Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 11. aprll 1975. ,:.:,. Jónas Guðm ;:¦;;;;;;;-:;;;;;;;-:¦¦; -^ ' - -*": ilns og fírrm *ki fyftisf v^ /GLT UVl/l .Mii ::: 11 SSí iiiii: i m m. II Föstudagur 7. marz. Luxemburgarflugvöll- ur. Það var komið kvöld, og hann hélt áfram að rigna. Dapurleg, svört skýin drógust eftir jörð- unni, og vindurinn blés. Það var þvi gott að koma inn i hlýjuna og birtuna i afgreiðslu CARGOLUX i Luxem- burg, þar sem verið var að búa áhöfnina undir flug til Kina. Menn ræddust við i lágum hljóðum, og þeim virtist ekki vaxa þetta sérlega i augum. Með okkur Gunnlaug Sigvalda- son gegndi öðru máli, — þetta var ný reynsla. Eftir að hafa hlustað á daglegt tal manna i allan vetur um ástand á fjallvegum nyrðra, eystra og vestra, hljómuðu orð eins og Bahrain, Kuala Lumpur, Brunei og Hong Kong svolitið einkennilega i okkar eyrum. Já, fyrsti áfangi ferðarinnar var tií furstadæmisins Bahrain, sem var 5000 kllómetra i burtu, og áætlað- ur flugtimi var sjö timar, og fimmtiu og niu mlnútur. Lagt upp i langferð A skrúfuþotunni var fjögurra manna áhöfn, og andrúmsloftið minnti dálitið á gamlar strlðs- myndir, þar sem verið var að leggja siðustu hönd á þýðingar- mikinn leiðangur. Já, nú var Njarðargatan fjarri góðu gamni. Fyrir utan stóð Rolls Royce skrúfuþota, stálgrá og tróllvaxin i myrkrinu, og hún minnti okkur á stóran, kinverskan dreka. Við flýttum okkur um borð til þess að rigna ekki niður, en fyrst höfðum við kvatt þá, sem viðstaddir voru. Það tók flugmennina svolitinn tlma að ganga Ur skugga um að allt væri i lagi, fyrir höndum var 17.000 km flug yfir fjöll og firn-' indi, eyðimerkur, frumskóga og út,höf. Þegar allt hafði svo verið reynt til þrautar, geystist vélin af staö eftir flugbrautinni með mikl- um þrumugný, — drekinn mikli var að vakna, áður en varði lyftist hann fimmhöfðaður upp af flug- brautinni og hvarf inn I myrkur og regn. Ferðalagið einstæða var hafið. Farkosturinn. Fjögurra hreyfla Canadair flugvél frá CARGOLUX. Myndin er tekin á flugvellinum I Luxemburg, en alls hefur Cargolux fimm slíkar risa-skrúfuþotur iflota sfnum, auk annars. Hljóðið frá hreyflunum breytt- ist úr þrumugný I voldugt, knýj- andi suð. Úr flugstjórnarklefan- um barst rauðleit birta frá mæla- borðunum. Spennan sem oftast fylgir flugtaki og lendingu fyrir þá, sem enga „pedala" hafa til' þess að taka virkan þátt I ferð- inni, dvinaði, og við fengum okk- ur að reykja. Brátt vorum við ofar skýjum, og Mið-Evrópa svaf undir grátandi regni. Farkosturinn skoðaður — Rætt við Höskuld — Við fórum að skoða okkur um I farkostinum, sem átti að bera okkur hálfa leið umhverfis jörðina. Þessar skrUfuþotur CARGO- LUX tilheyrðu áður LOFTLEIÐ- UM, og gera það liklega enn, þvl að þær hafa islenzkt skrásetningarmerki. TF-CLA hét þessi, og meðan hún flutti farþega yfir Altanshafið rúmaði hún 160 farþega I sæti. Nú var það allt breytt, bUið að byrgja flesta gluggana og taka sætin burt lika teppin, og gólfið var úr fægðum málmi eins og I mjólkurstöð. Aft- an við flugstjórnarklefann voru tvær kojur og tveir sætisbekkir. Við fórum að tala við hann Höskuld Ellasson. Höskuldur er farmstjóri og navigatör, en á þessum slóðum er þeirra ekki þörf, flogið er eftir „leggjum", flugleiðum, sem stjórnað er af jörðu niöri. Höskuldur gerir hleðsluáætlun fyrir vélina, annast umbUnað farmsins, afhendingu hans og móttöku. í gamla daga var Höskuldur loftskeytamaður hjá Loftleiðum, en svo eyðilagði tæknin það, og þá varð hann siglingafræðingur, eða „navro" (siglingafr. og loftskeytam.) Svo þegar þoturnar komu, var komin Htil masklna I staðinn fyrir það allt og þá fór hann að vinna á skrifstofu. Seinna fór hann svo I þetta starf, að sjá um farm og „navitation" á Austurlandaför- um þeirra Cargoluxara. Höskuld- ur veit allt um flug og flugvélar, og það kemur sér vel I svoná starfi, fyrir hann og fyrir hina, fyrir flugvélina Hka og hann fer að segja okkur frá farmfluginu. Fíllinn meig i vélinni og eyðilagði rafmagnið — You name it and we fly it! Ér kjörorð CARCOLUX, sagði Hösk'uldur, og ég held þetta lýsti starfinu nokkuð vel. Að visu er flugið til fjarlægra Austurlanda komið I nokkuð fasta rás, ákveðn- ir vöruflokkar eru rikjandi, tizku- vara, Ur og myndavélar, ásamt rafeindatækjum. En við flytjum, fleira, t.d. veðhlaupahesta. Við höfum flutt sauðfé frá Sovétrikj- unum til Indlands, Mercedes- Benz 600 fyrir suma oliufurstana. Við höfum lfka flutt nautgripi og fila. — Hvernig er að fljUga með fila? — Ja, þessi fill hann meig nU á gólfið, og hlandið Ur honum olli einhverri rafmagnsbilun, ef ég man rétt. En dýr eru viðkvæm og vandmeðfarin. Veðhlaupahestar eru llklega hættulegastir. Þeir eru mjög sterkir og mjög tauga- bilaðir. Maður verður að vera hjá þeim i flugtakinu. Ef þeir sjá eng- an mann, tryllast þeir, en ef þeir sjá aö maðurinn er rólegur, þá verða þeir rólegir lika. Nautgripir þola ekki vatnsrennsli i flugvélum — En nautin? — Þau eru sjálfsagt lika sterk, en mér hefur verið sagt, að það eina sem þau óttist I flugvél, sé niður frá rennandi vatni, og maður þorir varla að láta renna I vatnsglas, eða skola niður Ur klósettinu, þegar nautin eru um borð. Annars eru gripir fluttir I þar til gerðum bUrum, sem notuð eru til flutninganna. Annað væri naumast hægt. Vandræði hafa þó orðið i flugvél- um vegna dýra, en ekki hjá okk- ur, það ég man. — En Mercedes-Benzinn? — Hann var fyrir einhvern ollu fursta. Við fluttum bilinn fyrir karlinn, ásamt öðru dóti, sem hann hafði keypt sér I Evrópu. Þegar til átti að taka, var vélin of stór fyrir völlinn, heima hjá hon- um, svo við urðum að lenda i nágrannalandinu, þar sem bíllinn og annaö var sett upp á vörubil,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.