Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. janúar 1975.
TÍMINN
11
Sýningar hefjast á ný í Leikbrúðulandi
Leikbrúöuland hefur sýningar á ný eftir jólin nú um helgina á þremur brúöuleikþáttum, Noröur kaldan
Kjöl, Meistara Jakob og pylsusalanum, og skemmtiþætti meö söng og dansi. Framvegis veröa sýningar
bæöi á iaugardögum og sunnudögum kl. 3 aö Frikirkjuvegi 11, kjallara. Miöasalan er opnuö kl. 1.30,
tekiö er á móti pöntunum milli 1.30 og 2 i sima 15937. Helga Seffensen, Haiiveig Thorlacius og Erna Guö-
marsdóttir aö störfum i Leikbrúöuiandi. A myndina vantar Bryndfsi Gunnarsdóttur. Timamynd
Gunnar.
lélegri en d sama tíma
Aflinn
í fyrra
YFIRLITSSKÝRSLA um sjósókn
og aflabrögð i Vestfirðingafjórð-
ungi i desember 1974 hefur nýlega
borizt blaðinu. Segir þar, að gæft-
ir hafi verið stopular nær allan
mánuðinn og afli tregur, þegar
gaf til róðra.
Togbátarnir fengu þó dágóðan
neista i kringum hátiðirnar, en
fyrri hluta mánaðarins var algjör
ládeyða.
1 desember stunduöu 24 bátar
bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, 27
réru með linu, en 7 stunduðu tog-
veiðar. Heildaraflinn I mánuðin-
um varð 3.073 lestir, en var 4.176
lestir á sama tima i fyrra.
Aflahæsti linubáturinn I
mánuðinum var Sólrún frá Bol-
ungavik með 93,4 lestir i 15 róðr-
um. Af togbátunum var Guðbjörg
frá Isafirði aflahæst með 305,1
lest.
Heildaraflinn á þessari haust-
vertið er nokkru lakari en i fyrra.
Það eru ógæftirnar i desember,
sem valda þessum samdrætti.
Heildaraflinn á timabilinu októ-
ber/desember varð nú 9.749
lestir, en var 10.673 lestir á sama
timabili i fyrra. Aflahæsti linu-
báturinn á haustvertiðinni var
Víkingur III frá Isafirði með 353,4
lestir I 68 róðrum.
Vaka eða víma
Sjónvarpið fræddi okkur um
það á jólaföstunni að það muni
vera almennt að börn I höfuð-
staðnum byrji áfengisneyzlu 12-
13 ára.
Um sama leyti birtir dagbl.
Vísir könnun á fjárþörf og
peninganotkun unglinga i fram-
haldsskóla i Kópavogi. Þar
kemur það fram að nemendur á
aldrinum 16-17 ára segja að
einna dýrast sé að kaupa tóbak
og áfengi.
Nú er að visu ekki vist hve vel
má treysta þessum upplýsing-
um. Þess er getið, að ,,hjá 16 ára
fólkinu” ,,var svo mikið af
brandaraköstum” að litið mark
var takandi á svörunum. T.d.
nefndi einn pilturinn vændis-
konur sem sérlega dýran út-
gjaldalið.”
Það voru unglingar úr skólan-
um sjálfum, sem gerðu þessa
athugun. En ef það er nú svo, að
unglingar telji það mannalæti
að ýkja notkun þessara eitur-
efna, þá segir það slna sögu og
hana næsta alvarlega.
Það er næsta augljóst hvaða
lögmál er hér að verki. Börnin
heyra frá óvitaaldri hina full-
orðnu syngja að það sé lifandi
ósköp gaman að vera svolitið
hífaður og þau hafa mörg vanizt
þvl, að það þykir sjálfsagt eða
jafnvel nauðsynlegt að bjóða
áfengi og neyta þess á góðri
gleðistund. Afleiðing þessa er
sú, að börnunum finnst skömm
að þvi að ná 12 eða 13 ára aldri
án þess að hafa bragðaö áfengi
og fundið á sér áhrif þess og
þora jafnvel ekki að kannast við
að svo sé, þó að þau hafi aldrei
áfengi snert. Vesalings
óvitarnir lita upp til þess, er
þeir ættu að lita niður á.
Uppreisnarhugur æskunnar
gegn eldri kynslóðinni beinist
átakanlega sjaldan gegn hættu-
legustu og heimskulegustu lifs-
venjunum, svo sem nautn
tóbaks og áfengis. Þvi er nú
miður.
Mér hefur komið það á óvart
hve góðar undirtektir tillagan
um að afnema vinveitingar hins
opinbera hefur fengið.
Skýringin er sú að margur
dansar nauðugur með áfengis-
tizkunni. Fólki finnst sómi sinn
liggja við að fylgja þeirri tizku
þó að bæði samvizkan og
skynsemin mæli þar á móti. Það
er auðvitað ekki stórmannlegt,
en fólkið er nú eins og það er.
Það þráir að rikisvaldinu sé
beitt sér til styrktar og hjálpar.
Það óskar þess, að æðstu menn
þjóðarinnar gefi gott fordæmi,
og vonar að þá verði léttara að
fylgja þvi og gera það, sem rétt-
ast er.
Hver er ábyrgur i þessum efn-
um?
Erum við öll ábyrgðarlaus?
Eru 12 ára börn ein að öllu
leyti ábyrg fyrir þvi að þau
neyta áfengis?
Fylgir þvi engin ábyrgð
hvernig við stöndum að þessum
málum ? Fylgir þvi engin
ábyrgð að beita rikisvaldinu til
að magna áfengistizkuna og
brjóta niður almenna bindindis-
semi?
Séum við frjálsir menn þá
berum við ábyrgð — karlar
jafnt sem konur.
-H. K.
Sdttasemjari hefur boðað
til fyrstu funda
FB—Reykjavik. — Sjómanna-
sambandið hefur visað samning-
um sinum og LIú til sáttasemj-
ara rikisins, eins og gert var með
samningamál sambandsins og
togaraeigenda. Sáttasemjari
hefur boðað til fyrstu funda með
þessum aðilum, og verður fundur
sjómanna og viðsemjenda þeirra
á þriðjudagin og miðvikudaginn i
næstu viku.
Skrifstofustjóri
Starí skrifstofustjóra Selfosshrepps er
laust til umsóknar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skila til undir-
ritaðs sem veitir nánari upplýsingar um
starfið.
Selfossi 10. janúar 1975.
Sveitarstjóri Selfosshrepps.
B Stærsta BINGÓ drsins
I
N
o
G
°
O
I SIGTUNI SUNNUDAG KL. 8 húsið opnað kl. 7
★ Spilaðar verða 25 umferðir
★ Verðmæti vinninga milli 5-600 þús. kr.
★ Allt vandaðir vinningar
m.a. þrjár Kanaríeyjaferðir í 2 vikur hver
2 ferðir með Ftugleiðum og 1 ferð með Sunnu
★ 70^80 aukavinningar.
★ Sætamiði gildir sem happdrættismiði - • °
★ Miðar við innganginn.
Einnig kl. 2-4 laugardag og sunnudag í Víkingsheimilinu v/Hæðargarð°
Tapið ekki af stærsta BINGÓ ársins
VIKINGUR