Tíminn - 10.05.1975, Side 16

Tíminn - 10.05.1975, Side 16
Laugardagur 10. mai 1975. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 fyrirgódan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS \ Laos Vopnahlé í Pathet Lao ræður að sögn þrem fjórðu hlutum landsins NTB/Reuter-Vientiane. Efnt var til mikilla mótmæla i Vientiane I gær. Að mótmælafundi loknum réðust á að gizka þrjú þúsund manns aðbandariska sendiráðinu i borginni, grýttu steinum I sendi- ráðsbygginguna og drógu niður bandariska fánann. Lögreglunni tókst að skakka leikinn eftir nokkurt þóf. Mót- mælendur kváðust með þessu vilja leggja áherzlu á þá kröfu sina, að hægrisinnar viki úr rikis- stjórn landsins. Samkvæmt vopnahléssamning- um þeim, er gerðir voru i Laos árið 1973, skyldu öll þrjú stjórn- málaöfl landsins standa að mynd- un stjórnar: Hægrisinnar, hlut- lausir og kommúnistar (sem til- heyra Pathet Lao-hreyfingunni). Fréttaskýrendur álita, að með mótmælunum i gær hafi Pathet Lao — er auðsýnilega hafi staðið að baki þeim — viljað sýna mátt sinn og megin, en leiðtogar hreyf- ingarinnar hafa lýst yfir, að þrir fjórðu hlutar Laos lúti stjórn hennar. 1 gær var tilkynnt af opinberri hálfu i Laos, að sam-- komulag um vopnahlé hefði náðst milli Laosstjórnar annars vegar og Pathet Lao hins vegar, en sfð- ustu vikur hafa sveitir Pathet Lao lagt undir sig nokkur landsvæði norður af höfuðborginni Vietni- ane. Veður eru þó enn válynd i Laos og óstaðfestar fréttir herma, að um þrjátiu háttsettir embættis- menn og hátt á þriðja hundrað kaupsýslumanna hafi flúið yfir landamærin sfðustu daga. Og sið- degis i gær bárust fréttir um af- sögn þriggja ráðherra hægri- sinna. Útvarpið í Phnom Penh: Landbúnaður ófram aðal- atvinnuvegur í Kambódíu Ófagrar lýsingar er- lendra fréttamanna d framferði rauðra „khmera" eftir töku Phnom Penh NTB/Reuter-Bangkok/Paris. út- varpið I Phnom Penh skýrði frá þvi I gær, að landbúnaður yrði áfram aðaiatvinnuvegurinn i Kambódiu. Þá var boðuð endur- reisn á hergagnaframleiðslu i landinu, er að vonum hefur beðið mikinn hnekki að undanförnu. Aö sögn útvarpsins hafa fyrri valdhafar eyðilagt nær allar verksmiðjur landsins. Þessi út- sending er athyglisverð fyrir þá sök, að áður höfðu leiðtogar rauðu Frh. á bls. 15 Hinir nýju leiðtogar Kambódiu: Khieu Samphan og Sihanouk prins Dökkt útlit í efnahagsmólum ó Bretlandi: Gengishrun punds ins fram undan verði ekki gripið til hliðarrdðstafana NTB/Reuter-London. Gengi brezka pundsins féll i gær á gjaldeyrismörkuöum gagn- vart erlendum gjaldmiðium. Astæðan er dökkt útlit f efna- hagsmálum á Bretiandi. Frá þvf i desember hefur gengi pundsins gagnvart tiu helztu gjaldmiðlum heims fallið að meðaltali um 24,4%. Bérfræðingar létu svo um mælt I gær, að héldi gengið áfram að falla næstu daga, yrði að gripa til einhverra hliðarráðstafana til að koma I veg fyrir algert gengishrun. Verðbólga á Bretlandi er nú talin nema 21,5% á ársgrund- velli og hefur Denis Healey fjármálaráðherra kennt óhóf- legum launakröfum um þessa þróun. Vinstrisinnar innan Verkamannaflokksins eru þó ekki á sama máli. Einn þeirra — þingmaðurinn Norman At- kinson — sagði i gær, að þeir Harold Wilson forsætisráð- herra og Healey yrðu að segja af sér, ef þessi óheillaþróun •héldi áfram. Atkinson álltur, að stjórnin verði að grlpa til beinna aðgerða til að stöðva verðbólguna, svo sem inn- flutningshafta. Þotukaup Belga, Dana, Hollendinga og Norðmanna: Hætta ó, að sam staðan rofni NTB/Reuter-Parls. Leo Tinde- mans, forsætisráðherra Belgiu, sem staddur er f Paris, sagði i gær, að enn væri ekki með öllu útilokað, aö Beigar og Hol- lendingar keyptu franskar orrustuþotur af gerðinni Mirage F-1 f stað bandariskra þota af gerðinni F-16. Sem kunnugt er hafa þessar tvær þjóðir — auk Dana og Norð- manna — I hyggju að festa kaup á samtals 350 orrustuþotum, til að endurnýja flugflota sinn. Til þessa hafa flestir talið, að banda- rlskar þotur af gerðinni F-16 yrðu fyrir valinu, m.a. lét flugvélasér- fræðingur einn I ljós það álit fyrir skömmu, að bandarisku þoturnar hefðu yfirburði yfir Mirage-þot- um að því er varðar allan tækni- búnað. Tindemans lét ofangreind orð falla eftir klukkustundar langan fund með Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. Belgfski forsætisráðherrann bætti við, að hann hefði búizt við fyrir fram, að endanleg ákvörðun um flugvélakaupin yrði tekin I lok þessa mánaðar, en óvíst væri nú, hvort af því gæti orðið. Landvarnaráðherrar Belgiu, Danmerkur, Hollands og Noregs hafa haft samráð sln á milli I þvi. skyni að festa kaup á sömu tegund þota. Nú getur svo farið, að þessi samstaða rofni, þar eð belgiskir ráðamenn — og jafnvel hollenzkir — hafa að sögn mikinn hug á að kaupa þotur af Frökk- um, til að styðja við bakið á evrópskum flugvélaiðnaði. Fundinum í Genf lokið Fundum Hafréttarráðstefnunn- ar I Genf lauk hinn 9. mai. Akveð- ið var, að næsti fundur verði hald- inn I New York frá 29. marz til 21. mal 1976 og að á þeim fundi verði ákveðið, hvort nauðsynlegt verði að halda fleiri fundi áður en til undirritunar komi. A fundunum I Genf var gengið frá uppkasti nefndaformanna að heildartexta alþjóðasamnings um hafréttarmál, sem lagður verður til grundvallar við framhald málsins. Textinn er I þrem köfl- um, þ.e. 1. kafli I 75 greinum um alþjóðahafsbotnssvæðið, 2. kafli i 137greinum um lögsögu rikja, þ.á m. um allt að 12 mílna landhelgi, sund, landgrunn, efnahagslög- sögu allt að 200 milum og fisk- veiðar á úthafinu, og 3. kafli I 81 grein um mengun og visindalegar rannsóknir. I greinunum um efnahagslög- söguna eru m.a. þau ákvæði, að strandrlkið sjálft skuli ákveða leyfilegan hámarksafla innan efnahagslögsögunnar (50. grein 1. mgr.) svo og möguleika sina til að hagnýta aflamagnið (51. grein 2. mgr.). Enda þótt hér sé um að ræða frumvarp að heildarsamningi, er ljóst, að mikilvægum áfanga hef- ur verið náð. (Fréttatilkynning) Fylgismönnum EBE-aðildar fer stöðugt fjölgandi í Bretlandi — ef marka mó niðurstöður skoðanakannanna NTB/Reuter-London. Þann 5. júni n.k. fer sem kunnugt er fram þjóöaratkvæðagreiðsia á Bretiandi um, hvort Bretar eigi að halda áfram að vera aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Niðurstöður síðustu skoð- anakannana benda eindregið til, að slfellt fjölgi þeim brezk- um kjósendum, er séu fylgj- andi áframhaldandi aðild að EBE. 1 blaðinu „The London Evening Standard” voru I gær birtar niðurstöður nýjustu könnunarinnar. Þær leiða I ljós, að 60% kjósenda séu nú fylgjandi aðild, 29% andstæðir og 11% óákveðnir. (Fyrir þrem vikum benti samsvar- andi könnun til, að 56% segðu já, 28% nei, en 16% hefðu ekki gert upp hug sinn.) Athyglisvert er, að aðeins 27% þeirra, er sögðust fylgja Verkamannaflokknum að málum, kváðust eindregið styöja áframhaldandi aðild að EBE. Aftur á móti voru svo til allir aðspurðra Ihaldsmanna og frjálslyndra fylgjandi aðild. Leiðtogar Angóla á fundi meö portúgölskum ráðherrum fyrr I vetur Portúgalsstjórn hyggst boða til fundar — í því skyni að binda endi ó dtökin í Angóla Reuter-Lissabon. Fréttir hermdu I gær, að Portúgalsstjórn væri nú að kanna möguleika á aðhalda sérstakan fund með leiðtogum þjóðfrelsis- hreyfinganna þriggja i Angóla. Til- gangur fundarins yrði — ef til kæmi — að finna leiðir til að binda endi á þau blóðugu átök, er átt hafa sér stað i þessari portúgölsku nýlendu. 1 janúar s.l. var haldinn fundur með sömu aðilum, og á honum var undirrit- aö samkomulag um sjálfstæði Angóla. í samkomulaginu var gert ráð fyrir, að mynduð yrði bráðabirgðastjórn I landinu — skipuð fulltrúum frelsis- hreyfinganna þriggja. Það er einkum ósætti milli tveggja af hreyfingunum — FNLA (er hefur aðsetur i nágrannaríkinu Zaire) og MPLA (sem byggir á marxiskum grunni). Slðustu daga hafa fimmtán manns fallið I skærum milli þessara hreyfinga I norðurhluta Angóla, en I fyrri viku létust allt að eitt þúsund manns I blóðugum átökum i höfuð- borginni Luanda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.