Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. marz 1975. TÍMINN 19 (*IIIIll* FYRIR BÖR Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla stolið korni frá Silasi frænda. Um leið varð mér lika hugsað til afturgöngunnar, sem hafði komið um sama leyti og gert okkur ó- stjórnlega hrædda. Og nú var þessi náungi hér lika viðstaddur, heiðraður og virtur af öllum af þvi áð hann var daufdumbur og ó- kunnugur. Það hafði verið settur fram stóll handa honum innan við púltið, þar sem hann gat setið i mak- indum og teygt lapp- irnar, meðan allir aðrir urðu að standa i troðningi og gátu varla náð andanum fyrir þrengslum. Það rifjaðist sem sé upp fyrir mér allt, sem gerzt hafði þenn- an dag, og ég varð reglulega hryggur, er mér varð hugsað til þess, hve allt hafði verið glatt og skemmtilegt allt til þeirrar stundar og hve heimurinn var orðinn breyttur siðan. Lem Beebe sór eið- inn og sagði: ,,Ég var úti við og gekk með Jim Lane þennan laugardag. Það var undir sól- setrið, og við heyrðum tvo menn tala hátt, eins og þeir væru að rifast. Við vorum fast hjá þeim, það voru aðeins nokkrir hesli- runnar milli okkar og þeirra — heslirunn- arnir, sem vaxa fyrir utan girðinguna — og ii— iTWfcLM irmn i _cl-~—wd 111 n 11111 Skemmtikvöld Skemmtikvöld verður haldið á Hótel Esju föstudaginn 14. marz kl. 21.00. Hið vinsæla Stuðlatrió leikur gömlu og nýju dansana. Hinn landskunni Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð. Miðar afhentir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Hverfissamtök framsóknarmanna i Breiðholti. Skíðaferð um páskana FUF i Reykjavik hyggst standa fyrir skiðaferð til Húsavikur um páskana, ef nægileg þátttaka fæst. Verði verður stillt i hóf. Uppiýsingará skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Ferðanefnd FUF. Rangæingar — Spilakeppni Framsóknarvist verður spiluð að Hvoli sunnudaginn 16. marz og hefst klukkan 9 siðdegis stundvislega. Stjórnin. Framsóknarfélag Kjósarsýslu STÓRBINGÓ i Hlégarði fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Spilaðar verða 20 umferðir. Allt góðir og eigulegir vinningar. Karl Einarsson og Kristján B. Þórarinsson stjórna. Allir velkomnir. Stjórnin. f Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur íramsóknarvist i Félagsheimili sinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 16. marz kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Marz-námskeið i fundarsköpum og ræðumennsku og stjórnmálum. Laugardaginn 15. marz kl. 1.30 erindi: Þingflokkurinn og þingstörf. Þórar- inn Þórarinsson alþingismaður kl. 4.30erindi: Framsóknarstefnan leiðbein- andi. Sunnudaginn 16. marz kl. 1.30 hringborðsumræður: Stjórnarsamstarfið og stjórnmálaviðhorfin. Fyrir svörum verða: Ólafur Jóhannesson.Einar Agústsson Halldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. J v Eftir hvert erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi verður Jón Sigurðsson. Námskeiðið verður haldið i húsa- kynnum Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18 Reykjavik. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu flokksins þar, simi: 24480. Menntamálaráðuneytið 11. marz 1975. Styrkir Framsóknarvist til framhaldsnáms iðnaðarmanna er- lendis. Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir því sem fé er veitt i þessu skyni á fjárlögum ár hvert. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði is- lenzkra námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkj- um og/eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklega stend- ur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra, er stunda viður- kennt tækninám, ef fé er fyrir hendi. Styrkirnir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við viðurkennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um sé að ræða námsferð, sem ráðuneytið telur hafa sérstaka þýðingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá viðkomandi fræðslustofnun um, að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. april nk. Umsóknareyðublöö fást i ráðuneytinu. Önnur framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 19. marz. Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélag Reykjavikur. Framsóknarfélag Reykjavíkur Af óviðráðanlegum orsökum veröur fundi, sem halda átti um menntamál og fleira 13. marz, fjestað um óákveðinn tima. FUF-fulltrúaráð I l l l l I I. I ■s |í 3 I I I GM OPEL GMC TRUCKS Seljum í dag: 1974 Chevrolet Blazer Cheyanne V8 sjálf- skiptur með vökva- stýri. 1974 Chevrolet Impala. 1974 Chevrolet Nova Custom 2ja dyra. 1974 Volkswagen 1300. 1974 Vauxhall Viva D Luxe. 1974 Fiat 128 1973 Chevrolet Laguna 4ra dyra. 1973 Chevrolet Nova sjálfskipt. 1972 Opel Rekord II. 1971 Chevrolet Nova sjálfskipt. 1971 Vauxhall Viva. 1971 Pontiac Lemans Sport 2ja dyra. 1970 Opel Caravan 1970 Landrover Diesel. 1970 Peugeot 504 1968 Opel Caravan. I I I I I I I I I Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik boðar fulltrúaráð sitt til hádegisverðarfundar á Hótel Esju laugardaginn 15. marz kl. 12.15. „ , , Gestur fundarins verður Þráinn Valdimarsson framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Viðtalstímar borgarfulltrúa °9 alþingismanna Laugardaginn 15. marz frá klukkan 10 til 12 fyrir hádegi veröa til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18, Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi og Sverrir Bergmann varaþingmaður. Samband Véladeild ARMÚLA 3 - SÍMI 38900 Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaða- hreppur Kvenfélagið Harpa heldur aðalfund fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30 að Strandgötu 33, Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Ávarp Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.