Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur 11. apríl 1975. tQ£a ¦' ¦•"•" - : EHaHHran Nýi Vauxhall-bfllinn — Vauxhall Chevette. Bandariska leikkonan Merle Oberon og hollenzki leikarinn Robert Wolders giftust fyrir fá- einum vikum, og þá var einmitt þessi mynd tekin. I texta undir myndinni, sem við fundum i er- lendu blaði, stóð, að brúðgum- inn væri 38 ára og brúðurin 57. Þetta er nú ekki alveg sannleik- anum samkvæmt (kannski hefur það lika bara verið prent- villa), þvi að Merle Oberon er ekki 57 ára, heldur 68. bótt ótrúlegt megi virðast. Merle, sem áður var þekkt undir nafn- inu Queenie Thompson, er af Indiánaættum og var talin i hópi fegurstu kvenna hér fyrr á ár- um. Við fáum reyndar ekki betur séð en að hún tilheyri þeim hópi ennþá. Þetta er i fjórða sinn, sem leikkonan gift- ist. Fyrst var hún gift Ungverj- anum Alexander Korda, þá Frakkanum Lucien Ballard og siðan Bruno Pagliali, sem er mexikanskur. MINNI GERÐ VAUXHALL-BÍLA NÝLEGA kynntu Vauxhall-verk- smiðjurnar i Englandi nýjan bil, sem framleiðsla er nú hafin á. Er þetta hinn nýi Vauxhall Chevette, minnsti liill, sem framleiddur er af General Motors. Chevette komst á teikniborðið árið 1971, er þörfin fyrir minni bil en Vauxhall Viva var orðin áber- andi (Chevette er 20 Stti styttri en Viva). Eitt ár er nú liðið frá þvl að fyrstu reynslubilarnir af Chevette voru settir I hendurnar á gagn- rýnum bilaunnendum frá eyði- mörkum Sahara til frostkaldra noröurhéraða Svíþjóðar. Vauxhall Chevette er tvimæla- laust sá bíll, er bilakaupendur munu hafa augastað á, ekki sizt á tslandi, á timum slaukins bensin- kostnaöar. Billinn er knuinn af 1256 cz vél (68 bremsuhestöfl), en það er sama sparneytna vélin og knýr Vauxhall Viva. Chevette frá Vauxhall mun væntanlega koma til Islands með vorinu. Um útflutningsverö er þvi miður ekki hægt aö segja aö svo stöddu. Hver vill koma að sippa? Vorið er i nánd, og ungviðið tek- ur fram sippuböndin. En það eru ekki bara krakkarnir i barnaskólunum, sem hafa gam- an af þessum skemmtilega leik. Hún Lilian Wicks sveiflar sippu- bandinu af hjartans list, þótt hún sé komin á áttræðisaldur- inn, og barnabörnin hennar full- yrða, að hún sé þolnari en þau öll til samans. ,,Og svo fipast hún næstum aldrei", segja þau i hrifningartón. „Bara þegar Kim vill endilega sippa með henni." Lilian Wicks býr i South Brent, Devon, i Bretlandi, og Kim er að sjálfsögðu hundurinn hennar, sem fylgist með henni af áhuga og hrifningu á með- fylgjandi mynd. J wsmmmmsmasusasa Jú, ég veit, að það er hátndtt, en það hafa verið hérna innbrots- þjófar, svo ég hélt, að þú vildir athuga malið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.