Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 3
Finimtudagur 20. febrúar 1975 TÍMINN 3 VON FREKARI UPPLYSINGA UM HUGSANLEG OLÍULÖG NORÐAUSTUR AF LANDINU n k 1 TTTTT Lífeyrissjóður sjómanna efldur Rikisstjórnin hefur sem kunnugt er boðað, að 75 milljónum króna af gengis- hagnaði verði varið til líf- cyrissjóðs sjó- manna. Með þessari ráð- stöfun er fylgt hugmynd Steingrims Hermanns- sonar um efl- ingu lifeyrissjóðs sjómanna. Lagði Steingrimur á það áherzlu, er frumvarpið um ráðstafanir i sjávarútvegi var rætt i desembermánuði s.l., að Ufeyrissjóður sjómanna yrði efldur. Þá var tæpiega fjórðungi af 100 milljón króna eftirstöðvum af fyrri gengis- hagnaði varið til sjómanna- samtakanna, 15 milljónum tii að vcrðbæta lifeyrisgreiðslur aldraðra, sem fá greiddan lif- eyri úr llfeyrissjóöi sjómanna, og 11 milljónum varið til or- lofshúsa sjómannasamtak- anna, eða samtals 26 milljón- um króna. i umræðum um málið sagði Steingrimur Hermannsson m.a.: ,,Þetta eru 26 milljónir króna, og er það góðra gjalda vert. Þó sýnist mér, að upp- hæð þessi hefði mátt vera meiri, og tel eðlilegt, að við at- hugun á þvi, hvernig þeim 74 milljónum, sem enn eru eftir verði ráðstafað, verði þetta mál skoðaö betur, og væntan- lega mcira fjármagni varið til þess að styrkja lifevrissjóð sjómanna.” Það er ánægjulegt, að ríkis- stjórnin skuli hafa tekið undir þessi sjónarmið Steingrims Hermannssonar. Óþarfi ætti að vera að minna á það, að sjómannastéttin er sú stétt, sem aflar þjóðarbúinu mestra tekna og skapar raunar þann gengishagnaðarsjóð, sem til skipta kemur. Það er þess vegna sanngirnimál, að vel sé búið að lifeyrissjóði sjó- manna, ekki sizt þegar það er einnig tekið meö i reikninginn, að sjómenn vinna hættumestu störfin. Hvað á að skera niður I leiðara Alþýðublaðsins i gær er rætt um efnahagsvand- ann og óhjákvæmilegar aö- gerðir, sem framundan eru. Bent er réttilega á það, að taka verði fjárlögin til endur- skoðunar og niðurskurðar. Þá segir blaöið m.a.: ,,An efa er nauðsynlegt að lækka útgjöld rikisins — m.a. með það fyrir augum, hvort ekki sé hægt að lækka skatta á iaunafólki — en það er auðvit- að ekki sama, hvernig það er gert. Af framkvæmdum sem fresta þarf verður að velja þær, sem f fyrsta lagi gefa minnstan arð og i öðru lagi krefjast minnsts vinnuafls á kostnaðareiningu. Hins vegar er rik ástæða til þess að vara við frestun framkvæmda, sem beinlinis eru gjaldeyrisspar- andi, eins og t.d. hitaveitu- og aðrar orkuframkvæmdir eru. Þá bcr einnig að varast mjög að skera niður framlög til tekjujöfnunar i þjóðfélaginu, svo sem eins og framlög til al- mannatrygginga, sem eiga að ganga til aldraðra. sjúkra og öryrkja.” — a.þ. Garðyrkjuskóli ríkisins fullsetinn í vetur HHJ-Rvik — Nýlega urðu á Al- þingi allmiklar umræður um jarðlög norð-austur af landinu, sem hugsanlega hafa að geyma oliu. Fram kom i umræðunum, að umbeðnar upplýsingar varðandi þetta mál hafa hvorki borizt frá rússneska rannsóknaleiðangrin- um, sem fann jarðlögin, né frá bandariskum leiðangri, sem var á þcssu svæði s.l. sumar. Timinn sneri sér til Steingrims Hermannssonar, framkvæmda- stjóra Rannsóknaráðs rikisins, og gébé—Reykjavik — Þegar ms. Skaftafell var austur af Langa- nesi i gærdag, kom i Ijós, að tals- veöur sjór var i öftustu lest skipsins, og var þvi þá þegar snúið til Húsavikur, en þaðan hafði það farið um morguninn, fulllestað af freðfiski, áleiðis til Tallin i Sovétrikjunum. Blaðið hafði samband við Hjört Hjartar, forstjóra skipadeildar Sambandsins, og sagði hann að skipverjar hefðu tekið eftir þvi i gærdag, að ekki væri allt með felldu i öftustu lest skipsins. Er þeir athuguðu málið, kom i ljós, að sjór var i undirlestinni. Hjörtur sagði, að skipverjar hefðu ekki getað gert sér grein fyrir orsökum þessa, og þvi hefði skipinu verið snúið við til Húsavikur og kom það þangað um áttaleitið i gærkvöld. Gunnar í Leiftri látinn BH-Reykjavik. — Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri lézl i sjúkrahúsi i Reykjavik i gærmorgun, 81 árs að aldri. Gunnar var þjóðkunnur maður fyrir útgáfustarfsemi sina og prentsmiðjurekstur, og löngum kenndur við prentsmiðju sina og útgáfu- fyrirtæki.Leifur.Starfsdagur hans var orðinn Lengri en hjá flestum öðrum á þessu sviði, en hann lauk námi i prentiðn árið 1913. Arið 1929 varð hann framkvæmdastjóri Isa- foldarprentsmiðju og fyrir- tækja hennar, en 1955 keypti hann fyrirtækið Leiftur, sem hann rak siðan til dauðadags af miklum myndarskap. Gunnar var kunnur fyrir störf sin að félagsmálum, var m.a. formaður HIP tvö ár, formaður Bóksalafélags- ins i 24 ár, og um jafn langt skeið formaöur Félags isl. prentsmiðjueigenda. innti hann frekari frétta af þess- um málum. Steingrimur skýrði frá þvi að hér á landi hefði verið rússneskur rannsóknaleiðangur að störfum sumurin 1971, 1972 og 1973. Leið- angursmenn störfuðu einkum að rannsóknum og athugunum á sprungumyndun i tengslum við kenningar, sem nú eru uppi um myndun jarðskorpunnar, rek meginlanda o.fl. af þessu tagi. í tengslum við þennan leiðang- ur var rannsóknaskipið Akadem- Hluti af farminum i öftustu lest verður losaður i kvöld og nótt, sagði Hjörtur Hjartar i gærkvöldi, og verður þá hægt að komast að þvi, hvað olli þvi að sjór komst i undirlestina. Vikulegar póstferðir um Þistilfjörð — ÉG VIL gera þá athugasemd við frásögn ykkar um jólapóstinn að Tunguseii, að þrátt fyrir öll snjóþyngsli i vetur hefur vcrið póstferð þangað, eins og á aðra bæi hér um slóðir, einu sinni i viku, sagði Indriði Kristjánsson á Syðri-Brekku við Timann I gær. Um þetta er mér manna kunnug- ast, þvf að ég annast póstflutning- ana. Indriði sagði, að vissulega hefðu póstflutningarnir verið erfiðleikum bundnir, þegar veðurlagið hefur verið hvað verst. En ég hef snjósleða til þessara ferða, þegar ófært er með öðrum hætti, sagði Indriði. Blöð hafa að sjálfsögðu farið vikulega á bæina, eins og annað, og ég kannast ekki við neinn jólapóst að Tunguseli i febrúarmánuði. Hann hefur ekki farið um minar hendur, og hefur þess vegna verið utan við venjulegan póst, ef rétt er frá sagt. Hitt má svo gjarna koma fram, að það eru óþarflega dræmar póstsamgöngur, að farið skuli að- eins einu sinni i viku á bæina, þar eð blöð koma að forfallalausu fimm sinnum i viku til Þórshafn- ar, sagði Indriði að lokum. En það er póststjórnarinnar að athuga, hvað þar má gera til úrbóta. ik Kurchatov við athuganir á sjávarbotninum. Visindamenn- irnir um borð unnu fyrst og fremst að rannsóknum á Atlants- hafshryggnum suður af Reykja- nesi og á hafsbotninum milli Is- lands og Jan Mayen. Þessar rannsóknir voru fyrst og fremst jarðeðlisfræðilegs eðlis. Sumarið 1972 kom skipið inn til Akureyrar. Þá var bæjarstjórn og fleiri boðið um borð. Rússarnir skýrðu þá m.a. frá þvi, að þá grunaði, að olía gæti leynzt i jarð- lögum norðaustur af íslandi. Vorið 1973 kom skipið svo inn til Reykjavikur, og þá fór Stein- grimur um borð og átti tal við leiðangursmenn um störf þeirra, og þá m.a. fréttina um hugsanleg oliulög. t viðræðunum kom greinilega fram, að rannsóknir Rússann'a beindust ekki að oliu- leit, heldur fyrst og fremst jarð- eðlisfræðilegs eðlis. Rússnesku visindamennirnir kváðust hins vegar fúsir til þess að athuga þetta mál nánar, þegar þeir yrðu við rannsóknir norðaustur af landinu þá um sumarið. Haustið 1973 var Þorbirni Sigurbjörnssyni prófessor skýrt frá þvi i Moskvu, að leiðangurinn hefði fundið frekari merki um oliurik jarðlög norðaustur af Is- landi. Þess vegna skrifaði Steingrim- ur leiðangursstjóranum, prof. Beloussov, bréf, þar sem hann fór þess á leit að fá nánari upplýsing- ar um málið. Nokkru siðar barst Steingrimi bréf frá leiðangursstjóranum, sem hafði að geyma stuttan út- drátt um rannsóknirnar. Frh. á bls. 15 gébé-Reykjavik — Garðyrkju- skóli rikisins i Hveragerði er nú fullsetinn, og vafasamt er, hvort hægt verður að taka á móti nem- endum fyrir skólaárið 1975/1976. Fjárveiting fékkst ekki til að bæta við heimavistarbyggingu skól- ans, svo að ekki virðist, eins og sakir standa, unnt að bæta fleiri nemendum við, en aðsókn er mjög mikil að skólanum. Timinn ræddi við skólastjóra Garðyrkju- skólans, Grétar Unnsteinsson, og sagði hann nánar frá starfsemi skólans. Garðyrkja er nú þriggja ára nám og skiptist i tvö kjörsvið: Skrúðgarðyrkju, sem er lögfest iðngrein, og ilræktun og útimat- jurtaræktun. Námið er bæði bók- legt og verklegt, og stunda nem- endur bóklega námið i fimm og hálfan mánuð á hverjum vetri. Nýir nemendur eru yfirleitt tekn- ir annað hvert ár. Annað árið starfar fyrsti og þriðji bekkur, en hitt árið annar bekkur. Nemend- ur, sem hafa mjög góðan bókleg- an undirbúning, geta þó komizt beint i annan bekk. Skólaárið ’73/’74 störfuðu fyrsti og þriðji bekkur, og voru 36 nem- endur i þeim. Þá um vorið út- skrifuðust átján nemendur. A yfirstandandi skólaari starfar annar bekkur með 28 nemendum, og er skólinn fullsetinn hvað hús- næði snertir. Stúlkur eru tæplega helmingur nemenda i vetur, eða þréttán talsins. — Mesti vandinn framundan, sagði Grétar, er að ekki fékkst fjárveiting til að bæta við þriðju heimavistarálmunni, þannig að væntanlega verður enginn fyrstu vekkur skólaárið ’75/’76. Þeim nemendum, sem sótt hafa um skólavist fyrir næsta vetur verður þvi sennilega visað i annað fram- haldsnám, þannig aö haustið 1976 verða þeir nemendur teknir beint inn i annan bekk. Ahugi á garðyrkju hefur aukizt mikið á siöustu árum, og aðsókn- in að Garðyrkjuskólanum hefur aukizt geysilega að sama skapi, sagði Gretar. Margir nemendur skólans hafa farið beint i fram- haldsnám erlendis, eftir að hafa lokið námi hér, og nú eru nokkrir við nám erlendis. Auk skólastjóra eru tveir fast- ráðnir kennarar við Garðyrkju- skólann og nokkrir stundakenn- arar. I garðyrkjustöð skólans fer fram mjög fjölbreytt ræktun, bæði i sambandi við kennsluna og i athugunar- og tilraunaskyni. A sumrin hafa verið haldin garðyrkjunámskeið undanfarin ár, og er þar fyrst að nefna nám- skeið fyrir unglinga utan af landi, sem haldin eru á hverju vori. Hin svokölluðu húsmæðranámskeið hafa verið haldin i nokkur ár, og eiga þau vaxandi vinsældum að fanga. Þau standa yfir tvo daga i senn. Einnig hafa kennarar skól- ans farið út á land og haldið nám- skeið fyrir ýmis félagasamtök. Þá hefur einnig verið gengizt fyrir þvi að fá erlenda sérfræð- inga til að koma hingað og kenna á námskeiðum fyrir garðyrkju- menn sagði Grétar Unnsteinsson að lokum. Leki kom að Skaftafelli — skipinu snúið til Húsavíkur Garðyrkjuskóli rikisins i Hvcra gerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.