Tíminn - 10.05.1975, Side 6

Tíminn - 10.05.1975, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 10. mai 1975. Skilyrði ríkisstjórnarinnar vegna ríkisóbyrgðar fyrir Flugleiðir: Eftirlit með rekstri og fjárhagslegum ákvörðunum Alþýðubandalagið og Samtökin tortryggin og telja, að málið þurfi að skoðast mjög vel t gær var lagt fram í neðri deild Alþingis frumvarp um heimild fyrir rfkisstjórnina til þess aö ábyrgjast lán fyrir Flugieiðir hf. að upphæð, sem nemur allt að 18.5 milljónum Bandarikjadala, enda taki Flugieiðir þetta ián til kaupa á fiugvélum, og til að bæta rekstrarfjárstöðu félagsins, eins og segir i 1. gr. frumvarpsins. Matthias Á. Mathiesen fjármála- ráðherra fylgdi frumvarpinu úr hiaði, en auk hans tóku til máls Magnús Kjartansson (Ab), Magnús Torfi Ólafsson (SFV) og Garðar Sigurðsson (Ab) sem allir gagnrýndu frumvarpið og máls- meðferð, en Gylfi Þ. Gislason (A), sem einnig tók til máls taldi eðlilegt að Flugleiöir fengju þá fyrirgreiöslu, sem um er fjallað I frumvarpinu. t r æ ð u Matthiasar A. Mathiesen kom fram, að rikis- stjórnin telur, að eignir Flug- leiða séu nægi- leg trygging fyrir ábyrgðum þeim, sem leit- að er eftir. 1 ræðu hans kom fram, að þar sem hér sé um að ræða óvenjuháa ábyrgöarveitingu telji rikis- stjórnin rétt að færa i ákveönara form aðstöðu til eftirlits með fjárhagslegum ákvörðunum félagsins, svo og öðrum þeim ákvörðunum um rekstur, sem hún telur nauðsynlegar. 1 ræðu fjármálaráðherra kom þetta einnig m.a. fram: ,,í lok október 1974 sneru for- ráöamenn Flugleiða hf. sér til rikisstjórnarinnar og greindu henni frá áformum sinum um kaup á tveim flugvélum af gerð- inni DC-8-63 CF. Jafnframt gerðu þeir rikisstjórninni grein fyrir fjárhagslegum erfiðleikum i rekstri fyrirtækisins siðari hluta árs 1974og á árinu 1975. Fóru þeir óformlega þess á leit við rikis- stjórnina að veitt yrði ábyrgö rikissjóðs á áöurnefndum flug- vélakaupum og aðstoð viö að tryggja rekstrarfjárstöðu fyrir- tækisins. Formlega sneri fyrir- tækið sér til rikisstjórnarinnar með beiðni um ábyrgðir rikis- sjóðs með bréfum 5. febrúar og 16. april sl. Flugvélarnar tvær af gerðinni. DC-8-63 CF hyggst fyrirtækiö kaupa af Seaboard World Airlines Inc., New York, Bandarikjunum. Flugvélarnar hafa Loftleiðir hf. haft á leigu samkvæmt kaupleigusamningi allt frá árinu 1970 og hafa þær verið i notkun á flugleiðum félagsins. Flugvélarn- ar hyggst félagið nota áfram aðallega á flugleiðunum New York — Luxemburg og Chicago—Luxemburg en einnig á leiðunum til Skandinaviu og Stóra-Bretlands. Flugvélar þess- ar taka 249 farþega I sæti og geta jafnframt borið allt að 5 tonn af fragt I ferð. Hafa þær að sögn for- ráöamanna fyrirtækisins reynzt Loftleiðum vel og sama er að segja um önnur fyrirtæki sem notaö hafa flugvélar af þessari gerð. Kaupleigusamningurinn, sem áöur var getiö, rennur út á miðju þessu ári. Við gerð kaupleigu- samningsins var verðmæti flug- vélanna beggja 21 milljón banda- rikjadala. Það hefur nú veriö greittniöur að u.þ.b. einum þriöja hluta. Kaupverö flugvélanna beggja er þvi um 13.5 milljónir bandarikjadala. Laú til þessara flugvélakaupa hyggst fyrirtækiö taka hjá Export Import-bankan- um I Washington og hjá viðskiptabönkum i Bandarlkjun- um. Rikisstjórnin tók áðurnefnda málaleitan Flugleiða hf. til at- hugunar og fól trúnaðarmönnum sinum aö kanna fjárhagsstöðu fyrirtækisins og önnur þau atriði i rekstri fyrirtækisins sem snerta þetta mál. Skiluðu trúnaðarmenn rikisstjórnarinnar greinargerö með niöurstööum sinum i febrúar s.l. Það var meginniðurstaða trúnaðarmanna rikisstjórnarinn- ar, að fyrirgreiðsla rikisins við útvegun rekstrarfjármagns yrði ekki skilinfrá fyrirsjáanlegum og nauðsynlegum flugvélakaupum félagsins á þessu ári. Með þvi að nýta ekki kaupréttinn á flugvél- unum fyrirgerði félagið þeim möguleikum á aukningu á eigin fé sem það heföi þegar greitt i formi leigu af flugvélunum. Lögðu trúnaðarmenn rikisstjórnarinnar til, að Flugleiðum hf. yrði gert kleift að nota kaupréttinn. Talið er að markaðsverð vélanna i dag sé um 22 milljónir bandarikja- dala, en kaupréttarverðið er 13.5 milljónir bandarikjadala. Mismunur á þessu tvennu jafn- gildir eiginfjáraukningu hjá Flugleiðum hf. og veitir jafn- framt rikissjóði verulega aukna tryggingu fyrir þeim ábyrgðum sem kunna að verða veittar félag- inu.” Magnús Kjartansson (Ab) tók næstur til máls. Sagði hann, að hér væri um stórt mál að ræða, og það væru óverj- andi vinnu- brögö „að kasta máli eins og þessu inn á Alþingi”, eins og hann orðaði það og til þess ætlast, aö það yrði afgreitt á þeim stutta tima, sem eftir er af þingtiman- um. Kvartaði þingmaðurinn und- an þvi, aö Alþýðubandalaginu hefði ekki gefizt kostur á að fylgj- ast með málinu á undanförnum vikum og mánuðum. Þingmaðurinn sagði, að mörg- um spurningum væri ósvaraö i sambandi við Flugleiðir. Hann benti á, að mesti tapreksturinn hjá félaginu væri á leiðinni Evrópa—Amerika. A þeirri leið flytti félagið erlenda ferðamenn, og taldi óeðlilegt, að islenzka rik- iö styddi þann rekstur. Þá benti hann á, að Flugleiðir væri með margs konar rekstur, s.s. hótel og bflaleigu i samkeppni við aöra innlenda aðila. Magnús Torfi ólafsson (SFV) tók i sama streng og Magnús Kjartansson. Benti hann m.a. á, að Flugleiðir væri meö feröa- skrifstofurekstur. Nýlega hefðu verið auglýstar lækkanir á svokölluðum sólarferöum á vegum þeirra aðila, sem skipta við Flug- leiðir. Hér væri um óeðlilega samkeppni að ræða við annan aöila, sem hefði svipaðan rekstur með höndum. Þá vék þingmaðurinn að þeim tryggingum, sem Flugleiðir eiga að láta I té og spurði hvað ætti að teljast gilt I þeim efnum. Garðar Sigurðsson (Ab) tók einnig til máls. Hann minntist á samkeppni Flugleiða við Ferða- skrifstofuna Sunnu og spurði hvort veita ætti Flugleiðum fyrir- greiðslu „til að slátra Sunnu”, eins og þingmaðurinn komst að oröi. Gyifi Þ. Gislason (A) sagði, að þing- flokkur Alþýðu- flokksins ' hefði haft tækifæri til að fjalla unv þetta mál sið- ustu daga. Sagði Gylfi, að mjög þýðingarmikið væri að veita Flugleiðum aðstoð, þar sem félagið héldi uppi þýðingarmikilli starfsemi I samgöngumálum. En aðalatriðið væri þó það, að rikið tæki ekki óeðlilega mikla áhættu varðandi þá fyrirgreiðslu, sem frumvarpið fjallaði um. Þing- maöurinn sagði, að flokkarnir fengju tækifæri til að skoða máliö betur I þeirri umferð, sem fengi það til meðferðar. Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra tók aftur til máls og svaraði nokkrum at- riöum, sem fram komu i ræðum þingmanna. M.a. sagðist hann sjá til þess að Samtökin, sem eiga fulltrúa i fjárhags- og viðskipta- nefnd fengju tækifæri til aö fylgj- ast meö málinu. Deilt um orkulög Iðnaðarnefnd hefur skilað áliti um frumvarp um breytingu á orkulögum um nýtingu jarðhita. Kiofnaði nefndin 1 afstöðu sinni. Meirihlutinn, Ingóifur Jónsson (S), Lárus Jónsson (S), Ingvar Gislason (F), og Geirþrúður Bernhöft (S) vill, að frumvarpinu verði visað til rikisstjórnarinnar, en minnihlutinn, Magnús Kjartansson (Ab), Þórarinn Þórarinsson (F) og Benedikt Gröndal (A) leggja til, að frum- varpið verði samþykkt óbreytt. Nokkrar umræður uröu um málið I neöri deild I gær. Ingólfur Jónsson og Ingvar Gislason töldu, aö með frumvarpinu væri verið að fara inn á svið eignarréttarins með vafasömum hætti, eins og Ingvar Gislason orðaði það. Sagöi hann, að málið væri meira og minna rekið á röngum forsend- um. Magnús Kjartanssongagnrýndi mjög þá Ingvar og Ingólf. Minnti hann á, að frumvarpið heföi upp- haflega verið flutt fyrir 3 árum að beiðni Orkustofnunarinnar. Óiafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagðist styðja frumvarpið. Hann væri ósam- mála þeim sjónarmiðum, sem fram hefðu komiö, að I frumvarp- inu fælust tillögur um eignanám. Um það væri aö ræða, að setja al- menna skynsamlega takmörkun á eignarrétti. Sagði ráðherrann, aö mjög nauðsynlegt væri að setja lagareglur i þessu sam- bandi. Þá minnti hann á, að það hefði verið stefna fyrrverandi rikisstjórnar aö setja lög i þess- um efnum. Nú verður lítið var- í lágu númerin Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp um breytingu á um- ferðarlögum. Meginefni frumvarps þessa felur I sér þær breytingar, á ákvæðum umferöarlaga, aö gert er ráð fyrir þvi, að hætt veröi aö umskrá ökutæki vegna fiutninga milli lögsagnarumdæma, svo og þvi að Bifreiöaeftirlit rikisins annist skráningu ökutækja I staö lögreglustjóra. Frumvarpið hefur ennfremur aö geyma ákvæði um skráningu og notkun beltabifhjóla (vélsieða) og um hámarkslengd ökutækja. Þá er lagt til, að hækkaðar veröi vátryggingarfjárhæðir fyrir hina iögboðnu ábyrgöartryggingu ökutækja og ennfremur gert ráö fyrir nokkrum öðrum breyting- um á umferðarlögunum. Meö þvi að hætt verður aö umskrá bifreiöir, munu sömu núm- er fylgja bifreiðum, þar til þær eru ónýtar og teknar af skrá. Steingrímur Hermannsson alþingismaður: Róttækar aðgerðir í efna- hagsmálum nauðsynlegar ÞEGAR frumvarp rikisstjórn- arinnar um ráðstafanir I efna- hagsmálum var til umræöu i efri deild, flutti Steingrimur Hermanr.sson ræðu, sem hér fer á eftir, nokkuð stytt. Stein- grimur sagði m.a.: Gengisfellingin I efnahagsmálum hef ég I huga nokkur atriði, sem ég tel rétt að koma á framfæri. Ég er þeirrar skoðunar, að geng- isfellingin siðasta I febr. hafi verið óhjákvæmileg, fyrst og fremst vegna þess, að gjald- eyrisstaðan var slik, að þá varö að gripa til skjótra aö- gerða og aðrar aðgerðir hafi ekki verið fljótvirkari en gengisfelling. Ég er yfirleitt mjög tregur til þess að sam- þykkja gengisfellingar, en ég sannfærðist um það, aö hún var nauðsynleg i þessu tilfelli. En gengisfelling er raunar ekkert annað en leiðrétting, sem fljótlega rennur út I sand- inn, ef ekki er gripið til fleiri markvissra ráðstafana I béinu framhaldi. Af þvi er fengin löng og sár reynsla i okkar efnahagslifi. Ég gerði mér þvi vonir um, að þessu fylgdu ákveðnar aðgerðir, og ég skal aðeins nefna fáeinar, sem ég fyrir mitt leyti lagði áherzlu á i um- ræðum um það mál. Beinar aðgerðir til að draga úr innflutningi Þessi gengisfelling var fyrst og fremst nauðsynleg vegna gjaldeyrisstöðunnar. Þegar þannig er ástatt, er eðlilegt að draga jafnframt úr innflutn- ingi með beinum aðgerðum. A ég þar við aðgerðir eins og t.d. Danir gripu til, þegar þeir hækkuðu tolla um 10%, að- gerðir, sem raunar ýmsar þjóðir I viðskiptabandalögum Evrópu hafa beint eða óbeint gripiö til og dregið úr innflutn- ingi. Ég vil einnig vekja at- hygli á þeim tilmælum Félags Isl. iðnrekenda, að reglur um þróun friverzlunar verði endurskoðaðar með tilliti til þeirrar staöreyndar, að is- lenzk framleiðsla hefur ekki búið við þær aöstæður upp á slðkastiö, sem gert hafa henni kleift að undirbúa sig sem til var ætlazt fyrir þá samkeppni, sem vaxandi mun fara. Ég tel þvi rétt að stiga skref til baka i þessari þróun. Ég lit svo á, að þaö sé að sjálfsögðu tima- bundið. Ég er fylgjandi þeirri meginstefnu aö koma á fri- verzlun í svo vtötækum mæli, sem okkar litla þjóðfélag, og að mörgu leyti erfiða með til- liti til gjaldeyristekna, getur og hefur efni á. Það skiptir mig engu máli, þótt slikar aðgerðir séu nefnd- ar höft. Ég lit ekki á það sem höft, þegar ein stór fjölskylda verður, vegna fjárskorts, að draga úr ákveðnum innkaup- um og jafnvel að setja vissa hluti á bannlista. Visitölugrund- völlurinn Ég lit einnig svo á, að visi- tölugrundvöllurinn sé þannig, að aldrei fáist viöunandi jafn- vægi I efnahagsmálum fyrr en hann er leiðréttur. Og raunar hygg ég, að allir séu sammála um þaö, þótt ekki séu þeir sammála um hitt, á hvern máta ber að leiðrétta visitölu- grundvöllinn. Ot I það skal ég ekki fara timans vegna. Þó vil ég nefna, að mér sýnist ófært, að tekjur til opinberra fram- kvæmda, viö skulum segja álagning skatta til- þess að byggja sjúkrahús, eigi að leiöa sjálfkrafa til launahækkunar. Ljóster, að slik hringrás getur aldrei staðizt. Nú er að visu oröið samkomulag um það, aö þetta veröi endurskoðað, og þvi fagna ég. Ég vona, að af þvi verði einhver árangur, og get með tilliti til þess sam- komulags fallizt á, aö Alþingi hinkri við. Hins vegar vil ég lqggja á það rika áherzlu, að rikisstjórn þarf sjálf að undir- búa markvissar aögerðir að þessu leyti og vera tilbúin að hrinda þeim i framkvæmd með lögum frá þinginu, jafn- vel þótt ekki náist um það samkomulag á vinnu- markaðnum. Lifeyrissjóðirnir Ég er einnig þeirrar skoðun- ar, að eyðslufé lifeyrissjóða, ef ég má kalla svo það fé lif- eyrissjóða, sem rennur i stór- um mæli til alls konar neyzlu, verði að koma undir nöuggari heildarstjórn I fjármálum rik- isins. Ég er raunar hlynntur þvi, að li'feyrissjóöirnir verði Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.