Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 30. janúar 1975. Fimmtudagur 30. janúar 1975. TÍMINN 9 Bakstroffuleggurinn hifður inn, meðan verið er að hifa grandarana oglása sundur. A rúmiega heimingnum af togurunum er bakstroffuleggurinn ekki hifður upp eins og sést á myndinni heldur eru rossin hifð inn fyrir rennubrúnina og lásað þar I sundur, þá þurfa 2 til 4 menn að fara inn Irennuna og vinna verkið þar. Hér sést rennuiokinn kominn upp. Járnmotta til þess að draga úr hálku á dekkinu. Kannsóknarnefnd sjóslysa: Ingólfur Þóröarson (f.v.) Ingóifur Stefánsson, Haraldur Henrýsson, Sigfús Bjarnason, Jónas Haraidsson.og Þórhaliur Háifdánarson. (Timamynd GE) A myndinni sést vel aðstaöa manna viö að lása i sundur, þar sem bakstroffuleggirnir eru látnir koma upp meö rossunum og lásað úr á rennubrúninni. A mörgum togurum er ekki nema eitt spil afturá og hef- ur þaö valdið þvi I sumum tilfellum, að bakstroffulcggurinn er ekki hifður upp. A myndinni sést vel hvernig vandinn var leystur á þessu skipi, það var gert meö hanafæti og sést hann vel á myndinni, þar sem hann liggur i gegn um stb. blökkina i gálganum. Rannsóknarnefnd um sjóslys gefur níu mikilvægar óbendingar um öryggisbúnað ó skuttogurum Ýmsu ábótavant ur n búnað skuttogaranna FB—Reykjavik. Eins og fram hefur komið f fréttum f Timanum hefur Rannsóknarnefnd sjóslysa að undanförnu fjallað um öryggismál um borð I skuttogur- um vegna alvarlegra slysa, sem orðið hafa um borð i sllkum skip- um. Nefndin er einungis ráðgef- andi, en með tillögum sinum vill hún reyna að koma til leiðar, að nauðsynlegar breytingar fari fram um borð i skuttogurum sem og öðrum skipum, þar sem I ljós kemur að breytingar gætu dregið úr slysahættu. A. fundi með blaðamönnum sagði Haraldur Henrýsson for- maður nefndarinnar, að komið heföi fram við rannsókn nefndar- innar að agnúar væru á búnaði skuttogara, og á þvi hvernig er að verkunum staðið um borð i þeim. Sagöi hann, að sjóslysanefndin hefði engan veginn lokið verki sinu á þessu sviði, þvi að henni hefði enn ekki borizt öll gögn varðandi slys, sem orðið hefðu á skuttogurunum, en auk þess væri verið að biða eftir upplýsingum erlendis frá, sem án efa kæmu að miklum notum. Haraldur sagði að nefndin hefði meðal annars leitað fanga hjá Englendingum og Þjóðverjum, sem hefðu mikla reynslu á þessu sviði. t rannsóknarnefnd sjóslysa eru Haraldur Henrýsson formaður, skipaður án tilnefningar, Ingólfur Stefánsson tilnefndur af Far- manna- og fiskimannasamband- inu, Ingólfur Þórðarson, tilnefnd- ur af SVFl, Jónas Haraldsson, til- nefndur af Líú, Sigfús Bjarnason tilnefndur af Sjómannasamband- inu og siðan er Þórhallur Hálf- dánarson starfsmaður nefndar- innar. Nefndin hefur tekið saman niu atriði, sem hún telur brýnt, að gaumur verði gefinn nú þegar til varnar slysum likum þeim, sem þegar hafa átt sér stað á Islenzk- um skuttogurum. Fyrsta atriðið er að settur verði skutrennuloki i alla skuttog- ara, sem eru i smiðum, og jafn- framt þá, sem eldri eru, sé þess nokkur kostur. Með skutrennu- loka er átt við sérstakt stálþil, er gengur niður i dekkið við skut- rennuna, og hægt er að lyfta eða slaka niður með sérstökum vökvabúnaði. Slikir skutrennu- lokar eru nú i þremur islenzkum skuttogurum. Er ljóst, að þessir lokar eru miklum mun öruggari, en þau hlið, sem skuttogararnir eru nú flestir útbúnir með, þar sem loka má skutrennunni með rennulokanum um leið og bogg- ingarnir eru komnir inn á dekkið við hifingu eða út fyrir slökun, að þvi er segir i skýringu nefndar- innar. Annað atriðið er, að sami mað- ur sinni aldrei samtimis stjórn skips og stjórn togvindu. I skýr- ingum segir, að togvindur hinna nýju skuttogara séu öflug og við- kvæm tæki, sem krefjast nákvæmrar stjórnar. Mistök við stjórn þeirra geta haft alvarleg slys i för með sér. Stjórnbúnaður togvindanna er á stjórnpalli hinna nýju skipa og hefur það viða tiðkazt, að skip- stjóri eða stýrimaður sinni sam- timis stjórn vindunnar, og stjórn skips. Nefndin telur reynsluna hafa sýnt, að slikt sé hættulegt. Beinir hún þvi eindregið til skip- stjórnarmanna að hafa jafnan annan mann i brúnni til að stjórna togvindu og telur nefndin, að slikt eigi að lögskipa. Á hinn bóginn verður að tryggja að þetta verði ekki til að draga úr nauðsynlegri verkstjórn á þilfari. Nefndarmenn skýrðu ennfrem- ur frá þvi, að hjá Þjóðverjum væru þær reglur á 800 tonna skip- um og þaðan af stærri, að þá færi aldrei maður frá spilinu á meðan veriö væri að toga, enda talið fullkomið starf að fylgjast með þvi. Þriðja ábendingaratriði nefndarinnar er að skylda verði að þeir sjómenn, sem vinna á aft- urþilfari skuttogaranna noti öryggisbelti við störf sin þar sem við verður komið. Rannsóknarnefnd sjóslysa hef- ur að undanförnu unnið að kynn- ingu öryggisbelta, og að úrbótum á þeim og tilheyrandi búnaði i samræmi við ábendingar sjó- manna. Telur hún óhætt að mæla með þeim sem ótviræðum öryggisbúnaði. Nefndin veit til þess, að slik belti hafa þegar sannað ágæti sitt Hafa sjómenn talið fullvíst, að notkun öryggis- belta hefði komið i veg fyrir, að menn tæki útbyrðis, þar sem slikt hefur gerzt. öryggisbelti og til- heyrandi útbúnaður, sem nefndin mælir með, er til sýnis á skrif- stofu nefndarinnar i Slysavarna- húsinu á Grandagarði. Nefndarmenn sýndu blaða- mönnum tvenns konar öryggis- belti. Annars vegar stálgormur sem er innan i linu. Hlykkjast gormurinn upp, þannig að hann á ekki að þvælast fyrir fótum manna, á meðan þeir eru við vinnu. Hin tegund öryggisbelt- anna er blökk, sem út úr dregst vir. Við snöggt átak hættir linan að renna út úr blökkinni. Þetta er af sumum talinn nokkur ókostur, þvi að blökkin kann að geta kippt fótunum undan manni; við þetta snögga átak. Blakkirnar eru nú i notkun á nokkrum skipum i til- raunaskyni, og mun nefndin afla upplýsinga um það, hvernig sjómönnum likar þessi tegund öryggisbelta, og hvernig hún reynist, áður en hún mælir með notkun hennar. Fjórða ábendingaratriði nefndarinnar er um það, að gerð- ar verði ráðstafanir til að draga úr hálku á þilfari skuttogaranna. 1 skýringu nefndarinnar segir, að hálka á þilfari skuttogaranna sé mjög hættuleg þeim, sem þar starfa. Rannsóknarnefnd sjóslysa er nú aö leita eftir hentugum útbún- aöi til að draga úr hálku. Hvetur hún útgerðarmenn og sjómenn til að fylgjast með þróun þessara mála og fá sér slikan búnað, þeg- ar er hann verður tiltækur. Norðmenn framleiða eins kon- ar mottur, sem komið er fyrir, nálægt skutrennunni, og eiga þessar mottur að draga úr hálku. Ekki er hægt að nota þessar mott- ur I skutrennuna sjálfa, en þar kemur til greina að festa niður lista, af sérstakri gerð. Fimmta ábendingaratriðið er varðandi bjarghringi, sem komið verði fyrir aftast á skuttogurun- um, beggja vegna skutrennunn- ar. Hér er átt við bjarghringi er festir verði við línu, sem undin er upp á rúllu, þannig að kasta megi þeim viðstöðulaust i sjóinn, ef mann tekur útbyrðis, án þess að dýrmætur timi fari i að leysa lin- una. Nefndarmenn gátu þess, að hér væri ekki um að ræða bjarg- hringi, sem koma ættu I stað neinna þeirra hringja sem þegar er tilskilið, að hafðir séu i skipun- um, heldur, er þetta viðbót á öryggisútbúnaði. Slikir bjarg- hringir eru þegar komnir I Jón Vidalin, og er verið að setja þá I Ljósafellið. Sjötta ábendingaratriðið er um notkun öryggishjálma, við vinnu á þilfari skuttogara. Bent er á, að öryggishjálmar eru fyrirskipaðir á þýzkum togurum, og hafa þeir verið útbúnir þannig, að þeir geta Ingólfur Stefánsson og Þórhallur Hálfdánarson með öryggisbeitið úr stálgorminum. (Timamynd GE) komið 1 staö sjóhatts og húfu. Slikir hjálmar verða fáanlegir hér á næstunni. Nefndarmenn sögðu að notkun hjálma væri nauðsynleg vfðar en á skuttogurum, og eru þeir sums staðar notaðir, þóttþaö sé eflaust á allt of fáum stöðum. Sjöunda ábendingaratriðið er að sjómönnum á skuttogurum, sem og á öðrum skipum, verði gert skylt að bera þar til gerð björgunarvesti innan hlifðarfata, sem verði eins létt og lipur og kostur er. Til eru mjög létt og fyrirferðarlitil björgunarvesti, sem hafa má innan hlifðarfata. Þau blása sig sjálft út, ef til dæmis maður fellur fyrir borð og rotast, þannig að hann er ekki fær um að gera það sjálfur. Gerist það með sérstakri efnabreytingu, sem verður er sjór kemst að uppblástursútbúnaðinum. Einnig eru nú fáanleg lipur hllfðarföt, blússa og buxur, sem hentug eru til notkunar fyrir sjómehn. Fram kom á fundinum með blaðamönn- um, að I Þýzkalandi er nú bannað að nota sjóstakk, eins og notaður hefur verið lengst af. Þykir hann of þungur og fyrirferðarmikill, og iþyngja sjómönnum um of við störfin um borð I togurunum. I áttunda atriðinu er fjallað um kallkerfi milli stjórnpalls og afturþilfars á skuttogurunum, sem sagt er að þurfi að vera gott og öruggt alla tið. Gott samband milli stjórnpalls og vinnandi manna á þilfari skuttogara er mjög mikilvægt, segir nefndin, fyrir öryggi þeirra sem á þilfarinu vinna Þessu er viða ábótavant, einkum vegna lélegs útbúnaðar. A einstaka skipi mun hafa verið komið upp magnara á kerfið til þess að bæta þetta sam- band. Niunda og siðasta ábendingar- atriðið fjallar um reykköfunar- tæki um borð i öllum skuttogur- um, og að skylt verði að hafa þar slik tæki. Samkvæmt núgildandi reglum er aðeins skylt að hafa reykköfunartæki I skipum, sem stærri eru en 500 brl. Nefndin hefur fyrir nokkru skrifað sam- gönguráðuneytinu og óskað þess, að gert yrði að skyldu að hafa slik tæki I öllum skipum, stærri en 150 brl. Eldsvoðar I bátum á undan- förnum mánuðum hafa rækilega sýnt fram á nauðsyn öryggis- búnaðar vegna elds. Nefndarmenn sýndu einföld reykköfundartæki, sem talin eru mjög hentug til notkunar um borð I skipum. Súrefnið i tækjunum endist i fjörutíu minútur en nokkru áður en það er gengi til þurrðar fer flauta I gang, sem gefur notandanum merki um, að honum sé réttast að koma sér út úr eldinu. Einnig er á tækinu þrýstimælir, sem sýnir ávallt súrefnismagnið i tönkunum, svo notandinn getur alltaf fylgzt með þvi, hversu mikið er gengið á súr- efnið. Hér á landi munu nú vera I notkun um 300 tæki af þessari gerð, og eru þau m.a. i varðskip- unum, og þar mun vera hægt að fá á þau áfyllingu, ef i nauðirnar rekur úti á sjó. Þaerábendingar sem hér hefur verið skýrt frá, hefur nefndin þegar sent til samgönguráðu- neytisins, Siglingamálastofnun- arinnar, SVFl, Sjómannsam- bands Islands, Farmanna og fiskimannasambandsins og LIU. Auk þess verður öllum skipstjór- um sendar ábendingarnar og áhöfnum skuttogaranna. Þá hefur nefndin hugsað sér að fylgja eftir framkvæmd þessara atriða, bæði með viðræðum við viðkomandi aðila svo og með fræðslustarfsemi. Starfsmaður nefndarinnar Þórhallur Hálf- dánarson fer m.a. i sjómanna- skólana og flytur kynningar- og upplýsingarerindi. 1 skýrslu nefndarinnar fyrir árið 1974, sem bráðlega kemur út, verður m.a. leitazt við að birta leiðbeiningar til sjómanna, þar sem ofangreind atriði verða skýrð nánar svo og önnur eftir þvi sem tilefni verður til 1 Þýzkalandi er hafður sá háttur á, vilji sjómenn ekki not- færa sér þau öryggistæki,sem um borð i togurum eru, að þeir verði að undirrita yfirlýsingu þar að lútandi. Er það gert til þess að hægt sé að leggja fram, ef slys verður, að það hafi ekki verið vegna vanrækslu eða ónógs útbúnaðar um borð i skipunum. Nefndarmenn vildu að lokum hvetja sjómenn og áhugamenn um þessi mál til að koma athuga- semdum sínum og ábendingum um úrbætur i þessum efnum á framfæri við nefndina. Þórhallur Hálfdánsson krækir saraan öryggisbeltinu, sem stál- gorminum er siöan fest viö. Þetta er blökkin meö öryggisbeltinu, sem nú er veriö aö prófa fyrir Rannsóknarnefnd sjóslysa. (Timamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.