram. Góður árangur náðist á mótinu. Fréttablaðið/xx

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.