Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. febrúar 1975 nviiw 13 John Tinker: Fylgzt með mengun fljóta fró gervihnetti Evrópuráö stuölar að fram- kvæmd áætlana um mengunar- mælingar i fljótum meginlands- ins. Eru áætlanir þessar gerðar af mikilli hugvitssemi og beinast þær að því að mæla mengunina jafnóðum og hún myndast. Vísindaiegar upplýsingar verða sendar frá mælingaprömmum i gervihnött og þaðan i evrópska stjórnstöð. Mikill þorsti sækir að Evrópu- mönnum. Þannig notar Eng- lendingur t.d. 430 litra af vatni daglega, þótt hann neyti ekki nema 5 þeirra i mat og drykk. En við garðyrkjustörf og bifreiða- þvott fara 9 litrar i viðbót og 28 litrar i þvottahúsið, uppþvott og daglegthreinlæti á heimili. Er þá komið að stærri liðunum, en 50 litrar fara i að skola niður salerni og aðrir 50 i þrifaböð. Þannig er heimilisnotkunin komin i 142 litra, en iðnaður og landbúnaður nota 288 litra á mann. Sérhver Evrópumaður þarfnast nokkur hundruð litra af hreinu vatni á dag. Þegar búið er að nota þetta vatn er það orðið óhreint. Skolp frá heimilum er mengað af upp- lausnarefnum og matarleifum. í frárennslisvatni iðjuvera eru þúsundir skaðlegra efna og vatn, sem rennur frá ræktuðu landi inniheldur skordýraeitur, áburðarefni og húsdýrasaur. Ef drykkjarvatn á að nægja þarf að gera róttækar ráöstafanir til að halda stöðuvötnum og fljótum hreinum. Með þessar staðreyndir fyrir augum hafa flest Evrópuriki haf- ið endurskoðun stjórnunarkerfa sinna. Er hneigzt að þvi að koma vatnsveitum og mengunarvörn- um sérhvers árfarvegs undir eina og sömu stjórn. A Englandi voru i april 1974 lagðar niður 1600 nefndir, er fóru með málefni varðandi fljót, skolp og vatnsveit- ur og við tóku 10 svæðisstjórnir vatnsveitumála. Þannig er nú ein stjórn ábyrg fyrir öllum þáttum vatnakerfisins á Thamesársvæð- inu. Auðvelt reyndist að koma á fót miðstjórnarkerfi fljótasvæða á eylandi Breta, en vandamálið verður erfiðara viðfangs þegar á rennur um mörg lönd. Upptök Meuseár er i Frakklandi en fljótið rennur gegnum Belgiu og siðan til sjávar i Hollandi. Ain Pó, sem oft er kennd við Italiu, á upptök sin i Sviss og fer um Búlgariu. Meritsafljót er bæði i Grikklandi og Tyrklandi. í stjórnmálalegu tilliti er Dóná eflaust mesta . vandamálið. Upptök hennar eru i Vestur-Þýzkalandi og þaðan rennur hún um Austurriki, Tékkóslóvakiu, Ungverjaland, Júgóslaviu, Búlgariu, Rúmeniu og Sovét-Rússland þar til hún fell- ur i Svartahaf. Evrópa hefur þann vafasama heiður að geta státað af mengað- asta stórfljóti i heimi, en það er Rin. 1 Rinardalnum búa 26.000.000 Evrópumanna og úr ánni verða þeir aö fá vatn til drykkjar og þrifa. Heppilegasta fyrirkomulagið væri að ein stjórn væri yfir mengunarmálum og vatnsveitu frá Alpafjöllum til Norðursjávar. En svissneski sendiherrann dr. E. Diez orðaði það nýverið þannig i Evrópuráð- inu, að vatnið þekkir engin landa- mæri, en það gerir Evrópa vissu- lega. Stóru lyfjaverksmiðjurnar i Basel, kalknámurnar i Elsass og efnaiðnaöur og skolpleiðslur Ruhrhéraðsins gera það að verk- um að vatnið i Rin er allsendis ódrykkjarhæft þegar komið er til Hollands. Aðildarriki Evrópuráðsins eru 17 lýðræðisþjóðir allt frá Islandi og Noregi að norðan og suður til Möltu og Tyrklands. Árum saman hefur ráðið unnið að þvi að þrifa til við árnar á meginlandinu. Með þvi að aðalstöðvarnar eru i Strassburg við Rin hefur Evrópu- ráðið jafnan beint athygli sinni að hinum sérstæðu vandamálum, sem varða þessa mestu skolp- leiðslu álfunnar. A fundi fersk- vatnsfræðinga, tæknifræðinga og stjórnmálamanna, sem haldinn var i Strassburg sl. haust, lagði Evrópuráðið fram merkilega áætlun um notkun gervihnattar til að hafa hemil á mengun i ám og þá fyrst og fremst Rin og siðan öðrum fljótum álfunnar. Tillaga i þessa átt var frá Heinz Kaminski prófessor við geim- rannsóknastöðina i Bochum i Vestur-Þýzkalandi. Eitt helzta vandamálið, sem kemur i veg fyrir fjölþjóðaaðgerðir i sam- bandi við mengun fljótanna, er skorturinn á ábyggilegum og full- komnum upplýsingum. 1 hinum ýmsu löndum eru notuð mis- munandi kerfi til að mæla upp- leyst sölt, skolp, skordýraeitur og oliu, sem valda mengun og óhreinindum i ám. Það getur tek- ið margar vikur að upplýsingar þessar berist i hendur marg- þjóðamiðstjórnar og þegar þar að kemur kunna þær að vera gagn- litlar. Allt er enn á huldu um fisk- drápið mikla i Rín árið 1969, en þá var 40 milljón fiskum kálað með mengun frá Þýzkalandi og niður i Holland, með þvi ekki var hægt að fá fullnægjandi mælingar á vatnsgæðum Rinarfljótsins. Kaminski og starfsfélagar hans i rannsóknastöðinni i Bochum vilja láta fljótandi tækjapramma liggja við festar á öllum helztu ám i Evrópu. Tækin mundu á afláts mæla vatnsgæðin og senda niðurstöðurnar sjálfkrafa til sér- stakra gervitungla fyrir mengunarrannsóknir i 150 kiló- metra hæð yfir álfunni. Gervi- tunglin mundu siðan senda stjórn vatnsveitumála Evrópu upplýs- ingar og þannig væri á svipstundu hægt að gera sér grein fyrir vatns veitumálum og megnun á öllu meginlandinu. Ef Evrópurikin vilja leggja fram fé gæti áætlunin um gervitunglamælingarnar ver- ið komin i framkvæmd að fullu árið 1983. Og ef nægar upplýsing- ar væru fyrir hendi yröi ekki stað- ið gegn kröfum almennings um strangar mengunarvarnir við Rin, Rón og Dóná, i stöðuvötnum Alpafjalla, Miðjarðarhafinu, Svartahafi, Eystrasalti og Norðursjó. Fjör í spilamennskunni í Borgarnesi Nú stenduryfir þriggja kvölda keppni i vist i Borgarnesi á vegum Framsóknarfélagsins. Fyrsta spila- kvöldið var hinn 7. febrúar, en áfram verður haldið 21. febrúar og 7. marz. Lokaverðlaun verða tveir farscðlar til Mallorca og heim, en auk þess verða veitt góð kvöldverðlaun hverju sinni. 1 veitingahléi verða stutt skemmtiatriði. Myndin hér að ofan er frá spilakvöldi, sem efnt var til um miðjan janúar og sýnir undirbúningsnefnd spilakvöldanna, en hana skipa þau: Magnús Þorvaldsson, Brynhildur Benediktsdóttir, Dóra Bjarna- dóttir, Guðmundur Eyþórsson og Kristinn Eldjárnsson. Athugasemdir vegna skrifa um ÍSÍ og ungmennafélögin Hr. ritstjóri 1 blaði yðar hinn 1. feb. sl. birtist grein eftir Gunnar Sveinsson gjaldkera Ung- mennafélags Islands, sem þvi miður er i veigamiklum atriðum byggðá þversögnum og að þvi er virðist hreinni vanþekkingu á viðfangsefninu. Það verður að teljast miður heppilegt, að stjórnarmaður i U.M.F.l. láti slik skrif frá sér fara og er vandséð að það sé ungmennafélögunum til framdráttar eða vegs- auka. Greinarhöfundur ger- ir sig lika sekan um að stofna til alvarlegrar tortyrggni i garð l.S.l. og forystumanna þess. Af framangreindum ástæðum telur framkvæmdastjórn I.S.l. óhjákvæmilegt nú þegar að leiðrétta mestu missagnirnar og vill þvi taka fram eftirfarandi: 1. Fullyrðingar Gunnars Sveins- sonar um að Í.S.Í. hlunnfari ungmennafélögin eru alger- lega út i hött. Allt iþrótta- starf.hvort sem það fer fram hjá félögum, sem eingöngu eru Iþróttafélög eða hafa fleiri málefni á stefnuskrá sinni, svo sem er um nær öll ungmennafélögin, nýtur sambærilegrar fyrirgreiðslu af hSlfu l.S.l., nema hvað kennslukostnaður fþrótta- og ungmennafélaga f sveitum er styrktur fjárhagiega 50% meira en kennslu kostnaður félaga i kaupstöðum.Þetta er regla sem gilt hefur undan- farin 16 ár, vegna þess að l.S.Í. og aðrir aðilar, sem um þessi mál fjalla, hafa skilið og viöurkennt ýmsa umfram erfiðleika iþróttastarfssins i strjálbýlinu fram yfir það sem er i þéttbýli. 2. Í.S.l. er samkvæmt skipulagi Iþróttahreyfingarinnar eini samnefnari alls iþróttastarfs I landinu. öll héraðssambönd og sérsambönd eru hluti af Í.S..Í og stofnuð að þess frum- kvæði og samkvæmt gildandi lögum. Það væri þvi sannkallaður „Bjarnar- greiði” við iþróttastarfið hjá ungmennafélögunum, ef félögin yrðu utan við skipulag Iþróttahreyfingarinnar, svo sem Gunnar Sveinsson telur að þeim væri fyrir beztu. 3. Getsakir Gunnars Sveins- sonar um pólitisk tengsl Í.S.Í. við eina eða aðra rikisstjórn eru alvarleg fullyrðing og hljóta að vera af annarlegum toga spunnar. Framkvæmda- stjórn Í.S.l. hefur alla tið lagt á það höfuð áherzlu að eiga vinsamleg og trúverðug samskipti við stjórn landsins á hverjum tima, meira og minna i samráði við íþrótta- nefnd og iþróttafulltrúa rikisins og oft i samstarfi við U.M.F.l. Iþróttahreyfingin um land allt getur lika fagnað þvi, að á allra siðustu árum hefur verið tekið af meiri skilningi og hlutfallslega meiru fjármagni verið veitt af Alþingi til uppbyggingar ibróttastarfsins i landinu en nokkru sinni áður. Þetta á lika við um mörg byggðar- félög. Það er þvi ærið tilefni að þakka þeim aðilum á Alþingi og i rikisstjórn, sem hvað dyggilegast hafa staðið að þessum málum. Og það stæði nær að fagna þvi, að fjölgað hefur á Alþingi fulltrúum, sem hafa meira eða minna verið virkir þátttakendur I iþróttastarfinu og eru þar af leiðandi þess betur umkomnir að tala máli iþrótta- hreyfingarinnar, fremur en að vera með órökstutt hnúta- kast. 4. ÍSI mun kappkosta i framtiðinni, eftir þvi sem vinnukraftur og fjárhagsgeta leyfir, að gefa út itarlegri skýrslur en verið hefur um iþróttastarfið i heild. Mun þá væntanlega koma enn betur I ljós, hvar iþrótta- starfið fer fram, hvað það kostar og hvernig ÍSÍ ráðstafar fjármagni til iþóttastarfsins á hverjum tima. Með þökk fyrir birtinguna, Framkvæmdastjórn I.S.Í. nýtt kerf I í vegghillum BÓKAHILLUR SKRIFBORÐ 100 x64cm LITLIR SKÁPAR, FÆRANLEGIR T-linan. Húsgögn fyrir ungu kynslóóina. Nær ótakmarkaóir möguleikar á mismunandi samsetningum. Hönnun: Gunnar Magnússon, húsgagnaarkítekt. FATASKÁPAR RGM MEÐ GEYMSLU FYRIR SÆNGURFÖT Staife mKJORGARÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.