Tíminn - 10.05.1975, Síða 12

Tíminn - 10.05.1975, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur 10. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 17 þú rekst á skærin. ' Þvi næst klippti hann burt stóran hárlokk. Hægra eyra Rambos var nú bert og óvarið fyrir svölu og röku lofti kjaiiárans. Þú ert hármeiri en ég bjóst við, sagði Teasle og lét hárlokkinn falla á dag- blöðin, sem breidd voru á gólfið. Höfuðið á þér verður mun léttara eftir fáeinar mínútur. Dagblöð- in sugu í sig bleytuna á gólf inu. Teasle klippti meira af hárinu, og aftur hörfaði Rambo undan. Teasle gekk aftur fyrir hann. Rambo stífnaði allur, þegar hann gat ekki séð hvað gerðist að baki hans. Hann sneri höfðinu snögglega við, en Teasle rétti hann við. Rambo losaði höfuðið undan höndunum. En Teasle fór aftur með skærin að höfði hans. Enn hörfaði Rambo undan. Hárið festist í sigurnagla skæranna, sem þrýstust skyndilega í höf uð honum. Rambo þoldi þetta ekki lengur. Hann hentist úr stólnum og eldsneri sér að Teasle. — Farðu frá mér. — Sestu í stólinn. — Þú klippir ekki meira. Ef þú vilt láta klippa á mér hárið, skalt þú sækja rakara hingað niður. — Klukkan er orðin sex. Þeir eru allir hættir að vinna. Þú ferð ekki í búninginn fyrr en búið er að klippa þig. — Þá verð ég svona. — Þú sezt í stólinn. Galt, farðu upp pg sæktu Singleton. Ég gef þér ekki f leiri tækifæri. Við skul- um klippa þig eins hratt og við hefðum beitt sauða- klippum. Galt virtist feginn að sleppa burt. Rambo heyrði þegar hann opnaði læstar dyrnar efst í stiganum. Bergmálið af lyklaskröltinu barst niður. Atburða- rásin var nú mun hraðari. Hannn vildi ekki meiða neinn. En hann vissi að hverju stefndi. Hann gat ekki lengur hamið vaxandi reiði sína. Maður heyrð- ist þjóta niður stigann. Á eftir honum kom Galt á f Ijúgandi ferð. Maðurinn var sá, sem setið hafði við talstöðina á fremri skrifstof unni. Þegar hann stóð uppréttur, virtist hann risastór. Höfuð hans nam við bjart loftljósið í klefanum. Ljósið féll þannig á andlit mannsins, að beinabygging andlitsins varð áberandi. Hann leit á Rambo, sem fann nú enn meira til nektar sinnar. — Vandræði? spurði hann Teasle. — Mér skilst þú eigir i vandræðum. — Ekki ég — heldur HANN, sagði Teasle. Látið hann setjast í stólinn. Singleton gekk beint að honum. Galt hikaði andartak, en kom svo einnig. — Ég veit ekki hvað er að gerast, sagði Singleton við Rambo. En ég er sanngjarn maður. Þú mátt vel ja, annað hvort seztu sjálf ur eða ég ber þig í stól- inn. — Þér er bezt að snerta mig ekki. Rambo var ákveðinn í því, að missa ekki stjórn á sér. Hann þurfti aðeins að halda út í fimm mínútur enn, þola nánd skæranna og þá var þetta búið. Það var allt og sumt. Hann gekk í átt að stólnum og rann svolítið í vatninu. Singleton var að baki hans og sagði: — Guð hjálpi mér, hvaðan eru þessi ör á bakinu á þér? — Or stríðinu. Þetta var veikur blettur. Hann hefði alls ekki átt að svara. — Ja — nema hvað? I hvaða her var það? Minnstu munaði að Rambo dræpi hann á auga- bragði. En Teasle byrjaði aftur að klippa hárið. Honum brá við. Hárlufsurnar dreifðust á gegnblaut dagblöðin, sem loddu sum hver við nakta fætur hans. Rambo bjóst við, að Teasle héldi áfram að snyrta hárið. Hann bjó sig undir það. Þessí í stað f ór hann að klippa skeggið. Skærin komu of nálægt hægra auga hans. Rambo beygði höfuðið undan, ósjálf rátt. — Vertu kyrr, sagði Teasle. Galt, Singleton — haldið honum kyrrum. Singleton neyddi höfuð hans í réttar skorður, og Rambo sló hönd hans frá höfði sér. Aftur reyndi Teasle að klippa skeggið. Það festist í skærunum og klemmdi kinnina. — Jesús. Hann engdist eins og ormur. Þeir voru of nærri honum. Þeir þrengdu sér að honum, svo hann langaði til að öskra. — Við verðum að þessu í alla nótt, sagði Teasle. Galt— farðu og sæktu raksápuna og rakhnífinn á borðinu. Rambo engdist. — Þú rakar mig ekki. Þú kemur ekki nálægt mér með rakhnífinn. Skyndilega stóð Galt við hlið hans og rétti Teasle rakhnífinn. Rambo sá hvernig langt hnífsblaðið blikaði i Ijósinu og varð hugsað til víetnamska liðs- foringjans, sem risti sundur holdið á brjóstkassa hans. Það réð úrslitum. Hann missti stjórn á sér, þreif rakhnif inn og hratt þeim f rá sér. Hann barðist gegn árásarhvötinni. Hann mátti ekki ráðast á þá Geiri og Vicki eru kvödd meö viöhöfn. En nýi keisarinn er enginn ansi.... I ^ Guöir? Vitleysa! Það hlýtur að vera svar við þvi sem þau^ gerðu. Sem mig langarV AÞa“ hjálpað ekki að vita mér hl krununnar, ekkiaövita. , svo ég er þeim þakk- látur hvar sem þau eru Sjáðu fiðrildið V Ég myndi verða þarna, er það ekki ) á þessum lit ef ég þyrfti fallegt? A n°ta hann á hverjum <8 fÞvi þá það? Kannski hef- ur fiðrildið fataskáp fullan, af vængjum einhvers staðar we 6-8 Laugardagur 10. mai. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir les þýðingu sina á sögunni af „Stúart litla” eftir Elwyn Brooke White (12). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskaiög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 tþróttir Umsjón : Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XXVIII Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. Islenzkt mál. Dr. Jakob Benidiktsson flytur þáttinn. -16.40 TIu á toppnum 17.30 Sögulestur fyrir börn: „Agni og dóttir selkonungs- ins” irskt ævintýri 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 í minningunn^Þorsteinn Matthiasson' kennari talar við Hermann Guðmundsson frá Bæ I Steingrimsfirði. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Hérnamegin glers- ons”, smásaga eftir Véstein Lúðviksson Kjartan Ragnarsson leikari les. 21.15 Frönsk og rússnesk bailetttónlist 21.45 Bak við rimiana. Sigurður A. Magnússon les þýðingar sinar á griskum ljóðum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. (Jtvarpsdansleikur i vertiðarlok. M.a. leiknir sjómannavalsar og önnur gömul danslög. (23.55 Frétt- ir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10. mai 16.30 íþróttir. Knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar iþróttir. Umsjónarmaöur ómar Ragnarsson. 18.30 tvar hlújárn. Bresk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Walter Scott. 2. þáttur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinssón. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. ,20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.45 Vogun vinnur... (Classe tous risoues) Frönsk bió- mynd frá árinu 1960. byggð á sögu eftir José Giovanni. Leikstjóri Claude Santet. Aðalhlutverk Jean-Paul Belmondo og Sandra Milo. Þýðandi Ragna Ragnars. Aðalpersóna myndarinnar er franskur afbrotamaður, sem flúið hefur úr landi og búið i Rómaborg um skeið. Hann vill nú snúa aftur heim til Parisar, en það ferðalag verður honum næsta örðugt. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.