Tíminn - 05.04.1975, Side 3

Tíminn - 05.04.1975, Side 3
Laugardagur 5. apríl 1975 TÍMINN 3 Stjórn félagsins íslenzk graflk. Talið frá vinstri Jón Reykdal, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Þóröur Hall. ÍSLENZK GRAFIK f NOR- RÆNA HÚSINU JG-RVK —Félagiö tslensk grafik opnar i dag sýningu á rúmlega 80 grafikmyndum og taka um 17 manns þátt i sýningu félagsins. 13 félagar og fjórir gestir, þar af einn svii, sem sýnir litografiur. Aö sögn forráöamanna félags- ins var frá þvi greint aö þetta væri önnur stórsýning félagsins hér á landi, ef félagar taka stöö- ugt þátt I sýningum erlendis. Á sýningunni er mikil fjöl- breytni I grafiskri tækni, en þar má nefna auk litografiunnar, koparætingar, serigrafiur og dúk- ristur. Grafikmyndin er ekki eftirprentun annarra mynda eins og ýmsir viröast halda. Grafik- myndin er sjálfstætt verk unniö beint i viökomandi efni og aðlög- uö eiginleikum þess. Hver mynd sem er frummynd.er prentuö af höfundi I mörgum eintökum og árituð af honum, Þrátt fyrir litin eintakafjölda hér á landi, I kring- um 20 eintök, eru graflkmyndir mun ódýrari en aörar frummynd- ir listamanna. Félagiö vill meö þessari sýn- ingu vekja athygli almennings á þessari listgrein, og væntir þess, aö graflkmyndir veröi meira not- aöar til skreytingar á húsnæöi bæöi á heimilum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Islensk graflk var stofnaö 1969, og hefur tekiö þátt I fjölda sýn- inga, aöallega meö Norræna grafíkbandalaginu, sem heldur sýningar annað hvert ár. A lista- hátlö 1972 stóö félagiö aö samnor- rænni sýningu bandalagsins I Norræna Húsinu, en árlega taka einstakir félagsmenn þátt I ýms- um sýningum erlendis. í mal n.k. taka 13 félagsmenn þátt I sýningu á vegum Norræna graflkbanda- lagsins I Bergen. Þessi sýning I Norræna Húsinu er önnur sýning félagsins, sú fyrri var haldin I Unuhúsi 1970. Þessi sýning sem ætti aö gefa glögga mynd af stööu graflklistar á Islandi I dag, veröur opin frá 5.-14. aprll kl. 14-22 daglega. Góð samvinna við bifreiðaeftirlitið — segir Haukur Guðmundsson Gsal-Reykjavik — Viö rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar var eins og kunnugt er m.a. leitaö tveggja bifreiða, sendibils af Merzedes Bens gerö og einnig fólksbils af Fiat gerö. Viö leit aö sendibilnum var þess fariö á leit viö Skýrsluvélar rlkisins, aö þaö fyrirtæki geröi úttekt á öllum sendibilum, sem væru á skrá hjá Bifreiðaeftirliti rikisins, og var sú skrá eöa úttekt miðuð viö alla þá sendibila, sem fluttir höföu veriö til landsins fyrir 1. desember 1973. Að sögn Hauks Guömundssonar er þessi úttekt þó ekki fyllilega nákvæm, þar sem viö rannsókn málsins, hafa komið i ljós sendi- bilar á skrá hjá Bifreiðaeftirlit- inu, sem ekki komu fram i úttekt Skýrsluvéla rikisins. Þess má einnig geta, að rann- sóknarlögreglumenn hafa undir höndum skrá yfir alla þá sendi- Frh. á bls. 15 Áfengi og skemmtanir Bindindishreyfingin á Is- landi á marga góða talsmenn á Alþingi. Einn þeirra manna er Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra, sem lét það veröa eitt sitt fyrsta verk eftir að hann tók viö ráðherra- embætti að afnema áfengi I veizlum á vegum mennta- málaráöuneytisins. Vakti sú ákvörðun verðskuldaða at- bygli. 1 Þjóðviljanum I gær birtist grein eftir Helga Seljan al- þingismann, þar sem hann ræðir um félags- og skemmt- analif og of- neyzlu áfengis j i þvi sam- bandi. Hann segir m.a.: ,,Um þenn- an fylgifisk hef ég svo oft rætt og ritaö, ,A a ö ó þö r f -jdmm endurtekning þess skal ekki gerð hér. Hitt er svo annað mál, að þegar farið er að líta á of- neyzluna sem hið eina sjálf- sagða i skemmtanallfinu, hið allsráðandi einkenni, er heil- brigt og eðlilegt skcmmtanalif og gildi þess I hættu. Mat fólks almennt ræðst svo af þessu og afskræmingin verður ofan á, fordæmingin fylgir I kjölfariö og þá er ekk- ert eftir nema hrista höfuðið eða yppta öxlum og telja þetta eins og hvert annað náttúru- lögmál, sem ekki sé á valdi neins að breyta a.m.k. ekki þessa heims öflum. Ég hef ævinlega veriö ann- arrar skoðunar, ég tel að skemmtanallf fólks eigi aö vera fjölbreytt, gefa lifi þess gildi og hafa sln áhrif til að auka lffsgleöi og sanna lifs- nautn. Þar hef ég aldrei séö nauð- syn þess aö hafa áfengi, þótt I hófi væri með I fó'r, allra sizt ofneyzlu þess. Sjálfur tel ég mig skemmta mér manna bezt og hef þó aldrei haft þaö að fylginauti eða örvunargjafa. Lífsgleði ón hjólparmeðala Þá segir Helgi Seljan: „Það gladdi þvi mitt hjarta svo sannarlega að sjá fjöl- mennan hóp skemmta sér stórkostlega vel á dögunum, þar sem allt vin var víðsfjarri. Ég hef ekki lengi séð fólk vera svo samtaka, skemmta sér svo vel og eiga sanna gleðistund á dansgólfi og ég sá i Templarahöllinni nú fyrir nokkru. Hafi einhver efi verið farinn að læðast inn i sálina, sem af- leiðing af hinu almenna áliti, þá hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Ekkert þótti mér samt eins ánægjulegt og það að allt kyn- slóðabil var horfiö og var þó ungt fólk I miklum meirihluta. Ég vildi með þessum fáu lin- um, mega vekja nokkra at- hygliá þeirri ágætu starfsemi, sem þarna fer fram, þar sem höfðað er til heilbrigðrar mannlegrar lffsgleði án allra hjálparmeðala, sem raunar hafa venjulega öfug áhrif. Templarahöllin er með al- gera sérstöðu hér í borg og hún á skilið að fá út á það nokkra auglýsingu og verðugt lof. Starfsemin þar, dansleikir félagsvistir og önnur skemmt- anaiðkan, afsannar þá kenn- ingu sem allsráðandi er I þjóð- félaginu, — að án áfengis sé ekkert raunverulegt skemmt- analif til”. Ekki aðei ns þiggjendur Það er ánægjulegt og þakk- arvert það starf, sem ung- templarar vinna. En það er jafnframt ástæða til að minna á starfsemi skáta- og Iþrótta- félaga. Mikilvægt atriði I sam- bandi við félags- og skemmt- analif er að búa svo um hnút- ana, að unga fólkið geti sjálft tekiö virkan þátt I starfsem- inni, lagt sitt aö mörkum, en sé ekki eingöngu þiggjendur. A þetta þarf að leggja mikla á- herzlu I öllu félagsstarfi, og þá veröur áfcngiö algert auka- atriði. —a.þ. 21 hreindýr fínnst dautt á Fagradal MS-Reyöarfiröi. Fundizt hafa á Fagradal hvorki meira né minna en 21 dautt hreindýr, sem talið er fullvfst aö hafi hrapaö þar I fjöll- unum og beðið viö þaö bana. Nokkrir menn frá Reyöarfiröi fóru upp á Fagradal til þess að kanna þetta mál nánar, og kom I Ijós, aö á móts viö svokallaðar Skriður á Fagradal voru fjórtán dýr dauð. Höfðu þau hrpað niður Kistufell. Yzt á Fagradal, I Sauðahlfðarfjalli fundust siöan sjö dýr til viðbótar, einnig dauð. Mikið haröfenni hefur veriö á Fagradal og rétt eftir páskana kom mjög mikið hvassviöri, og er taliö liklegast, aö þá hafi dýrin hreinlega fokiö fram af klettum eöa feykzt um I bröttum hliöun- um, og ekki getað fótaö sig aftur, heldur limlestst og beöiö bana. Yfirleitt voru þaö ung dýr, sem þarna fundust dauö, allt kýr, utan einn tarfur. Mikiö er um hreindýr á Fagradal þessa stundina og eru þau þar vitt og breitt um á beit. Hafa menn talið um og yfir 100 dýr þar frá veginum. Er þaö ekki óvenjulegt, þvi aö oft hefur tala dýra á þessum slóöum og á þess- um árstima komizt upp og yfir þrjú hundruö, þegar kastaö hefur veriö tölu á þau af veginum. Geta þau þó veriö mun fleiri. Lítið um ættleiðingar erlendra barna hérlendis FB-Reykjavik. Sagt hefur verið frá þvi I fréttum frá Bandarikj- unuin, aö þangað verði nú flutt- ur heill herskari barna frá Viet- nam, sem fólk I Bandarlkjunum hyggst ættleiða. 1 þessu sam- bandi sneri Timinn sér til Bald- urs Möllers I dómsmálaráöu- neytinu og spurðist fyrir um ættleiöingu útlendra barna til islands. Sagði hann, að yfir 90% ættleiöinga hér á landi væri ætt- leiöing islenzkra barna, og mjög litið heföi boriö á þvi, aö fólk óskaöi eftir aö ættleiða börn frá útlöndum, og I þeim tilfellum sem um erlend börn væri aö ræða, væru þau aðeins örfá af öðrum kynstofnum, t.d. frá Kóreu cða öðrum Asiulöndum. Baldur Möller sagði, að þær ættleiðingar, sem átt hefðu sér stað hérlendis og næðu til barna frá Asiulöndum hefðu yfirleitt farið I gegnum stofnanir i Nor- egi. Þá væri mest um að ræða íslendinga, sem hefðu veriö bösettir erlendis, og ættleið- ingin hefði jafnvel fariö fram á meðan þeir hefðu verið þar. Um ættleiöingar Bandarikjamanna á Vietnam-börnunum sagði Baldur Möller, aö aðstæður væru þar allt aðrar en hér, þvi að þar hefði verið mjög mikill hörgull á börnum til ættleiðing- ar, en varla væri hægt að segja að svo væri hér á landi. Þá sagði Baldur Möller, að ættleiðingar á Islandi væru i kringum eitt hundrað á hverju ári, og yfir 90% þeirra væru ætt- leiðingar islenzkra barna. Timinn sneri sér siðan til Eggerts Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Rauðakross Is- lands, og innti hann eftir þvi, hvort Raúði krossinn hefði nokkra milligöngu um ættleið- ingar barna frá útlöndum. Egg- ert sagði, að tilfærsla fólks milli landa væri ekki i samræmi við stefnuskrá Alþjóða Rauða krossins. Markmið hans væri að hjálpa fólki i heimalandi þess, en ekki flytja það til og koma þvi fyrir i nýju umhverfi við nýjar og ólikar aðstæður. Egg- ert sagði, að sennilega kæmi milli 6 og 8 manns á hverju ári til Rauðakrossins hér og spyrð- ust fyrir um möguleika á að ætt- leiða útlend börn. Hefðu starfs- menn Rauðakrossins beint þessu fólki til aðila erlendis, sem vitað væri að hefðu milligöngu um þessi mál, en ekki veitt aðra aðstoð þar að lút- andi. Eggert sagði að lokum, að hann teldi, að hér vantaði meira eftirlit og umsjón barnavernd- aryfirvalda varðandi ættleið- ingar erlendra barna, þvi nauð- synlegt væri, að einhverjir aðil- ar kynntu sér aðstæður á þeim heimilum, sem óskuðu eftir aö ættleiöa börn, hvernig aðbúnað- ur væri og annað eftir þvi. Sæluvikan hefst um helgina Gó-Sauöárkróki. — Sæluvika Skagfirðinga hefst sunnudaginn 6. aprll meö sýningu Leikfélags Sauöárkróks á gamanleiknum Ærsladraugurinn eftir Noel Co- ward. Leikstjóri er Kári Jónsson. Sjö sýningar veröa á leikritinu á Sæluvikunni. Aö vlsu veröur tekiö smáforskot á sæluna á þann veg, að Verkamannafélagið sýnir frumsaminn sjónleik, Karlmenn- ingarneyzla, á laugardagskvöld- ið. Leikurinn er eftir Hilmi Jó- hannesson. Skemmtanir mánudagsins eru sérstaklega ætlaðar börnum og unglingum, en þá um kvöldið er kirkjukvöld I Sauðárkrókskirkju, þar sem Kristinn Hallsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Páls % Kr. Pálssonar. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur; flytur erindi og kirkjukór- inn syngur, undir stjórn Jóns Björnssonar. Aðgangur að kirkjukvöldinu er ókeypis. Sæluvikan stendur alla næstu viku og lýkur á laugardagskvöld. Aö venju verður mikið dansaö á Sæluvikunni, og verður það hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar, sem heldur uppi fjörinu. Loðna berst enn til Reyðarfjarðar MS-Reyðarfirði. Á föstudags- kvöld var von á einum báti með loðnu að vestan til Reyð- arfjarðar. Var það Börkur frá Neskaupstað, sem var vænt- ; anlegur með 600 lestir af ] loðnu. Þegar þvi aflamagni ! hefur verið landað hefur verk- ] smiðjan á Reyðarfirði samtals j tekið við 24 þúsund lestum af ; loðnu á þessari vertið, en alls hefur Börkur landað þar 3400 i lestum i vetur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.