Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.02.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. febrúar 1975 TÍMINN 9 HVER VAR BALDVIN BJÖRNSSON? — Hver var Baldvin Björnsson, spuröi unga stúlkan, og maðurinn sagöi: Ég veit það ekki. Já, og við fundum hversu háskalegt hið kyrrláta lif er, þegar maðurinn tekur sjálfan sig frá, i ’fyllstu merkingu þess orðs. Það var kyrrt og milt veður, þegar við Indriði G. Þorsteinsson lögðum leið okkar I Norræna hús- ið, og það var logn á Stdrhöfða og logn um Norræna húsið, en það eru dálitlir vorboðar i hliðarvindi vetrarins. Og við spurðum líka: Ilver var Baldvin Björnsson? •Hver var Baldvin Björnsson? Ef til vill veit það enginn, en þeir hengja nú sum lifsplögg hans upp i Norræna húsinu um þessar mundir, ásamt gulli og öðrum smiöamunum, sem unnir voru af ótrúlegum hagleik. Við sáum hinsvegar ekki gullið, við Indriði, og þarf þó talsvert til þess að missa sjónar af gulli. Við sáum málverk. Við sáum myndlist. Björn Th. Björnsson er sonur hans, lika Haukur og Harald, og GIsli B. Björnsson er sonarsonur hans. — Að geta talað svona vel um þessa andskota, eins og hann Björn Th. gerir, og eiga svona föður, sagði Indriði. Hann gar ekki heldur leynt hrifningu sinni, og við gengum um. Svo þetta var þá til á litla lslandi. Abstrakt frá 1906 — Þetta er abstrakt, er það ekki? — Jú, hann sá Kandisky suður i Þýzkalandi, og þessar eru frá 1906. Það var áður en Islendingar eignuðust fyrsta togaránn. Nú eru komnir skuttogarar og abstrakt- menn, sem hafa að éta. — Hver var Baldvin Björns- son? spurðum við Björn Th. Björnsson. — Hann var allt mögulegt, og hann var faðir minn, og núna fæ ég að sjá þetta allt aftur. — Og hann horfði með viðkvæmni á all- ar þessar myndir. Björn er leikari, en nú var hann Viðmælandinn, Björn Th. Björnsson listfræðingur. ekki aðleika. Og hann hélt áfram, og röddin færðist i sambland af fyrirlestri og ástarjátningu: — Baldvin Björnsson var sonur Björns Arnasonar gullsmiðs Arnasonar Björnssonar, prests á Þingvöllum, Pálssonar Þorláks- sonar, bróður Jóns á Bægisá. Hann var þvi ættaður frá Þing- völlum i fjóra liði. Til náms i Kaupmannahöfn Baldvin Björnsson fæddist árið 1879 og lézt árið 1945. Hann fædd- ist i Reykjavík, en fluttist með foreldrum sinum til Isafjarðar, þar sem hann ólst upp og lærði gullsmiði af föður sinum. Að af- loknu sveinsprófi 1898 sigldi hann til framhaldsnáms i gullsmiði og dvaldi viðnám i Kaupmannahöfn I fjögur ár. — Þá voru við nám i Kaup- mannahöfn tveir merkir mynd- listarmenn, þeir Einar Jónsson og Asgrimur Jónsson, og varð þeim vel til vina. — Að afloknu framhaldsnámi lagðist Baldvin i „iðnsveina- flakk”, sem var mikið stundað á þeim árum. Atvinnuleysi varð oft til þess að ungir iðnsveinar flosn- uðu upp og ferðuðust milli staða og unnu fyrir mat sinum, við þau störf, er til féllu. Vinátta Einars Jónssonar og Baldvins Björnssonar var náin. Þaö kemur fram i minningum, og það kemur fram i myndum beggja, — myndir Baldvins, þær elztu, minna á verk Einars, eða öfugt. Goðsagnakennd, dularfull, næstum trúarleg uppstilling, blandin rómantik og þunglyndi. Þeir héldu saman suður i Þýzkaland árið 1902, Einar fór til Rómar, en Baldvin ferðaðist um Prússland og Pólland, og þar byrjaði hann að mála. Seinria settist hann um kyrrt i Berlin og varð forstöðumaður i gullsmiða- deild stórrar skartgripaverk- smiðju. — Arið 1906 kvæntist hann þýzkri stúlku, Mörtu Klöru Bemme, en hún var frá Leipzig. — Um verk Baldvins á þessum árum er margt vitað. Til eru myndir frá þessum árum, og mikið var um að vera i myndlist- inni i i Evrópu. Expressionism- inn. Þetta heillar hann, og hann málar ekki einasta i anda im- pressionismans, heldur einnig kúbisma og verk i anda Kandi- skys. Baldvin notaði timann vel. Hann skoðaði söfn, sankaði að sér bókum og las listasögu. Til íslands með unga konu 1915 Björn Th. heldur áfram að rekja feril föður sins. — Hann fluttist heim 1915 með unga, þýzka konu, og vann fyrstu árin að gullsmiði með Birni bróður sinum, flytzt til Eyja, svo aftur til Reykjavikur, tekur þátt i Gottu — leiðangrinum til Grænlands, og flytur svo aftur til Reykjavikur. Oghann fer i löng ferðalög á milli anna. Björn Th. er sagnameistari. Frásögn hans er róleg og mild, næstum sefjandi. Við fylgjum honum um salinn, fylgjum honum um ofskynjanaheim þeirra Ein- ars Jónssonar, þar sem hug- myndirnar virðast henta betur i Silfurnæla eftir Baldvin Björnsson. Litazt um í Norræna húsinu á stórmerkri mólverkasýningu tónverk heldur en málverk, og marmara, gegnum múrbroí Kandiskys og yfir i hina mildu gleði impressionismans, við heislum upp á hann Odd af Skag- anum og tyllum okkur á ram- búkka, sem fengin er sumpart að láni hjá van Gogh, og við skrepp- um við henni Gottu til Grænlands. — Við förum á mótorbáti til■ tsafjarðar, og jullan kastast til og frá I sleftóginu, og Neðstikaup- staöur teygir sig eins og skart- gripur út milli holdmikilla herða fjallkonunnar. . Skartgripi skoðum við ekkert, þvi við kaupum jólagjafirnar i Kron og Hamborg, eða i járn- vörubúðum. Indriði getur ekki oröa bundizt, þvi hann þarf engu að hætta: — Assgoti er þetta gott. Þetta er maler, segir hann. Og hann horfir á dularfullar skútur, Lund- únaþokulegar myndir af miðbæn- um i Reykjavik, og á tvær bos.ma- miklar vinnukonur, sem stökkva með þvottabala yfir læk. — Sjáiði, segir hann. Við nem- um staöar, og við byrjum að trúa á gegnumtrekkinn aftur. Sama er upp á teningnum, þegar við sjá- um stúlkur raka ljá. Viss gaman- semi og glaðværð skin úr mynd- unum. Baldvin Björnsson sýndi aldrei myndir að heitið gæti. Hann mun hafa tekið þátt i einni sýningu FIM, en þar var hánn félagi. Hann seldi litið sem ekkert, og myndir hans dreifðust meðal vina og kunningja. Hann ætlaði sér ekki mikinn hlut. Það fer ekki hjá þvi, að þeirri spurnlngu skjóti upp, hver hefði orðið hlutur þessa myndlistarmanns, ef hann hefði helgað sig málverkinu einu. Hvað hefði orðið úr honum Bólu-Hjálm- ari, ef hann þefði haft að éta? Jónas Guðmundsson Mcð lienni GOTTU i isnum við Grænland. en Baldvin var meðal leiðangursmanna og málaði margar myndir frá Grænlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.