Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 20. febrúar 1975 hálfvegis hjá sér i viðurvist þessa þögla/ ókunnuglega manns. Hún varð að kanna það með mestu varúð hvern- ig á honum lá. ,/Hefur þér liðið sæmilega á sjónum?" „Já." ,, Fáðu þér dálítið meira f lesk, Einar. — Hvernig verð- ur um húsnæði handa þér í AAaríuhöf n í vetur?" ,,Ég er búinn að fá leiguherbergi". „Jæja". J „Þú verður sjálfsagt að borga drjúgan skilding i leigu". „AAaður verður að borga allt einhverju verði". „Hvar fórstu af skipinu, sem þú varst á?" „I Nýstað". ,,0-já. — Það hefur margt gerzt síðan þú fórst að heiman". „ Já". „En pabbi þinn dó glaður". „U-hu". „Ég skal þvo og gera við fötin þín, ef þú tekur upp úr vaðsekknum". „Ég skildi mest af þeim eftir i AAaríuhöfn". „Jæja. — Hvernig komstu frá Bómarsundi". „Reri yfir fjörðinn". „Ö-já". Nei, þetta var tilgangslaust. Það var enn sama djúpíð milli þeirra, óbrúanlegt sem fyrr. Hún virti hann fyrir sér í laumi. Hann var lágvaxinn, herðibreiður og dálítið lotinn, veðurbitinn eins og löngum áður og yfirskeggið hvítt og snöggt. Og það var komið á hann eitthvert heimsmannssnið og jafnvel útlendingsblær. Þá fáu daga, sem hann var heima, hékk hann allar stundir yfir bókum sínum. Þegjandi og drumbslegur sat hann við borðið og leit ekki einu sinni upp f yrr en Katrín sagði, að maturinn væri til. Kvöld eitt, fáum dögum áður en hann ætlaði til AAaríuhafnar, herti hún upp hugann og ávarpaði hann. „Einar", sagði hún. „Viltu þú koma með mér út í kirkjugarð til þess að hlynna að leiðunum? Ég er vön að fara þangað við og við og vökva blómin". Hann leit upp, önugur á svip að vanda. En svo blíðkað- ist hann heldur. „Hvenær viltu fara?" spurði hann. „Það er bezt, að við förum strax. Það fer bráðum að skyggja". Hann reis á fætur og lagði frá sér bókina. Katrín batt skýlu yfir höfuðið, og svo lögðu þau af stað. Þau gengu þegjandi hlið við hlið. Katrínu varð hugsað til þess, hve þessi maður var ólíkur Gústaf. Hann var vanur að skrafa við hana um alla heima og geima. Þau opnuðu járnhliðiðog gengu inn í garðinn. Þar ríkti kyrrð og friður undir laufþaki stórvaxinna trjáa. Fáein- ar konur reikuðu hljóðlega milli leiðanna. Katrín fór með son sinn aðtveim vallgrónum leiðum i nýrri hluta kirkju- garðsins. Þar var litið um trjágróður, svo að dagsbirtan naut sín betur. Þau staðnæmdust f yrst við leiði Jóhanns. Katrin beygði sig niður og sleit upp illgresið, sem fest hafði rætur á þúfunni. Síðan tók hún pjáturdós og jós vatni úr skjóðu, sem þau höfðu borið með sér og sökkt í lind við veginn, yf ir blómgresið. Allt í einu varð hún þess vör, að Einar var setztur á hækjur sér og farinn að slita upp húsapunt. „Lá pabbi lengi mikið veikur?" „Nei. Það var eins og hann liði út af", svaraði Katrín og gætti þess að líta ekki á hann. ,,Þú veizt nú", hélt hún áfram, „að pabbi þinn var aldrei jafn hraustur og orkumikiil og flestir aðrir, og þess vegna væri ekki sanngjarnt að dæma hann út frá sömu forsendum og þá. Hann var ekki vitund hræddur við að deyja, heldur leit á það eins og það sjálfsagðasta af öllu sjálfsögðu. — Ég varð talsvert veik eftir að hann dó, en Gústaf vakti yf ir mér og hjúkraði mér", bætti hún við lágróma. Einar svaraði ekki. Hann sat enn kyrr um hríð, þótt Katrín stæði upp og gengi að hinu leiðinu. Katrín hreins- aði það og vökvaði á sama hátt. Þegar þau voru lögð af stað út úr kirkjugarðinum, sagði hann lágt: „Nú hefði Sanna systir verið orðin stór". „Já. Hún hefði verið fermd í vor". „Það eru falleg fermingarföt í búðargluggunum sums staðar". „Svo — ó-já". „Já. Það hefði ekki verið vandi að finna fallegan kjól handa Sönnu". „Nei-ei. En eins og pabbi þinn komst stundum að orði: það er þó víst ennþá betra að vera engill". Burri Gústaf hafði eignazt hvolp. Hann var ákaflega hreyk- inn af þessum litla, loðna anga, sem hann sagði, að Rétt. Við þörfnumst þeirra ekki. 20. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Lisu I Undra- landi” eftir Lewis Carroll (10). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir viö Jakob Jakobsson fiskifræðing um loðnu- veiðar. Poppkl. 11.00: Gisli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá Perú Alda Snæhólm Einarsson flytur erindi. 15.00 Miödegistónleikar Tékk- neska filharmóniusveitin leikur „Karnival”, forleik eftir Dvorák, Karel Ancerl stjórnar. Anny Schlemm, Walter Ludwig, Paul Kuen, Josef Greindl og kór og hljómsveit útvarpsins i Munchen flytja atriði úr óperunni „Seldu brúöinni” eftir Smetana, Fritz Leh- mann stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. Hanna Eiriksdóttir les sög- una um „Gráa kisa” eftir Björgu Guönadóttur. Enn- fremur lesið úr islenskum þjóðsögum. 17.30 Framburöarkennsla i ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Eingöngur i útvarpssai: Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Þórarin Guð- mundsson, Ingólf Sveinsson ogEyþór Stefánsson, ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.00 Framhaldsieikritiö „Húsiö” eftir Guömund Danielsson. Sjötti þáttur: Spor i dögg. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. PerSónur og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutv. sögu- manns: Tryggvi Bólstað: Guðmundur Magnússon. Katrin Henningsen: Val- gerður Dan. Agnes: Anna Kristin Arngrimsdóttir. A. C. Henningsen: Gisli Halldórsson. Frú Ingveld- ur: Helga Bachmann. L. von Storm: Róbert Arn- finnsson. Fröken Þóra: Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Ásdis: Geirlaug Þorvalds- dóttir. 20.45 Kvöldtónleikar a. Alfons og Aloys Kontrarsky leika fjórhent á pianó Litla svitu eftir Debussy og Spánska rapsódiu eftir Ravel. b. Félagar i Vinaroktettinum leika Kvintett i c-moll eftir Borodin. 21.35 „Saga handa börnum” eftir Svövu Jakobsdóttur Höfundur les (áður útv. 26. f.m.). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (22). 22.25 „Inngángur að Passíusálmum ”, ritgerö eftir Halldór Laxness Höf- undur les (2). 22.50 Úr heimi sálarlifsins Fimmti og siðasti þáttur Geirs Vilhjálmssonar sál- fræðings: Tónlistarlækning- ar. 23.20 Létt músik á siökvöldi Hljómsveit undir stjórn Grants Hossacks leikur „Glataða soninn”, ballett- tónlist eftir Scott Joplin. Pianóleikari: Michael Bassett. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.