Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 14. febrúar 1975 BAUER HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guöjónsson Hcildverzlun Siöumúla Sfmar 85694 & 85295 SIS-FODIJR SUNDAHÖFN GSÐI fyrirgóóun mat § KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Kjörorð hinnar nýju stjórnar sósialdemókrata i Danmörku: Gegn atvinnuleysi Róðherrar flestir þeir sömu og sótu í síðustu stjórn sósíaldemókrata Reuter-Kaupmannahöfn. Stjórnarkreppu þeirri, er staöið hefur i Danmörku sföasta hálfan mánuö, er nú endanlega lokiö. 1 gær sóru ráðherrar i minnihluta- stjórn sós i a1demókrata embættiseið og sömuleiöis tók stjórnin formiega viö völdum af minnihlutastjórn Vinstri flokksins, sem setið hefur aö völdum i rúmt ár. Ráöherrarnir — sextán aö tölu — meö Anker Jörgensen, viötakandi forsætisráöherra, i broddi fylkingar gengu siðdegis i gær fyrir Margréti drottningu I Amalienborg og sóru embættis- eiöa. 1 gærkvöldi kom þjóöþingið saman, til að hlýða á stefnuskrár- ræöu Jörgensens, en hún snerist einkum um fyrirhuguð úrræöi stjórnarinnar i efnahagsmálum. 1 hinni nýskipuðu stjórn eiga sæti 16 ráðherrar, þ.e. 4 fleiri en sæti áttu i fráfarandi stjórn. Flestir ráðherranna eru þeir sömu og sátu i stjórn sósialdemókrata, sem lét af völd- um að loknum þingkosningum i desember árið 1973. UlftSHORNA IVIILLI Brézjnef hinn sprækasti NTB/Reuter-Moskvu. Harold Wilson.forsætisráöherra Bret- lands, kom I gær tii Moskvu til viöræöna viö sovézka ráöa- menn. Þaö vakti mikla at- hygli, er Leonid Brezjnef tók á móti Wilson f Kreml-kastala, en sovézki kommúnistaleiö- toginn hefur ekki sézt opinber- lega i sjö vikur. Þeir Alexei Kosigyn for- sætisráðherra og Andrei Gromyko utanrikisráðherra tóku á móti Wilson á flug- vellinum við Moskvu um hádegisbil i gær. 1 för með brezka forsætisráðherranum var James Callaghan utan- rfkisráðherra. Þaðan var svo haldið til Kreml-kastala, þar sem Brézjnef tók á móti gestunum sem fyrr segir. Wilson varð að orði: — Gaman aö sjá þig. Þú lítur vel út. Hefurðu verið i frii? Brézj- nef svaraði að bragði: — Bfddu. Ég segi þér það seinna. Sem kunnugt er hafa frétta- skýrendur velt fyrir sér heilsufari Brézjnefs að undan- fömu. Fjöldi tilgáta hefur komið fram, en engin þeirra fengizt staöfest. Svo virðist sem fréttaskýrendur hafi — eins og stundum áður — gert úlfalda úr mýflugu. Viðræður Wilsons við Sósialdemókratar hafa aðeins 53 þingsæti af 170 á þjóðþinginu. Að auki nýtur minnihluta- stjórn þeirra stuðnings þeirra þriggja flokka, sem standa vinstra megin við þá, þ.e. Sósialska þjóðarflokksins, kommúnista og vinstri sósialista. Þessir flokkar ráða yfir samtals 20 þingsætum. Þá hefur Róttæki vinstri flokkurinn, sem ræður yfir 13 þingsætum, lýst yfir hlutleysi sinu, am.k. fyrst um sinn. Samt er ljóst, að hin nýja stjórn sósíaldemókrata verður að taka tillit til vilja borgara- flokkanna við lausn vandamála dansks efnahagslifs, þvi aö þeir siðarnefndu hafa að baki sér tryggan þingmeirihluta, jafnvel þótt róttækir vinstri menn skerist úr leik. Stjórnin á þvi erfitt verk fyrir höndum. Jörgensen ræddi við frétta- menn síðdegis I gær og kvað baráttuna gegn auknu atvinnu- leysi vera höfuðverkefni stjórnarinnar. (Nú er talið, að 13,5% vinnufærs fólks I Dan- mörku sé atvinnulaust) sovézka ráðamenn snúast að ltkindum fyrst og fremst um sambúð rikjanna tveggja — Bretlands og Sovétrikjanna — sem hefur verið fremur stirð að undanförnu. Þá er vist að ýmis alþjóðamál ber á góma, svo sem deilu Araba og tsraelsmanna og Kýpurdeil- una. Enn geisa bar- dagar á AAalagasíu Reuter-Tananarive. Bardagar héldu áfram I gær á eynni Malagasiu (áöur Mada- gaskar) milli hersveita, sem eru hollar stjórnvöldum, og lögreglusveita, sem sakaöar hafa veriö um moröiö á fyrri þjóöarleiötoga eynnar. Leifar af sveitum lögregl- unnar bjuggu um sig I aðal- fangelsi höfuðborgarinnar, Tananarive, sem er á miöri eynni. Aður höfðu stjórnar- sinnar hrakið lögregluliða úr búðum sínum. Fréttir voru óljósar i gær, t.d. er alls ókunnugt um afdrif þess, sem talinn er leiðtogi uppreisnarmanna, en morðið á þjóðarleiðtoganum var upp- hafið á byltingartilraun. Byltingin virðist þó — eftir fréttum Reuter-fréttastofunn- ar að dæma — hafa verið kæfð I fæðingu. Þótt bardagar héldu áfram i gær, létu forvitnir höfuð- borgarbúar slikt ekki aftra sér frá að klöngrast upp á hæðir i nánd við borgina, til að sjá með eigin augum búðir lög- regluliösins, sem lagðar hafa verið I rúst. Þeir djörfustu — einkum unglingar — fóru m.a.s. inn i búðirnar i kjölfar stjórnarsinna, en voru ekki fyrr komnir þangað en skot- hriö hófst og mikil sprenging fylgdi i kjölfarið. Ekki var ljóst siðdegis I gær, hvort ein- hvern héfði sakað. Útvarpsstöð eynnar hefur sent út tilkynningu frá svo- nefndu þjóöarráði, sem fer að formi til með æðstu völd á Malagasiu. Ráðið bað eyjar- skeggja að sýna stillingu, treysta stjórnarhernum og snúa aftur til vinnu. Sömuleiðis sagði hann að draga yrði úr halla á viðskiptum við út- lönd, greiðslujöfnuður Dana út á við var óhagstæður um 6500 millj. danskra króna á siðasta ári. Aöspurður sagðist Jörgensen ekki búast við, að enn einar þing- kosningar færu fram i Danmörku á þessu ári, þvi að vonandi gæfist stjórn sinni tóm til að leysa að- kallandi vandamál, er tæki nokkurn tima. Hann lagði áherzlu á, að fylgt yrði svipaðri stefnu i utanrlkismálum og fram að þessu, þ.e. Danir yrðu áfram I Efnahagsbandalagi Evrópu og Atlantshafsbandalaginu. Ráðherralisti stjórnarinnar litur þannig út: Anker Jörgensen: Forsætisráðherra. Knud Börge Andersen: Utanríkisráðherra. Ivar Nörgaard: Ráðherra mál- efna EBE. Knud Heinsen: Fjár- málaráðherra. Erling Dinesen: Verkalýðsmálaráðherra. Helge Nielsen: Húsnæðis- og um- hverfism álaráðherra. Orla Möller: Landvarna- og dóms- málaráðherra. Erling Jensen: Viðskiptamálaráðherra. Egon Jensen: Innanrikisráðherra. Jörgen Peder Hansen: Kirkju- og Grænlandsmálaráðherra. Poul Dalsager: Landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra. Niels Mathiasen: Menningar- og sam göngumálaráðherra. Eva Gredal: Félagsmálaráðherra. Svend Jakobsen: Skattamálaráö- herra. Ritt Bjerregaard: Kennslumála ráðherra. Per Hækkerup: Efnahagsmálaráð- herra. Drykkjuskapur brezkra sjómanna víttur BREZK sjómannablöð hafa vltt harðlega drykkjuskap brezkra togaraáhafna i öðrum íöndum, og hefur veriö heitið á yfirmenn á togurum að vaka yfir þvi, að skip- verjar geri sig ekki seka um ölvun, sem hæglega geti dregiö dilk á eftir sér i öðrum löndum. í blaði brezkra togaraeigenda var komizt svo að orði i forystu- grein, að þeir atburðir hefðu gerzt i vetur i Noregi, að ekki yrði yfir þeim þagað. „Þaö er afleitt, þegar menn drekka sig fulla á skipsfjöl”, seg- ir blaðið, ,,en það gengur glæpi næst að gera það i öðrum löndum, þar sem skip liggja i höfnum”. Jörgensen forsætisráðhr. K.B. Andersen Þau settust í fyrri valdastóla í gær Heinesen Hækkerup Nörgaa rd Möller Átökin í Eritreu: Tæp tvö þúsund fallin í valinn Waldheim skorar á Einingarsamtök Afríku að skerast í leikinn, en þau þrdast við Reuter-Addis Ababa. Reglulegur ráöherrafundur Einingarsam- taka Afriku (OAU) hófst I gær I Addis Ababa, höfuðborg Eþióplu. A dagskrá fundarins eru einkum efnahags- og stjórnunarmálefni, en átökin I Eritreu skyggja þó mjög á þinghaldið. Átökin i Eritreu verða ekki til umræðu á sjálfum ráðherra fundinum, en þeim mun meira verða þau rædd að tjaldabaki að sögn Reuter-fréttastofunnar. Areiðanlegar fréttir herma, að tæp tvö þúsund manns — nánar tiltekið um eða yfir 1850 — hafi látið lifið i átökunum frá þvi þau hörðnuðu og urðu i raun að blóð- ugri borgarastyrjöld i siðasta mánuði. En allt var með kyrrum kjörum i Eritreu i gær og líf var smám saman að færast i eðlilegt horf i Asmara, höfuðborg lands- hlutans. (Eritrea hafði nokkra sjálfstjórn i eigin málum fram til ársins 1962, þegar landshlutinn var innlimaður i Eþiópiu, er áður hafði haft með höndum stjórn Eritreu I umboði Sameinuðu þjóðanna.) Kurt Waldheim, aðalritari S.Þ., hefur skorað á OAU að koma I veg fyrir frekari blóðsúthellingar i Eritreu. Áreiðanlegar fréttir hermdu, að málið yrði ekki tekið Framhald á 19. siðu Tvö ríki á Kýpur Getur haft af- drífaríkar afleið- ingarí för með sér Reuter-Anakara. Tyrknesku- mælandi Kýpurbúar ákváðu I gær að setja á stofn sjálfstætt riki á norðurhluta Kýpur, sem er nú á valdi tyrkneska hers- ins. Riki þeirra er þó innan vé- banda Sambandsrikisins Kýpur, enda féiist stjórn Tyrklands ekki á þá hugmynd tyrkneskumælandi eyjar- skeggja að stofna sjálfstætt rlki, óháð Sambandsrikinu. Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneskumælandi eyjar- skeggja, skýrði frá þessari ákvörðun I Nikósiu I gær, en áöur höfðu ráðamenn tyrk- neskra Kýpurbúa setið á ströngum fundum i fjóra daga. Hugmynd Denktash og fylgismanna hans er, að einn forseti riki á Kýpur, en annaö samband verði ekki á milli tyrknesku og grisku mælandi eyjarskeggja. Stjórn Tyrk- lands hefur aftur á móti lagt til, að ein miðstjórn með tak- mörkuðu valdsviði tengi þjóðarbrotin saman. Fréttaskýrendur teija, að þessi siðasta ákvörðun geti haft afdrifarikar afleiðingar i för með sér fyrir friðarum- leitanir á Kýpur, svo og hernaðaraðstoð Bandarikj- anna við Tyrkland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.