Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 15. janúar 1975. Miðvikudagur 15. janúar 1975. TÍMINN 9 Við trúum ekki á kraftaverk — en það gerðist þó ' U- '■ ' 1 hún. Hún er fullkomlega róleg. Á morgun mun henni ganga enn betur i skólanum. Hún mun geta lesið betur en daginn áður.... Ida er tólf ára og orðblind. Það er ekki hægt að sjá þennan ágalla á henni, en hún þjáist vegna hans hvern einasta dag. Það, að vera orðblindur, er að geta ekki lesið bók eða blað. Það er, að geta ekki stafað allra einfaldasta orð. Það er erfiðara en orð fá lýst að vera oröblindur og þurfa að ganga i skóla, og oft er litið á hinn orð- blinda sem heimskinga. — Þangað til um siðustu jól (1973) var skólinn hreinasta martröð fyrir Idu, segir móðir hennar Lis Westh-Jensen. Það leiö varla sá dagur, að hún kæmi ekki grátandi heim úr skólanum. Vandamál Idu náðu til allrar fjöl- skyldunnar. Við reyndum á allan hátt að hjálpa henni. Sér- kennslan, sem hún fékk i skólanum bætti þó ekki úr fyrir henni. Það er fyrst nú, þökk sé hljóðmeðferðinni, sem hún hefur gengizt undir hjá náttúrulækn- inum, sem eitthvað jákvætt er farið að sýna sig. Henni gengur betur og betur með hverjum deginum sem liður, og nú um jólin (1974) er reiknað með að hún hafi náð sér fullkomlega. Þá á hún að vera farin að skrifa og lesa eðli- lega... Lis Westh-Jensen heyrði fyrst um Axel og Johana Michaelsen, náttúrulæknana i Nastved, þegar hún las grein um þau I dönsku vikublaði. Þar var sagt frá þvi, að þau tækju m.a. orðblind börn til meðferðar. Þear Lis las greinina trúði hún þvi varla að það, sem þarna stóð, gæti verið rétt. Þetta var allt of ótrúlegt. — Þetta liktist mest skottu- lækningum, segir Lis. — Mér finnst það reyndar ennþá, en það skiptir ekki máli. Aðalatriðið er, að aðferðin hjálpaði Idu. Það hefur hún svo sannarlega gert. Allir sjá það, sem hafa athugað málið. Lækningin hefur meira að segja tekizt svo vel, að i haust gat Ida farið i venjulegan bekk, en hafði áður þurft að vera i hjálparbekk i skólanum. Ida gekkst undir meðferð hjá Ingeborg Ankerbyesmigreni- sjúkrahúsinu i Kaupmannahöfn. — Við tökum bæði við migreni- sjúklingum, taugasjúklingum og svo þeim, sem væta rúmið, segir Johnna Michaelsen. En um þessar mundir eru þó flestir sjúklingar okkar orðblind börn. Viö höfum náð mjög góðum árangri með þau. Frá þvi við opnuðum þetta sjúkrahús höfum við tekið á móti hundruðum orð- blindra barna, og flest hafa þau læknazt fullkomnlega. Það eru þó til einstaka börn, sem ekki eru móttækileg fyrir hljóðmeð- ferðinni, en það eru hreinar undantekningar. Hljóðmeðferðin byggist á þeirri kenningu, að hljóðið — likt og taugakerfið — fylgi vissum leiðum um likamann. Við rann- sókn, sem gerist á þann hátt, að náttúrulæknirinn slær tónkvisl i hönd sér og leggur hana siðan á mismunandi staði á höfði sjúkl- ingsins getur hann með þvi fundið, hvort barnið er heilbrigt eða ekki. Ef sjúklingurinn heyrir hljóðið deyja út hinum megin i höfðinu, er hann heilbrigður, en það finnur ekki barn með orð- blindu eða migrenisjúklingur. Ida kom i fyrstu meðferð um jólin fyrir einu ári. Tvisvar sinnum i viku fór hún með móður sinni til Nastved til þess að hlusta þar I tiu minútur á segulbands- upptöku eða hljómplötu sem á voru sérkennileg svokölluð sinus- hljóð. — Þetta var ekki sársaukafullt, en ég varð mjög þreytt og leið af þessu, en sú tilfinning er horfin núna. Nú finnst mér ég aðeins veröa róleg og ég finn til vel- liðunar um allan likamann. Menn vita ekki, hvað i raun og veru gerist i höfði Idu, þegar hún hlustar á þessi hljóð, en greinilegt er, að eitthvað gerist. Strax Lis, móðir Idu segir: Mér finnst þetta Ilkast skottulækningum, en kraftaverkið hefur gerzt, það er staðreynd. Aðferðin, sem hjálpaði Idu, hefur einnig verið notuð með góðum árangri við migrenisjúklinga og tauga veiklað fólk. Á hverju kvöldi, þegarldaWesth-Jensen i Lyngby i Danmörku er komin upp i rúmið sitt, kveikir hún á plötu- spilaranum sinum, og setur heyrnartækin á höfuðið. Siðan hlustar hún á hin undarlegustu hlióð i tiu minútur. Hljóðin eru há og lág, skær og dimm, og ósam- hljóma. Þegar hún er búin að hlusta á það, sem á bandinu er, sofnar þegar hún hafði farið sex til átta sinnum I þessa meðferð mátti sjá, að hún fór að lesa og skrifa betur heldur en hún hafði gert áður. — Barn, sem þjáist af orð- blindu, er oft mjög spennt á taugum, segir Johnna Michaelsen. Oftast eru heima- verkefnin lesin upphátt fyrir þau, og þau verða að einbeita sér að þvi að muna allt, sem þau hafa heyrt fram á næsta dag. Þar af leiðandi er ekki óalgengt, að börn með orðblindu hafi mjög gott minni. Þegar þau hafa fengið hljóðmeðferðina verða þau bæði rólegri og I andlegu jafnvægi. Við erum vön að halda þvi fram að breytingarnar fari að koma i ljós Frh. á bls. 15 Ida Westh-Jensen 12 dra og með orðblindi p. Skólinn var fyrir að hún hreinasta martröð — því Ida gat ekki lært að lesa þrdtt yrði aðnjótandi sérkennslu og sérstakrar aðstoðar allra Foreldrar Idu leituðu til ndttúrulækna, og Ida gekkst undir hljóðmeðferð r 1 dag getur hún lesið, en í upphaf i voru foreldrarnir fullir efasemda Hafsteinn Snæland Sólheimum, Vogum: FISKUR UNDIR ALÞJÓÐLEGU KVENNAÁRI .. .. •», _ ______________________V ____-____ Undanfarnar vikur hefur tals- vert verið rætt um svokallaða menningarneyzlu — (hvaðan i greflinum, sem það orð er nú til- komið) — fólksins i dreifbýlinu, og þá ekki sizt i hinum mörgu sjávarþorpum landsins. Það, sem öllu þessu fjaðrafoki veldur, er, að þvi er mér skilst, mynd nokkur, sem tveir ungir menn gerðu, og sýnd var i sjón- varpinu. Nánar tiltekið var myndin gerð I Grindavik, og átti að lýsa daglegu lifi og starfi fólks i sjávarþorpi, hvar sem væri á Islandi. Núer þaðsvo, aðbezt er að segja hverja sögu eins og hún gengur, og þvi ætla ég að viður- kenna það, að ég sá ekki þessa umræddu mynd, og mun enda ekki gera neina tilraun til að skil- greina hana frá listrænu sjónar- miði. En það, sem ég hnýt um i sambandi við umræður manna um tittnefnda mynd, er sú skoðun, eða réttar sagt sann- færing höfunda myndarinnar, að fólk á þessum stöðum, njóti ekki, ýmissa hluta vegna, listar, á við Ibúa þéttbýlisins þ.e.a.s. Reykjavikur. Þá skýtur upp þeirri hugsun: hvað er list? Nú á dögum er svo komið, að nánast allur fjárinn er talinn til lista. Þvi nær allt, sem manns- hönd, eða hugur, geta skapað er kallað listaverk, svo framarlega sem þessi verk megna að vekja fólki einhvers konar tilfinningar, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða ánægju og gleði, eða þá viðbjóð og ótta, jafnvel þung- lyndi og sorg. Yfir landið hella sér herskarar listamanna: málarar, skáld, rithöfundar, myndhöggv- arar og leikritahöfundar, ausandi út listaverkum yfir blásaklaust fólk, sem flest hefur ekki minnsta áhuga á að verða fyrir þessum ósköpum. Siðan koma svo þessir ágætu myndhöfundar, og furða sig á menningarneyzluleysi (af- sakið orðið) dreifbýlisbúa. Þar sem ég hef sjálfur átt þvi láni að fagna s.l. 20 ár að vera einn af þessum menningarsnauðu dreifbýlingum, langar mig að leggja hér orð i belg. Bezt er þá að skýra út i stuttu máli eina aðalástæðuna fyrir litlum áhuga fólks i dreifbýlinu á þvi að kalla yfir sig þessa svo- kölluðu listmenningu. Um nokkurra ára skeið höfum viö haft sjónvarp á flestum heimilum landsins. Þar eru að jafnaði kynntar þær málverka- sýningar sem á dagskrá eru hverju sinni á höfuðborgar- svæðinu. Sama er að segja um höggmyndasýningar og fleiri list- viöburði. A allflestum heimilum er einnig til útvarp, og ekkert skortir á, að þar séu kynnt þau andans verk, sem á boðstólum eru, leikverk, ritverk og tónverk. Þaö þarf þvi ekki að _ ganga að þvi gruflandi, að dreifbýlisfólkið veit ágæta vel um tilveru þess- arar listar. En þá kemur hinn sári sannleikur: Það kærir sig ein- faldlega ekkert um að fá að njóta hennar. Og þá vaknar spurn- ingin: Hvers vegna ekki? — Þvi er fljótsvarað. Flest af þvi, sem á borð er borið i þessum efnum, er svo þungt, formelt og hrútleiðin- legt, að venjulegt, eðlilegt, vinnandi fólk telur fritimum sinum betur varið til annars en að horfa eða hlusta á sllkt. Þar að auki á þetta fólk sina eigin menningu, og sina eigin list, sem það iðkar og nýtur i rikum mæli, þó að fákænir þéttbýlis- drengir hafi ef til vill ekki komið auga á það atriði. Það væri þvi ekki úr yegi að benda á dæmi til skýringar. Við dreifbýlingar myndum t.d. telja snöggt um betra listaverk veí uppborinn heygalta á túni hjá góðum bónda eða snilldarlega upphlaðinn saltfiskstakk hjá verkamanni i fiskverkun, heldur en ræfilslegt heyfang, sett upp af fiflskap á sýningu, eða hrúgu af franskbrauðum, einnig á sýningu — hvorutveggja i nafni þeirrar listar sem myndhöfundar- nir tveir mega nú vart vanti halda yfir, að við skulum ekki fá að njóta. Nei, góðir hálsar — Við deifbýlingar höfum daglega fyrir augum fleiri mál- og höggmynda- verk, en nöfnum tjáir að nefna, — listaverk vinnunnar. En — eins og við skiljum ekki mörg lista- verk þessara ungu þéttbýlinga, eins skulum við ekki ætlast til, að þeir skilji okkar. Ég ætla mér þó ekki að halda þvi fram, að ekki finnist á þessum sviðum listamenn, sem höfða til okkar allra, en þeir eru þvi miður svo fáir, að það tekur varla að blanda þeim hér inn i umræður- nar. Og þá er það menningin á sviði ritlistar og tónlistar. 1 flestum þorpum á íslandi ef ekki öllum, eru starfandi margs konar félög. Má þar nefna kven- félög, ungmennafélög, klúbba ýmis konar, leikfélög, ofl. o.fl. 011, og ég vil undirstrika það sér- staklega, öll þessi félög vinna að einhvers konar menningarstarf- semi. Kvenfélögin eru að vissu leiti i sérflokki, þar sem þeirra verksvið er einkum helgað konum, en þó er það svo, að þegar upp er staðið, þá njóta lik- lega fleiri starfsemi þeirra en nokkurra annarra félaga. En nóg um það. Fyrrtalin félög eru um allt land, allan ársins hring, önnum kafin við að veita alls kyns menningarstraumum á fjörur félaga sinna og gesta þeirra. Og það, sem meira er um vert — þetta er sú tegund menningar, sem vel er þegin af þvi fólki, sem á að njóta hennar. Og gaman hefði ég af að lita þann dag, þegar Reykvikingar gætu sýnt leikrit með rumlega átta þúsund manna þáiítöku, en það samsvarar þvi að Leikklúbbur Laxdæla sýndi fyrir nokkru 2 reikrit samtimis með þátttöku u.þ.b. 40 manns, en ibúar hreppsins eru um fjögur hundruð. Og það sem kannske er mest um vert — fólk kom á þessar sýningar og til að njóta þeirra, og fór ánægt heim aftur. Snúum okkur þá að tónlistinni. Varla mun það byggt ból til á landinu, að ekki fyrirfinnist þar kór. Þetta eru alls konar kórar, viðast er kirkjukór viðkomandi staðar aðalundirstaðan. Þessir kórar eru flestir samansettir af fólki með litla sem enga tón- menntun — bændum, sjó- mönnum, verkamönnum, o.s.frv. Stjórnendur flestra þessara kóra eru einnig litt eða ekki menntaðir á sviði þeirrar tónlistar, sem dag- lega berst til eyrna okkar á öldum ljósvakans, og nefnd er þvó voða- lega nafni synfoný — en þó eru þeir flestir það vel menntaðir — eða sjálfmenntaðir — að þeim hefur tekizt að gera úr þessum óþjálfuðu röddum þann kór, sem við dreifbýlingar kunnum vel að meta, og hlýðum á okkur til ánægju. Hvort er það nú meira listaverk — að ná fram góðum árangri hjá hópi fólks, sem flest hefur fengið nokkra tilsögn i söngmennt, með lærðan stjórn- anda við stýrið, eða að ná fram allsæmilegum árangri, þ.e.a.s. að fá góðar undirtektir hjá áheyr- endum, hjá hópi fólks, sem enga undirstöðumenntun hefur hlotið i söng, og stjórnandi allt að þvi sjálfmenntaður? Dæmi nú hver sem vill. Ég vil geta þess, að ég átti aðild að þvi að fá hluta af Sinfoniu- hljómsveit Islands til að leika á ýmsum stöðum úti á landi fyrir nokkru undir kjörorðinu List um landið. En þrátt fyrir frábæran leik, og mjög svo aðgengilegt pró- gramm, létu áheyrendur á sér standa. Það var samdóma álit mitt, og þeirra þátttakenda þess- arar ferðar, sem ég hafði sam- band við, að aðeins nafnið Sinfoniuhljómsveit hefði orðið til að stórspilla aðsókn. Og enn segi ég: Dæmi nú hver sem vill. Lokaorð min um menningar- neyzlu (afsakið enn á ný þetta orðskripi) — dreifbýlinga verða þvi það, að aðeins það er list, sem fólkið vill sjá og heyra. Að ætla að troða upp á fólk einhverri er- lendri hermilist, hvort sem hún heitir abstrakt absúrð eða abnormal og ætlast til að hinn venjulegi maður taki henni fagn- andi, það tekst aldrei. Fólk i dreifbýlinu, sem vinnur 10 til 16 klukkustundir á sólarhring. til þess meðal annars, að þétt- býlingar hafi tima og peninga til að stunda sina menningarneyzlu, það biður um list, sem það skilur — list, sem þvi finnst, falleg — list, sem þvi finnst skemmtileg — og frábiður sér afskiptasemi og aðfinnslur þeirra, sem ekki hafði annað við timann að gera. en að láta sér leiðast. Þvi oss dreif- býlingum leiðist eiginlega aldrei. Það er aðeins, þegar við verðum fyrir óvæntum árásum fávisra þéttbýlinga, að okkur leiðist. Það ersama,hvortþeir hafa ætlað sér það visvitandi að hvekkja okkur eða ekki, okkur leiðist það samt. Og snúum okkur þá að hinu málefninu, sem eins og' það fyrr- nefnda hefur allmjög verið til umræðu undanfarið. Það er hið alþjóðlega kvennaár. ( Þið fyrirgefið, þó að það risi á manni þessi fáu hár, sem eftir eru, við að heyra nafngiftina). Fyrir nokkrum kvöldum komu fram i sjónvarpinu maður nokkur og kona, (ég þori nú varla að segja kona, þvi ég veit ekki nema að það kosti meiðyrðamál), ásamt stjórnanda. Meðal annars sem þar kom fram, var að annar aðilinn taldi, að ekki væru hér á landi næg dagvistunarheimili barna, til að konur gætu sinnt þeirri þörf sinni að vinna utan heimilis. Klykkti þessi persóna út meö þvi að lýsa þvi yfir, að þetta yrði baráttuár, og þá væntanlega I og með fyrir þvi, að úr þessari brýnu þörf yrði bætt. Manneskja, sú, er hér mælti hin spaklegu orð, er m.a. þekkt fyrir þátttöku sina i samtökum svokallaðra rauð- sokka, og ætla ég mér ekki að áfellast hana fyrir það, þar sem ég geng alloft sjálfur i rauðum sokkum og finnst, að það komi mér einum við. En það er þetta með baráttuárið, sem vex mér dálitið i augum. Fyrir hverju ætl- ar manneskjan eiginlega að berj- ast? Ég veit ekki betur en hér á Islandi hafi konur nú þegar öðlazt full réttindi á við karla, og að sumu leyti meiri. Að visu skal ég fyllilega viðurkenna réttmæti baráttu kvenréttindakvenna og manna hér á landi undanfarna áratugi. En er nú ekki þolanlegt jafnvægi fundið? Eru ekki konur á þingi? Var ekki kona forseti bæjarstjórnar Reykjavikur? Eru ekki konur fullgildir meðlimir verkalýðsfélaga? Hafa ekki konur sömu laun fyrir sömu vinnu? Eru ekki konur taldar jafningjar karla á öllum sviðum þjóðlífsins? Ég veit ekki betur, a.m.k. er þvi svo farið um flesta þá menn, sem ég umgengst. 1 sambandi við þessar rauð- sokkur dettur mér I hug, hvort ekki sé hér um að ræða sama lög- málið og með deyjandi dýr. Að þessi hamagangur og læti þeirra rauðsokkanna séu f jörbrot gömlu kvenréttindahreyfingarinnar. Það hlýtur að vera voðalegt fyrir hugsjónamanneskjur að komast að þvi einn góðan veðurdag, að tilefni hugsjónanna sé ekki lengur til. Það er eins og að missa glæpinn. Mér dettur i hug kálfur, sem ég átti einu sinni. Hann var með eindæmum rólegur en þó að ölluleyti einsog kálfar eiga að sér að vera. Svo einn góðan veður- dag, var hann tekinn og skotinn. Og viti menn. Þar sem hann lá þarna steindauður, þá baulaði hann og bölvaði, sparkaði og endasentist fram og til baka, al- gjörlega út i hött. Þetta hefði hann auðvitað allt saman átt að gera á meðan hann enn var I fullu fjöri. Satt bezt að segja minna rauðsokkurnar mig oftlega á þennan blessaðan kálf. Þetta er hreyfing, sem er einu skoti of seint á ferðinni En vikjum þá aftur að þessari vöntun á dagvistunarheimilum, sem lá rauðsokkunni svo mjög á hjarta. Úr hverju var fjöglun þeirra ætlað að bæta? Jú — úr þörf húsmæðra til að vinna utan heimilis. En hve rik er sú þörf? Er ekki einmitt markvisst unnið að þvi af alls konar hreyfingum þ.á.m. hreyfingu rauðsokka, að telja konum trú um það, að hús- móðurstarfið sé svo lítilmótlegt, að nauðsynlegt sé fyrir þær að stökkva frá uppvaskinu og barna- öskrinu út I frelsið — út i atvinnu- lifið? Er þetta þá alveg út i hött? Nei — vissulega ekki. En það er ekki vegna þess að húsmóður- starfið sé ekki þess virði að annast það, siður en svo. Hitt er svo annað mál, að i okkar fá- menna þjóðfélagi veitir sannar- lega ekki af starfskrafti kvennanna. Og þá komum við aftur að dagvistunarheimilunum. Er þá ekki, eins og manneskjan sagði, full þörf fyrir þau? Og það er einmitt þar, sem hnifurinn stendur i kúnni. Ég tel einmitt þvert á móti, að hægt sé að leggja niður þau dag- vistunarheimili, sem nú eru a.m.k. flest, og fá þó konurnar út i atvinnulifið. En hvernig þá? Munu flestar spyrja. Jú — lausnin er i sjálfu sér auðveld, og ekki fólgin i öðru, en að snúa litillega til baka i þróuninni. Við þurfum jafnframt að leggja niður elli- heimili. Við þurfum ekki annað en að gera heimilin aftur að þvi at- hvarfi manneskjunnar, sem þau voru — og vandinn er leystur. Við sem nú búum I hundrað og tuttugu fermetra ibúðum, hljótum að eiga þar skot handa afa og ömmu, eða a.m.k. annað þeirra. Nú er ég ekki með þessu að segja að leggja skuli niður þær deildir elliheimilanna, sem annast fólk, sem komið er á þann aldur, eða er svo illa á sig komið, að það getur ekki annazt sinar daglegu þarfir. En það er á hinn bóginn sorgleg staðreynd, að elli- heimilin eru full af fólki, sem bæði getur — og vill hjálpa til á heimilum vandamanna sinna, einmitt þeim sömu heimilum, þar sem konan getur ekki unnið úti vegna skorts á dagvistunar- heimilum. Og ef við viljum hugsa svo langt aftur i timann — Man nokkur eftir þvi að hafa heyrt minnzt á unglingavandamál á þeim tima, sem ömmurnar og afarnir þóttu sjálfsögð á hverju Islenzku heimili? Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir hvern og einn á nýbyrjuðu alþjóðlegu kvennaári?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.