Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1975, Blaðsíða 11
Miövikudagur 15. janúar 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Hjálmar W. Hannesson Jón Sigurðsson p)||pnl|| 1 UTANRÍKISAAÁL 3 1 fyrstu yfirlitsgrein var nokkuð f jallað um utanrikismál almennt. I annarri grein var landhelgismálið athugað sér- staklega. Nú verður vikið litil- lega að helzta deiluatriðinu i utanrikisstefnu þjóðarinnar undanfarna áratugi, hermálinu. Það skal itrekað, að aðildin að Atlantshafsbandalaginu og dvöl bandariska hersins hér á landi eru tvö aðskilin mál. Með þvi að láta herinn fara, værum við alls ekki að segja okkur úr Nato, enda ljóst, að mikill meirihluti þjóöarinnar er hlynntur áfram- haldandi þátttöku i þessum varnarsamtökum vestrænna þjóða. Þau samtök settu sér ákveðin markmið i upphafi 1949, og má segja, að þeim hafi þau náð. Hin ákveðna stefna Nato hefur heft útþenslu Sovétrikj- anna frá árinu 1949. Það er söguleg staðreynd. Hinu má svo ekki gleyma, að hin mjög svo bætta sambúð risaveldanna tveggja undanfarin ár hlýtur að kref jast endurmats á þvi, hvort hér skuli hafður her, sem hingað kom á timum kalda striðsins svonefnda, þegar oft munaði litlu að strið milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna skylli á. Lega landsins og eðli varnarstöðvarinnar Þrátt fyrir mjög miklar breytingar i hernaðartækni frá 1949, er lega Islands á N,- Atlantshafi enn mikilvæg frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þá er fyrst og fremst átt við eftirlitiö, sem héðan er hægt að halda uppi um ferðir hér á norður- slóðum. Eðli varnarstöðvarinnar I Keflavik er nú orðið annað en það var i byrjun. Þar var fram til ársins 1961 herlið, sem var vel búið vopnum og hefði að likindum getað varið ísland þann stutta tima, sem til þurfti, þar til viðbótarlið bærist. Nú hefur herinn hér hinsvegar eftirlitshlutverk i raun, og ekkert annað. Hlutverk hans er að fylgjast með ferðum i, á og yfir N.-Atlantshafi. Það eftirlit telur sá, er þetta ritar, ótvirætt að megi halda uppi án hersins. Stefnan milli öfganna Einn helzti sérfræðingur Noregs i öryggismálum, Johan Jörgen Holst, sagði i viðtali við fréttamann islenzka rikisút- varpsins hinn 4.2. 1974, að það væru fleiri góðir kostir til fyrir Island en aðeins já og nei gagn- vart herstöðinni i Keflavik. Það eru sannindi, sem Sjálfstæðis- flokkur annars vegar og Alþýðubandalag hins vegar vilja alls ekki að verði þjóðinni ljós. Það er þessum flokkum i hag að halda uppi öfgafullum málflutningi, þar sem aðeins hluti málanna er skoðaður. Það er einmitt stefnan milli öfganna, sem Framsóknar- flokkurinn berst fyrir i hermál- inu. Hann vill áframhaldandi þátttöku i Atlantshafsbandalag- inu að óbreyttum aðstæðum, hann vill herlaust Island á friðartimum og telur nú friðvænlegra i okkar heimshluta en nokkru sinna frá strlðslokum Hann vill að islenzka þjóðin leggi sinn skerf til sameigin- legra þarfa Nato með þvi að koma nýskipan á eftirlitið héðan frá íslandi (sbr. t.d. tillögur Einars Agústssonar i „vinstri” stjórninni). Þess vegna beitti hann sér fyrir þvi, að inn i málefnasamning rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar var sett ákvæði um að herinn færi á kjörtimabilinu. Landhelgismálið var „for- gangsmál” i utanrikisstefnu „vinstri” stjórnarinnar. Dróst þvi úr hömlu, að hermálið væri tekið föstum tökum. Er umræðugrundvöllurinn varð loks til, var það of seint. Hópar á borð við „varið land” og „þjóð- viljaklikuna” sáu sér akk i þvi að halda aðeins einhliða mál- flutningi uppi, i stað þess að málið væri leyst á skynsamleg- an hátt, þannig að það hætti að skipta þjóðinni i andstæðar fylkingar. Það var sérstaklega óheppilegt fyrir Framsóknar- fiokkinn. Hann fékk eigi þá fylgisaukningu, sem stjórnar- forysta og störf almennt i „vinstri” stjórn gáfu tilefni til, vegna þeirrar hræðslu, sem öfgahópunum tókst að magna upp. Það mun koma i ljós, að þetta var andstætt þjóðarhags- munum okkar. Kosningaúrslitin nú i sumar voru jafntefli, svo sem kunnugt er. Sameiginlegur óvilji Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags gerði það að verkum, að ný „vinstri” stjórn varð ekki mynduð. Þeir vildu ekki taka að sér ábyrgð á erfiðum tímum. Nýja stjórn varð að mynda til þess að taka efnahagsmálin föstum tökum. Það var lifshagsmunamál. Hermálið var ekki slikt lifshagsmunamál sem efnahagsvandamálin. Varð þvi að slá verulega af i stefnu Framsóknarflokksins i hermálinu i samstjórn hans og Sjálfstæðisflokksins. Fram- sóknarflokkurinn sýndi þar með ábyrgð sina i framkvæmd. Hann lét ekki ósveigjanlega afstöðu i einu máli koma i veg fyrir að ráðast mætti með festu aö helztu vandamálum rikisins. Nýtt samkomulag Sá áfangi, sem náðist nú nýlega milli Islands og Banda- rlkjanna er nokkur. Er þar efst á blaði fækkun i hernum, varn- arliðsmenn verði allir innan flugvallarsvæðisins og að- skilnaður varnarliðs og almennrar flugþjónustu. Gallar eru þó á gjöf Njarðar. Þar skal aðeins eitt talið til, en það er sú festing hersins hér á landi, sem hinar miklu byggingar- framkvæmdir Bandarikja- manna á vellinum hljóta að hafa I för með sér (sbr. 3. og 5. grein samkomulagsins og B.-liður bókunar). Ljóst er, að hermálið verður enn um hrið deiluefni meðal þjóðarinnar. Athugandi er, hvort ekki sé unnt að koma á þjóöaratkvæðagreiðslu um málið, sem fram færi eftir ræki- lega kynningu I fjölmiðlum. Stefna Framsóknarflokksins i hermálinu er óbreytt, eins og tekið var fram i 5. kafla stjórn- málayfirlýsingar siðasta flokksþings. Þar segir: Floksksþingið áréttar fyrri stefnu I öryggis- og varnarmál- um (Aðóbreyttum aðstæðum er rétt, að Islendingar séu aðilar að varnarsamtökum vestrænna þjóða, en minnt skal á þann Frh. á bls. 15 ÍSLENZK STEFNA OG ERLENDAR FLUGUR í stjórnmálum eins og á öðrum sviðum skipta gerðir og verk meginmáli. Hins vegar eru orð að sönnu til alls fyrst, og fátt er i reynd áhrifarikara en skörulegur málflutningur. í lýöræðisþjóðfélagi verður stjórnmálamönnum fyrst að takast að tala fólk á sitt band áður en þeim er falið umboð til framkvæmda. Iðulega á almenningur örðugt með að greina i stjórnmálaum- ræðum milli þess sem er skyn- samleg rök og hins sem er áróður einber. Veldur sá er á heldur — og er ekki grunlaust um að óhlutvandir aðiljar reyni á stundum að villa um fyrir fólki að þvi leyti. Áróður Áróður einkennist af þvi að mál eru gerð einfaldari en þau i rauninni eru. Hann miðast við aö telja fólki trú um að aðeins sé um tvo kosti að velja hverju sinni: hvitt eða svart. Hann miðar jafnframt að þvi að eigna andstæðingi verri tilgang og jafnvel minni mannkosti en efni standa til. Og hann felst ekki hvað sist i þvi að nota i sibylju ónákvæm orð sem slegið er fram og aftur og er ætlað þannig að hafa áhrif á hugarfar og afstööu fólksins. 1 þvi skyni er það gamall siður skillitilla áróðursmanna að rangtúlka orð og rugla merkingu þeirra. Vinstri þar — og vinstri hér Tvö slik orð eru hugtökin: hægri og vinstri. Þau eru upprunnin meðal Frakka, eru næstum tvö hundruð ára gömul i stjórnmálaumræðum og hafa alla tið falið i sér næsta loðna merkingu. Til að sýna fram á hve ónákvæm þau eru má nefna að.I Frakklandi sjálfu merkir „vinstri” oftast það að vera öfgafyllri en sjálfur Kommúnistaflokkur landsins, og var þetta orð þó jafnframt notað um samfylkingu „vinstri- aflanna” i siðustu forseta- kosningum þar. í Sviþjóð tekur þetta hugtak yfir hina rót- tækustu I Jafnaðarmanna- flokknum auk kommúnistanna, en Komm únistaflokkur Sviþjóðar hefur meira að segja gengið undir nafninu „Vinstri flokkurinn” opinberlega á siðari árum. Ef athugað er hins vegar hvernig Danir nota þetta ágæta orö verður allt annað uppi á teningnum, og er þess skemmst að minnast að forystuflokkur borgaralegra afla þar i landi heitir Vinstri flokkurinn og þykir Poul Hartling fremstur vinstrimanna meðal Dana, en miðflokkur milli Vinstriflokks- ins og Jafnaöarmanna I Dan- mörku heitir hvorki meira né minna en Róttækir vinstrimenn. Þætti vist mörgum Islendingi nóg um slikar nafngiftir á borgaralegum flokkum. Merking orösins „vinstri” meðal Islendinga miðaöist i byrjun viö danskar samsvaran- ir eins og eðlilegt má teljast, og Jónas frá Hriflu átti manna mestan þátt i þvi aö móta vinstristefnuna I isienzkum stjórnmálum. það kom til mála við stofnun Framsóknarflokksins að flokkurinn yröi kallaður „Vinstrimannaflokkurinn”, og Jónas frá Hriflu visaði oft til flokksins með þvi nafni sem kunnugt er. Og i þessari merkingu hefur orðið jafnan verið notað á Islandi siðan. Vissulega hefur merking þess jafnan verið nokkuð óljós — eins og ,,hægri”-hugtaksins lika —, en þó kastar fyrst tólfunum eftir að Alþýðubandalagsmenn fóru að reyna að ná einhverjum einkaeignarrétti á þvi, eins og sænskir kommúnistar höfðu áður gert. Nú eru Alþýðubanda- lagsmenn að visu i miklum vanda staddir þar sem gömlu orðin þeirra eru orðin snjáð og illaleikin og nafnaleitin áköf að sama skapi, en tilraunir Þjóð- viljans til að gefa orðinu „vinstri” sænska merkingu eru þó aðeins hugtakaruglingur i islensku máli og gerðar i venju- legum áróðurstilgangi. Það sem sker úr Hitt er annað mál að það eru um fram allt önnur málefni og önnur hugtök sem miklu meira er um vert i þjóðmálum en vinstri eða hægri. Það skiptir miklu meira máli hvort menn eru einstaklings- og auðhyggju- menn eða jafnaðar-, samvinnu- og félagshyggjumenn hvort menn eru þjóðræknismenn eða fylgja erlendum sjónarmiðum og leppstefnu i utanrikis- málum: hvort menn eru rikis- einokunarsinnar i anda sósia- lismans eða styðja frjálst þjóö- fél. og lýöræöi: hvort menn gangast upp i efnishyggju og lifsgæðakapphlaupi eða viröa trúarlega og siölega menningararfleifö og loks hvort menn vilja sundra kröft- um þjóðarinnar i áróðurskarp og flokkadráttu þegar mest liggur við eða vilja samstöðu og samstarfþegar vandi steðjar að þjóðinni. Trúir arfi og hlutverki Framsóknarmenn hafa meiri áhuga á gerðum en orðum. Þeir vilja standa við orð sin og hljóta dóm eftir gerðum sinum. Um fram allt vilja þeir stefna áfram en ekki i krókaleiðum til hvorrar handar, enda eru þeir kjölfestan i islenskum stjórn- málum eins og enn sannaðist á slðasta hausti. Þeir eru miöflokkur i þeim skilningi orðsins að þeir eru i senn andvigir auðhyggjunni og einnig rikiseinokunarstefnu sósialista, og að þeir vilja stuðla að þjóðlegri samstöðu um verk- efni og framfarir. En stefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið og verður vinstri- stefna samkvæmt þeirri merkingu sem það orð hefur hlotið i islensku máli, og Framsóknarmenn apa ekki er- lendar flugur heldur eru trúir arfi sinum og hlutverki. Það er þvi engin mótsögn i þvi falin að frjálslyndur umbótaflokkur þjóölegra félagshyggjumanna sé miðflokkur og vinstriflokkur. Slikt er alveg undir þvi komið frá hvaða sjónarhorni menn lita á málin. Hugtakabrengl úr erlendum tungumálum og annar orðhengilsháttur breyta engu um vinstristefnu Framsóknarflokksins i fortið. nútið eða framtið. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.