Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 22. maí 1975 Að lokum fær hún að leika með föður sínum Þegar Liza Minnelli og faöir hennar kvikmyndaleikstj. Vin- cente Minnelli byrjuðu á gerð myndarinnar Carmela á siðasta ári varð að veruleika draumur, sem þau höfðu bæði átt i óra- langan tima. Þarna voru faðir og dóttir loks farin að vinna saman. Dóttirin er stórstjarna dagsins i dag i kvikmynda- heiminum, en faðirinn var vel þekktur um margra ára bil, þegar hann stjórnaði mörgum helztu söngvamyndum Holly- wood hér áður fyrr. — Ég man enn eftir þvi, þegar Liza var fimm ára gömul og fór dag nokkurn eins og hennar var vandi með mér i kvikmynda- verið. Allt i einu sagði hún við mig: Ég vil að þú skipir mér fyrir einsog þeim hinum. Ég skyldi fyrst ekki við hvað hún átti, en svo varð mér ljóst að hún hafði tekið eftir þvi hvernig ég skipaði fólkinu fyrir, þrátt fyrir það, að ég ha£ði alltaf sjálfur haldið að ég stjórnaði af mikilli mildi, og án þess að gefa harðorðar skipanir. — Þá skal '« ég gera þegar við komum heim. Þá skalt þú leika smáleikrit, og ég skal segja þér, hvernig þú átt að bera þig að við leikinn, sagði ég- — Nei, sagði hún þá, ég vil leika i alvörunni. — Ég meinti þaö sem ég sagði, segir Liza nú. ★ Það bezta við pabba var hvað hann var alltaf þolinmóður viö okkur krakkana, segir Liza enn- fremur. Á hverju kvöldi, þegar hann kom dauðþreyttur heim úr vinnunni fórum við að leika fyr- ir hann, og aldrei mótmælti hann með einu orði. — Ég var hræddastur um að sofna, þar sem ég sat i stólnum minum og horfði á þau leika „stykkin” sln, en ég hafði samt gaman af að fylgjast með þeim, segir Minnelli. Nú hefur sem sagt draumur feðginanna orðið að veruleika, og Liza er farin að leika I alvöru undir stjórn föður sins. Bflaútflutningur i heiminum Japan Œ Vestur-Þýzkaland / _i0 Kanada ^tejuterfldn ^itala^ /ifll o.?/ Bretland Ti Bflaútflutningur i milljónum 1625 Japan er efst Bflaframleiðendur I Þýzkalandi liðu mikið fyrrr efnahagsvand- ræðin, sem urðu i heiminum ár- ið 1974. tltflutningur bifreiða frá hinum ýmsu löndum dróst veru- lega saman, og mun meira held- ur en sala á bifreiðum i landinu sjálfu. Árið 1974 voru seldir 467.000 færri bllar heldur en árið áður á alþjóðamarkaði, og nem- ur samdrátturinn I bilasölunni 20%. Afleiðingin varð sú, að Vestur-Þýzkaland var ekki lengur i fararbroddi bifreiöaút- flytjenda, heldur tóku Japanir M viö forystunni. Þeim tókst að auka sölu sina um 27%. ítalir og Bandarikjajnenn juku einnig bilasölu sina, eins og sjá má á töflunni, sem hér fylgir með, mönnum til fróðleiks og skemmtunar. 1 texta, sem með henni fylgir, segir, aö bilasala I Þýzkalandi sé nú aftur að færast i aukana og útflutningur bila þaðan sömu- leiðis. Verðbréf I bilaverksmiðj- um hafa hækkað I verði, og er búizt við nokkurri aukningu á þessu sviði á yfirstandandi ári. Soraya velur sér stöðugt yngri vini Frá þvi Soraya prinsessa varð aö sjá á bak vini sinum Franco Indivina, kvikmyndaleikstjóra, sem fórst fyrir nokkrum árum i flugslysi, hefur hún oft birzt á helztu skemmtistöðum Rómar með nýjum og nýmum karl- mönnum. Karlmennirnir, sem hún leggur nú lag sitt við, verða stöðugt yngri og yngri. Siðasti vinurinn, sem hún valdi sér, er Francesco Napolitano, sem nú stundar nám i rafeindafræði, og er lögreglumannssonur. Þau eru hér á myndinni saman. DENNI DÆMALAUSI Ég var einmitt að segja Snata, að mér fyndist þú bara sæt, Gina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.