Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. janúar 1975. TÍMINN 7 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Fyrir fólkið, en ekki forstjórana Það vakti athygli i sambandi við áramótaskrif flokksformannanna, að formaður Alþýðuflokks- ins, Benedikt Gröndal, var ólikt ábyrgari en for- maður Alþ.sambandsins, Ragnar Arnalds. Bene- dikt Gröndal viðurkenndi hreinlega, að efnahags- erfiðleikar væru verulegir og þvi væri nú ekki grundvöllur fyrir almennar kauphækkanir. Hins vegar tók hann undir þá stefnu, sem fyrrv. forsæt- isráðherra, Ólafur Jóhannesson, markaði i stjórn- armyndunarviðræðunum sl. sumar, að tryggja bæri sérstaklega hlut láglaunafólks. Þetta er lika stefna núv. rikisstjórnar eins og láglaunabæturnar bera merki um. Rikisstjórnin og aðilar vinnu- markaðarins vinna nú sameiginlega að frekari at- hugun á kjaramálum láglaunastéttanna. Þá lagði Benedikt Gröndal mikla áherzlu á, að ekkert yrði látið ógert til að tryggja atvinnuörygg- ið. Eftir þessi ábyrgu áramótaskrif formanns Al- þýðuflokksins, sem mjög minnir á afstöðu sósial- demókrata annars staðar á Norðurlöndum, hlýtur ýmsum að hafa brugðið i brún, þegar þeir hlýddu á upplesturinn i útvarpinu i gærmorgun á forustu- grein Alþýðublaðsins sama dag. Þar var þvi blá- kalt haldið fram, að efnahagsaðgerðir núverandi rikisstjórnar hefðu fyrst og fremst beinzt að þvi, að bæta hag forstjóranna á kostnað alþýðunnar i landinu. Núverandi rikisstjórn væri þvi sannkölluð rikisstjórn forstjóranna. Þvi má skjóta hér inn i, að mörgum mun hafa þótt þetta minna á snöru i hengds manns húsi. Árið 1967—1968 varð svipuð rýrnun á viðskiptakjörum og nú hefur orðið. Þá var Alþýðuflokkurinn i rikis- stjórn, ásamt Sjálfstæðisflokknum. Þá var gripið til efnahagsráðstafana, sem höfðu það i för með sér, að stórfellt atvinnuleysi skapaðist og land- flótti hófst i stórum stil. Þá var ekki neitt gert i þá átt af hálfu stjórnarvalda að reyna að rétta hlut hinna láglaunuðu. Eina aðgerð stjórnarvalda i þeim efnum var að afnema lögbindingu visitölu- bóta á laun, jafnt hjá hinum láglaunuðu og hálaun- uðu. Nú er farið öðruvisi að. Nú hefur verið haft fullt mið af þvi i sambandi við allar efnahagsaðgerðir, að næg atvinna haldist i landinu. Nú hafa verið teknar upp lögbundnar láglaunabætur i fyrsta sinn. Leitazt verður við að fylgja þessum sjónar- miðum áfram i sambandi við þær efnahsgsaðgerð- ir, sem kunna að verða nauðsynlegar. Það, sem hér er haft i huga, er fyrst og fremst það, að tryggja hag fólksins i landinu eftir þvi sem unnt er á erfiðum timum. Það er sannarlega ekki gert i þágu neinna forstjóra, þegar reynt er að tryggja rekstur hinna nýju skipa, sem flest eru meira og minna sameign fólksins i viðkomandi byggðalög- um. Það er verið að reyna að tryggja hag og af- komu þess fólks, sem þar býr, og renna þannig traustari stoðum undir byggðastefnuna. Sama gildir, þegar verið er að reyna að treysta undir- stöður iðnaðarins á þéttbýlissvæðunum. Þá er ver- ið að tryggja afkomu iðnverkafólksins, þvi að stöðvun fyrirtækjanna yrði meira áfall fyrir það en forstjórana. Þannig má halda þessari upptaln- ingu áfram. Þannig miðar stjórnarstefnan að þvi að styrkja afkomu og hag fólksins en ekki forstjór- anna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kanada vill verða óhdð Bandaríkjunum Stórmerk ræða kanadíska utanríkisróðherrans Trudeau forsætisráöherra og hin unga eiginkona hans. RÆÐA, sem utanrikisráð- Rerra Kanada, Allen J. Mac Eachen, flutti i Winnipeg siöastliðinn fimmtudag, hefur vakið mikla athygli utan Kanada og þó alveg sérstak- lega i Bandarikjunum. Ræðan var flutt á fundi félags áhuga- manna um alþjóðamál, Canadian Institute of Inter- national Affairs. Efni ræðunn- ar var i stuttu máli á þessa leið: Kanada hefur endurskoðað afstöðu sina til Bandarfkjanna og ákveðið að breyta henni. Stefnt er að þvi, að hin svo- kölluðu sérstöku tengsl (specialrelations), sem er tal- • ið að hafi verið milli Kanada og Bandarikjanna, hverfi úr sögunni. Kanada hefur ákveð- ið aö styrkja sjálfstæði sitt á öllum sviðum þjóðlifsins. Vissu tímabili i samskiptum Kanada og Bandarikjanna er að ljúka og nýtt að hefjast. Takmark Kanada er fullt efnahagslegt sjálfstæði. MacEachen sagði, að i byrj- un sjöunda áratugs aldarinnar hefði sú breyting verið hröð, að bandariskt fjármagn hefði náð yfirráðum i iðnaði og öðr- um atvinnurekstri i Kanada, einkum þó I námurekstri og oliuvinnslu. Sama hefði gerzt á menningarsviðinu. Banda- rikin hefðu náð yfirráðum i kanadiskum útvarpsrekstri, kvikmyndagerð og bókaút- gáfu. Svo langt hefði verið komið i þessum efnum, að eignarhluti Bandarikjamanna hefði verið yfir 75% i sumum undirstöðuatvinnugreinum. Þaö var þessi staðreynd og þessar tölur, sem vöktu okkur og gerðu það óhjákvæmilegt, að við endurskoðuðum afstöðu okkar til Bandarikjanna og geröum okkur nánari grein fyrir þvi, hvert við Kanada- menn raunverulega stefndum. MacEáchen sagði, að niður- staða þessarar endurskoðunar og umhugsunar hefði orðið sú, að Kanada ætti að treysta eigið sjálfstæði og taka upp meira samstarf við önnur lönd, sem gætu vegið á móti hinum miklu áhrifum Banda- rikjanna. í þessu sambandi nefndi hann sérstaklega Vestur-Evrópu og Japan. Afram þyrfti þó að haldast ná- in samvinna við Bandarikin um öryggismál. Þessi sam- vinna hefði verið mjög náin um skeið og einkum snúizt um eftirlit með hugsanlegri flug- árás úr norðri og hvernig ætti að mæta henni, ef hún væri Stanfield gerð. Aukin hernaðartækni á siðari árum hefði nokkuð dregið úr þessu samstarfi og ekki gert það jafn mikilvægt og áður, en þótt ástæður væru þannig breyttar mun Kanada halda áfram hernaðarlegu samstarfi við Bandarikin og fullnægja skyldum sinum við Atlantshafsbandalagið og hið sameiginlega öryggi. NOKKRU áður en MacEachen flutti þessa sögulegu ræðu sina, hafði rikisstjórnin lagt fram i þinginu frumvarp, sem mun sennilega þvinga banda- riska vikuritið Time til að hætta hinni kanadisku útgáfu sinni, en hún hefur verið eitur I beinum kanadiskra þjóðernis- sinna. Frumvarpi þessu er einnig ætlað að drága úr aug- lýsingum kanadiskra fyrir- tækja i bandarlskum sjón- varpsstöðvum og útvarps- stöðvum, sem ná til Kanada. Samkvæmt núgildandi skatta- lögum eru allar auglýsingar fyrirtækja frádráttarbærar við skattálagningu. Sam- kvæmt hinu nýja frumvarpi verða aðeins frádráttarbærar þær auglýsingar, sem birtar eru i kanadiskum fjölmiðlum. Þessi undanþága mun ekki ná til Time eða Reader’s Digest, þótt þau haldi áfram hinum kanadisku útgáfum sinum, þar sem þau eru eign banda- riskra aðila. Rikisstjórn Kanada vinnur nú að þvi á margvislegan ann- an hátt að draga úr hinum miklu efnahagslegu og menn- ingarlegu áhrifum Bandarikj- anna I Kanada. Fleiri ráð- stafanir eru einnig i undirbún- ingi. ÞAÐ þykir nokkurn veginn vfst, að áðurnefnt frumvarp muni ekki sæta neinni teljandi andstöðu I þinginu. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur meiri- hluta 5 þingi og hann hefur oft verið talinn hliðhollari Bandarikjunum en ihalds- flokkurinn, sem hefur frá fornu fari lagt áherzlu á að viöhalda skiptum við Bret- land. A siðari árum hefur eng- inn kanadfskur stjórnmála- maður varað öllu meira við bandariskum áhrifum en John F. Diefenbaker, fyrrv. for- sætisráðherra og fyrrv. for- maður Ihaldsflokksins. Nú- verandi leiðtogi íhaldsflokks- ins, Robert Stanfield, hefur fylgt þessari stefnu Diefen- bakers. Þótt aðstaða Kanada og Finnlands sé á margan hátt ólik, er aðstaða beggja land- anna áminning um, að nábýli við stórveldi skapa minna rik- inu margvislegar hættur stjórnmálalegar, efnahags- legar og menningarlegar. Fræg er sú setning, sem höfð er eftir einum stjórnmála- manni Mexikó um vesalings Mexikó, sem væri svo nálægt Bandarikjunum, en lagt frá himnariki. Svo virðist nú, að kanadiskir stjórnmálamenn geri sér þetta orðið vel ljóst og að það er ekki nóg að búa við stjórnmálalegt sjálfstæði. Efnahagslegt sjálfstæði og menningarlegt sjálfstæði er ekki síöur mikilvægt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.