Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Mi&vikudagur 15. janúar 1975. ....... iii. i ■ Silfurplata og fölsk drottning Brezka hljómsveitin The Queen (Drottningin) fékk ekki alls fyrir löngu silfurplötuna fyrir eitt af lögum sinum. Þar sem hljómsveitin ber svo virðulegt nafn, þótti sjálfsagt, að verö- launaafhendingin færi virðulega fram. Sú hugmynd skaut upp kollinum, aö drottningin afhenti hljómsveitinni silfurplötuna, en ekki þótti llklegt að hún fengist til þess, og var málið þvi aldrei ★ borið undfr hana. 1 hennar stað var frú Janette Charles fengin til að afhenda plötuna. Frúin er nauðalik Ellsabetu II I sjón, nánast tvlfari hennar, og gerir hún sér far um að likjast drottn- ingunni sem mest I framkomu og klæðaburði. A myndinni sést frú Charles með hljómsveitinni Drottningunni og silfurplötunni, og sem sjá má, er þetta hin viröulegasta athöfn. ★ yv „Gefið gaum að börnunum í umferðinni" Samgöngumálaráðherra I Norður-RInarlöndum og West- falen, Vestur-Þýzkalandi, Horst-Ludwig Riemer, langar mikið til að fækka umferöar- slysum á börnum I slnu um- dæmi, sem er hvað þéttbýlast I öllu landinu. Þetta eru mestu iðnaðarhéruð landsins. „Gefiö gaum að börnunum I umferð- inni” stendur á nýjustu vegaskiltum hans. Þessi skilti eru sett niöur við vegi I nágrenni við skóla og leikvelli. Vegfar- endur eru minntir á að börn eru óörugg og geta hæglega gleymt brúninni milli gangbrautar og akbrautar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.