Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 30. janúar 1975. Fóstureyðingarfrumvarpið fyrir Alþingi í breyttri mynd: Breytingar gerðar í von um, að sem víðtækust samstaða náist — sagði Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráðherra 1 gær var til 1. umræOu i neðri deild Alþingis endurflutt frum- varp um fóstureyöingar, en þaö frumvarp var upphaflega flutt haustiö 1973, en dagaöi þá uppi i nefnd. Matthias Bjarnason hcil- brigöis málaráöherra fylgdi frumvarpinu úr hlaöi meö áorön- um breytingum, sem nefnd tveggja alþingismanna og eins embættismanns, haföi lagt til aö geröar yröu. Meginbreytingin er sú, aö þaö veröur ekki i valdi kon- unnar, hvort fóstureyöing veröur framkvæmd, eins og gert var ráö fyrir i fyrra frumvarpinu, heldur er gert ráö fyrir þvi, aö meö um- sókn konunnar fylgi álit tveggja lækna eöa læknis og féiagsráö- gjafa og fyrir hendi séu ákveönar forsendur til fóstureyöingar sem nánar veröur getiö um hér á eftir. Matthias Bjarnason heil- brigðismálaráðherra lagði áherzlu á það i ræðu sinni, að breytingarnar, sem gerðar hafa verið frá fyrra frumvarpinu, væru fyrst og fremst tilkomnar i von um, aö viðtæk samstaða næð- ist um afgreiðslu frumvarpsins á yfirstandandi þingi. Gat hann um gagnrýni þá, sem fram hefði komið á fyrra frumvarpið, og gerði m.a. grein fyrir áliti stjórn- ar Læknafélags tslands, sem m.a. lýsti sig andviga 9. greininni eins og hún var. Nokkrir þingmenn tóku til máls að lokinni ræðu heilbrigðismála- ráðherra, þ.á. m. fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Magnús Kjartansson. Lýsti Magnús sig andvigan breytingum, sem gerð- ar hafa verið á frumvarpinu, einkum 9. greininni. Einnig tóku til máls Sverrir Hermannsson (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Bjarnfriöur Leósdóttir (Ab). Hér á eftir fer úrdráttur úr ræðu Matthiasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra: „Frumvarp það til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn- lif og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir, sem lagt er hér fram, á sér nokk- uð langan aðdraganda. í marzmánuði árið 1970 skipaöi þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra Eggert Þor- steinsson, nefnd til að endurskoða lögin um fóstureyðingar, af- kynjanir og vananir, þ.e. lög nr. 38, 28. janúar 1935, um leiðbein- ingar fyrir konur um varnir gegn þvi að verða barnshafandi og um fóstureyðingar, og hins vegar lög Gunnar J. Friöriksson. Tekur sæti á Alþingi 1 gær tók sæti á Alþingi Gunnar J. Friðriksson iönrekandi i stað Ellerts B. Schram, sem verður fjarverandi á næstunni vegna opinberra erinda erlendis. Gunn- ar J. Friðriksson hefur ekki áður setið á þingi. nr. 16 frá 13. jan. 1938, um að heimila i viðeigandi tilfellum að- gerðir á fólki, er koma i veg fyrir að það auki kyn sitt. 1 nefndina voru skipaðir 3 lækn- ar, Pétur Jakobsson, prófessor, Tómas Helgason, prófessor, og Sigurður Samúelsson, prófessor. Tæpu ári siðar tók Guðrún Er- lendsdóttir, hæstaréttarlögmað- ur, sæti Sigurðar Samúelssonar i nefndinni, þar eð hann óskaði eft- ir að verða leystur undan starfi. Siðla árs 1971 tók Vilborg Harðar- dóttir, blaðamaður, sæti I nefnd- inni. Nefnd þessi hélt 24 fundi og skilaði af sér frumvarpi ásamt langri greinargerð. Var frum- varpið siðan lagt fyrir þing 19. nóv. 1973. Miklar deilur — ný nefnd skipuð Um frumvarpið sköpuðust miklar deilur bæði utan þings og innan. Eftir fyrstu umræðu var frumvarpinu visað til heilbrigðis- og trygginganefndar og er skemmst frá þvi að segja, að nefndarálit leitaldrei dagsins ljós og kom frumvarpið ekki til ann- arrar umræöu. Þann 1. nóvember 1974 skipaði ég svo nefnd til að undirbúa endurframlagningu frumvarps- ins. Nefndina skipuðu þeir Ingi- mar Sigurðsson, fulltrúi i heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Ellert Schram, alþingis- maður, og Halldór Asgrimsson, alþingismaður. Nefnd þessari var falið að endurskoða frumvarpið með tilliti til þeirra athugasemda og þeirrar gagnrýni, er fram hafði komið við upphaflega gerð frumvarpsins og gera tillögur um breytingar, þar sem höfð væri hliðsjón af tveimur meginatrið- um: 1 fyrsta lagi að nauðsynleg væri ný löggjöf, þar eð lögin frá 1935 og 1938 væru löngu úrelt og ófull- nægjandi, og i öðru lagi.að mögu- legt yrði að gera frumvarpið að lögum. //Fóstureyðing ávallt neyðarúrræöi" Breytingar þessar eru að min- um dómi i senn framkvæman- legri og réttlátari en áður. Aðal- breytingin er sú breyting, sem orðin er á 9. gr. hins upprunalega frumvarps. Samkvæmt þeirri grein skyldi fóstureyöing heimil, að ósk konu, ef engar læknis- fræöilegar ástæður mæltu á móti aðgeröinni og aðgeröin væri framkvæmd á fyrstu 12 vikum meðgöngutimans. Fóstureyðing var þvi heimil án nokkurra félagslegra eða læknisfræðilegra ástæöna, eða sem eins konar getnaöarvörn, er gripa mætti til, sýndist konu svo. Þetta braut mjög i bága viö álit nefndarinnar eins og það kom fram i greinar- geröinni með frumvarpinu, þvi þar segir orðrétt: „Nefndin litur svo á, að fóstureyðing sé alltaf neyðarúrræði vegna þess að um er að ræða læknisaðgerð, sem getur haft áhættu I för meö sér og krefst sérhæfðs starfsfólks og fullkomins útbúnaðar til sér- hæfðrar læknismeðferöar ef eitt- hvað ber út af.” Forsendurnar Or þessari þversögn hefur verið bætt i núverandi gerð frumvarps- ins. Fyrri kafli 9. greinar frum- varpsins hljóðar nú þannig: „Fóstureyðing er heimil: 1. Félagslegar ástæður: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu óbærileg vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Viö slikar aöstæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) Hafi konan aliö mörg börn meö stuttu millibili og skammt er liðið frá siöasta barnsburöi. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar, fátæktar eða alvar- legs heilsuleysis annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður.” Fóstureyðingin sjálf leysir engin félagsvandamál Um fyrstu setningu þessarar greinar er það að segja, að ef við álitum fóstureyðingu neyðarúr- ræði, hljótum við lika að álita að kona æski ekki fóstureyðingar nema hún sjálf áliti að tilkoma barns þess, er hún gengur með sé henni óbærileg á þeim tima, er hún fer fram á slika aðgerð. Hvort óbærilegt er að ala barn, sem ekki er álitið timabært, að áliti móður þess, föður eða beggja foreldra, fer oftast eftir þeirri að- stöðu.er móðir eða báðir foreldrar geta að eigin rammleik og með aðstoð þjóðfélagsins skapað þess- um nýja einstaklingi. Húsnæðis- skortur, lágar tekjur, skortur á dagvistun og annarri aðstoð við uppeldi hins nýja einstaklings, eru efalaust stundum ástæður þess, að barn er af foreldri eða foreldrum sinum talið óvelkomið i þennan heim. Þetta eru ástæður, sem oftast má bæta úr á einn eða annan hátt af hálfu þjóðfélagsins. Fóstureyðingin sjálf leysir engin félagsleg vandamál, en það skal játað að hún gerir þjóðfélaginu kleift að lita fram hjá félagsleg- um vandamálum eins og t.d. hús- næðisskorti og fátækt. Það er mitt álit, að með aukinni aðstoð, bæði við ógiftar sem gift- ar mæður, bæöi hvað snertir hús- næöi og aðstoð almannatrygginga svo og auknu dagvistunarrými geti þjóðfélagiö komiö i veg fyrir, að barn, sem talið er ótimabært og óvelkomið við fyrstu athugun, verði móöur sinni óbærilegt. Auknar skyldur á herðar þjóðfélagsins Þaö er þvi mitt álit að breyting sú, er orðin er á frumvarpinu hljóti að leggja auknar skyldur á heröar þjóðfélagsins. Um a lið þessarar greinar, þ.e. „hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liöið frá síöasta barnsburði” er það að segja, að hæfilegt bil milli barns- fæðinga er almennt talið til bóta bæði fyrir heilsu móður og barns. Að ganga með barn er andlegt, likamlegt og tilfinningalegt álag fyrir móður, og sá timi, sem liöur milli fæðinga, er þvi sá timi sem á að nýta til að byggja upp andlega og likamlega krafta hennar. önn- ur rök þarf naumast að hafa fyrir þessum lið 9. greinar. Annar liöur þessarar greinar, „eigi konan við að búa bágar heimilisástæöur vegna ómegðar, fátæktar eða alvarlegs heilsu- leysis annarra á heimilinu”, endurspeglar betur en flest annað þaö, sem minnzt var á hér á und- an. Skortur á upplýsingum um getnaöarvarnir, i okkar annars á margan hátt frjálslynda þjóð- félagi, er orsök margra ótima- bærra fæðinga. Or þessu verður þjóðfélagið að bæta, og þetta frumvarp er stórt skref til úrbóta á þessu sviði. Fátækt og heilsu- leysi eru ástæður, sem þjóðfélag- ið getur bætt á margan hátt, t.d. með aukinni aðstoð við láglauna- fólk og barnmargar fjölskyldur, svo og með auknum bótum al- mannatrygginga. En þvi miður er ekki hægt að gera allt samtimis og þvi verður fóstureyðingarlöggjöf á Islandi að viðurkenna að slikar ástæður séu fyrir hendi i okkar þjóðfélagi. Um þriðja lið þessarar greinar, þ.e. „þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis ann- ast barnið á fullnægjandi hátt”, þarf ekki að fara mörgum orðum. Stóraukin kynferðisfræðsla i skól- um, sem þvi miður er nú af mjög skornum skammti, getur dregið stórlega úr fóstureyðingum, sem gerðar væru af þessari ástæðu. Að neyða börn til þess að eiga börn, sem þau aldrei geta annazt og eyðileggja þannig bæði æsku móöurinnar og barnsins er bæði ómannúðlegt og lýsir skorti á skilningi á þeim kröfum, sem við gerum til uppeldis og lifsskilyrða barna okkar. Siðasti liður þessa kafla 9. greinar, þ.e. annarra ástæðna séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindaraðstæður, á að veita lögunum nauðsynlegt svigrúm til þess aö hægt sé að taka til greina sérstakar ástæður, sem alltaf geta verið fyrir hendi og ekki eru taldar hér upp. Um læknisfræðilegar ástæður i 2. lið 9. greinar ætla ég svo ekki að fjölyrða. Þær eru öllum svo auð- skildar, að um þær þarf naumast að ræða hér. Ráðgjöf og fræðsla mikilvægust Ég hef fjölyrt nokkuð um breytingar á 9. gr. frumvarpsins vegna þess hve um hana spunnust miklar deilur á siðasta þingi. Ef dæma mætti eftir umræðum mætti halda að grein þessi væri sú i frumvarpinu er mestum sköpum skipti. Ég er mjög mótfallinn þessari skoðun, þar eð ég tel fyrsta kafla frumvarpsins þar sem fjallað er um ráðgjöf og fræðslu þann almikilvægasta. Með þeim kafla er þaö gert að skyldu samkvæmt lögum að láta i té fræðslu um kynlif og getnaðar- Staða lóna- sjóða iðnað- arins Lögð hefur verið fram i sam- einuðu þingi fyrirspurn frá Heimi Hanessyni (F) um stöðu lána- sjóðs iðnaðarins og hugsanlega sameiningu þeirra eða samræm- ingu starfa þeirra. Fyrirspurnin, sem er i þremur liðum, er svohljóðandi: 1. Hvernig hefur verið háttað ráð- stöfun fjármagns þessara sjóða á s.l. tveimur árum, annars vegar gagnvart útflutningsiðn- aði og hins vegar iðnaði fyrir heimamarkað? 2. Hvert er hlutfall lána og/eöa styrkja þessara sjóða, annars vegar að þvi er varðar fjárfest- ingu tengda iðnrekstri og hins vegar i beinu sambandi við út- flutnings- og markaðsmál? 3. Er ekki timabært að sameina alla eða hluta þessara sjóða og efla starfsemi þeirra með sam- ræmdum aðgerðum? varnir jafnt fyrir unga sem full- orðna. Eina breytingin, sem gerð er á þessum veigamikla kafla frá fyrra frumvarpinu er sú, að nú er kveðið á um hvaða aðilar skulu hafa með höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slikrar fræðslu, en það eru land- læknir og skólayfirlæknir. Getur sú breyting varla verið nema til bóta. 1 öðrum kafla frumvarpsins eru nú gerðar meiri kröfur til um- sókna um fóstureyðingar en áður var. Nú er gert ráð íyrir að alltaf standi tveir aðilar að umsókninni ásamt konunni sjálfri þ.e.a.s. tveir læknar eða læknir og félags- ráðgjafi. Enginn dregur i efa hæfni einstakra sérfræðinga til þess að gera sér grein fyrir að- stæðum og heilsufarsástandi kon- unnar, en hins ber að minnast að betur sjá augu en auga og til þess að tryggja sem bezt heilsu og vel- ferð konunnar teljum við rétt að fleiri en einn sérfræðingur skili greinargerð með umsókninni. Á þriðja kafla frumvarpsins eða þess, sem fjallar um ófrjósemisaðgerðir, hefur verið gerð sú meginbreyting að aldurs- takmarkið hefur verið hækkað úr 18 i 25 ára. Þetta er gert til þess að reyna að tryggja velferð unglinga sem e.t.v, óska eftir ófrjósemis- aðgerö að litt yfirveguðu máli vegna þroskaleysis. Félagsráðgjafi eigi sæti í nefndinni 1 kaflanum um almenn ákvæði hefur sú breyting orðið á frá fyrri gerð frumvarpsins, að nú er kveðið á um að nefnd sú er skipuð sé til þess að hafa eftirlit með framkvæmd laganna verði nú skipuð einum félagsráðgjafa ásamt lækni og lögfræðingi. Ég tel nauðsynlegt, að félags- ráðgjafi eigi sæti i þessari nefnd, svo tryggt verði að félagslegar ástæður umsækjanda verði engu siður réttháar en þær læknis- fræðilegu og að þær verði kannaðar af einstaklingi, sem hefur sérmenntun til að meta slikar aðstæður. Ég vil ljúka máli minu með þeirri ósk, að það frumvarp sem hér er íagt fram fái málefnalega og yfirvegaöa málsmeðferð og að þingmenn láti orð sin hvorki stjórnast af for- dómum né tilfinningasemi. Til þess er frumvarpið allt of mikil- vægt.” Undanþegnir afnota- gjöldum Magnús Kjartansson (Ab) hef- ur lagt fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir þvi, að þeir sem hljóta uppbót á elli- og örorkulifeyri samkvæmt 19. gr. laga um al- mannatryggingar frá 1971 verði undanþegnir afnotagjöldum fyrir sima. 1 greinargerð segir flutningsmaður m.a: „Rauntekjur aldraðs fólks og öryrkja hafa lækkað mjög á undanförnum mánuðum vegna mikilla verðhækkana sem ekki hafa verið bættar nema að óveru- legu leyti. M.a. hafa afnotagjöld fyrir sima hækkað mjög stórlega. Hætt er á að afleiðingin verði sú að aldrað fólk og öryrkjar með lágar tekjur verði að segja upp simum sinum og bjóða heim vax- andi einmanaleika og öryggis- skorti. Til þess að koma i veg fyrir að sú verði raunin er þetta frumvarp flutt. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að undanþága verði I heimildar- formi og framkvæmdin ákveðin með reglugerð. Með samþykkt á slikri heimild væri Alþingi aö sjálfsögðu að lýsa vilja sinum og hver ráðherra mundi telja sér skylt að hlita honum. Hins vegar þurfa reglugerðarákvæðin að tryggja að undanþágan verði ekki notuð af öðrum en þeim sem henni er ætlað að þjóna.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.