Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. janúar 1975. 7 TÍMINN 3 Stórhríð ó annan mónuð á Þórshöfn SJ-Reykjavik. Stórhríð hefur verið á Þórshöfn að heita má siðan 8. desember að sögn Óia Halldórssonar, fréttaritara okkar á Gunnarsstöðum. — Sfðan á laugardag hefur veðrið verið sér- staklega vont og hefur ekki slotað enn, sagði Óli i sfmtali i gær. gébé-Reykjavik. Varðskipið Albert hjálpaði I fyrrinótt bát, sem staddur var við Tvfsker við Ingólfshöfða, en báturinn hafði fengið netatrossu i skrúfuna. Þurfti að nota kafara við starfið og tókst þeim varðskipsmönnum að skera netatrossuna úr skrúf- unni, en það tók hvorki meira né minna en tiu klukkustundir. Veður var slæmt á þessum slóðum, norðaustan rok og 6-7 vindstig og má telja mikið þrek- virki að þeim skyldi takast að ná grenni og fólk fer litið af bæ. Þó komast menn um á vélsleðum, ef brýn þörf er á. Siðan að ganga niu á þriðjudagsmorgun hafði verið rafmagnslaust á Þórshöfn, og sjónvarp hefur ekki sézt þar siðan á laugardag. t Holti skammt frá Þórshöfn netatrossunni úr skrúfunni við svo slæmar aðstæður. Það var Gunnar SU 139, sem fékk netatrossu i skrúfuna á mánudagskvöldið, en þá var bát- urinn staddur við Tvisker. Varðskipið Albert fór þegar á staðinn til hjálpar, en ekki leizt þeim á að draga bátinn móti veðrinu til hafnar, svo það varð að ráði að senda kafara niður og reyna að skera á netatrossuna i skrúfunni, og var þvi verki ekki var þak á hlöðu farið að gefa sig undan fannferginu, sem á þvi var. Réðust menn i að styrkja þakið, og gekk það vel. Háspennulinur á Þórshöfn eru nú i seilingarhæð, svo mikill er snjórinn. Foreldrar hafa verið beðnir aðsjá um, að börn séu ekki að leik á sköflunum, þar sem þau gætu náð að snerta linurnar. lokið fyrr en um fimm-leytið á þriðjudagsmorgni, eða eftir tiu klukkustunda vinnu. Þá fengum við þær fréttir hjá Landhelgisgæzlunni i gær, að nú lægju sjö brezkir togarar i vari undir Grænuhlið, þrir á Isafirði, og f jórir á Dýrafirði, en veður er hið versta fyrir vestan land. Þá liggja fjórir þýzkir togarar i vari suðvestur af Reykjanesi og var veðurhæðin mikil hjá þeim i gær- dag, eða um tólf vindstig. „Aðförin að Reykvíkingum" Á timum vinstri stjórnar- innar kallaði borgarstjórinn i Reykjavik það „aðför að Reykvikingum”, er tekju- stofnalögunum var breytt til hagræðis fyrir s v eita r- félögin. Var sú ,,aðför” uppistaða i mörgum út- siðufréttum Mbl., og gott ef ekki var h a 1 d i n n Varðarfundur til að fjalla um „aðförina að Reykvlkingum”. Siðan er mikið vatn runnið til sjávar, og talsverð reynsla fengizt af tekjustofnalögunum og hvaða áhrif þau hafa haft fyrir fjárhag Reykjavíkur- borgar. M.a. gerði Guðmund- ur G. Þórarinsson þennan þátt að umræðuefni, er fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar var afgreidd nýlega. Benti Guðmundur á með skýrum rökum hve tiihæfulaus mál- flutningur Sjálfstæðismanna hefði verið. I ljós hefði nefni- iega komið, að fjármuna- myndun Reykjavikurborgar heföi aldrei verið meiri en undir gildandi tekjustofnslög- um. Aldrei meira fé til framkvæmda t framhaidi af þvi sagði Guðmundur, að einfaldast væri að gera samanburð milli ára. Siðustu ár viðreisnar- stjórnarinnar, þ.e. 1969-’71 var fjármunamyndun borgar- sjóðs og fyrirtækja borgarinn- ar 2,1-2,2 miiljarðir króna ár- lega. En árið 1972 fyrsta árið, sem nýju tekjustofnalögin verkuðu, brá svo við, að fjármunamyndunin jókst i 3 milljarða króna og 1973 i 3,6 milljarða króna. Sagði Guðmundur, að þessi samanburður væri e.t.v. ekki einhlitur, en það, sem sannaði réttmæti hans væri það, að prósentulega hefði aldrei ver- ið varið jafnmikiu fjármagni til verklegra framkvæmda á vegum Reykjavikurborgar en á þessum árum. Skyldur embættismanna Tilefni þess, að Guðmundur vakti athygli á þessu við af- grciðslu siðustu fjárhags- áætiunar, var fullyrðing borgarhagfræðings um það, að nýju tekjustofnalögin hefðu skorið Reykjavikurborg þröngan stakk. Út af þvi sagöi Guðmundur G. Þórarinsson: „A sama tima kemur borgarhagfræðingur meö þennan sultarsöng ihaldsins, sem sunginn var hvað eftir annað I tið vinstri stjórnarinn- ar, að þetta sé aðför að Reykjavik, það hafi átt að knésetja Reykjavik með þess- um tekjustofnalögum. Mér finnst, að við eigum heimtingu á þvi, að embættismenn, sem slikar ritgerðir skrifa, athugi betur hvað þeir eru að gera. Þeir eiga að gera þessar töfl- ur og vinna þær samvizku- samlega, en eiga ekki að vinna sem kosningastjórar hjá ihaldinu”. a.þ. Gallharðir að halda öllu í horfinu Ófært er á Þórshöfn og i ná- Albert aðstoðar bát í nauðum: Voru 10 tíma að losa netatrossu úr skrúf- unni í versta veðri sérstakur segir Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi BH-Reykjavik. — Þrátt fyrir gifurlegt tjón, sem getur skipt hundruðum milljóna króna, i elds- voðanum á Reykja- vikurflugvelli i fyrra- kvöld, er engan bilbug að finna á Flugfélags- mönnum. Þeir voru önn- um kafnir við að koma starfseminni i samt lag aftur i allan gærdag, og svo staðráðnir i að halda i horfinu, að hefði veður ekki hamlað, hefði inn- anlandsflugið gengið fyrir sig, eins og ekkert hefði i skorizt. Við ræddum við Svein Sæ- mundsson, blaðafulltrúa Flug- félagsins, i gærkvöldi. Þá hafði verið erilsamur dagur á Flug- félaginu, og mörg vandamál leyst, enda þótt ekki verði gengið framhjá þeirri staðreynd, að tjón félagsins er mikið og tilfinnan- legt. — Það, sem varð eldinum að bráð, er fyrst og fremst bygg- ingarnar, og svo lagerinn eins og hann lagði sig, alls konar skjöl i sambandi við skipulag á skoðun flugvéla og svo auðvitað mikið af alls konar tækjum og verkfærum. — En miklu hefur samt verið bjargað? — Já, það var bjargað tveim flugvélum, Fokker Friendship og lítilli Piper Apache-vél, Rósinni, eins og hún er venjulega kölluð. Hún var i eigu Björns Pálssonar á sinni tið, og ég held að Flugfélag- ið eigi hana, ef það er ekki búið að selja hana. Þá var bjargað þrem mótorum, einum þotumótor, sem kostar um 50 milljónir, og tveim Fokker-mótorum. — Hversu hátt heldurðu að þetta tjón verði metið? — Það er alveg ómögulegt að segja um það ennþá, en hér er áreiðanlega um háar upphæðir að ræða, eins og sést bezt á þvi, að lagerinn er tryggður fyrir 300 milljónir. Ég veit ekki hversu hátt byggingarnar voru tryggðar, Reykjavikurflugvöllur átti skýlið og verkstæðisbygginguna, en Flugfélagið átti norðurbygging- una, eldhúsið, matstofu, skrif- stofu flugumsjónar og verkfræði- deildar, trésmiðaverkstæði og smágeymslur. — Nú fannst manni ganga kraftaverki næst, að eldurinn skyldi ekki breiðast frekar út. — Vissulega, en kraftaverkið I sambandi við þetta er það, að jafn djarft og vasklega og menn gengu - fram i björgunarstarfinu, þá skyldi þó enginn slasast eða far- ast. Það finnst mér ljósi punktur- inn i þessu. Það var virkilega djarft gengið fram við að bjarga undan eldinum, til dæmis úr skoðunardeildinni, sem gerir það að verkum, að flugvélarnar geta flogiðáfram. Við vitum nákvæm- lega, hvernig hver hlutur i hverri flugvél er á sig kominn, hversu langt hann á eftir til skoðunar og skipta. Það var afskaplega mikil- vægt, að þessi plögg skyldu bjargast. Þau voru I skoðunar- deildinni hjá Jóni Pálssyni, og Jón brauzt þarna inn um glugga og rétti plöggin út. — Hvar verður skoðunardeild- inni komið fyrir? — Henni hefur þegar verið komið fyrir uppi á fjórðu hæð i Bændahöllinni hjá okkur. Það var komið með allar bækur og skrár þangað, og við þrengdum bara að okkur. Ætli það komi ekki þangað hátt I tuttugu manns, flugvirkjar, verkfræðingar og fleiri. — Svo að eftirlitið og skoðunin heldur áfram, eins og ekkert hafi i skorizt? — Ætli það ekki. Það hefur ver- ið unnið að þvi i dag að athuga, hvernig staðið verður að þessu. Það er búið að tala við Land- helgisgæzluna, og forstjóri henn- ar og starfsmenn tóku þvi mjög vel að aðstoða Flugfélagsmenn I þessum vanda, og ég býst við, aö þar fáist aðstaða til að komast I upphitað skýli með einhverjar skoðanir og sömuleiðis með ein- hverja varahluti. Þá bauð aðmirállinn á Keflavikurflugvelli Flugfélagsins alla þá aðstoð, sem hann gæti i té látið, og Flugmálastjórnin er búin að útvega pláss fyrir radlóverk- stæðið. — Það er liklega ekki margt verðmætt eftir i brunarústunum? — Það var nú verið að kanna rústirnar I dag, sérstaklega á verkstæðinu, til að vita, hvort nokkuð heillegt leyndist þar, en það var vist heldur litið. Eitthvað af handverkfærum. — Tefur þetta innanlandsflug- ið? — Nei, i gær var búið að kalla út farþega til Vestmannaeyja, en þá hvessti aftur, svo að við gátum ekki flogið. Það var allt tilbúið frá Flugfélagsins hendi. Veðrið setti okkur stólinn fyrir dyrnar. — Það er sem sé engan bilbug á ykkur að finna? — Menn eru alveg gallharðir að halda öllu i horfinu. Við erum með fjórar vélar i lagi, og þær eiga að duga fyrir þessa áætlun innanlands. Nú, það er enn ekki búið að taka ákvörðun um skoðanir á þotunum, verður gert á næstunni, og ekkert útlit fyrir annað en þær verði framkvæmd- ar hér. Það er þegar búið að setja i gang pöntun á varahlutum, og þeir eiga að koma næstu daga. Eldfim klæðning og ofsarok — skiptu sköpum í eldsvoðanum á Reykjavíkurflugvelli BH-Reykjavik. — Það verður ekki annað sagt en slökkvistarfið á Reykja- víkurflugvelli í fyrrakvöld hafi gengið furðu giftu- samlega# miðað við allar aðstæður. Ofsarok af norðri/ allt upp í 11 vind- stig, erfiðleikar við að fá nægjanlegt vatn til slökkvistarfsins, eldfim klæðning í byggingunum, sem eldurinn lék um, — allt hafði þetta sína miklu þýð- ingu í þessum stórbrotnu átökum. Við ræddum i gær við Guðmund Guðmundsson, slökkviliðsstjóra á Reykjavikurflugvelli, en yfir- stjórn slökkvistarfsins var I hans höndum, enda þótt hann minntist sérstaklega á góða samvinnu við Gunnar Sigurðsson, slökkviliðs- stjóra Slökkviliðs Reykjavikur. — Það var kl. 18:42, sem við fengum kvaðningu frá Flugfélag- inu um, að eldur væri laus. Okkar menn bregða strax við og fara á vettvang, og það skiftir engum togum, fjórum minútum siðar er búið að kalla út alla okkar menn og slökkvilið borgarinnar, alls rúmlega 80 manns. Þarna hafa verið, að ég held, átta bilar og dælur, og allt tiltækilegt lið. — Það er vallarslökkviliðið, sem byrjár slökkvistarfið? — Já, við tengjum við bruna- hanann, sem er milli skýlisins og afgreiðslunnar, en vatnið þaðan kemur úr Skerjafirði, og er af- skaplega lélegt vatn. Þegar Slökkvilið Reykjavikur kemur, Frh. á bls. 15 Austurgafi flugskýiisins. Lengst tii hægri er noröurbyggingin, en úr henni var m.a. bjargað skoöunar- plöggunum. Út um gættina, sem sést undir hrundu þakinu var flugvéiunum bjargaö. Timamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.