Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. febrúar 1975 TÍMINN 3 Þyrlan víöförla tekur eldsneyti á Reykjavikurflugvelli. Vélamaðurinn Lemire efst i vinstra horninu. — Timamynd: Róbert. á leið Kom hér við til Thailands BH—Reykjavik. Mönnum brá nokkuð i brún á Reykjavikurflug- velli i gær, þegar þar birtist stór þyrla af Sikorsky-gerð, komin vestan um haf i skammdeginu. Er hér um að ræða kanadiska þyrlu, sem seld hefur verið til Thailands og er fjögurra manna áhöfn um borð. Við hittum að máli vélamann- inn, Dan Lemire, og tjáði hann okkur, að næsti áfangastaður væri Færeyjar, og væru flug- mennirnir að kynna sér veðrið. Væri ekki talið ráðlegt að fljúga þangað i dimmu, þannig að lik- lega drægist til morguns, að lagt yrði af stað. Kvað hann þá félaga komna með vélina frá Nova Scotia, þar sem þetta þyrlufélag væri stað- sett. Ferðin hingað hefur tekið vikutima, sem hann sagði vera ósköp eðlilegt, þar sem þeir hefðu átt i erfiðleikum með sendistöð- ina fyrstu tvo dagana og veður hefði torveldað för þeirra nokkuð, þó minna en ætla mætti. Lemire sagði, að þeir myndu komast til Thailands fyrir mánaðamótin og yrði hann þar eftir til að vinna við þyrluna næstu mánuðina. Þyrlan er af Sikorsky-gerð nán- ar tiltekið S6IN og sagði Lemire okkur, að hún hefði reynzt ágæt- lega, enda væru þessar þyrlur af- bragðs góðar við aðstæður eins og á þessari leið, sem þeir hefðu far- ið. Mætti sem dæmi nefna, að þeir hefðu ekki þurft að gripa til for- hitara við hana, þótt frost hefði stundum verið mikið. Þá sagði hann þyrlur af þessari gerð kraft- miklar og öruggar. Burðarþol hennar væri miðað við 8000 punda þunga. Væri hægt að koma fyrir allt að þrjátiu f arþegum i þessum þyrlum. Undir venjulegum kringumstæðum er flugþol þyrl- unnar fjórar klukkustundir, en hámarksflugtimi hennar getur veriö átta klukkustundir. Aukafundur LÍU: Aukinn tilkostnaður vegna gengisbreytingarinnar étur upp fiskverðshækkunina S.l. mánudag átti að halda áfram aukafundi LltJ, en honum var frestaö til fimmtudags eins og frá hefur verið skýrt. í gær var fundinum haldið áfram og var þá rætt um fiskverðið og gengis- breytinguna. A fundinum var einróma sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Aukafundur Landssambands isl. útvegsmanna, haldinn i Reykjavik 13. febrúar 1975, itrek- ar fyrri ályktun sina þess efnis, að fiskverðshækkun ein saman leysi ekki þann rekstrarvanda, sem útgerðin á við að striða. Sú fiskverðshækkun, sem nú hefir veriðákveðin samfara 25% hækk- un á söluveröi erlends gjaldeyris hrekkur aðeins fyrir þeim aukna tilkostnaði, sem gengisbreytingin veldur. Sá vandi, sem við blasti um áramótin, er jafnóleystur og áður, nema sérstakar aðgerðir komi til, en frá áramótum hafði vandinn aukizt vegna mikillar hækkunar á verði oliu og vátrygg- ingariðgjalda vegna áhafna- og skipatrygginga. Stjórnvöld hafa ekki skýrt út- vegsmönnum frá öðrum hugsan- legum aðgerðum, sem stuðli að varanlegri lausn á vandamálum útgerðarinnar og ekki hefir verið sýnt fram á, að gengisbreytingin sem slik feli i sér slíka lausn. Fundurinn lýsir þvi undrun sinni yfir þvi, að þjóðinni skuli nú tjáð, að gengisbreytingin sé gerð i þágu útgerðarinnar. . Þriöjudaginn 11. febrúar sl. voru bornir undirskriftarlistar i ailar bekkjadeildir Vélskóia ts- iands, þar sem fariö er fram á stuðning frá ákveðnum aðilum i „rækjustríðinu” svonefnda. t þvi sambandi vill stjórn Skólafélags Vélskóla tslands taka fram eftirfarandi: Ef stjórnvöld bregða ekki hart við og gera nú þegar óhjákvæmi- legar ráðstafanir til að koma út- geröinni yfir rekstrarerfiðleika hennar og tryggja rekstur henn- ar, blasir við áframhaldandi tap- rekstur með tilsvarandi og áframhaldandi skuldasöfnun.sem hlýtur að leiða til stöðvunar og storfellds atvinnuleysis umland allt.” 1. Þessi undirskriftasöfnun er með öllu óviðkomandi félaginu, en það er málsvari nemenda út á við. 2. Stjórn Skólafélags Vélskóla ts- lands telur að víta beri aðila, sem með alls konar „mál- skrumi”, og jafnvel lygum, fari inn f stofnanir sem Vélskóla Is- lands i þeim eina tilgangi að vinna málstað slnum fylgi. 3. Þar sem hér er ekki um hlut- lausa undirskriftasöfnun að ræða, heldur eru allir skips- verjar á báti þeim, sem settur var i veiðibann að bera þessa lista á milli manna, lýsum við hana með öllu marklausa og sýni engan vegin rétta mynd af vilja nemenda skólans. 4. Þar sem við teljum okkur ekki þekkja nóg til allra málavaxta, og málið komið i hendur dóm- stóla, teljum við að þessir menn séu aðeins að vinna mál- Framhald á 19. siðu EKKI TILEFNI TIL SAKSÓKNAR Dómsrannsókn á rekstri Ahaldahúss Reykjavikur er lokið. Niðurstaða rannsóknar- innar var sú, að embætti Sak- sóknara rikisins hefur ákveð- iö, að ekki sé ástæða til að- gerða i máli þessu, þar sem rannsókn á ætluðu refsiverðu atferli forstöðumannsins, Reynis Þórðarsonar, gefi eng- in tilefni til saksóknar. Ósæmileg vinnubrögð við undirskriftasöfnun — segir stjórn skólafélags Vélskólans Sambandsleysi í þingflokknum Enda þótt þingfiokkur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna sé ekki stór, virðist ai- gert sambandsleysi rikja milli hinna fáu þingmanna og vara- þingmanna flokksins. Þetta kom berlega Iljós, þegar Kar- vel Pálmason hélt langa ræðu i þinginu i fyrradag um efna- hagsráðstafanir rikisstjórnar- innar og talaði þvert ofan i það, sem Jón Baidvin Hannibaisson sagði i hinni söguiegu ræðu sinni í siðustu viku. Greinir þá félaga á um margt I sambandi við orsakir og afleiðingar efnahagsvand- ans. Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, benti á þessa þversögn og sagði, að sennilega hefði Kar- vel láðst að lesa ræðu Jóns Baldvins, og lét þá ósk i ljós, að Karvel yrði sér úti um hana og læsi hana, þvi að hún yrði honum eflaust holl lesning. Þingmaðurinn trúgjarni Enda þótt þingmaðurinn Karvel Pálmason taki oft til máls i þinginu og sé gjarnan hávær, ristir málflutningur hans grunnt. Og trúgjarn er hann með afbrigðum. Leikur sá grunur á, að ýmsir geri það að gamni sinu að segja þing- manninum sögur, sem hann siðan endurflytur orðréttar I ræðustól Alþingis. Þannig hélt Karvel þvi t.d. írain, að þing- menn Framsóknarflokksins hefðu ekki vitaö um það, fyrr en löngu eftir á, til hvaða að- gerða ríkisstjórnin ætlaði að gripa, i sambandi við efna- hagsinálin. Um þetta sagöi Ólafur Jóhannesson: „Það er nú oft þannig i sög- um, að það cr sagt frá ein- hverjum manni, þekktum i þorpinu, sem náungarnir hafa gaman af, og þeir segja hon- um hitt og þetta. Þá er það segin saga, að hann er hlaup- inn með þetta út um borg og bý og farinn að þylja það upp. Þetta eru skemmtilegir en trúgjarnir menn. Og þannig stendur nú á þessari sögu, sem hann var að segja, að fram- sóknarþingmenn hefðu ekki vitað það i gær, hvað yrði gert. Það hefur vafalaust einhver gamansainur framsóknar- þingmaður skotið þessu að honum, og hann hefur trúað þessu og hlaupið svo með það. En ég get sagt honum það, að Framsóknarflokkurinn tók á- kvöröun i þessu máli á mánu- dag, og það liggur bókað I gerðabók og hann getur alveg gengið úr skugga um það”. Hljóðkútur d þingmanninn? Það er nú kannski illa gert að striða þingmanninum Karvel Pálmasyni fyrir trú- girni. En það er alveg dæma- laust, hvað þessi þingmaður er hávær i ræðustólnum. Það er engu likara en hann sé að hrópa á menn, sem staddir væru uppi á Esju. Kveöur svo rammt aö þessum hávaða, að einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins lagöi það til, að hljóðkútur yrði settur á háttvirtan þingmann! Vissu- lega hafa lakari tillögur séð dagsins Ijós á þinginu. — a.þ. Gjaldeyristekjur af Norðurlandaróðs- þinginu um 25 millj. SJ—Reykjavik. — Ætla má að tekjur okkar af Norðurlandaráðs- þinginu. sem hcfst á laugardag nemi um 25 milljónum króna. Erlcndir fulltrúar og aðrir, sem hingað koma, vegna þingsins verða um 450. Þetta fólk kemur hingað i tveim ferðum og annast Flugleiðir flutninginn á mannskapnum. Ekki fékkst uppgefið hvaða upphæð fargjöldin fyrir útlend- ingana nema en við áætlum að trúlegt sé að fargjaldið sé um 25.000 kr. á mann. Erlendir þátt- takendur greiða hópferðagjald, en fullt gjald kaupmanna- höfn—Reykjavik og til baka mun nú vera orðið yfir 40 þúsund kr„ • Einstakingsherbergi á hótelun- um i borginni kosta nú 1.800—2000 kr. fyrir nóttina, og þá má ætla að fulltrúar og aðrir þátttakendur eyði hér um 3000 kr. á dag hið minnsta i mat og annað. Hótel- kostnaðurinn að viðbættum 3000 krónum á dag I önnur útgjöld, samtals 5000kr. á dag er lægra en þeir dagpeningar, sem islenzka rikið mun nú greiða. starfsmönn- um sinum i embættiserindum erlendis miðað við nýja gengið (8.400 kr) svo trúlega er þetta ekki of rilega áætlað. Út úr þessu dæmi koma nær 25 milljónir, þegar allt hefur verið lagt saman — og ekki veitir okkur af, gjaldeyrislausri þjóð! Leigan fyrir Þjóðleik■ húsið á þriðju milljón SJ—Reykjavik. —Við verðum aö reyna að bæta Þjóðleikhúsinu þaö fjárhagstjón, sem það veröur fyrir, með þvi að þurfa að hætta sýningum meðan þing Norður- landaráðs stcndur yfir, sagöi Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis i gær. Gengið verð- ur frá greiðslu leigu fyrir húsið i lok þingsins, og kvaðst Friðjón gera ráð fyrir að hún næmi alltaf rúmum tveim milljónum is- lenzkra króna. Friðjón kvaðst ekki geta sagt um hver kostnaöurinn við þing- haldið hér yrði, það kæmi fram i þingloí. íslendingar standa straum af öllum kostnaði við þinghaldið en hinar Norðurlanda- þjóðirnar greiða ferðakostnaö og uppihald fyrir sina fulltrúa. Kostnaðurinn við þinghaldið verður mun minni en við þing Norðurlandaráðs hér 1970, þvi sami útbúnaöur veröur notaöur. Þó eru viss útgjöld við endurnýj- un og uppsetningu. Erlendir fulltrúar, aðstoðarfólk og blaðamenn á þingi Norður- landaráðs hér verða sennilega um 450. Islenzku fulltrúarnir verða um 65 og er þá ekki með talið margs konar starfsfólk á þinginu. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar hafa þátttökulist- arnir frá hinum Norðurlanda- þjóðunum stöðugt verið að breyt- ast, og i gær átti hann t.d. von á aö fá lista yfir dönsku ráöherrana, sem kæmu á þingið, eftir að hann hafði beðið um að tilkynningu um þátttöku yrði hraðað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.