Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. janúar 1975. TÍMINN 5 Heimilislæknaskorturinn í Reykjavík: 6000ánlækn- is en verða 8000 1. apríl FB-Reykjavík. — Samkvæmt talningu, sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur lét gera 1. desember sl., voru þú 6200 samlagsmenn án heimilislæknis, aö þvi er segir i fréttatilkynningu frá SR. Tveir heimilislæknar höföu sagt upp störfum, og er annar þeirra sem var meö um 300 samlagsmenn, hættur, en hinn, meö um 2200 samlagsmenn, hefir sett staögengla fyrir sig til marzloka. A sama tima mun einn heimilis- læknirhafa getaö bætt viö sig 1000 samlagsmönnum. Þvi eru hér 5700 Reykvikingar á fbúaskra, sem ekki eiga kost á samlags- lækni, en eftir marzlok veröa þaö um 7900 manns. I fréttatilkynningunni segir, aö þar til annaö veröi ákveðiö, sé samlagsmönnum heimilt aö snúa sér til hvaöa heimilislæknis sem er af þeim, sem hér eru upp taldir, en þeir hafa heimilis- lækningar aö aöalstarfi: Axel Blöndal, Bergþör Smári Guömundur Benediktssoii, Guömundur Eliasson, Guömundur B. Guömundsson, Halldór Arinbjarnar, Haukur S. Magnússon, fsak Hallgrimsson, Jón Gunnlaugsson, Jón Hj. Gunn- laugsson, Jón K. Jóhannsson, Karl Sig. Jónasson, Kristjana Helgadóttir, Ólafur Jónsson, Ólafur Mixa, Ragnar Arinbjarn- ar, Siguröur Sigurösson, Stefán P. Björnsson, Stefán Bogason, Valur Lúliusson, Þóröur Þórðar- son, Þorgeir Gestsson, Þorvaröur Brynjólfsson. Þegar þessir læknar sinna heimiiislæknislausum sjúkl- ingum, taka þeir sama gjald og heimilislæknir sjúklings heföi gert. Sjúklingur skal framvisa samlagsskirteini sinu til þess að sýna, að hann hafi ekki heimilis- lækni. Sjúkrasamlagið bendir enn fremur á viötalsþjónustu heimilislækna i göngudeild Land- spitalans, utan venjulegs vinnu- tima lækna. Þá þjónustu annast einn heimilislæknir i senn, mánu- daga til föstudaga frá kl. 20 til 21, og á laugardögum frá kl. 9 til 12 og 15 til 16. Vaktir þessar eru litið notaðar, og geta annaö tals- vert meiri aðsókn, en nú er. Aukist hún, kunna vaktirnar að veröa auknar, að þvi er segir i frétt SR. I fréttatilkynningunni segir enn fremur, að þegar reiknað hafi veriö frá, hversu margir 17 ára unglingar kunni að vera I tölu hinna læknislausu, en þeir eiga framvegis áð fylgja foreldrum sinum hvaö varöar heimilislækni, megi reikna með að nú séu læknislausir fullorönir 4700, og séu þeir liklega meö 1700 til 1800 börn á framfæri sinu. Eftir 1 april, er staðgenglar hætta að gegna fyrir þann heimilislækni, sem nú er hættur og haföi 2200 samlagsmenn, megi ætla að þeir heimilislæknislausu verði um 6900 meö um 2800 til 2900 börn. Mikil umferð um Þingeyrarflugvöll SE—Þingeyri — Umferö um Þingeyrarflugvöll hefur aukizt mikiö. Ariö 1973 fóru 2,190 far- þegar um völlinn og 100.764 kg af vörum, en I fyrra, 1974 fóru 3,195 farþegar þar um og 162.834 kg af vörum. Þaö er Flugfélag Islands, sem sér um áætlunarflug til Þingeyrar tvisvar I viku aö vetrinum, en þrisvar á sumrin. Flugfélagið Ernir á Isafirði hefur einnig veriö meö tvær áætlunarferðir I viku til Þingeyrar. Það hefur þó ekki haft neina flugvél siðan ein af vélum þeirra brann seint á siöasta ári. — Fjöldi lendinga á Þingeyrar- flugvelli 1974 var 298. GENGISSKRÁNINC Nr. 4 - 8. janúar 1975. SkraÖ frá Eini ng Kl. 13,00 Kaup Sala 30/12 1974 i Banda ríkjadollar 118, 30 1 18, 70 8/1 1975 i Sterlingspund 277, 85 279, 05 * 7/1 - i Kanadadollar 119, 15 119, 65 8/1 - 1C0 Danskar krónur 2098,45 2107,35 * - - 100 Norskar krónur 2299, 25 2308,95 * - - 100 Sænskar krónur 2918,50 2930,80 * - - 100 Finnsk mörk 3330, 1 5 3344, 15 * - - 100 Franskir frankar 2691.75 2703, 15 * - - 100 Belg. írankar 331. 95 333. 35 * - - 100 Svissn. frankar 4638, 15 4657, 75 # - - 100 Gyllini 4797,15 4817,45 * - - 100 V. -Þyzk mörk 4955, 45 4976, 45 * 7/1 - 100 Lírur 18, 33 18, 41 8/1 - 100 Austurr. Sch. 698, 40 701, 40 * - - 100 Escudos 483, 70 485, 70 * - - 100 Pesetar 710, 60 211, 50 3/ 1 - 100 Yen 39. 32 39, 49 2/9 1974 100 Reikningskronur- Vöruskiptalönd 99,86 100, 14 30/12 - 1 Reikningsdollar- 118, 30 118, 70 Vöruskiptalönd * Breyting frá síöustu skráningu. VIÐ ERUM KOMIN í SPARIFÖTIN ÞVI við eídum afmæli ÆTLIÐ ÞIÐ AÐKOMAÆ VEITINGAHÚS VIÐ OÐINSTORG Viutm Timínner penmgar ^^2* í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.