Tíminn - 21.02.1975, Side 17

Tíminn - 21.02.1975, Side 17
Föstudagur 21. febrúar 1975. TÍMINN 17 Nýliðar FH mæta Fram í fyrstu umferðinni — og íslandsmeistararnir frá Akranesi leika gegn KR á Laugardalsvellinum NÝLIÐARNIR úr Hafnarfiröi FH, mæta Fram í sinum fyrsta leik I 1. deildar keppn- inni I knattspyrnu, sem áætlað er aö hefjist um helgina 17,—18. mai n.k. tslands- meistararnir frá Akranesi hefja vörn sfna á tslands- meistaratitlinum I Reykjavlk, en þeir mæta Vesturbæjarlið- inu KR á Laugardalsvellinum I fyrsta leiknum. Víkingar fá Vestmannaey- inga i heimsókn og Valsmenn leika i Keflavik i fyrstu um- feröinni. Á þessu sést, aö það verða fjórir fjörugir leikir i fyrstu umferðinni, og má bú- ast við að 1. deildar keppnin hefjist jafnvel með óvæntum úrslitum, eins og svo oft áður. Iþróttasiðan hefur frétt, að mýliðarnir úr Hafnarfirði stefni aö þvi að leika heima- leiki sina á Kaplakrikavellin- um, en FH-ingar eru byrjaðir aö undirbúa framkvæmdir við völlinn, þar sem þeir ætla sér að gera áhorfendastæði fyrir 1000—1500 áhorfendur. Þá getur einnig farið svo, að þeir leiki heimaleiki sina á gras- vellinum i Njarðvikum. Eins og kunnugt er, þá eru öll 1. deildar liðin búin að ráða sér þjálfara, og eru þau nú þegar byrjuð að æfa undir stjórn þeirra, eða æfingaáætl- un, sem þeir hafa sett upp. — SOS Þegar Geir kom inn á.,.. — vöknuðu FH-ingar aftur til lífsins. Þeir voru nær búnir að tapa niður 7 marka forskoti gegn Hau FH-ingar, undir stjórn Geirs Hallsteinssonar, sigruðu erki- fjendurna úr Firðinum, Hauka, á miðvikudagskvöldið. Lengi vel leit út fyrir að FH-ingar ynnu stórsigur, því að þeir náðu 7 marka forskoti I fyrri hálf- leiknum. En Haukarnir voru ekki á þeim buxunuin að gefast upp, þeir söxuðu á forskotið hjá FH og minnkuðu rnuninn I aðeins eitt mark (17:16) á 11. min. siðari hálfleiksins. Þegar FH-liðið virt- ist vera að sigla i strand, birtist Geir Hallsteinsson á vellinum, og honum tókst að rétta stefnuna hjá FH-liðinu, sem sigldi undir hans stjórn I örugga höfn, og stórsigur ikum FH (23:17) varð staðreynd I Firðinum. Viðar Simonarson lét ekki sjá sig I iþróttahúsinu i Hafnarfirði, hvorki til að leika með FH né stjórna Hauka-liðinu. FH-ingar létu ekki fjarveru landsliðs- mannsins á sig fá. Ólafur Einars- son var i „banastuði”, og skoraði hann hvert markið á fætur öðru hjá Gunnari Einarssyni, lands- liðsmarkverði úr Haukum, sem átti slæman dag i markinu. FH-ingar komust i 9:6, en þá var Clafur tekinn úr umferð. Þrátt fyrir það juku FH-ingar forskotið og komust i 14:7, og siðan höfðu þeir 17:12 yfir i hálfleik. Haukar byrjuðu af miklum krafti i siðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn i 17:16. Það gekk hvorki né rak hjá FH-ingum i sókninni á þessum tima, og þegar Geir sá hvað var að gerast, dreif hann sig úr æfingabúningnum og birtist á vellinum. Það var nóg fyrir FH-liðið. Þórarinn skoraði 18:16 eftir linusendingu frá Geir, og siðan skoraði Geir 19:16 með góðu langskoti. Stuttu siðar bætti Gunnar Einarsson marki við (20:16) úr vitakasti, og FH-ingar voru aftur komnir á skriö. Þegar Geir sá, að stefnan var orðin rétt, hvarf hann aftur af leikvelli. FH-ingar juku hraðann og kom- ust i 23:16, áður en Haukar skor- uðu siðasta mark leiksins, 23:17. Þá höfðu þeir ekki skorað mark i 18 min. Sigur FH-liðsins var sætur, og nú eru FH-ingar enn með i barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Birgir Finnbogason, Gunnar Einarsson, og Ólafur Einarsson áttu beztan leik hjá FH-liðinu. Mörk liðsins skoruðu: Þórarinn 8(4 viti), Ólafur 6, Gunnar 5(1 viti), Arni, Geir og Tryggvi eitt hver. FH-ingar tóku Hörð Sigmarsson úr umferð i leiknum, og hafði það sin áhrif á leik Hauka-liðsins. Hörður var samt markhæstur hjá Haukum, með 7(6 viti) mörk, Stefán 2, Arnór 2, Ólafur 2, Frosti 3 og Elias eitt. — SOS ÍR-liðið þoldi ekki blóðtökuna Aðeins kraftaverk getur bjargað því frá falli Baráttuglaðir Gróttumenn komnir af hættusvæðinu' ÁN ÞEIRRA stórkarlanna Gunn- laugs Hjálmarssonar, Agústs Svavarssonar og Þórarins Tyrf- ingssonar, hafði ÍR-Iiöið ekkert að gera I hendurnar á baráttu- glöðum Gróttumönnum I fþrótta- húsinu i Hafnarfiröi á miöviku- dagskvöldið, tR-liðiö var einhæft og fékk þaö stóran skell þar — (16:19). Nú getur ekkert nema kraftaverk bjargað liðinu frá falli. ÍR-liöið mátti greinilega ekki við þessari miklu blóötöku, þvi að það lék lélegan sóknarleik og einhæfan. Stórskytturnar Agúst og Þórarinn voru fjarri góöu gamni, en þeir voru settir út úr liöinu vegna agabrots, og einnig haföi fjarvega Gunnlaugs mikil áhrif á liöið, þvi aö ieikur liðsins var sunduríaus, bæði I vörn og sókn. Það var aðeins um tima I fyrri hálfleik, að IR-liðið gat veitt Gróttu keppni, en þá höföu IR- STAÐAN STAÐAN er nú þessi I 1. deildar keppninni I handknattleik: Víkingur.....10 7 1 2 197:176 15 FH............10 7 0 3 215:196 14 Valur.........11 7 0 4 218:188 14 Fram.......... 11 5 2 4 206:205 12 Armann....... 11 6 0 5 187:195 12 Haukar.......11 5 0 6 205:205 10 Grótta....... 11 2 2 7 224:249 6 1R............ 11 1 1 9 197:235 3 Markhæstu menn: Hörður Sigmarss. Haukum 96(33) Björn Péturss. Gróttu .... 71(25) Einar Magnúss. Vikingi ...53(15) ólafur Jónsson, Val ......52( 0) PálmiPálmas. Fram.........48(17) Halldór Kristj. Gróttu....46( 3) Stefán Halldórss. Vfk.....43(15) ingar um tlma fjögur mörk yfir — 6:2 um miöjan hálfleikinn. Gróttumenn jöfnuðu 8:8 en IR- ingar skoruðu tvö siöustu mörk hálfleiksins, sem lauk 10:8 fyrir 1R. Gróttuliðiö byrjar slðari hálf- leikinn af miklum krafti, og eftir 3 min. var staðan oröin jöfn 10:10 og siðan bæta Gróttumenn við þremur mörkum og komast yfir 13:10. IR-ingum tókst að jafna 13:13 um miðjan hálfleikinn, en eftir það náðu leikmenn Gróttu öllum tökum á leiknum og sigr- uðu örugglega 19:16. IR-ingar tóku Björn Pétursson úr umferð I leiknum og héldu honum algjörlega niöri. Gróttu- menn létu þaö ekki á sig fá og Halldór Kristjánsson tók viö hlut- verki Björns. Hann skoraöi 7 glæsileg mörk og var óstöðvandi fyrir slaka IR-vörn. Leikmenn Gróttu-liösins börðust hart allan leikinn og sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. IR-liðið var ekki upp á marka fiska. Ungu leikmennirnir i liöinu eiga langt i land að geta fyllt upp i þau skörð, sem Gunnlaugur, Agúst og Þórarinn skildu eftir sig. Það sést bezt á þvi, hve einhæfur sóknarleikur liðsins var, að liðið skoraöi aðeins 4 mörk fyrstu 27 min. i siðari hálfleiknum. Sami leikmaðurinn, Guðjón Marteins- son, skoraði öll mörkin, þar af 3 úr vltak. Eins og IR-liðið lék gegn Gróttu, á það hvergi annars staöar heima en I 2. deild, svo lélegur var allur leikur liösins. Mörkin I leiknum, sem var af- spyrnulélegur, skoruöu: GRÓTTA —Halldór 7, Magnús 3, Arni 2, Georg 2, Björn 2 (1 viti), Kristmundur og Sigurður eitt hvor. ÍR — Guðjón 6 (3 viti), Hörður H. 3, Brynjólfur 2. Asgeir 2, Bjarni 2 og Hörður Á. eitt. — SOS sækja í 2. deild AKUREYRARLIÐIN i knatt- spyrnu, Þór og KA, sem slitu samvistum fyrir stuttu og ákváðu að hætta að leika sam- an undir merki ÍBA hafa bæði sótzt eftir að taka sætið, sem ÍBA-liðið átti I 2. deild. Stjórn KSl er nú að kanna, hvernig bezt er að leysa mál Akureyr- arliðanna, en það getur farið svo að þau leiki bæði I 3. deild i sumar. Sumir telja réttlátt, að Akureyrarliðin fái að koma sér saman um, hvort Þór eða KA taki sæti IBA i 2. deild, eða þá að Þór og KA leiki um lausa sætið, sem IBA skildi eftir sig i deildinni. En spurningin er hvort það sé rétt, lagalega séð, að þessi nýju deildarlið fái rétt til að leika strax um það, hvort liðið skuli leika i 2. deild. Margar tillögur eru nú á lofti, eins og t.d. að kalla for- ráðamenn 2. deildar liðanna saman á fund og fá álit þeirra á þvi, hvernig þeir telji bezt að leysa þetta vandamál, sem hefur skotið upp kollinum við það, að Akureyrarliðin slitu samvistum. Þá hefur verið rætt um það, að 3. deildarliðið Reynir frá Arskógsströnd sem lék til úrslita gegn Ólafs- vikur-Vikingum á siðasta kappnistimabili i 3. deild, fái sæti i 2. deild. Það er eflaust bezta lausnin á þessu máli, sem getur dregið dilk á eftir sér, ef ekki er rétt haldið á spilunum. tþróttasiðan hefur frétt, aö Reynir frá Arskógsströnd sé tilbúið að leika i 2. deild i sumar. Þá er einnig viðbúiö að l'ðin, sem tóku þátt i úrslitakeppninni i 3. deild, kæri þaö, ef annaðhvort Akur- eyrarliöið kemst beint i 2. deild, án keppni I 3. deild. — SOS Rimmer átti stórleik JIMMY RIMMER, markvörður- inn snjalli hjá Arsenal, sem Man- chester United gat ekki notað, átti stórleik á Filbert Street, þeg'ar Arsenal var svo heppið að ná jafntefli (1:1) gegn Leicester I bikarkeppninni. Rimmer, sem er einn bezti markvöröur Bretlands- eyja, bjargaði Arsenal frá stór- tapi. Hvað eftir annað bjargaði hann snilldarlega, á milli þess sem varnarmenn Arsenal björg- uðu á linu. Heppnin var ekki með ieikmönnum Leicester, og staðan ★ Hann bjargaði Arsenal frá stórtapi á Filbert Street í Leicester JIMMY RIMMER hefur leikið vel I marki Arsenal I vetur. var 0:0 eftir venjulegan leiktima. Mörgum þótti það nálgast krafta- verk, að Leicester tókst ekki að skora. Arsenal-liöiö, drifiö áfram af fyrirliðanum Alan Ball, sem átti stórleik, náði forustunni i fyrri hálfleik framlengingarinnar. Það var John Radford, sem skoraði mark Arsenal, með stórgóöum skalla. En dauöuppgefnir leik- menn Leicester gáfust ekki upp: beim tókst að tryggja sér auka- leik á marki, sem Alan Birchenall skoraöi undir lok framlengingar- innar. Eftirtalin lið leika um farseðil- inn til Wembley i 8-liða úrslitun- um: Ipswich—Leeds Birmingham—Middlesborough Carlisle—Fulham Arsenal eöa Leicester—West Ham Einn leikur var leikinn a 1. deildar keppninni á miövikudag- inn, — West Ham og Liverpool gerði jafntefli (0:0) á Upton Park i Lundúnum. West Ham haföi ekki heppnina með sér i leiknum — þrátt fyrir mikla pressu aö marki Liverpool, tókst leikmönn- um „The Hammers” ekki að koma knettinum i netiö. — SOS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.