Tíminn - 20.03.1975, Page 4

Tíminn - 20.03.1975, Page 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 20. marz 1975. Meiri aðstoð við fatlaða I Sovétrikjunum hafa tekið gildi nýjar, ýtarlegar reglur um kennslu, atvinnumöguleika og daglega aðstoð til handa and- lega eða likamlega fötluðu fólki. I næstu fimm ára áætlun (1976- 1980) á að byggja mikinn fjölda af vöggustofum, barnaheimil- um , skóladagheimilum , tækniskólum, heilsuhælum og fleira, sem sérstaklega er ætlað þessu fólki. Jafnframtá að taka sérstakt tillit til fatlaðra við byggingu nýs ibúðarhúsnæðis, á sviði opinberrar þjónustu og við skipulagningu nýrra at- vinnufyrirtækja. Ýmsum ráðuneytisdeildum hefur auk þess verið falið að láta auka framleiðslu margs konar útbúnaðar og hjálpar- tækja til notkunar fyrir þetta fólk og tækjaútbúnaður fyrir lækna, sem annast fatlaða. Auk þess munu sérstök leikföng, kennslutæki, húsgögn og þvi um likt verða framleidd i meira magni og úrvali. ★ Nú verður Ingrid Bergman amma í annað sinn Kannski finnst einhverjum þessi mynd hljóta að vera af Ingrid Bergman, en það er hún ekki. Hún er hins vegar af dótt- ur hennar, Isabellu Rossellini. Isabella er nýhætt að búa með systur sinni og bróður i miðborg Rómar, en þar bjuggu þau öll saman i stórri ibúð, og Isabella vann fyrir sér sem tizkuteikn- ari. Hún er i þann veginn að giftast hinum 34 ára gamla Mario Annibaldi, samstarfs- manni Roberto Rossellini, föður Isabellu. Þeir Rossellini og Annibaldi reka saman innflutn- ings- og útflutningsfyrirtæki I Róm. Ungu hjónin ætla að búa I gömlu ibúðinni hans Marios, en þau eru samt ekki fullkomlega ánægð með ibúðina, og vilja reyna að fá aðra stærri. Eftir nokkra mánuði verða þau nefni- lega ekki lengur tvö ein. Burton í hjólastól Hann er heldur hrörlegur orð- inn, hann Richard Burton, fyrr- um eiginmaður Elizabethar Taylor. Hann situr hér i hjóla- stóli, þótt hann sé reyndar ekki orðinn alveg svo hrumur, að hann þurfi að gera það i raun og veru. Hjólastóllinn er hluti af gervi hans i nýjustu kvikmynd- inni, sem hann leikur I — Jack- pot. Þar leikur hann á móti stúlkunni, sem er iengst til vinstri á myndinni, Charlotte Rampling. Aðrar fréttir af Richard Burton eru þær, að enn sé allt i góðu lagi milli hans og ungversku prinsessunnar Eliza- beth.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.