Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. aprll 1975. TÍMINN 17 BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-11 FLAUELSKAPUR eru hlýjar í KULDANUM ¦BHBHW^^TT^T^rr!^ Sendum gegn póstkröfu samdægurs SUAAARDEKK á gömlu verði . 520 550 615 500/520 590 645 640 165/380 12-4 strigalaga 12-4 strigalaga 13-4 strigalaga 14-4 strigalaga 14-4 strigalaga 14-4 strigalaga 15-4 strigalaga 15-4 strigalaga kr. 3.294 kr. 3.192 kr. 4.144 kr. 4.158 kr. 4.129 kr. 4.495 kr. 5.332 kr. 5.321 Véladeild Sambandsins HJÓLBARDAR HÖFDATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Vestfirðingar sitja i fyrirrúmi hjá Landfara þennan daginn. Einhvern næsta daginn geta það kannski verið Austfirðingar, ef þeir verða duglegir við skrift- irnar. Snúum okkur svo að efn- inu. Hafðu nú, bóndi minn, hægt um þig. Guðmundur P. Valgeirssoni Bæ skrifar: „Það er dálitið undarlegt og eftirtektarvert, hvað oft hefur flogið fyrir i fjölmiðlum i ýms- um samböndum nú að undan- förnu, að bændur væru ekki orðnirnema 10% af þjóðinni eða tæplega það. Mér hefur ein- hvern veginn fundizt eins og út úr þessu mætti lesa: Hafðu nú, bóndi minn, hægt um þig. .Þú ert ekki orðinn skits virði. Það er engin ástæða til þess að hossa þér hátt. Hefur ekki hagspekingur Ihaldsins og ritstjóri þess blaðs, sem ég veit ekki betur en sé viðurkennt blað Sjálfstæðis- flokksins, haldið þvi fram á Heimdallarfundi, að ástæðu- laust væri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að leggja mikið upp úr bændum (ræðan birtist i Búnaðarblaðinu sfðasta, eða út- dráttur úr henni). Þeir væru ekki orðnir nema 10% af kjósendum, og Sjálfstæðisflokk- urinn ,,ætti" ekki nema 2% af þessum tiu prósentum. Hitt félli Framsóknarflokknum i skaut. Það væri þvi ekki eftir neinu að slægjast. Ganga mætti að sönnu út frá þvi, að Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði þessum 2%, ef hann fengist til þess að sam- þykkja fullkomlega stefnu rit- stjórans. En fylgi myndi vinnast margfalt upp aftur i' þéttbýlinu. Það væri engin ástæða fyrir flokkinn að gera ekki hreint til dyranna hjá sér i þessu efni. Þjóðin á við margs konar fjárhagsörðugleika að striða. Fjárlög eru skorin niður, og heyrzt hefur að lánsfjárhöft séu I uppsiglingu. Enn er ekki vitað með vissu, hvar þetta kemur niður né hvernig. En gæti verið, að þetta tal um prósentin tiu væru óljós bending i þá átt, að verið sé að gera upp, hvort nokkur ástæða sé til að sinna þörfum þessa litla brots af þjóð- inni? Er það óhugsandi, að draumur Jónasar ritstjóra og sálufélaga hans geti rætst. Spyr sá, sem ekki veit." Ekki einmenningskjör- dæmi Kristjáni frá Garðsstöðum finnst að vonum, að dálitið hafi skolazt orð hans, er Landfari endursagði fyrir nokkru. Þau fjölluðuum kosningafyrirkomu- lag. Hann segir i nýju bréfi: „Þeim, sem litið hefur til með orðum minum, hefur orðið á i messunni. Einmennings- kjördæmi hef ég talið og tel enn hina mestu firru. Ég varpa fram þeirri spurningu, hvernig skipta bæri Reykjavik i ein- menningskjördæmi. Hins vegar tel ég, að uppbótarkerfið beri að endurskoða. En það er vanda- verk að leysa það sómasamlega af hendi". Snjór og söluskattur 1 bréfi frá Vestfirðingi, sem ekki vill láta nafns sins getið, koma þessi orð: „í snjóþungum byggðarlög- um verður að nota sterka bila og dýra i rekstri til þess að sækja börn i skólann. Þannig verður kostnaður við þetta miklu meiri, þar sem fannalög eru.heldur en þar sem sjaldan og litið snjóar. Af þessum akstri verður svo að borga rikinu söluskatt. Ég spyr: Er þetta sanngjörn fíáraflaleið, og er þetta að gera öllum iafnt undir höfði? Mér finnst miklu frekar, að með þessu sé skattur látinn koma af auknum þunga ofan á erfiðleika af náttúrufarinu." Eftirsóttasta dráttarvélin Zetor 4718—47 hö. er sú vél sem mest selst. Zetor 4718 er millistærð sem sameinar kosti minni og stærri véla. Lipur og aflmikil dráttarvél með fullkomnum búnaði, s. s. loftþjöppu, vökvahemlum, lyftudráttarkróki og stillanlegu loftpúðasæti svo eitthvað sé nefnt. Kostar með öryggishúsi og miðstöð um kr. 673 þús. . Zetor 5718—60 hö. og Zetor 6718—70 hö. Þær hafa meiri og betri tæknibúnað en flestar aðrar dráttarvélar, svo sem vökvastýri, tveggja hraða aflúrtak (vinnudrif), loftþjöppu og vökvalyftu dráttarkrók. Rúmgott, upphitað hús og stillanlegt loftpúðasæti. 5718 kostar um kr. 953 þús. 6718 kostar um kr. 1.030 þús. Zetor Crystal 85 hö. ¦ er stærsta, aflmesta og fjölhæfasta dráttarvélin frá Zetor. Ein tæknilega fullkomnasta vélin á markaðnum, með meiri og betri tæknibúnaði en aðrar dráttarvélar. Kostar um kr. 1.140 þús. í fyrstu keyptu bændur Zetor dráttarvélarnar vegna þess að þær voru mun ódýrari en sambærilegar vélar. Það eru þær enn. En nú er fengin reynsla af afköstum þeirra, endingu og rekstri. Þess vegna eykst eftirspurnin. i öllum dráttarvélunum er „Zetormatic", fjölvirkt vökvakerfi, sem fullnýtir dráttarafl og er stillanlegt á mismunandi starfsrásir. Biðjið um rriynda- og verðlista, með yfirliti um tæknilegan búnað. Leitið frekari upplýsinga sem fyrst. ÍSTEKKP Lágmúla 5 Sími 84525 II

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.