Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 11. januar 1975. Alfreö Þorsteinsson borgarfulltrúi og Geir Hallgrimsson forsætisráðherra viðmyndina „Yndislegterúti vor".Timamynd: Gunnar. 75 KJARVALSMYNDIR Á SÝNINGU AÐ KJARVALSSTÖÐUM BH-Reykjavík. — 1 gær var opnuö að Kjarvalsstööum sýning á verkum Jóhannesar Sveins- sonar Kjarval. Eru að þessu sinni sýnd 75 verk meistarans I eigu Reykjavikurborgar, en nokkur þeirra voru formlega afhent við opnun sýningarinnar. Enn önnur hafa borginni borizt aö gjöf á árinu, og þó nokkur verk sáust þarna i fyrsta sinni á sýningu. Borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, bauö sýningargesti velkomna, minntist meistarans nokkrum orðum og helztu gjafa, er borginni hafa borizt i lista- verkasafn, sitt. Þvi næst tók til máls Gunnar Gunnarsson kaupmaður, sonarsonur Astu Hallsdóttur tannsmiös, en erfingjar hennar færöu safninu undirfagurt listaverk eftir Kjarval til minningar um hana. Ber þaö nafnið Hugarkvöl og er málað 1945. Færði meistarinn vinkonu sinni verkið að gjöf á fimmtugs afmæli hennar. Á árinu hefur safninu borizt margt veglegra gjafa, og skal hér getiö þess helzta: Matthildur Kjartansdóttir, ekkja Guðbrands Magnússonar, gaf safninu tvö oliumálverk stuttu áður en hún lézt, en þau hjrtn dóu bæði á sl. ári. Annað verkið er málverk af þeim hjónum, „Yndislegt er úti vor", sem sérstaka eftirtekt vekur á sýningunni, Hallfriður, dóttir þeirra hjóna, hefur einnig gefið oliumynd og vatnslitamynd, „Hveitibrauðsskipið", sem margir velta fyrir sér. Klara Guðmundsdóttir hefur gefið safninu oliumynd af föður hennar, Guðmundi Davíðssyni auk fjögurra teikninga, en i nóvember sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Helga Bjarnadóttir hefur gefið ljósmynd og bréf I minningu meistarans. Sigurgeir Þorvaldsson hefur gefið safninu ljóð, skrautritað og innrammað, og loks hefur óskar Glslason gefið safninu kvikmynd um Kjarval og ljósmyndir. Það er margt, sem vekur athygli gestins og laðar augað á þessari sýningu. Ef til vill hrifst maður hvað sterkast af orku- myndunum tveim á göflum salarins, þeim, er áður hengu I trafossstöðinni, en eru nú komnar I eigu borgarinnar. Fögur og eftirtekatarverð er Viðeyjar- myndin frá 1930, sem hefur sögulegt heimildargildi með byggingararnar á austurtang- anum.Skemmtilegt íhugunarefni eru mannamyndirnar I öllum sinum fjölbreytileik, sumar nánast einfaldar að gerð I stærð sinni ,— og svo ollumálverk af Sigfúsi Johnsen með lilju I kjölt- Heimur Kjarvals er stórfeng- legur heimur, sem maður er ætið þakklátur fyrir að mega skyggnast inn I. Aðgangur að unni er ókeypis. Kjarvalssýning- ffflfaffjgj)j^w&»tti& Ílta ¦:¦:.:*: Junior Chamber hlout verðlaun Reynir Þorgrimsson og Asgeir Gunnarsson með verðlaunin. NYLEGA er lokið heimsþingi Junior Chamber-hreyfingarinn- ar, sem að þessu sinni var haldið I borginni Auckland á Nýja-Sjá- landi. Fulltrúi Islenzku hreyfing- arinnar var Reynir Þorgrimsson, landsforseti 1974. A þessu þingi hlaut Islenzka hreyfingin i fyrsta sinn alþjóðleg verðlaun, svokölluð „Springbok" verðlaun, en þau eru einstöku sinnum veitt, þegar fram koma frábær kynningargögn um sjálfa hreyfinguna. Er það þvi mjög eftirsóttur heiður að hljóta þau. Verðlaunaverkefnin var aðal- lega unnið af þeim Reyni Þor- grimssyni og Ásgeiri Gunnars- syni með aðstoð þriggja annarra Junior Chamber-félaga, þeirra Ragnars Þ. Guðmundssonar, Ólafs Stephensen og Helga K. Hjálmssonar. Verkefnið saman- stendur af sögulegri kynningu á hreyfingunni með 38 slides-mynd- um, kynningargrein sem heitir „Hvað er J.C.?", sem er nafn bókarinnar, og að lokum námskeið i stjórnun og skipulagi Junior Chamber félags i tveimur hlutum og tiu köflum. Fylgja þvi 16 glærur fyrir myndvarpa. Þetta verk þykir það fremsta, sem til er innan alþjóðahreyfing- arinnar. Auk þess fékk Islenzka hreyfingin sérstaka viðurkenningu fyrir mikla aukn- ingu félagsmanna, sem varð 80% á starfsárinu. Að lokum munaði litlu, að önnur veigamikil verðlaun fengj- ust á þessu þingi, en i úthlutunar- nefndinni munaði aðeins einu atkvæði að tsland fengi verðlaun fyrir útgáfustarfsemi. Samtals voru gefin út á starfsárinu sjö námskeiða- og leiðbeiningar- bæklingar. Breytingar á Brauð- bæ við Oðinstorg gébé-Reykjavik.— A föstudaginn voru liðin tlu ár frá þvi að veitingahúsið Brauðbær var opnað og af þvf tilefni boðaði eigandi fyrirtækisins, Bjarni I. Arnason, blaðamenn á sinn fund og sýndi þeim hinar miklu og gagngeru breytingar, sem nýlega hafa verið gerðar á veitinga- húsinu við Óðinstorg. Veitingahtlsiö er mjög glæsi- lega innréttað, og sá teikrustofan ARKO um hönnun innréttinga. Þó munu flestar hugmyndirnar um breytinguna komnar frá eigand- anum. N£jar flísar voru settar á gólf veitingahússins, og kostaði sú breyting hálfa milljón króna. Þá var gólfrými aukið, og nú komast fleiri I sæti en áður, en alls geta snætt þarna um fimmtiu manns I einu. Þá var og öllum innrétting- um breytt, en sjón er sögu ríkari, en þeir eru áreiðanlega margir, sem eiga eftir að leggja leið slna I þetta glæsilega veitingahús. Hjá Brauðbæ starfa um fjörutlu manns, en fyrirtækið rekur einnig veitingahús við Hlemmtorg. Hinar frægu samlokur Brauðbæjar, sem fást I flestúm matvöruverzlunum, eru vel þekktar Ihöfuðborginni, en einnig útbýr Brauðbær kalt borð og snittur fyrir viðskiptavini slna og sendir heim. Bjarni I. Arnason sagði, að á þessum tlu árum, sem fyrirtækið hefur starfað, hafi verið hafðar að ÍSÍðárljósi þær reglur að hafa gott nraeini til matargerðar og frábært starfsfólk með góðan starfsanda, sem vonandi heföi l'eitt til góðrar þjónustu við viðskiptavinina. Á matseðli veitingahússins gefur að lita marga girnilega rétti, og þar eru m.a. réttir sérstaklega ætlaðir fólki, se'm vill halda likamsþyngdinni I skefjum, — réttir með fáum hitaeiningum. Þá er séstakur barnamatseðilll, og heitu réttirnir t.d.1 Andrésar andareggjakaka, Mikka músar- hamborgari og fleira. Þau börn, sem ljúka af diskum sinum, fá svo Aladdin-Is I verðlaun. Eigandi Brauðbæjar, Bjarni Ingvar Arnason, ásamt konu sinni, Sigrúnu Oddsdóttur, og starfsstúlkum i hinum glæsilegu húsakynnum veitingahússins, v/óðinstorg. Timamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.