Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 11. janúar 1975. Tbninner peningar Augjýskf ______i Tímamim -------2-----------> g:~ði fyrirgóöan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS >■ Hartling ætlar að þrauka áfram, þótt Jörgensen krefjist afsagnar Hartling: Sigurvcgari dönsku þingkosninganna. Tvenns konar möguleikar á stjórnarmyndun koma nú helzt til greina í Danmörku NTB/Reuter—Kaupmannhöfn — Poul Hartling viröist ákveðinn aö gegna áfram embætti forsætis- ráöherra að loknum þingkosning- um þeim, er fram fóru f fyrradag. Úrslit kosninganna teljast mikill persónulegur sigur Hartlings, en Vinstri fíokkurinn, sem lýtur forystu hans, tvöfaldaði svo til at- kvæöamagn sitt. (Úrslitin eru birt annars staöar á slðunni.) Hartling hóf þegar i gær viöræður við leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Viðræðurnar snúast einkum um, hvort flokk- arnir séu reiðubúnir að styðja þær tillögur i efnahagsmálum, sem stjórn Hartlings lagði fram á þingi i haust, þar sem m.a. er gert ráð fyrir eins árs verðstöðvun. Fréttaskýrendur eru sannfærðir um, að Hartling takist ekki að afla efnahagstillögunum nægilegs fylgis, enda töpuðu þeír flokkar i heild þingsætum, sem stutt hafa stjórn Vinstri flokksins og varið hana falli. Sósialdemókratar styrktu nokkuð stöðu sina i þingkosning- unum, þótt þeir njóti nú minna fylgis en fyrir nokkrum árum. Anker Jörgensen, leiðtogi sósial- demókrata, sem átt hefur erfitt uppdráttar að undanförnu, réttir nú nokkuð við álit sitt. Hið nýkjörna þing kemur saman 23. janúar n.k. Búast má við, að vantrauststillaga á stjórn Hartlings verði borin fram I þingbyrjun og samþykkt — nema hann hafi áður sagt af sér. Fréttaskýrendur velta nú fyrir sér möguleikum á myndun nýrrar stjórnar, er njóti stuðnings meirihluta þingmanna. Flestir eru þeirrar skoðunar, að stjórnarsamstarf Sósialdemó- krata og vinstri manna sé ofarlega á blaði —e.t.v. með þátt- töku róttæka vinstri manna. (Jafnvel hefur heyrzt, að Hilmar Baunsgaard, fyrrum forsætisráð- herra og leiðtogi Róttæka vinstri flokksins, muni veita slíkri stjórn forystu, til að friða flokksmenn stóru flokkanna tveggja, sem ekki mega til þess hugsa, að leiðtogi hins verði forsætisráð- herra.) Sá möguleiki er svo fyrir hendi, að borgaraflokkarnir — með stuðningi Framfaraflokks Mog- ens Glistrups — myndi stjórn. Leiðtogar þeirra vilja þó foröast i lengstu lög að þiggja stuðning Glistrups, hvað þá taka hann með sér i stjórn. Jörgensen krafðist þess I gær, að Hartling segði þegar af sér, — og teknar yrðu upp viðræður milli stjórnmálaflokka á breiðum grundvelli með það fyrir augum, að ný stjórn, undir forystu sósial- demókrata, tæki við völdum. Hartling hefur neitað að verða við tilmælum Jörgensens i bráð, en segist hafa hana til athugunar. Úrslit þingkosninganna í Danmörku þm. 1975 % 1973 Þm. % Sósialdemókratar 53 30,0 46 25,6 Vinstri flokkurinn 42 23,3 22 12,3 1 gærkvöldi var valið landsliðið Björgvin Björgvinsson, Fram Framfaraflokkurinn 24 13,6 28 15,9 i handknattleik, sem þátt tekur i Stefán Halldórsson, Vikingi Róttæki vinstri flokkurinn 13 7,1 20 11,2 Norðurlandamótinu. Verður liöið Einar Magnússon, Vikingi ihaldssami þjóöarflokkurinn 10 5,5 16 9,2 þannig skipaö: Geir Hallsteinsson, FH Kristilegi þjóöarflokkurinn 9 5,3 7 4,0 Pétur Jóhannsson, FH Sósialski þjóöarflokkurinn 9 4,9 11 6,0 Viðar Simonarson, FH Arni Jóhannsson, Gróttu Kommúnistar 7 4,2 6 3,6 Axel Axelsson, Fram Miödemókratar 4 2,2 14 7,8 Olafur H. Jónsson, Val Eftir er að velja markverð Vinstri sósialistar 4 2,1 0 1,5 Jón Karlsson, Val þrjá, en þeir verða valdir Réttarsambandiö 0 1.8 5 2,9 Bjarni Jónsson, Þrótti miðjan þennan mánuð. Landsliðið valið um Blaðburðarfólk vantar ó: Bergstaðastræti Löndin Túnin Voga Sundlaugaveg Upplýsingar í síma 1-23-23 Bjartsýni í upphafi viðræðna um sjálfstæði Angóla — þótt enn séu mörg deilumál enn óleysf NTB—Lissabon. — Þær þrjár hafa fyrir frelsi Angóla, hófu i þjóöfrelsishreyfingar, sem barizt gær viöræöur viö fulltrúa Portú- Í$IllftSHORNA ^Mmilli Reuter-Ankara.— Yfir ein milljón tyrkneskra verka- manna hafa sótt um aö fá aö flytjast úr landi I atvinnuleit, aö sögn atvinnumálaráöherra Tyrklands. Ráðherrann nefndi þessa tölu, þegar hann skýröi frétta- mönnum frá samningi stjórna Libiu og Tyrklands þess efnis, aö 600 þúsund tyrkneskir verkamenn og iðnaðarmenn verði sendir til Libiu fyrir atbeina tyrkneskra stjórn- valda, en mikill skortur er nú á vinnuafli i Libiu. Atvinnuleysi rikir nú i Tyrklandi og virðist fara vax- andi. Þvi er engin furða, þótt Tyrkir leiti út fyrir landstein- ana i atvinnuleit. A siðustu árum hefur f jöldi þeirra leitað til Vestur-Evrópurikja, þar sem vinnulaun eru mun hærri en I Tyrklandi. Aftur á móti eru laun svo til hin sömu i Libiu, svo að þaö er aðeins at- vinnuleysið, sem knýr þá til að halda þangað. NTB-Moskvu. — i fyrradag birtist f Pravda — málgagni sóvezka kommúnistaflokksins — grein eftir varaformann nefndar þeirrar, er annast utanrikisviöskipti Sovétrikj- anna. I greininni eru Egyptar minntir á, hve efnahagstengsl þeirra viö Sovétmenn skipti i raun miklu máli,. A einum stað I greininni er vikiö að vopnasölu Sovetrikj- annatil Egyptalands. (Anwar Sadat Egyptalandsforseti hefur nýlega lýst megnri óánægju sinni með þá vopna- sölu). Greinarhöfundur segir aðeins á þá leið, að Sovét- stjórnin vilji stuðla að auknum rikisrekstri I Egyptalandi, þvi aö þannig sé efnahagsmálum landsins bezt borgið — en auð- vitað sé nauðsynlegt, að Egyptar geti staðið sjálf- stæðir, þ.'a.m. haldið uppi nauðsynlegum landvörnum. Fréttaskýrendur skoða þessi ummæli sem dulbúna árás á Sadat. Ljóst er, að sovézkum ráöamönnum hefur fundizt of stór hluti þeirrar fjárhagsaðstoðar er þeir hafa látið Egyptum I té, renna til vigbúnaðar, I stað þess að auka rikisrekstur og tryggja efnahagsframfarir. 1 greininni eru nefndar nokkrar tölur, skoðun greinar- höfundar til stuðnings: 50% af raforkuframleiðslu Egypta, 70% af járnframleiðslunni, 35% af oliuframleiðslunni og 20% af framleiðslu i alls kyns efnaiðnaði eru komnar frá orkuverum, sem byggð voru fyrir sovézkt fjármagn. Fréttaskýrendur álita, að meö þessu séu Egyptar alvarlega varaðir viö að beina leit sinni að fjármagni i auknum mæli. til Vestur-Evrópurikja. galsstjórnar um sjálfstæöi ný- lendunnar. Nokkur vandamál þarf að leysa sem fyrst, m.a. ber nauðsyn til að mynda bráðabirgðastjórn með aðild allra þriggja frelsis- hreyfinganna, koma upp föstu skipulagi á stjórn landsins og ákveða, hvenær þeir hermenn Portúgalsstjórnar.sem enn eru i landinu, eiga aö hverfa heim. Samningaviðræður um sjálf- stæði Angóla eru að mörgu leyti erfiðari en viðræður um sjálf- stæði annarra riýlendna Portúgala, þe.e Mosambique, Guineu-Bissau og Grænhöfða- eyja. Fjöldi Portúgala býr i nýlendunni, og margir þeirra hafa auðgazt mjög á oliu- og málmvinnslu. Þá eiga fjölmörg stórfyrirtæki af erlendum uppruna mikilla hagsmuna að gæta i Angóla, þar eð þau hafa haft ýmiss konar rekstur með höndum I nýlendunni um árabil. Þrátt fyrir þessa örðugleika, telja fréttaskýrendur von til aö samkomulag náist — og jafnvel á stuttum tima. Það eykur á bjart- sýni þeirra, að frelsishreyfing- arnar þrjár, sem lengi hafa eldað grátt silfur sman, hafa orðið ásáttar um að koma fram sem ein heild i samningaviðræðum við Portúgalsstjórn. Og sömuleiöis að taka þátt I myndun sameigin- legrar bráðabirgðastjórnar. Við upphaf samningaviðræðn- anna, sem fara fram i bænum Penina i suðurhluta Portúgal, hélt Costa Gomes Portúgalsfor- seti stutt ávarp. Hann kvaöst vona, að viðræðurnar yrðu gagnlegar — og sagðist auk þess sannfærður um, að fulltrúar frelsishreyfinganna mættu til viðræðnanna fullir bjartsýni, eftir að lausn heföi fengizt á innbyröis deilum þeirra. Leiðtogar frelsishreyfinganna mættu allir til viðræönanna, auk sex fulltrúa frá hverri hreyfingu. Af hálfu Portúgalsstjórnar er Mario Soaeres utanrikisráðherra i forsvari, auk tveggja annarra ráðherra úr stjórninni. Reuter-Lissabon. — Viðræðum um sjálfstæði Angóla var frestað að lokinni formlegri setningar- athöfn. Að sögn portúgalskra embættismanna var ætlunin að halda viðræðunum áfram án nokkurs hlés, en raunin varð önn- ur. Að sögn Reuter-fréttastofunnar var ástæðan að likindum sú, að fulltrúar frelsishreyfinganna vildu fá tækifæri til að ræðast við .einslega, áður en sameiginlegar viðræður hæfust. Fulltrúar hreyfinganna komu sem kunnugt er saman i Mombasa i siðustu viku til að undirbúa þessar við- ræður. Costa Gomez: Sannfæröur um bjartsýni frelsisleiötoga Angóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.