Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 11. aprfl 1975. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavik að- stöðugjald á árinu 1975 samkvæmt heim- ild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun I smásölu. Kaffi, sykur og korn- vara til manneldis I heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vá- tryggingar ót. a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dag- blaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiöslustofur. Verslun ót. a. Iðnaður ót. a. 1.30% Verslun meö kvenhatta, sportvörur, hljóöfæri, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverslun. Kvik- myndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmuna- verslun, Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar. Blómaverslun. Umboðsverslun. Minjagripaversl- un. Barar. Billjardstofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin at- hygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa ao senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir.sem framtalsskyldir eru IReykjavfk, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi I öörum sveit- arfélögum, þurfa aö senda skattstjóranumi Reykjavlk sundurliöun, er sýni, hvaö af útgjöidum þeirra er bundio þeirri starfsemi, sbr. ákvæoi 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavlkur, en hafa með höndum aöstöðugjaldsskylda starfsemi I Reykjavik, þurfa að skila til skattstjórans I þvl um- dæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um út- gjöld sin vegna starfseminnar I Reykjavlk. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöid þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt of- angreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöidunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. .81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skatt- stjóra fyrir 25. april n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik, 10. april 1975. Skattstjórinn i Reykjavik. Treystum alþýðu til skjótra viðbragða — segja forvígsmenn nokkurra verkalýðsfélaga sem beita sér fyrír fjársöfnun til handa verkfallsmönnum á Selfossi Gsal—Reykjavík — Nokkrir af forystumönnum verkalýðsfélaga hafa ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun til handa verkfalls- mönnum Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, vegna vinnustöðvunar þeirra, sem ákveðin var eftir að einum elzta starfsmanni verk- stæðis K.Á. var vikið úr starfi. Forvigismenn söfnunarinnar hafa sent Tímanum eftirfárandi áskorun: „Síðustu daga hefur staðið yfir vinnustöðvun á verkstæðum Kaupfélags Arnesinga á Selfossi. Verkfallsmenn vilja með vinnu- stövðun þessari mótmæla órétt- mætum brottrekstri manns, sem helgaðhefur fyrirtæki samvinnu- hreyfingarinnar starfskrafta sina I hálfan fjórða áratug og verið trunaðarmaður stéttarfélags sins I aldarfjórðung, og krefjast þess að uppsögn hans verði ógild. Enn hefur ekkert gerzt, sem bendir til þess að forráðamenn kaupfélagsins láti af einstreng- ingslegri afstöðu sinni. Þeir valda þvi samvinnuhreyfingunni mikl- um álitshnekki með þeirri árás á réttindi verkafólks sem felst i brottvikningu þessa aldraða starfsmanns. Við undirritaðir skorum á verkalýðsfélög, samvinnumenn og allan almenning að veita verk- fallsmönnum á Selfossi f járhags- legan og siðferðilegan stuðning. Við treystum alþýðu til skjótra viðbragða. STYÐJUM VERK- FALLSMENN A SELFOSSI FJARHAGSLEGA OG SIÐ- FERÐILEGA. Björgvin Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Suður- © Carmen góðum umboðsmönnum, og að það séu aðeins um fimm prósent söngvara, sem stundað hafa söngnám i átta ár, sem fái eitt- hvað að gera. — Ég tek þátt I hljómleikum með kirkjukór Langholtssóknar, sem haldnir verða I Háteigskirkju um miðjan april. Þá mun ég syngja með Karlakórnum Fóst- bræðrum á nokkrum hljómleik- um og slðan með kirkjukór Sel- foss á hljómleikum. Þá sagði Sigrlður um hlutverk- ið Carmen, að hún væri vel kunnug þvi, og hefði sungið það bæði á frönsku og þýzku, þó liún hafi aldrei komið fram á sviðí I hlutverkinu áður. — Ég á eftir að læra hlutverkið á islenzku, en Is- lenzkuþýðinguna gerði Þorsteinn Valdemarsson og er hiin mjög góð og skemmtileg. Ég hefði aldrei tekið hlutverkið að mér, ef ég hefði ekki verið búin að kynnast þvi vel áður. Það er geysilega mikil vinna við hlutverk eins og þetta, en ég hlakka mjög til að fást við þaö, sagði Sigrlður E. Magnúsdóttir söngkona að lok- Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. H F. ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. lands.Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbriinar og forseti Verkamannasambands Islands. Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna. Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavfkur Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaðarsambands íslands" Tekið er á móti fjárframlögum á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindar- götu 9, skrifstofu Félags járn- iðnaðarmanna, Skólavörðustig 16, skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavikur, Hallveigarstig 1, skrifstofu verkalýðsfélagsins Bjarma, Stokkseyri, og skrifstofu verkalýðsfélaganna Selfossi, Eyrarvegi 15. A fundi hjá Bandalagi starfs- manna rlkis og bæja var I gærkvöldi ákveðið að styðja verkstæðismenn hjá Kaup- félagi Arnesinga f verkfalls- aðgerðum þeirra, og gefa 50 þús. kr. i söfnunina. VIETNAAAFUNDUR í HÁSKÓLABÍÓI Víetnamnefndin á Islandi gengst fyrir fjöldafundi I Háskólabiói á morgun. Tilefni fundarins eru siðustu atburðir i Vietnam, og til- gangur fundarins er að lýsa yfir stuðningi við þjóðfrelsisbarátt- una i Vietnam og krefjast viður- kenningar Islenzku rikisstjórnar- innar á Bráðabirgðabyltingar- stjórn Lýðveldisins S-Vietnam. Jafnframt mun fjáröflunarher- ferð Vietnamnefndarinnar form- lega hefjast á fundinum, en kjör- orð hennar eru: „Söfnum einni milijón til Þjóðfrelsisfylkingar S- Víetnam fyrir 1. mal". I þessu skyni hefur Vietnam- nefndin leitað til fjölda félaga- samtaka með beiðni um stuðning. Girónumer fjársöfnunarinnar er 14.500. Dagskrá fundarins verður þessi: Avörpflytja: Ólafur Gisla- son form. Vietnamnefndarinnar á Spellvirkjarnir komnir í leitirnar Gsal-Reykjavik. Lögreglan á Egilsstöðum hefur upplýst hver hafi verið valdur að skemmdar- verkum I björgunarskýli SVFt I Vatnsskarði, en eins og Tlminn hefur greint frá, voru iiiniiii all- veruleg spellvirki í nýreistu björgunarskýli I skarðinu. Tveir miðaldra menn hafa játað, að þeir hafi verið valdir að skemmdarverkunum. Við yfir- heyrslur báru þeir við ölvun. Fíkniefni finnst Gsal—Rvik — Hálft klló af hassi fannst nýverið I pakka, sem send- ur hafði verið hingað til lands frá Þýzkalandi. Eigandi ffkniefnanna reyndist vera varnarliðsmaður og viðurkenndi hann að hafa ætl- að að selja efnin hér. Ffkniefnin höfðu verið falin i bókum. i : Hleðslutæki 6 og 12 volt Sýnumælar fyrir raf- geyma AAV-búðin Suðurlandsbraut 12 Simi 85052 Islandi, Vésteinn ólason lektor, Kristján Guðlaugsson kennari, Helgi H. Jónsson fréttastjóri, Magnús Kjartansson alþm. Auk þess koma fram á fundinum Alexandra Kjuregey og hljómsv. Kaktus, Böðvar Guðmundsson vísnasöngvari og Söngsveit Viet- namnefndarinnar. Kynnir verður Ævar Kjartansson. Samið í fyrrinótt BH-Reykjavlk.— Verzlunarmenn og Kjararáð verzlunarinnar undirrituðu kjarasamninga i fyrrinótt, þannig að ekki kom til verkfalls, er verzlunarmenn höfðu boðað i fyrrakvöld. Samningana á eftir að bera undir félagsfimdi, sem væntan- lega verða haldnir nú um helgina. Samkomulagið er það sama og gert var milli atvinnii- rekenda og ASl aðfaranótt skir- dags. Bifreiða- eigendur NÝKOMIÐ í RAFKERFIÐ: ijppDi Alternatorar comp. Startara comp. Miðstöðvamótorar comp. Straumlokur Bendixar; Rotorar segulrofar/ Statorar Díodur; Kol Fóðringar og m.fl. í eftirtaldar tegundir: FORD Bronco/ Maveric o.fl. CHEVROLET Nova, Blaser o.fl. DODGE Dart, o.fl. WILLYS Wagoner, Rambler o.fl BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Sími 24700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.