Tíminn - 20.03.1975, Síða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 20. marz 1975.
Vilja minnast
aldarafmælis
landnáms
íslendinga
í Vesturheimi
Tvær ungar vestur-Islenzkar stúlkur minna á tslendingadaginn næsta
sumar.
ÞINGMENN úr öllum flokkum
liufa boriö fram tiilögu til þings-
ályktunar þess efnis, aö ríkis-
stjórninni veröi falið aö skipa
þriggja manna nefnd til aö gera
tillögu um þaö, á hvern hátt
minnzt verði aidarafmælis land-
náms íslendinga i Vesturheimi.
Fyrsti flutningsmaöur tillögunn- .
ar er Heimir Hannesson (F), og
aörir flutningsmenn Svava
Jakobsdóttir, (Ab), Jóhann Haf-
stein (S), Jón Arm. Héðinsson
(A) og Magnús Torfi Ólafsson
(SFV).
Tillagan er svohljóðandi:
,,Þar sem á þessu ári er þess
minnzt, að öld er liðin frá þvi að
islenzkir landnemar tóku sér var-
anlega bólfestu i Vesturheimi,
ályktar Alþingi að beina þvi til
rikisstjórnarinnar, að nú þegar
verðiskipuð þriggja manna nefnd
til að gera um það tillögur til
hennar, á hvern hátt minnzt verði
aldarafmælis landnámsins af Is-
lendinga hálfu, svo og um aukin
tengsl hins islenzka þjóðarbrots
vestanhafs við heimalandið.
Þingsályktun þessi er m.a. fram
komin I tilefni af hinum rika
áhuga, er fram kemur hjá Vestur-
Islendingum til að viðhalda is-
lenzku þjóðerni og menningu og
sterkum vilja þeirra til að efla
þjóðernisleg tengsl hins islenzka
þjóðarbrots við heimalandið.
I greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn:
,,A þessu ári er þess minnzt, að
öld er liðin frá þvi aö islenzkir
landnemar tóku sér skipulega
bólfestu i Vesturheimi. Sem
kunnugt er, urðu ýmsir erfiðleik-
ar hér i lok 19. aldar til þess að
hópur íslendinga leitaði til fjar-
lægs lands i leit að nýju lifi. Það
var ætlun landnemanna að stofna
islenzka nýlendu til þess að halda
hópinn, og varðveita á þann hátt
islenzka menningu og sérkenni. 1
nokkur ár var slikt sérveldi við
lýði inni i miklu meginlandi
Kanada, og hvernig sem á orsakir
vesturferðanna er litið, blandast
engum hugur um það, að islenzkt
landnám i fjarlægri heimsálfu er
merkur atburður, bæði i sögu Is-
lendinga og þeirrar þjóðar, er
flestir gerðust þegnar hjá,
Kanadamanna.
Frá upphafi hafa verið sterk
þjóðernistengsl milli landnem-
anna og afkomenda þeirra við
heimaþjóðina, og e.t.v. sjaldan
eins rik og nú, heilli öld eftir
landnámið. Ýmiss konar menn-
ingarstarfsemi hefur þróazt,
bóka- og blaðaútgáfa á ensku og
islenzku.
Full ástæða er til þess, að ts-
lendingar sýni Vestur-lslending-
um bróðurhug á þessum tima-
mótum. Slikt efldi enn tengslin,
og kemur ýmislegt til greina, sem
nauðsynlegt er að kunnugir menn
fjalli um og geri tillögur um hið
fyrsta. Vestur-Islendingar sýndu
Islendingum mikinn sóma og
ræktarsemi á þjóðhátiðinni á s.l.
ári. Ekki er annað sæmandi en að
tslendingar endurgjaldi þá rækt-
arsemi á timamótaári þeirra.
Að lokum má geta þess, að
ýmislegt bendir til þess að hægt
verði að koma á auknum
viðskiptum milli landanna, og að
Á fundi sameinaðs þings I
fyrradag svaraöi Halldór E. Sig-
urösson samgönguráöherra fyrir-
spurnum frá Skúla Alexanders-
syni (Ab) um rekstrartekjur
Landssima tslands og fleira, m.a.
skiptingu umframsimtala.
Spurningar — og svör ráðherra
— birtast hér á eftir, en tekið skal
fram, að i þeim er miðað við upp-
lýsingar frá 1973:
Hve stór hluti simgjalda fyrir
umframsimtöl er greiddur af not-
Kanada sé að ýmsu leyti litt
kannaður akur fyrir islenzkar út-
flutningsvörur. Eins virðist sem
tslendingar og Kanadamenn liti
svipuðum augum á fiskverndun-
armál. Aukin tengsl við frændur
okkar i Vesturheimi styddu allar
aðgerðir Islendinga i þeim efn-
um”.
endum sima utan Reykjavikur-
svæðisins?
Svar: 226 millj. kr. eöa 54,98%.
Hverjar eru meðaltekjur sim-
ans af hverjum notanda? Hér er
væntanlega átt við tekjur af um-
framsimtölum.
Svar: 9.880 kr.
Hve miklar eru meðaltekjur
simans af umframsimtölum af
hverjum notanda á Reykjavikur-
svæðinu?
Samtökin
á móti
jórnblendi
Magnús Kjartansson
afneitaði fyrri skoð-
unum sínum
Frumvarpiö um járnblendi-
verksmiðju i Hvalfiröi var til
fyrstu umræðu I neöri deild f gær.
Gunnar Thoroddsen iönaöarráö-
herra fylgdi frumvarpinu úr
hlaði. 1 umræöunum kom framaö
þingmenn Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna eru á móti
frumvarpinu, ásamt Alþýöu-
bandalagsmönnum. Magnús
Kjartansson (Ab) fiutti langa
ræöu í gær, og afneitaði þar fyrri
skoðunum sinum á málinu.
Svar: 4.963 kr.
Hve miklar meðaltekjur hefur
siminn af umframsimtölum af
hverjum notanda á eftirtöldum
stöðum?
Svar: Hellissandur: 20.200 kr.
Bildudalur: 21.600 kr. Skaga-
strönd: 15.700 kr. Hofsós: 11.500
kr. Grindavik: 12.700 kr.
Sjálfvirk simstöð var opnuð á
Seyðisfirði i október 1973, og sam-
bærilegar tölur eru þvi ekki fyrir
hendi.
li
llll
■
Símnotendur utan Reykjavíkur
greiða 54,98% umframsímtala
Vegamdl Vestfjarða rædd í sameinuðu þingi:
HORFIÐ FRA UPPHAFLEGRI GERÐ
JARÐGANGNA í BREIÐDALSHEIÐI
1 FYRIRSPURNATIMA I sam-
einuðu þingi i fyrradag svaraöi
Halldór E. Sigurösson sam-
gönguráöherra tveimur fyrir-
spurnum frá Jóni B. Ilannibals-
syni um lagningu vetrarvegar
um Breiðadalsheiði og tengingu
Djúpvegar við þjóövegakerfi
landsins.
Fyrirspurninni um það,
hvenær búast mætti við niður-
stöðum frá Vegagerð rikisins
um tilhögun framkvæmda og
kostnaðaráætlun vegna
lagningar vegar um Breiðadals-
heiði, er tryggt gæti greiðar
samgöngur að vetrarlagi milli
byggðarlaga við Djúp og vestan
heiöar, svaraði Halldór E.
Sigurðsson á þessa leiö:
„Samkvæmt Vestfjarðaáætl-
un var áformað, að á árunum
1965-’68 yrðu gerð um 500 m löng
jarðgöng i Breiöadalsheiði til
þess að fá öruggari samgöngur
milli byggðarlaga við Djúp og
vestan heiðar.
Jarðfræðilegar rannsóknir
sýndu, að berglög lágu þannig,
miðað við legu jarðganga, að
fara þyrfti gegnum mörg milli-
lög. Tilraunaboranir og
sprengingar við fyrirhugaða
gangamunna leiddu i ljós, að
bergið var svo feyskið og milli-
lögin svo laus I sér, að ef gera
hefði átt jarðgöng á þessum
stað, hefði þurft að fóðra þau
jafnóðum og þau voru sprengd.
Hefði það gert gangagerðina
bæði seinlega og mjög dýra. Var
þvi fallið frá þessari lausn,
a.m.k. I bili, meðan leitað væri
annarra úrræða, en vegurinn i
kinnungunum beggja vegna
breikkaður og hækkaður veru-
lega.
Lausnir, sem m.a. eru taldar
koma til greina og athugaðar
hafa verið, eru þessar:
1. Að grafa og sprengja klauf
niður i háskarðið og nota
efnið, sem úr henni kemur, i
vegfyllingar beggja vegna,
byggja siðan þak yfir klaufina
í hæfilegri hæð, og fylla svo
með jarðefni yfir. Má þvi
segja, að hér sé einnig um
göngaðræða,þóttöðruvisu sé
fyrir komið en þeim, sem
áður voru ráögerð.
2. Vegsvalir yfir veginn I kinn-
ungunum annars vegar, eða
beggja vegna háskarðsins.
Hér er um það að ræða að
byggja yfir veginn, þar sem
snjóþyngslin og hættan af
snjóflóðum er mest.
3. Jarðgöng mun ofar en
upphaflega var gert ráð fyrir
með miklum fyllingum við
gangamunnana. Er með
þessari lausn stefnt að þvi að
komast með göngin i þykkari
berglög og velja stefnuna
þannig, að ekki þurfi að fara i
gegnum nema fá millilög.
Allar þessar lausnir eru mjög
dýrar og þarfnast nánari rann-
sókna. Til þess að þær komi að
gagni, ef til kemur, þarf að
ganga úr skugga um, hvort
hægt sé með tiltækum ráðum að
ryðja veginn neðan við efsta
kaflann á háheiðinni. Standa nú
yfir tilraunir á þessu sviði. Eftir
illviðrakaflann I janúar var haf-
izt handa við að ryðja veginn
upp á heiðina Isafjarðarmegin
með snjóblásara, og er ætlunin
aö athuga, hvort halda megi
honum opnum til vors, hvar
þurfi að endurbæta hann,
o.s.frv.
Eigi er ljóst, hvort þessar til-
raunir þurfa að standa yfir i
fleiri vetur. Jafnframt verður
haldið áfram frekariathugun ó
þeim lausnum, sem að ofan
greinir, og að þvi stefnt, að
niðurstaða geti legið fyrir við
endurskoðun vegáætlunar
1976.”
Hvenær verður Djúpvegur
tengdur þjóðvegakerfinu? ’ 14
pt. mfs. —
Sfðari fyrirspurnin var svo-
hljóðandi: Hvað liður rannsókn
Vegagerðarinnar á vegarstæði,
er tengi Djúpveg við þjóðvega-
kerfi landsins?
Svar Halldórs E. Sigurðsson-
ar samgönguráðherra var svo-
hljóðandi:
„Eftir að ákveðið var i veg-
áætlun l972-’75 að gera Djúpveg
akfæran á áætlunartfmabilinu,
var fárið að athuga, hvort
endurbyggja ætti núverandi veg
um Þorskafjarðarheiði eða
leggja nýjan veg úr Djúpi um
Kollafjarðarheiði.
Hefur verið unnið að þessum
athugunum undanfarin tvö ár.
Lokiö er við mælingu veglínu
inn fyrir Þorskafjörð, út fyrir
Hallsteinsnes, yfir og fyrir
Djúpafjörð og Gufufjörð, fyrir
Skálanes og um Kollafjörð.
Einnig hafa verið mældar veg-
linur yfir Ódrjúgsháls og
Hjallaháls. Á árunum 1968-’69
var gerð dýptarmæling fyrir
mynni Þorskafjarðar milli
Reykjaness og Skálaness, eins
og greint var frá i svari við
fyrirspurn um það atriði á
Alþingi á s.l. hausti.
Lokið er mælingum á 13 km
löngum kafla á Þorskafjarðar-
heiði og merkingu með snjó-
mælistikum á þeirri leið.
Fylgzt hefur verið með snjóa-
lögum á Þorskafjarðarheiði og
Kollafjarðarheiði undanfarin
tvö ár og ráðgert að ljúka mæl-
ingu veglinu yfir báðar heiðarn-
ar og setja niður snjómælistikur
á þeim leiðum i ár.
Einnig er áformað að gera
svipaða könnun á leið um Stein-
grimsf jarðarheiði niður I Stein-
grimsf jörð.
Stefnt er að þvi, að saman-
burður á kostnaði á þessum
leiðum geti legið fyrir við
endurskoðun vegáætlunar árið
1976.”