Tíminn - 09.01.1975, Page 7
Fimmtudagur 9. janúar 1975.
TÍMINN
7
tmi
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verö i lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
J
Sjö staðreyndir
Þjóðviljinn reynir nú árangurslaust að hnekkja
þeirri staðreynd, að núv. rikisstjórn hefur i
höfuðdráttum ekki beitt öðrum úrræðum i efna-
hagsmálum en vinstri stjórnin var búin að móta
og Alþýðubandalagið var þá búið að fallast á.
Vegna skrifa Þjóðviljans þykir rétt að rifja upp
enn einu sinni eftirgreindar staðreyndir:
í fyrsta lagi er að nefna gengisfellinguna.
Alþýðubandalagið var búið að fallast á 15%
gengislækkun i viðræðum um myndun nýrrar
vinstri stjórnar á siðastl. sumri. Jafnframt var
ljóst, að yrðu láglaunabætur hærri en þá var ætl-
að, þyrfti gengislækkunin1 að verða meiri. Núv.
rikisstjórn lækkaði gengið um 17% en hafði lág-
launabæturnar hærri en rætt hafði verið um i
áðurnefndum viðræðum.
1 öðru lagi er að nefna hækkun söluskatts um
2%, Alþýðubandalagið hafði strax fallizt á þessa
söluskattshækkun um fyrri áramót og talið hana
þá nauðsynlega. Þá var fyrirhugað af vinstri
stjórninni að hækka söluskattinn um 1% og um
5% vegna tekjuskattslækkunarinnar, en aðeins
fékkst fram 4% hækkun söluskattsins.
1 þriðja lagi er að nefna hækkun benzin-
skattsins. Sú hækkun naut eindregins stuðnings
Alþýðubandalagsins, meðan það var i stjórn.
1 fjórða lagi er að nefna verðjöfnunargjaldið,
sem lagt var á raforkuna. Frumvarpið um það
efni var tviflutt af Magnúsi Kjartanssyni sem
orkumálaráðherra, þótt hann sæti hjá við af-
greiðslu þess, eftir að hann var farinn úr rikis-
stjórn.
í fimmta lagi er að nefna hækkanir, sem hafa
orðið á verðlagi landbúnaðarafurða. í þeim efn-
um hefur núverandi rikisstjórn fylgt alveg sömu
reglum og vinstri stjórnin fylgdi og Alþýðu-
bandalagið gerði enga athugasemd við. Rétt er
lika að geta þess, að það hefur ekki deilt á þær
hækkanir, sem orðið hafa á þessum vörum eftir
stjórnarskiptin, heldur talið sanngjarnt að bænd-
ur fengju þær.
í sjötta lagi er svo að nefna þær hækkanir, sem
verðlagsyfirvöld hafa leyft á ýmiss konar þjón-
ustu og vöruverði. Þær hækkanir, sem núverandi
stjórn hefur leyft, hafa yfirleitt verið stórum
minni en óskað hefur verið eftir, og eru tiltölulega
sizt meiri en þær hækkanir, sem voru leyfðar,
þegar Lúðvik Jósefsson var viðskiptaráðherra.
Núverandi viðskiptaráðherra hefur reynt að tak-
marka þær, ekkert siður en Lúðvik, en þó verið
erfiðara um vik, þvi að ýmsar opinberar
þjónustustofnanir voru reknar með miklum halla
siðustu misserin, sem vinstri stjórn fór með völd.
I sjöunda og siðasta lagi er svo að nefna það, að
i viðræðunum um myndun nýrrar vinstri
stjórnar, var Alþýðubandalagið búið að fallast á,
að kaupgreiðsluvisitalan héldist óbreytt a.m.k. til
1. marz 1975.
Þannig er það augljóst, að núv. rikisstjórn hef-
ur ekki gert neitt það i efnahagsmálum, sem
vinstri stjórn var ekki búin að marka og Alþýðu-
bandalagið var ekki búið að fallast á. Núverandi
rikisstjórn hefur ekki neitt breytt stefnunni, en si-
versnandi viðskiptakjör hafa hins vegar gert að
verkum, að ekki er hægt að tryggja nú jafngóð
lifskjör og þegar viðskiptakjörin voru bezt i tið
vinstri stjórnarinnar. Það er álika rangt af
Þjóðviljanum að ætla að þakka vinstri stjórninni
hin hagstæðu viðskiptakjör, og það er rangt hjá
Mbl. og Vísi að kenna henni um, þegar viðskipta-
kjörin versnuðu. þ.þ.
ERLENT YFIRLIT
Tekst Hartling
að halda velli?
Sennilega verður hann forsætisrdðherra dfram
Paul Hartling
ÞÓTT svo fari, eins og nú
eru taldar horfur á, aö Vinstri
flokkurinn allt að þvi tvöfaldi
þingsætatölu sina i kosningun-
um I dag, mun hann ekki fá
mikiö meira fylgi en hann fékk
Ikosningunum 1964, en þá fékk
hann 38 þingmenn kosna.
Flokkurinn hefur nefnilega
tapað I öllum kosningum undir
forustu Hartlings þangað til
nú. Hann fékk 35 þingmenn i
kosningunum 1966, 34 þing-
menn i kosningunum 1968, 30
þingmenn i kosningunum 1971,
og ekki nema 22 þingmenn i
kosningunum 1973. Eftir siðari
heim sstyrjöldina fékk
flokkurinn mest fylgi I þing-
kosningunum 1957, en þá fékk
hann 45 þingmenn kosna.
Mestur var vegur hans fyrr og
siðar i þingkosningunum 1920,
en þá fékk hann 34.4%
greiddra atkvæða. Þá átti
hann aðalfylgi sitt i sveitum,
en siðan hefur Ibúum mjög
fækkað þar og það bitnað á
flokknum. Ef flokkurinn eykur
verulega fylgi sitt nú, verður
hann að vinna hið nýja fylgi
sitt i kaupstöðum og borgum.
Vinstri flokkurinn er elzti
flokkur Danmerkur, stofnaður
1870, og var það hlutverk hans
þá, að ryðja þingræði og
auknu frjálsræði braut. Frá
þeim tima ber hann vinstra
nafnið.
RADIKALA flokknum er nú
spáð verulegum ósigri. Hann
rekur sögu sina tii 1905, er
klofningur var I Vinstri
flokknum. Aldrei hefur verið
mjög langt á milli þessara
flokka, en Radikali flokkurinn
þó verið lengra til vinstri og
þvi oft verið samstarfsflokkur
við sósialdemókrata. Flokkur-
inn fór heldur minnkandi fyrst
eftir siðari heimsstyrjöldina
og 1964 var svo komið, að hann
fékk ekki nema 5.3% af at-
kvæðamagninu og 10 þing-
menn kjörna. Árið 1966 fékk
hann 13 þingmenn kjörna, og i
kosningunum 1968 meira en
tvöfaldaði hann þingsætatölu
sina, en þá fékk hann 27 þing-
menn kjörna. Sigur hans þá
byggðist á miklum vinsældum
Hilmars Baunsgaard, sem var
á þeim tima mesta sjónvarps-
stjarna danskra stjórnmála.
Eftir kosningarnar 1968
myndaði Baunsgaard rikis-
stjórn Radikala flokksins,
Vinstri flokksins og Ihalds-
flokksins og fór hún með
stjórn til 1971. í kosningunum
þá hélt Radikali flokkurinn
enn 27 þingsætum, en i kosn-
ingunum i fyrra fékk hann
■ ekki nema 20 þingmenn
kjörna.
Segja má, að Vinstri
flokkurinn og Radikali flokk-
urinn hafi um langt skeið
myndað miðjuna i dönskum
stjórnmálum, en þar hafa nú
fleiri flokkar komið til sögu,
eins og miðdemókratar og
Kristilegi flokkurinn.
ÞVl ER spáð nú, að flokkur
sósialdemókrata muni halda
velli, ef miðað er við úrslit
kosninganna i fyrra. Slikt get-
ur þó ekki talizt neinn sigur,
þvi að I kosningunum i fyrra
tapaði flokkurinnhvorkimeira
né minna en 24 þingsætum.
Það átti stærstan þátt i tapi
hans þá, að einn af helztu
áhrifamönnum flokksins, Er-
hard Jacobsen borgarstjóri,
klauf sig úr flokknum og stofn
aði nýjan flokk, flokk mið-
demókrata. Hann fékk 14
þingsæti. Nú er þvi spáð, að
miðdemókratar biði mikinn
ósigur, en það virðist ekki ætla
að verða vatn á myllu sósfal-
demókrata, ef þeir gera ekki
betur en að halda fylginu frá i
fyrra. Sósialdemókratar
mega muna sinn fifil fegri, en
mest fylgi fengu þeir i þing-
kosningunum 1937, eða 46.1%
greiddra atkvæða, en þá var
vegur Staunings hvað mestur,
en hann hefur verið áhrifa-
mesti leiðtogi þeirra fyrr og
siðar. 1 fyrra fengu þeir aðeins
25.7% greiddra atkvæða. 1
þingkosningunum eftir siðari
heimsstyrjöldina hafa þeir
fengið mest fylgi i kosningun-
um 1960 og 1966, en þá fengu
þeir 76 þingmenn kjörna.
tHALDSFLOKKURINN
hefur aldrei verið verulega
stór flokkur siðan á dögum
Estrups. Að vissu leyti kann
það að stafa af þvi, að siðan
1915hefur flokkurinn verið til-
tölulega frjálslyndur og oft
haft viðsýnum leiðtogum á að
skipa, t.d. Christmas Möller.
Hann safnaði þvi aldrei um sig
öllu hægra fylginu. Flokkurinn
virtist vera i nokkrum vexti
1964, þegar hann fékk 36 þing-
menn kjörna og 1968, þegar
hann fékk 37 þingmenn
kjörna. Hann fékk 31 þing-
mann kjörinn 1971, en i kosn-
ingunum i fyrra ekki nema 16.
Hann mun þá hafa misst mest
fylgi til hins nýja framfara-
flokks Glistrups.
SÓSÍALISKI þjóðarflokkur-
inn kom til sögunnar 1960,
er Aksel Larsen klauf sig úr
kommúnistaflokknum og
myndaði nýjan flokk. Hann
fékk þá 11 þingsæti, en
kommúnistar misstu öll þing-
sæti sin. Mestu fylgi náði
flokkurinn 1966, er hann fékk
20 þingmenn kjörna. Sigur
hans þá mun hafa ýtt undir
það, að Alþýðubandalagið
gerðist stjórnmálaflokkur og
sleit formlega tengslin við
kommúnistaflokka. I kosning-
unum 1971 fékk flokkurinn 17
þingsæti, en i kosningunum i
fyrra ekki nema 11. Þá komu
kommúnistar aftur til sögu að
nýju sem þingflokkur, en þeir
fengu sex menn kjörna. Sam-
kvæmt spám nú mun Sósialiski
þjóðarflokkurinn ekki gera
meira en að standa i stað, en
hins vegar er kommúnistum
spáð nokkurri fylgisaukningu.
HÉR hefur verið getið
þeirra fimm stjórnmála-
flokka, sem mest hafa sett
svip á dönsk stjórnmál undan-
farna áratugi. í kosningunum
i fyrra bættust hins vegar við
fimm nýir þingflokkar. Tveir
af þeim, kommúnistar og
Réttarsambandið, sem fékk 5
þingmenn, höfðu áður átt full-
trúa á þingi. Hinir þrir voru
hins vegar alveg nýir, eða
miðdemókratar, sem fengu 14
þingsæti, Kristilegi flokkur-
inn, sem fékk 7 þingmenn, og
framfaraflokkur Glistrups,
sem fékk hvorki meira né
minna en 28 þingsæti og varð
annar stærsti flokkur þings-
ins. Flokkurinn er i senn hægri
flokkur og lýðskrumsflokkur.
Eitt af stefnumálum hans er
t.d. að leggja alveg niður
utanrikisþjónustuna, nema
sendiráðið i Brussel. Þá vill
hann fækka þingmönnum úr
179 i 40 og láta landið allt vera
eitt kjördæmi. Þingmenn
skulu kosnir persónulega,
þannig að einn þingmaður er
kosinn hvern mánuð. Sitthvað
af slikum tillögum flokksins
virðast hafa gengið i augu
kjósenda.
AÐ SJÁLFSÖGÐU er nú
margt rætt um það eftir kosn-
ingarnar, hvað taki við að
þeim loknum. I upphafi kosn-
ingabaráttunnar spáðu marg-
ir þvi, að Vinstri flokkurinn og
sósialdemókratar mynduðu
stjórn saman eftir þær. Nú
þykir þetta ekki eins liklegt,
þar sem bæði Hartling og Ank-
er Jörgensen, leiðtogi sósial-
demókrata, krefjast þess að fá
stjórnarforustuna. Útilokað er
þetta þó ekki. þvi að oft verður
að sveigja frá þvi, sem er sagt
I hita kosningabaráttunnar. Ef
vinstri flokkurinn vinnur mik-
inn sigur, virðist liklegast að
Hartling verði forsætisráð-
herra áfram.
Þ.Þ.