Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 16
BJtlfER HAUGSUGAN er einnig / —rl traust b 'T \ muíby eldvarnatæki^í^f li W f GuAbiörn .. KZ""" . J Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 22^^ Símar 85694 & 85295 g:~:ði fyrirgódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Leiðtogar MFA á fundi i Lissabon fyrir skömmu Afleiðingar hinnar misheppnuðu bylfingartilraunar: Vinstri sveifla jr - r | Spænsk yfirvöld treg I T* jfT II fl f| I til að veita Spínóla 9 landvistarleyfi NTB/Reuter-Lissa- bon/Madrid/Washington. Herfor- ingjar þeir, er fara meö völd i Portúgal, sviptu I gær Antonio de Spinóla, fyrrum forseta, stööu þeirri, er hann hefur gegnt i Portúgalsher. Jafnframt var byrjaö aö handtaka þá, er taldir eru hafa verið viðriðnir hina mis- heppnuöu byltingartilraun. Yfir sextiu voru handteknir i gær, þ.á m. tveir fyrrverandi að- stoðarmenn Spinóla og sjö af stjórnarmönnum i einum stærsta banka landsins. U.þ.b. 200 herforingjar komu saman til fundar i fyrrinótt og lögðu á ráðin um stjórn landsins. Á fundinum var ákveðið að mynda nýtt byltingarráö og gera breytingar á stjórn landsins. Þeir, sem sátu fundinn, eru úr hreyfingu herforingja (MFA) — þeirri hreyfingu, er stóð að bylt- ingunni i Portúgal fyrir tæpu ári. Breytingar á stjórninni eru að sögn gerðar til að auka áhrif MFA á stefnu hennar. Fréttaskýrendur i Lissabon túlka þessar breytingar sem sveiflu i átt til vinstri, en her- foringjarnir hafa lýst þvi yfir, að kosningar til stjórnlagaþings fari fram þann 12. aprfl n.k., eins og ekkert hefði i skorizt. Andrúmsloft i Lissabon var þrungiö spennu i gær, en i fyrra- kvöld hópaðist fólk út á stræti, til að mótmæla byltingartilrauninni. 1 ólátunum var m ,a. ráðizt á aöal- stöðvar kristilegra demókrata og miðdemókrata í borginni. Þá réðst æstur mannsöfnuður inn á heimili Spinóla i fyrrinótt, reif allt og tætti, þ.á m. eintök af bók forsetans fyrrverandi „Portúgal og framtiðin”, sem sumir telja kveikjuna að byltingunni i fyrra. Vopnaðar sveitir voru á verði á fiugvellinum við Lissabon, en bæði sá fiugvöllur og völlurinn við borgina Oporto voru opnaðir fyrir fiugumferð i gær. Þá voru sveitir og á verði við sendiráð Banda- rikjanna og Vestur-Þýzkalands i höfuðborginni, en i þvi siðast- nefnda hafa fjórir herforingjar leitað hælis sem pólitiskir flótta- menn. Areiöanlegar fréttir frá Madrid hermdu I gær, að spænsk yfirvöld væru treg til að veita Spinóla landvistarleyfi á Spáni, en þang- að flúði hann i fyrrakvöld. Spánverjar eru sagðir óttast hefndaraðgerðir af hálfu Portú- gala. Þyrlur meðSpinóla, eiginkonu hans og átján aðra herforingja lentu á flugvelli skammt frá landamærabænum Badajoz. Spinóla hélt kyrru fyrir á flug- vellinum i gær ásamt fylgdarlið- inu, en vallarins var gætt af her- mönnum, gráum fyrir járnum. Fréttir hermdu i gær, aö Splnóla ætlaði að biðjast hælis i Brasiliu, en þær hafa ekki verið staðfestar. Talsmaður brasiliska sendiráðsins I Madrid sagði I gær, að sérhver portúgalskur borgari gæti ferðazt til Brasiliu án vega- bréfs eða — áritunar, hvað þá sérstaks leyfis. Þá visaði bandariska utanrikis- ráðuneytið i gær á bug ásökunum þess efnis, að bandariskir aðilar hefðu verið viðriðnir byltingartil- raunina. Jorge Correira Jesu- ino, upplýsingaráöherra Portú- gals, sagöi I gærkvöldi, aö Frank Carlucci, sendiherra Bandarikj- anna I Portúgal, gæti haldiö kyrru fyrir. Carlucci hefur áöur veriö boriö á brýn aö hafa átt þátt i byltingartiirauninni. Upplýsinga- ráöherrann lét einnig svo um mæit, aö Portúgaisstjórn neydd- ist e.t.v. til aö banna starfsemi kristilegra demókrata og miö- demókrata. Kissinger um friðarhorfur í Miðjarðarhafslöndum: Báðir aðilar þrá frið — en of snemmt er að spá samkomulagi Reuter-Aswan. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, flutti Anwar Sadat Egypta- landsforseta nýjustu tillögur ísraelsstjórnar I gær. Kissinger kvaöst sannfærður um, að báöir deiluaöilar þráöu friö — en annað mál væri, hvort samkomulag tækist. Bandariski utanrikisráðherr- ann ræddi við fréttamenn um borö i einkaþotu sirini á leið til As- wan frá Jerúsalem, þar sem hann lauk viðræðum við israelska ráðamenn I gærmorgun. Hann sagði: — Ég held, að báðir aðilar vilji samkomulag — það virðist ljóst. Og af beggja hálfu er unnið kappsamlega að gerð samkomu- lags. Hvort möguiegt er að ná saman endum, á hins vegar eftir að koma i ljós. Háttsettur embættismaður i fylgdarliði Kissingers sagði, að erfiðleikar steðjuðu að báðum aöilum: „Haukar” i ísraelhafa haldið uppi gagnrýni á geröir Israelsstjórnar og Egyptar hafa sætt ásökunum frá öðrum Araba- rikjum fyrir að skerast úr leik. Til að mæta þeim hafa egypzkir ráðamenn sagzt ætla aö birta efni þess samkomulags, er gert verði — og jafnframt hafa þeir fullyrt, að engir frekari samningar verði gerðir bak við tjöldin. Af hálfu beggja deiluaðila er lögð áherzla á, að á næstu dögum korni i ljós, hvort samkomulag náist. Breyttar horfur að loknum EBE-fundinum í Dublin: Styður brezka stjórnin aðild Breta að EBE? Giscard d'Estaing segir ívilnanirnar til handa Bretum bæði tímabundnar Reuter-London/Paris. Brezka stjórnin tilkynnti I gær, aö hún vonaðist til aö hafa tekiö ákvörö- un fyrir páska, hvort Bretar ættu aö vera áfram I Efnahagsbanda- lagi Evrópu eöa segja sig úr bandalaginu. Þjóöaratkvæöa- greiösla um aðild Breta aö EBE fer sem kunnugt er fram I vor. Harold Wilson forsætisráðherra var heldur kampakátur, er hann sneri heim frá fundi æðstu manna EBE i Dublin. Hann neitaði þó að skýra frá persónulegri afstöðu sinni til áframhaldandi aðildar Breta aö bandalaginu. Fréttaskýrendur i London eru flestir þeirrar skoðunar, að brezka stjórnin leggi til, að Bret- ar verði áfram i EBE. Talið er, að Wilson hafi fengið framgengt flestum af kröfum slnum. Samkomulagið i Dublin var til umræðu i Neðri málstofunni i gær. Wilson kvaðst búast við endanlegri ákvörðun stjórnar sinnar fyrir páskaleyfi þing- manna, er hefst 27. marz. óveruiegar og Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsflokksins, fór þess á leit við Wilson, að hann beitti persónu- legum áhrifum sinum til að Bret- ar yrðu áfram i Evrópu! Vöktu ummæli Thatcher mikinn fögnuð Ihaldsþingmanna. Fjöldi þingmanna Verka- mannaflokksins gerði hróp að ein um úr þeirra hópi, þegar hann lýsti þvi yfir, að verulegur stuðn- ingur væri meðal fiokksmanna við samkomulagið I Dublin. 1 um- ræöunum lýstu margir úr röðum vinstri sinna i Verkamanna- flokknum andstöðu við áfram- haldandi aðild Breta að EBE. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti gerði i gær litið úr þeim Ivilnunum, er Bretum hefðu verið veittar á fundinum I Dublin. Hann -kvað þær bæði óverulegar og eins timabundnar. Giscard d’Estaing lagði jafn- framt áherzlu á, að stofnsamn- ingi EDE yrði i engu breytt, þrátt fyrir minniháttar lagfæringar á aöildarskilmálum Breta. ■' . • % lÍÍtSHORNA & 'Á IUI11 I I A IVIILLI Vilja Kissinger feigan NTB-New York. Alþjóöalög- reglan (Interpol) hefur aövar- að lögregluyfirvöld I Miö- jarðarhafslöndum. Ástæöan er sú, aö öfgamenn úr hópi Palestinumanna hafa lagt á ráöin um aö myrða Henry Kissinger, utanrlkisráðherra Bandarikjanna. Bandariska blaðið New York Post skýrir frá þessu i gær. I frétt blaðsins er og sagt, að sömu aðilar hyggist ráða af dögum Kurt Waldheim, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna. Að sögn blaðsins hefur Interpol borizt vitneskja um samsæri öfgamannanna viðs vegar að. Jafnvel er búizt við, að þeir freisti þess að fram- kvæma fyrirætlun sina við upphaf nýrrar friðarráðstefnu I Genf. Þeir eru þegar sagðir hafa smyglað vopnum til borgarinnar. Svíar framselja öfgamenn úr landi Reuter-Stokkhólmi. 1 fyrri viku handtók sænska lögregl- an tvo Japani, sem voru önn- um kafnir aö taka Ijósmyndir og teikna uppdrátt af bygg- ingu nokkurri I Stokkhólmi. t byggingunni eru nokkur sendiráö — þ.á. m. þaö Is- lenzka — til húsa og er talið vlst, aö tvimenningarnir hafi ætlað aö leggja undir sig bygginguna. Tilkynnt var i gær, að tvi- menningarnir hefðu verið framseldir að beiðni japanskra yfirvalda. Fjórir sænskir öryggisverðir fylgdu þeim úr landi. Lögregluyfirvöld i Svfþjóð hafa varizt allra frétta um þetta mál. Ljóst er þó, að þeir komu til Svíþjóðar frá Noregi á fölskum vegabréfum.Annar þeirra er talinn félagi i hryðjuverkasamtökunum „Rauði herinn” og er hann sagöur hafa átt þátt i töku franska sendiráðsins i Haag i haust. Demókratar synja beiðni Fords Reuter-Washington. Demókrat- ar, er sæti eiga I fulltrúadeild Bandarikjaþings, héldu fund meö sér I gær, þar sem greidd voru at- kvæöi um beiðni Bandarikja- stjórnar um aukna hernaöaraö- stoö viö Kambódtu og Suöur-VIet- nam. Atkvæöi féllu þannig, aö 189 þingmenn greiddu atkvæöi gegn beiðni stjórnarinnar, en 49 meö henni. Orslit atkvæðagreiðslunnar, sem ekki er þó bindandi, er talið mikið áfall fyrir Gerald Ford Bandarikjaforseta. Demókratar ráða nú nálægt tveim þriðju hluta þingsæta I fulltrúadeildinni, þannig að ljóst er, að deildin mun hafna beiðninni — jafnvel þótt upphæðin — 222 milljónir dala — veröi lækkuð verulega. Upplýsingar á skrifstofunni um verð og greiðslukjör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.