Tíminn - 20.03.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 20.03.1975, Qupperneq 1
vélarhitarinn i frosti og kulda HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & ,2-60-66 s Týr á leið heim HIÐ NÝJA varðskip islendinga, Týr, er nú væntanlega lagt af stað heim til islands. I gærkvöldi átti að setja á land Dani þá, sem á þvi voru i reynslu- ferðunum, og halda siðan áleiðis til íslands i nótt. Reynt að dæla svart- olíu úr Hvassafelli Gsal-Reykjavik — í dag á að gera tiiraun til þess að dæla svartoliu úr tönkum Hvassafells, en i gær kom hingað til lands danskur sér- fræðingur og flaug hann til Húsa- vikur i gærdag, ásamt fulltrúa Siglingamálastofnunarinnar, tæknifræðingi frá SÍS, yfirvél- stjóra Hvassafells, og nokkrum öðrum skipverjum af Hvassafelli. 1 gær fór ennfremur bátur frá Akureyri áleiðis á strandstað við Flatey, en hlutverk bátsins verður að selflytja oliuna milli Hvassafells og Skaftafells, sem mun koma á strandstað i dag. Undirbúningur þessara til- rauna hófst þegar i gærdag og átti að hefja tilraunirnar i gærkvöldi. Ekki er vitað, hvort þessar til- raunir verða árangursrikar, þvi olian er köld og aðstæður erfiðar við dælingu hennar. Loðnan norður af Akranesi gébé Reykjavík — Frá miðnætti á þriðjudag og til klukkan 19:00 i gærkvöldi, höfðu 20 skip tilkynnt ' loðnunefnd um afla, samtals 7.300 tonn, og var Sigurður langhæstur með 900 tonn. Aflan fengu skipin um 18—20 milur norður af Akra- nesi. Tvö skip lönduðu i Vest- mannaeyjum með 1400 tonn en hin i Reykjavik, Hafnarfirði og Norglobal. Grindavik og Þorláks- höfn gátu ekki tekið á móti loðnu, vegna veðurs. gébé Reykjavik — Veigamikill kostnaðarliður I útgerð báta, sem gerðir eru út frá Þorlákshöfn, er tógkostnaðurinn. Gera má ráð fyrir að hver rúlla af tógi kosti um 60—80 þúsund krónur. Þegar veður er slæmt i höfninni slitna þessi sveru tóg eins og snæris- spottar. Bátarnir nuddast saman I sjóganginum og skemmast siður þeirra að sjálfsögðu mjög við það. t viðtali við Timann kvaðst Sigurður Jónsson hafnarstjóri áætla, að árlegur tógkostnaður Þorlákshafnarbáta væri um 1—2 milljónir. Þá sagði Sigurð- ur, að tryggingarfélögin hefðu tjáð sér, að á siðustu tveim árum hefðu þau greitt 150 milljónir króna vegna tjóns, sem orðið hefði á bátum I höfninni. Þessa skemmtilegu Timamynd tók Gunnar I Þorlákshöfn, þar sem netabátarnir lágu hver utan á öðrum, en I þetta sinn var ágætis veður i Þorlákshöfn og engin hætta á að tógin siitnuðu. NÝ EINKENNISSKRÁNING Á BÍLUM BRÁTT TEKIN UPP Lágu bílnúmerin verða lítils virdi: Tveir bókstafir og þrír tölustafir OÓ-Reykjavik. — Sennilega liður ekki á löngu áður en lág bila- númer verða úr sögunni hér á landi og hverfur þá um leið verzlun með slik númer og verða cigendur þeirra að sætta sig við að einkennisstafir bila þeirra verði rétt eins og hjá jauðsvört- um almúganum. Verður þá tekið upp nýtt skráningarkerfi og verður hver bill einkenndur með tveim bókstöfum og þrem tölu- stöfum. Fylgir þá sama skrán- ingarnúmer hverjum bil frá þvi hann er fyrst skráður þar til honum verður ekið á haug og skiptir engu máli þótt eigenda- skipti verði á farartækinu á þvi timabili. Þessi skráning er reyndar þegar tekin upp hjá Bifreiðaeftir- liti þótt einkennisskráningin sé enn með gamla hættinum. En til að söðla algjörlega yfir á nýju skráninguna þarf lagabreytingu, en reglugerð um það efni er i undirbúningi. Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins sagði Timanum, að stofnunin hafi þegar keypt sérstaka skráningar- vél og eru teknar inn á nýja kerf- ið allar nýjar skráningar og um- skráningar á bflum og er sett fast númer á alla bila, sem komið hafa til skráningar eða umskrán- ingar undanfarna mánuði, og það er ekkert launungarmál sagði Guðni, að Bifreiðaeftirlitið hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið, aö hér verði tekið upp sama Framhald á bls. 13 „Óskaplega vonsvikinn og sár" — segir einn félaganna í byggingarsamvinnufélagi starfsmanna stjórnarráðsins um úthlutunarhneykslið HHJ-Rvik — Eins og Timinn skýrði frá I gær, gerðust þau tið- indi á fundi borgarráðs á þriðju- daginn, að svikið var vilyrði til handa byggingarsamvinnufé- lagi starfsmanna stjórnarráðs- ins um byggingarlóð á bezta stað i Vesturbænum og lóðin fengin I hendur byggingafélagi, sem starfar á vegum Heimdall- ar, félags ungra Sjálfstæðis- manna I Reykjavlk. — Einn félaganna i byggingar- samvinnufélagi starfsmanna stjórnarráðsins er Sveinn Björnsson, deildarstjóri i við- skiptaráðuneytinu, og hann hef- ur, ásamt nokkrum félaga sinna, haft mikil afskipti af hinni fyrirhuguðu byggingu við Hagamel. — Já, ég var i hópi þeirra, sem ætluðu að byggja þarna, sagði Sveinn, þegar Timinn ræddi við hann í gær. Það munu vera um tvö ár sfðan við fórum að huga að byggingu ibúða- blokkar. Við töluðum á sinum tima við þá verandi skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, og hann benti okkur m.a. á þessa lóð við Hagamelinn. Okkur leizt bezt á lóðina við Hagamelinn, enda var húneina lóðin, sem þá var byggingarhæf. Við ein- skorðuðum þess vegna öll okkar áform við hana og ætluðum að hefja smiði hússins eins fljótt og við gætum, enda skildist okkur, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu, að við fengjum hana. Siðan varð þó nokkur töf vegna skipulags- breytinga. En svo gerðist það i fyrra, að við fórum að heyra utan að okk- ur, að við myndum ekki fá lóð- ina. Þá fór okkur að gruna margt, en vorum samt vongóð- ir, þvi að borgaryfirvöld höfðu veitt okkur ádrátt um 'lóðina. En siðan heyrðum við, að ætl- unin væri að láta Heimdall fá lóðina, og þá urðum við ærið vondaufir —ekkisízt, þegar það bættist ofan á, að við fengum engin svör hjá ráðamönnum borgarinnar þegar hér var kom- iðsögu. Það var sama við hvern við töluðum — skrifstofustjóra, borgarritara, borgarstjóra eða borgarráðsmenn — enginn fékkst til þess að gefa okkur skýr svör. Það kom lika fljótlega í ljós, að borgaryfirvöld ætluðu að hafa lóðina af okkur. Okkur var t.d. gert að senda þeim lista um þá, sem ætluðu að standa að byggingunni, en mér er ekki kunnugtum aðslikt hafi tiðkazt, þegar byggingarsamvinnufélög eru annars vegar, heldur hafa stjórnir félaganna verið látnar meta, hverjir félagsmanna ættu .að koma til álita. Við sendum samt inn lista með nöfnum allra þeirra félagsmanna, sem sýnt höfðu málinu áhuga, Og nú kom I ljós, hver tilgangurinn hafði verið, þegar um listann var beð- ið. Sumir þeirra, sem á þessum bráðabirgðalista voru, áttu nefnilega ibúð fyrir, en höfðu i hyggju að stækka við sig. En borgaryfirvöld héldu þvi fram við okkur, að ekki væri hægt að úthluta slikum mönnum lóð. Þótt okkur væri nú farið að skiljast, að borgaryfirvöld ætl- uðu Heimdalli lóðina, hvað sem tautaði og raulaði, sendum við samt inn nýjan lista með nýrri, formlegri umsókn, en auðvitað kom allt fyrir ekki. Við þetta má bæta þvi, sagði Sveinn, að i ljós kom, að „Bygg- ung” átti að fá lóðina, án þess að þurfa að senda inn lista, eins og okkur hafði verið gert. Fyrir at- beina einhverra borgarráðs- manna var þetta byggingarfé- lag Heimdallar þó loks beðið um slikan lista. Ég þekki ekki þetta lóða- úthlutunarkerfi, sagði Sveinn að lokum, og veit ekki hvernig borgarráð starfar, — en kannski er það venjan, að pólitik sé látin ráða, þegar lóðaúthlutanir eru annars vegar. En hitt veit ég fyrir vist, að ég er óskaplega vonsvikinn og sár yfir því, að annað eins skuli geta gerzt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.