Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 13. marz 1975. Snjóstytta stóð í einn dag Þann áttunda febrúar sl. voru fimmtfu ár liðin frá því aö Hala- veðriö svonefnda skall á. Þaö var eitt versta veöur sem komiö hefur hér á landinu og í ná- grenni þess á tuttugustu öld. 68 islendingar og 5 Englendingar fórust af þrem skipum, sem týndust i veðrinu. Þau voru togararnir Leifur heppni og Ro- bertsson og véibáturinn Sólveig frá Reykjavfk. Einnig uröu fimm menn úti i veörinu vfös vegar á Noröurlandi. Þorsteinn Asgeirsson bif- reiðarstjóri færöi okkur þessa mynd til birtingar, en hún er tengd þessu alræmda óveöri og mannskööum þeim, sem i þvl uröu. Nokkru eftir að ljóst var orðið að skipin höföu farizt f fár- virörinu var hafin fjársöfnun handa aðstandendum þeirra, sem drukknuöu. Stytta af sjó- manni, 2 1/2 mannhæð aö stærð, var gerð á Lækjartorgi og efnið var snjór. Snjókarl þessi var i sjófötum með kaðalhönk um öxl og sjóvettlinga standandi I stafni róörabáts, sem lika var mótaður úr snjó. Skammt frá var samskotabaukur, sem menn létu I það, sem þeir máttu missa. Þorsteinn kveöst muna vel eftir snjókarlinum, en ekki hverjir stóðu fyrir þvl að gera hann. Tekin var ljósmynd af styttunni af sjómanninum og póstkort með henni á seld og ágóðinn látinn renna I söfnunina vegna sjóslysanna. Þorsteinn lét þess einnig getið að mikið orð hefði farið af siglingu togarans Hilmis þvert fyrir Vestfiröi til Reykjavíkur I ofveðrinu I febrúar 1925. Eins og öll skip, sem í veðrinu lentu, laskaðist Hilmir mikið. Það missti báða llfbátana. Stýrið festist og mastriö brotnaði. Skipstjórinn Pétur Maack sigldi skipinu með kaðaltrossum og hlerum til hafnar. Halldór Þor- steinsson i Háteigi mun hafa kennt Pétri Maack að sigla skipi á þennan hátt og kom sú þekk- ing Pétri oft vel bæði I þetta sinn og oftar. Þótti þetta mikið afrek. Þegar togararnir fóru aö tln- ast til hafna eftir Halaveðrið höfðu þeir nær allir misst björgunarbátana og loftskeyta- stangirnar. Allir voru þeir mjög Isaðir. Egill Skallagrlmsson hafði orðið einna hættast kominn. Hann lá á hliðinni i tvo sólar- hringa, en kol og salt hafði kast- ast út I aöra hliðina I brotsjón- um. Allan þennan tlma var áhöfnin viö mokstur, en við hvern brotsjó lagðist skipið allt- af á sömu hliö. Sjór rann inn um brúargluggana og jafnvel skor- steinana, svo mikil var slagsið- an á skipinu og stanzlaust þurfti að dæla úr skipinu. Botn- vörpungurinn Gulltoppur lagð- ist lika á hliðina en skipverjum tókst að moka kolum og salti þannig að skipið rétti sig við. Leitað var að togurunum sem fórust I nokkra daga á stóru svæði og tóku 19 skip þátt I leit- inni. Talið var að þeir hefðu fyllzt af sjó og sokkið, en óveðrið skall mjög skyndilega á. Var álitið að þeir hefðu verið með dekkið hálffullt af fiski og lestarnar ófrágengnar. 10. marz var haldin minn- ingarathöfn um sjómennina, sem fórust I veðrinu. Hófst hún við Reykjavikurhöfn, en síöan var sjómannanna látnu minnzt I Dómkirkjunni og Frlkirkjunni. I Æskunni frá því I april 1925 fundum við frásögn, þar sem m.a. var greint frá hverjir höfundar snjóstyttunnar á Lækjartorgi voru. Það var eng- inn annar en Rlkharður Jónsson myndhöggvari og félagar hans. Þar greinir einnig frá þvl að þiðviðri hafi komið nóttina eftir að ungu mennirnir hlóðu og mótuðu sjómanninn. En sam- skotin gengu vel þennan eina dag, sem styttan fékk að standa. ★ Sögusafn um síðari heimsstyrjöldina 1 höfuðborg Úkrainu, Kiev, eða Kænugarði, hefur nýlega veriö opnað safn, er lýsir sögu siðari heimsstyrjaldarinnar, með 6000 sýningarmunum. Safnið lýsir þeirri baráttu, er rauði herinn háði sumarið og haustið 1941, hinni hetjulegu vörn viö Lenin- grad, Odessu, Novorossijsk og Sevastopol, ósigri fasistaherj- anna við Moskvu og Stalingrad og mörgu öðru. Margir af sýn- ingarmunum hins nýja safns lýsa umfangsmikilli neðanjarð- arhreyfingu I héruðum, sem um tlma voru hersetin af þýzku fas- istunum. Mörg þúsund manns, bæði Kænugarðsbúar og gestir I borginni hafa þegar sótt safnið heim. ★ Veðurathuganir frá sjálfvirkum athugunarstöðum A svæðinu umhverfis Tjumen I Vestur-Síberiu, þar sem olíu- og fasiðnaður þróast mjög ört, taka veðurfræðistöðvar fjórum sinnum á dag á móti veður- skeytum frá sjálfvirkum veður- athugunarstöðvum. Þessar athugunarstöðvar senda upp- lýsingar um hitastig, loftþrýst- ing, vindátt og vindstig, úr- komumagn og sólskinstlma frá 18 mismunandi stöðum, sem erfitt er að komast að á sumrin, nema meö bátum. Aætlað er að setja upp sllkar stöðvar til við- bótar. Skeytin eru send á dul- máli gegnum útvarp á sérstök- um bylgjulengdum. Þegar lesið hefur verið úr upplýsingunum, senda hina staðbundnu veður- fræðistöðvar þær áfram til Omsk, þar sem þær eru teknar inn I veðurskýrslur svæðisins og hjálpa þannig til við að gera veðurspárnar áreiðanlegri, en það hefur mikla þýðingu á þessu svæði, einkum við flugumferð og siglingar, þegar fljótin eru fær til siglinga. DENNI DÆMALAUSI „Þetta er gestahandklæði. Er það ekki. Ég er gestur hérna. Er ég þaö ekki?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.