Tíminn - 20.03.1975, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. marz 1975.
3
Konurnar sex, sem stóöu að undirskriftasöfnuninni. (Timamvnd Róbert). _
Konur krefjast frjálsra
fóstureyðinga
Breytingin á frumvarpinu og framkvæmd hennar móðgun við
konur, segir í bréfi til þingmanna
SJ-Reykjavik. — í gær var for-
seta Sameinaðs alþingis og öllum
þingmönnum sent bréf með ■
undirskriftum hundrað kvenna úr
mörgum starfsstéttum og með
mismunandi stjórnmálaskoðanir,
þar sem mótmælt er hinni endur-
skoðuðu mynd svonefnds fóstur-
eyðingafrumvarps, sem er á dag-
skrá Alþingis i dag til annarrar
umræðu.Trúlegt er, að frumvarp-
ið verði þó ekki tekið fyrir i dag.
Fleiri mótmæii munu hafa bor-
izt þingmönnum og Alþingi, og
berast væntanlega næstu daga.
Sex konur stóðu að áðurnefndri
undirskriftasöfnun, þær Bergljót
Halldórsdóttir meinatæknir,
Erna Ragnarsdóttir innanhúss-
arkitekt, Guðrún Kristinsdóttir
félagsráðgjafi, Hlédis Guð-
mundsdóttir læknir, Sigrún
Júliusdóttir félagsráðgjafi og
Valborg Bentsdóttir skrifstofu-
stjóri. Á blaðamannafundi i gær
kom fram, að þær töldu móðgun
við konur að telja þær ekki færar
um að taka sjálfar ákvörðun um
fóstureyðingu, eins og gert er i
hinu breytta frumvarpi, og sögðu,
að alls enginn annar væri færari
um það en konurnar, sem i hlut
ættu. Mikilvægt væri að benda á
að löggjöf, sem heimilar fóstur-
eyðingar, hefði verið við lýði hér
á landi sl. 40 ár. Nú væri einungis
um að ræða hvcr það væri, sem
tæki hina endanlegu ákvörðun, en
ekki hvort fóstureyðing skuli
heimiluð samkv. lögum eða ekki.
Fundarboðendur létu i ljós að
fóstureyðingafrumvarpið i upp-
haflegri mynd frá 1973 hefði verið
sérlega vel unnið, en að þvi stóðu
Guðrún Erlendsdóttir hrl., Vil-
borg Harðardóttir blaðamaður,
Tómas Helgason læknir og Pétur
heitinn Jakobsáon læknir. Þær
sögðu hins vegar, að það hefði
verið ókurteisi að fela þrem karl-
mönnum að endurskoða frum-
varpið, en það gerðu þingmenn-
irnir Ellert B. Schram, Halldór
Asgrimsson og Ingimar Sigurðs-
son frá heilbrigðisráðuneytinu. I
hinni breyttu mynd frumvarpsins
er gert ráð fyrir að fóstureyðing
verði heimil vegna félagslegra
eða heilsufarslega ástæðna, séu
þær „óbærilegar og óviðráðan-
legar”.
Mikill áhugi var á að skrifa
undir mótmælin til Alþingis, og
tók aðeins 2—3 daga að safna 100
undirskrifum kvenna, en upphaf-
lega var ætlunin að þær yrðu að-
eins 60. Bréfið til Alþingis er á
þessa leið:
„Við undirritaðar mótmælum
breytingum, sem fram hafa kom-
ið við endurskoðun frumvarps til
laga frá 1973 um ráðgjöf og
fræöslu varðandi kynlif og barn-
eignir, og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Sérstaklega
lýsum við yfir andstöðu okkar
gegn þvi vantrausti, sem konum
er sýnt, með þvi að fella niður 9.
grein frumvarpsins, þár sem
kveðið er á um, að fóstureyðing
skuli heimiluð, ef kona æskir
þess, sé aðgerðin framkvæmd
fyrir lok 12. viku meðgöngu og
engar læknisfræðilegar ástæður
mæla gegn þvi. Við krefjumst
þess, að sjálfsákvörðunarréttur
kvenna verði virtur og skorum á
hæstvirt Alþingi að taka upp og
samþykkja óbreytt efni 9. grein-
arinnar”.
Ekki leiðum
að líkjast
Meirihluti borgarráðs hljóp
illilega á sig með þvi að út-
hluta byggingarfélagi Hcim-
dellinga fjölbýlishúsalóð á
mjög eftirsóttum stað i borg-
inni. Hér er um siðlausa mis-
notkun pólitisks valds að
ræða, og verður að vona það,
að hér hafi verið um mistök að
ræða, sem leiðrétt verða,
fremur en að þetta boði, að
meirihluti Sjálfstæöismanna I
borgarstjórn ætli að innleiða
aftur starfshætti, sem talið
var, að heyrðu fortiðinni til.
Þvi er ekki að neita, að deila
má um ýmsar embættisveit-
ingar. Þar eiga allir flokkar
lilut að máli. En það, sem ger-
ist i þessu tilviki, er það, að
farið er út fyrir öll siðleg
mörk. Hundruðum manna er
smalað inn i þetta bvggingar-
félag skömmu fyrir kosning
ar, og loforðum um góðar
byggingarlóðir ausið á báða
bóga. Aðeins eitt skilyrði er
sctt: Félagsmenn verða að
vera i félagi ungra Sjálf-
stæðismanna. Þeir einir koma
til greina. Annað ungt fólk, ó-
pólitiskt eða með aðrar pólit-
iskar skoðanir, er útiiokað.
Það fer ekki hjá þvi, að þessi
vinnubrögð minna á kerfið
austan járntjalds. Þar kemst
enginn áfram, nema vera
meðlimur i kommúnista-
flokknum. Er það þangað,
sem meirihlutinn i borgar-
stjórn er farinn að sækja
stefnu slna? Eða er meirihlut-
inn bara búinn að týna glór
unni?
verið
meiri
óspart
svna
Borga rstjórinn
of linur
Korgar-
s t j ó r i n n i i
Reykjavik erj
fremur ró-|
lyndur maður,
sem eflaust,
v i 11 s ý n a j
sanngirni.
Hefur hann^
sætt aðkasti i
flokki sinumii
fyrir það, og
hvattur til að
hörku. Var þetta mál próf-
steinn á það. Lengi vel stóð
liann á móti, og var málinu af
þeim sökum frestað hvað eftir
annað, auk þess sem eitthvert
ósætti kom upp i byggingarfé-
lagi Heimdellinga, eins og von
er, þegar haft er i huga, að um
40« manns gengu i lélagið, en
lóðirnar til úthlutunar eru ekki
nema 18 talsins i þremur
stigahúsum. Svo fór þó, að
Birgir isleifur lét undan, og
var málið afgreitt frá borgar-
ráði i fyrradag.
Hvar endar
byggingaræðið?
Með brautryðjendastarf
Ileimdallar i þessum málum i
huga, tóku ungir Sjálfstæðis-
menn i nágrannasveitarfélög-
um Reykjavikur sig til og
stófnuðu sams konar bygging-
arfélög, eflaust i þeirri góöu
trú, að þeir fengju sams konar
fyrirgreiðslu og Heimdallur i
Reykjavik. Sem betur fer ráða
Sjálfstæðismenn ekki einir
ferðinni þar. Það veit hins
vegar enginn, hvar þetta
byggingaræði Sjálfstæðis-
manna endar. Kannski fáum
við að lesa það i Mbl. á næst-
unni, að stofnað hafi verið
byggingarfélag sjálfstæðis-
kvennanna í Hvöt. Eða sjálf-
stæðisverkamannanna i óðni?
Eða kannski byggingarféiag
Varðar? Þvi ekki það? Ennþá
hefur ekki verið úthlutað öll-
um vinsælum lóðum i Vestur-
bænum —aÞ-
„EKKERT VIÐSJARVERT A
BOÐSTÓLUM HJÁ OKKUR
— segir framkvæmdastjóri Nóttúrulækningafélagsins
Kristbjörg ÞH 44, hinn nýi bátur Húsvikinga, er hið glæsilegasta
skip.
Húsvíkingar eignast nýjan bát
Skipasmiðastöðin Skipavik h.f.
i Stykkishólmi afhenti nýlega 45
rúmlesta fiskibát, Kristbjörgu
ÞH 44, nýsmiði stöðvarinnar nr.
14. Eigandi bátsins er Korri h.f. á
Ilúsavik. Báturinn er smfðaður úr
cik og er sá 7. i röðinni, sem
Skipasmiðastöðin Skipavík smlð-
ar sömu gerðar eftir teikningu
Egiis Þorfinnssonar. Báturinn er
útbúinn til veiða með linu, net, nót
og botnvörpu.
011 skipasmíði, innréttingar og
raflagnir eru unnar i Skipasmiða-
stöðinni Skipavik. Vélsmiðja
Kristjáns Rögnvaldssonar annað-
ist alla járnsmiðavinnu og niður-
setningu véla. Yfirsmiður við
smiði bátsins var Þorsteinn
Björgvinsson.
t bátnum er 360 hestafla Cater-
pillar aöalvél með Ulstein skipti-
skrúfu, 26 hestafla Faryman
ljósavél og tveir rafalar, 13,6 kw.
Báturinn er búinn mjög fullkomn-
um siglinga- og fiskileitartækj-
um, m.a. má nefna: Frydenbö
stýrisvél, Sharp sjálfstýring,
tvær Kelvin Hughes ratsjár, tvo
Kelvin Hughes dýptarmæla, Kod-
en dýptarmæli, Wesmar fisksjá,
Sailor SSB talstöð og örbylgju-
stöð, Koden miðunarstöð, Electra
vegmáli og áttavita frá John Lill-
ey & Gillie. t bátnum er kraft-
blökk frá Rapp, kælikerfi i lest frá
Sveini Jónssyni, og öll spil I bátn-
um eru frá Héðni.
Báturinn hélt frá Stykkishólmi
til heimahafnar, Húsavikur, og
mun hefja veiðar þaðan þegar
eftir heimkomu. Skipstjóri á
Kristbjörgu ÞH 44 er Sigurður OI-
geirsson. Framkvæmdastjóri
Korra h.f. er Olgeir Sigurgeirs-
son,
Skipasmiðastöðin Skipavik
hefur þegar hafið smiöi næsta
báts, sömu gerðar og m/b Krist-
björg.
— VID flytjum ekki inn neins kon-
ar bætiefni né tetegundir, sem
frábrugðnar eru venjulegu tei,
án þess að skrifstofa landlæknis
stimpli skjölin, áður en varan er
tollafgreidd, sagði Asbjörn
Magnússon, framkvæmdastjóri
búða Náttúrulækningafélags Is-
lands, i samtaii við Timann I gær.
Þetta vil ég láta koma skýrt
frant, svo að við verðum ckki
ranglega bendlaðir við innflutn-
ing á viðsjárverðum tegundum
jurtates.
— Te það frá Hong Kong, sem
talið er hafa valdið manndauða i
Bandarikjunum, hefur ekki verið
flutt hingað til lands, svo að kunn-
Ma ría
Júlía ekki
komin
ó flot
Gsal-Rvik — Þegar siðast fréttist
I gærkvöldi hafði ekki tekizt að
koma Mariu Júliu á flot i Pat-
reksfjarðarhöfn. Miklum sjó
hefur verið dælt úr skipinu, og aö
sögn fréttaritara blaðsins vestra,
var afturhluti skipsins kominn
nokkuð upp úr i gær, en 3 slökkvi-
liðsbilar með dælur vinna stöðugt
að björgunatstörfum, auk ann-
arra stórvirkra vinnutækja.
1 gær var vélskipið Þrymur
fengið til að reyna að lyfta upp
stafni skipsins, en taugar slitnuðu
við þær tilraunir.
ugt sé, eins og landlæknir tók
fram I Timanum á föstudaginn
var, sagði Asbjörn ennfremur, —
og kinverskt te, sem við höfum
selt, á ekkert skylt við þetta Hong
Kong-te. Og við höfum á engan
hátt verið viðriðnir, stuðlað að
eða komið nærri sölu og dreifingu
tetegundar þeirrar sem Daninn
Aksel G. Jensen hefur á boðstól-
um, né heldur neinum tegundum.
sem innihalda kannabisefni eða
hluta jurta, sem slik efni eru unn-
in úr.
Samvinnuskólanemar sýna
ímyndunarveiki Moliéres
LEIKLISTARKLÚBBUR Sam vinnuskólans frumsýndi
Imyndunarveikina eftir Moliére á árshátlð sinni að Bifröst 15.
marz s.l. Sigurður Karlsson og Halla Guðmundsdóttir leikstýrðu
verkinu, en tónlistina samdi Haukur Ingibergsson, skólastjóri
skólans. Leikritið fékk fádæma góðar undirtektir, enda er
stykkið gamansamt og leikur nemenda góður. Tónlistin gefur
leikritinu einnig skemmtilegan blæ.
Ákveðið hefur verið að sýna tmyndunarveikina i Kópavogsbiói
föstudagskvöldið 21. marz kl. 21, og er allt áhugafólk um leiklist
eindregið hvatt til að láta ekki þetta skemmtilega framtak Sam-
vinnuskólanema fram hjá sér fara.