Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 13. marz 1975. TÍMINN 9 Vitað um 40-50 börn, sem þyrftu að komast í Fjölfötlunarskólann Foreldrasamtök barna sem sérþarfir hafa sam- þykkt eftirfarandi álykt- un á félagsfundi 3. febrú- ar síðastliðinn: beir aðilar innan rikisstjórn- arinnar, sem hafa með málefni Fjölfötlunarskólans að gera eru beðnir um að finna sem bráðast lausn á húsnæðisvandræðum skólans. Ljóst er að algjört vandræðaástand skapast i þess- um efnum næsta haust, ef ekkert er að gerf. Kjarvalshús á Seltjarnarnesi, þar sem skólinn er núna til húsa er ekki nærri nógu stórt til að rúma þá starfsemi, sem þar þarf að fara fram'.Þar sem samningur um afnot af Kjarvalshúsi er gerður til tveggja ára er liklega raun hæfasta lausnin að flytja hluta starfseminnar i annað húsnæði skólaárið 1975-76. öngþveiti ríkir i málefnum skólans þetta ár, vegna hús- næðisskorts. Nú þegar er vitað um 40-50 börn, sem þarna þurfa á skólavist að halda, en hús- rýmið leyfir ekki fleiri en 22 nemendur og er þá þröngt set- inn bekkurinn. Starfsfólk er varla nóg til að sinna þessum nemendum, en þvi er heldur ekki hægtað fjölga vegna skorts á húsrými. Félagið vill taka það skýrt fram, að foreldrar þeirra barna, sem ekki fá inngöngu i skólann vegna húsrýmisskorts, hafa ekki ótakmarkaða þolinmæði. Leysa átti að hluta úr vandræð- um þeirra með þvi að taka börn- in i mánaðarrannsóknir, sérstaklega þau, sem búa úti á landi, en litið verður úr þessari úrlausn, þar sem heimsóknar- börnin komast varla fyrir i skólanum. Ekki þótti ástæða til að koma upp fjölskylduheimili við skól- ann þennan vetur, heldur var nýtt heimavistunaraðstaða fyrir örfá skólaskyld börn i Reykjadal i Mossfellssveit. Börn, undir skólaskyldualdri, sem ekki þola algjöra heima- vistun en búa utan Reykja- vikursvæðisins sitja núna heima aðgerðarlaus. Er það þvi skýlaus krafa okk- ar, að komið verði upp fjöl- skylduheimili næsta haust, jafn- framt þvi sem komið verði upp viðbótarkennslurými Við álit- um stjórnvöld ekki hafa nokkurn rétt til að hundsa á þennan hátt þarfir þeirra sér- þurftarbarna, sem eru svo óheppin, að hafa fæðzt utan höfuðborgarinnar. Fyrir tilstuðlan foreldrafélagsins meðal annars var samþykkt af fjárveitinga- nefnd Alþingis og Alþingi i desember 1974, að veita fimm milljónum króna til byrjunar- framkvæmda við byggingu yfir skóla þann, sem nú er i Kjarvalshúsi. Mundi það verða annar áfangi við öskju- hliðarskóla. Viljum við benda Menntamálaráðuneytinu á að hraða sem mest framkvæmdum við þessa byggingu. þvi haustið 1976 höfum við ekki aðgang að Kjarvalshúsi lengur. Sé ekkert skólahúsnæði þá fyrir hendi er ráðuneytinu mikill vandi á höndum og það verður dýrt spaug að innrétta annað bráða- birgðahúsnæði. Loks viljum við benda þeim, sem með stjórn þessara mála fara, á það að sú þróun, sem hér er að verða á málum barna með sérþarfir verður ekki stöðvuð og það er tilgangslaust að stinga höfðinu í sandinn, heldur verður að gera ráðstafánir i tima. Við erum að krefjast réttinda til handa börnum okkar, sem við höfum verið svikin um i mörg ár. Og við munum svo sannar- lega sjá til þess, að foreldrar, sem eiga eftir að standa i okkar sporum, lendi ekki i þeim ógöngum, sem við höfum lent i, jafnvel þó að mörg okkar eigin barna séu að missa af tæki- færinu, vegna þess hvað timinn liður hratt. .Fimmtudagur 13. marz 1975. Stefnubreyting varðandi börn með sérþarfir Kennslukrókar eru tveir út frá almenningnum. Þangað fara börnin inn og njóta kennsiu nokkur saman eða eitt og eitt eftir þvf I hverju kennsl- an er fólgin. öll börn hafa gaman af að sulla f vatni. Þetta er sullherbergi barnanna i Kjarvaishúsinu. Þaö er ekki óhreint eins og ætla mætti, ef litið er á myndina i fljótheitum. A veggjunum er aðeins vatnslitur, sem litlar hendur hafa notiö að fá að þrýsta á vegginn að vild. Slikt gleöur hvert barn, og ekki sizt, ef ekki er alltaf verið að banna þetta og hitt. Hér fær hvcr að sulla aö vild sinni, stund og stund. Þrjú börn I eldri deild voru einnig að drekka, þegar gestina bar að garði. Þau spurðu áhugasöm, hvað veriö væri að gera, og hvers vegna maðurinn væri að taka myndir. 1 stofunni i Brautarh#ti$er fundaraöstaða fyrir foreldrafélagið. Þar vantar enn húsgögn, en ekki hefur veriðhægt aðbúa gistiheimilið nægilega húsgögnum enn sem komið er vegna fjárskorts. Foreldrar eiga að geta komiö og búið með börnum sinum á gistiheimilinu i Brautar- holti. Þar eru tvö herbergi, svefnherbergi, og þrjú rúm i hvoru. (Timamyndir Róbert) Almenningur, nefnist aðalsalur Kjarvaishússins. Þar geta börnin leikið sér i frjálsum leik, og einnig er þar borö, þar sem hluti þeirra drekkur og borðar. Það var kaffitimi þegar Ijósmyndarann bar aö, og börnin sátu og drukku með fóstrunum sinum. Kjarvalshúsið er stór og mikil bygging, þótt það sé ef til vili ekki hentugt fyrir skóla fjölfatlaöra. Mikið skortir á, að umhverfiðsé, eins og bezt væri á kosiö, svo vægt sé til oröa tekið. Sjórinn er rétt fyrir framan húsið, og fjaran stórgrýtt. Ekkert hefur veriö gert við lóöina, hún er eitt forarsvað, þar sem ekki eru þá stórir steinar. Gatan er beint fyrir framan, og þangað út veröa fóstr- urnaraöfara meðbörnin, þvifátt er þeim nauðsynlegra en mikil útivera og hæfileg þjálfun úti viö. Vonandi veröur þess ekki langt að biða, aöumhverfið breytist, svo börnin geti notiö þess aö vera úti I góöu veöri. Hæli verði lögð niður og börnin fái aðstoð innan hins almenna skólakerfis FB-Reykjavik. Frá þvi i október 1973 hefur verið starfandi hér Foreldrafélag fjölfatlaðra barna. Nafni þess félags hefur nú verið breytt I Foreldrasamtök barna með sérþarfir, og er nú gert ráð fyrir, að foreldrar allra þeirra harna, sem einhverrar séraðstoð- ar þurfa við, geti gerzt félagar i þvi, án þess að notað sé lýsingar- orð, sem höfðar tii fötlunar barn- anna. Meö þessari nafnbreytingu er einnig verið að fylgja þeirri þróun. sem orðið hefur erlendis, þar scm málefni afbrigöilegra barna eru lengst á veg komin. Stefnir þróunin aö þvi, aö leggja niður hæli aö mestu leyti, en framkvæmda aöstoð viö sérþurft- arbörn innan hins almenna skóla- kerfis. Er það skoðun manna erlendis, og sömuleiðis þeirra, sem lagt hafa hugann að þessum málum hér, að þetta sé miklu auðveldari og ódýrari lausn, bæði fyrir hið opinbera * og heimili barnanna. Aðstaöa til likamlegrar þjálfunar barnanna er I kjallara Kjarvalshúss- ins. Hér sýnir litill drengur okkur, hvernig hægt er aö velta sér I velti- grind. Baráttumálið er kennslu og þjálfunar aðstaða fyrir börnin Foreldrasamtök barna með sérþarfir boðaði blaðamenn á fund sinn, og hafði Helga Finns- dóttir, formaður félagsins, orð fyrir stjórninni. Gat hún þess m.a., að I upphafi hefðu niu for- eldrar stofnað félagið, og sama haustið og félagið var stofnað hefði það fengið þvi áorkað, að þá tók til starfa skóli fyrir fjölfötluð börn I Reykjavik. Hefur hann verið starfræktur siðan. Nú eru foreldrar fjörutiu barna i félag- inu, eða áttatiu manns. Af þess- um fjörutiu börnum eru einungis tólf fjölfötluð i þeirri merkingu, sem lögö hefur verið i það orö. Það er barn, sem býr við marg- háttaðar fatlanir, er á mörkum þess að vera talið kennsluhæft, en fær hvergi kennslu við sitt hæfi i islenzku skólakerfi. Fljótlega kom i ljós, að i skóla eins og þeim, sem félagið var stofnað utan um, var hægt að hjálpa miklu fleiri börnum en fjölfötluðum, þvi að i þetta litlu landi þýðir ekki aö draga börnin i dilka. Stjórn félagsins gerði sér þvi ljóst i haust, að félagið sigldi undir fölsku flaggi. Nauðsynlegt var að opna félagið fyrir foreldr- um allra barna, sem hafa ein- hverjar sér.arfir. Sameiginleg baráttumál allra þessara foreldra eru mörg, en helzta atr- iðið er kennslu? og þjálfunarað- staða, sem gerir börnunum kleift aö ná þeim þroska, sem þau mögulega geta náð. Sérþurfarbörn i venjulega skóla Erlendis er nú stöðugt unnið að þvi, að börn, sem hafa einhverjar sérþarfir, geti fengið aðstöðu til þess að ganga i venjulega skóla, en þá verði fremur sérstakar deildir fyrir þau innan skólanna. Er þetta talið mjög þýðingarmik- ið fyrir börnin sjálf, og reyndar einnig fyrir umhverfi þeirra, þvi að heilbrigð börn þurfa ekki siður að kynnast þvi, sem ekki er eðli- legt, og venjast þvi að umgangast slik börn eðlilega. Þess má geta, að I Hliðaskólanum er nú starf ræktur bekkur fyrir börn með sérþarfir og gengur það mjög vel. Eitt af þvi, sem er mjög knýj- andi, að komið verði upp hér i sambandi við sérþarfabörnin er greiningarstöð, þar sem hægt er að greina i hverju ágallar þeirra eru fólgnir, og á hvaða sviði þeir þurfa á sérstakri aðstoð eða þjálf- un að halda. Hver dagur i lifi sliks bams er mjög dýrmætur, þvi að þau þurfa i rauninni að vera i stöðugri þjálfun allt frá frum- bemsku og framúr. Ætlunin var að koma á fót greiningarstöð hið allra fyrsta, en fjármagn vantar enn til þess. Stór hópur þarf á aðstoð að halda Tölfræðilegar staðreyndir sýna, að 3% af ibúatölu landsins séu vangefin, en við það bætast siðan börn með ýmiskonar fötlun, svo greinilegt er, að mikil nauð- syn er á að málum þessa stóra hóps sé veitt nægilega athygli og unnið kappsamlega að þvi að bæta kjör þessa fólks. Með þvi að taka börnin til meðferðar sem allra yngst getur sparazt mikið fé, þvi að þeim mun lengra ná þau á þroskabrautinni, og geta orðið til meira gagns en ella og nær þvi að verða sjálfbjarga en ella verður. Gistiheimilið tekur til starfa Foreldrasamtök barna með sérþarfir tóku á leigu húsnæöi i Brautarholti 4, siðast liðið haust. Er þar um að ræða 150 fermetra hæð. Þar fer fram öll félagsstarf- semi samtakanna og fræðslu- starfsemi. Jafnframt er ætlunin, að reka þarna gistiheimili fyrir böm og foreldra utan af landi. Fyrstu gestirnir voru væntanlegir i þessari viku. Foreldri eða for- eldrar með barn sitt geta komið og dvalizt I Brautarholti 4 á með- an verið er að rannsaka barnið hér 1 borginni. Þarna getur fólk dvalizt og lifað eðlilegu fjöl- skyldulifi á meðan á þessu stend- ur, en þarf ekki að fá inni á hóteli. Tveir litlir drengir I eldri deild aö leik. Gistiheimilið hefur að nokkru verið búið húsgögnum, en mikið vantar þó að að það sé nægilegt, að sögn félagsstjórnarinnar. Þá sagði Helga Finnsdóttir ennfremur á fundinum með blaðamönnum: — Fyrir utan viðunandi uppeldis- og kennsluaðstöðu handa börnum okkar, þá er eitt helzta baráttumál samtakanna félagslegt jafnrétti okkar og bama okkar til jafns við aðra I þjóðfélaginu. A þvi sviði er mikið óunnið. Þetta rúma ár, sem félagið hefur starfað, hefur ekki gefizt timi til að sinna til fulls öll- um þeim verkefnum, sem liggja fyrir, þó að mörgu hafi verið áorkað. — Miklir kraftar hafa farið i það, að gera félagið nokkurn veg- inn fjárhagslega sjálfstætt og einn liður i þeirri sókn er núna sunnudaginn 16. mars. Þá erum við með köku- og páskabasar i fé- lagsheimili Bústaðakirkju og föstudaginn 21. mars munum við selja lukkudýr i borginni sem nokkurs konar merki félagsins. Sýna félagsmenn mikinn dugnað viö þetta þarf, en ekki má gleyma þeim, sem rétt hafa okkur hjálparhönd. — Sóknarnefnd Bústaðakirkju hefur frá stofnun félagsins leyft þvi afnot af félagsheimili kirkj- unnar. Nú þegar félagið hefur eigin húsnæði til umræða er fé- lagsheimilið okkur enn opið, þegar á þarf að halda, eins og núna 16. mars, þegar þar verður kökubasar. Sóknarprestur Bú- staðasóknar.séra ölafur Skúla- son, hefur sýnt félaginu sérstaka velvild I þessum viðskiptum. Gjafir þakkaðar — Þegar Fjölfötlunarskólinn var fyrst starfræktur i Bjarkar- hliö við Bústaðaveg fengust engir peningar frá rikissjóöi til rekstr- ar hans fyrstu tvo mánuðina. Fjöldi kaupmanna og fyrirtækja reyndist okkur þá hjálplegur við aðútvega þangað nauðsynlegustu leikföng og annað dót. Fyrsta fjárgjöfin, sem félaginu barst, var frá kvenfélagi Bæjarleiða, þrjátiu þúsund krónur og munaði verulega mikið um þá gjöf. Starfsmannafélag Bilasmiðjunn tæpar þrjú hundruð þúsund krónur siðastliðið haust og núna um jólin sendu St. Franzisku- nunnurnar i Stykkishólmi félag- inu eitt hundrað þúsund krónur. Þess utan hafa margir einstak- lingar gefið félaginu fjárhæðir eða stutt það á annan hátt. Ekki sakar að geta þess að fólki hefur gefizt vel að heita á félagið. Foreldrasamtök barna með sér- þarfir vilja nota tækifærið og flytja öllum þessum aðilum kær- ar þakkir. — Foreldrasamtök barna með sérþarfir eru stofnuð til þess að knýja fram sjálfsögð mannrétt- indi til handa afbrigðilegum börnum og þau munu ekki gefast upp, fyrr en þessu marki hefur verið náð. Lögum samkvæmt eiga börnin rétt á þvi, sem við er um að berjast fyrir og i þetta litlu samfélagi ætti að vera auðvelt að koma þessum málum i gott horf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.